Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 394. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1139  —  394. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum nr. 75/2007, um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun.

(Eftir 2. umr., 19. maí.)1. gr.

    1. mgr. 12. gr. laganna orðast svo:
    Í stjórn Tækniþróunarsjóðs sitja sex menn sem iðnaðarráðherra skipar til tveggja ára, þ.m.t. eru formaður og varaformaður. Þeim sem eru skipaðir er einungis heimilt að sitja tvö tímabil í senn. Tveir þeirra skulu skipaðir samkvæmt tilnefningu Samtaka atvinnulífsins, einn samkvæmt tilnefningu tækninefndar Vísinda- og tækniráðs, einn samkvæmt tilnefningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, einn samkvæmt tilnefningu Samtaka iðnaðarins, en ráðherra skipar einn án tilnefningar.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.

    Við skipun í stjórn Tækniþróunarsjóðs fyrir 1. september 2010 skulu þrír menn skipaðir til eins árs. Skal það ár teljast sem eitt tímabil. Þetta á þó ekki við um þann sem ráðherra skipar án tilnefningar.