Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 609. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1061  —  609. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fyrirhugaða lokun svæða fyrir dragnótaveiðum.

Frá Ásbirni Óttarssyni.



     1.      Hver voru tilefni þess að ráðherra ákvað að grípa til boðaðrar takmörkunar dragnótaveiða í sjö fjörðum? Hvaða skriflegu gögn liggja fyrir um þau tilefni?
     2.      Á hvaða vísindalegu rannsóknum byggir ráðherra það mat sitt að dragnót hafi skaðleg áhrif á veiðisvæði í þeim fjörðum sem áformað er að loka fyrir dragnótaveiðum?
     3.      Hvaða erlendu dæmum fylgir ráðherra um lokunina á forsendum verndunar viðkvæmra hafsvæða?
     4.      Hver eru nákvæmlega hin meintu neikvæðu áhrif dragnótar á lífríkið?
     5.      Er ráðherra kunnugt um dæmi þess að dragnótaveiðar hafi jákvæð áhrif á lífríkið?
     6.      Hefur ráðherra kannað hvort þess séu dæmi erlendis að dragnót leysi af hólmi önnur veiðarfæri á grunnslóð vegna þess hversu lítil áhrif hún hefur á lífríkið?
     7.      Hver yrðu áhrif fyrirhugaðra aðgerða á atvinnu og lífsafkomu þeirra sem aðgerðirnar beinast gegn?
     8.      Hefur ráðherra kannað önnur verndunarúrræði en lokun sem væru ekki eins íþyngjandi fyrir bátaflotann?


Skriflegt svar óskast.