Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 15. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1146  —  15. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á sveitarstjórnarlögum, nr. 45/1998, með síðari breytingum.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Þá hafa nefndinni borist umsagnir frá Akraneskaupstað, Borgarahreyfingunni, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Flóahreppi, Grímsnes- og Grafningshreppi, Grundarfjarðarbæ, Hagstofu Íslands, Hvalfjarðarsveit, Mosfellsbæ, Reykjanesbæ, Skagabyggð, Skorradalshreppi, Skútustaðahreppi, Stykkishólmsbæ, Sveitarfélaginu Árborg og Sveitarfélaginu Skagafirði.
    Í frumvarpinu er lagt til að viðmiðunarmörk fjölda kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum sem taka mið af íbúatölu verði hækkuð í þeim tilgangi að fleiri íbúar geti komist til áhrifa innan sinna sveitarfélaga.
    Athygli nefndarinnar hefur verið vakin á því að á vettvangi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis standi nú yfir heildarendurskoðun á sveitarstjórnarlögum.
    Nefndin leggur því til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Steinunn Valdís Óskarsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 19. maí 2010.



Björn Valur Gíslason,


form., frsm.


Róbert Marshall.


Anna Margrét Guðjónsdóttir.



Guðmundur Steingrímsson.


Árni Johnsen.


Lilja Rafney Magnúsdóttir.



Ásbjörn Óttarsson.


Ólína Þorvarðardóttir.