Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 558. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1237  —  558. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, með síðari breytingum.

Frá 1. minni hluta félags- og tryggingamálanefndar.


    
    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bjarnheiði Gautadóttir frá félags- og tryggingamálaráðuneyti. Umsagnir bárust frá Samtökum atvinnulífsins, Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Viðskiptaráði Íslands.
    Með frumvarpinu er lagt til að öllum atvinnurekendum verði, á sama hátt og þeim er skylt að greiða í sjúkrasjóði og orlofssjóði stéttarfélaga, skylt að greiða í fræðslusjóði atvinnulífsins iðgjöld sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um hverju sinni í kjarasamningsviðræðum.
    Nefndin hefur fjallað um málið sem almenn sátt virðist ríkja um hjá aðilum vinnumarkaðarins. 1. minni hluti áréttar mikilvægi þess að öllu launafólki standi til boða að auka hæfni sína til starfa með endurmenntun, símenntun, námskeiðum eða annarri fræðslu, óháð því hjá hvaða atvinnurekanda það starfar. Leggur 1. minni hluti til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Guðbjartur Hannesson, Ögmundur Jónasson og Ásmundur Einar Daðason voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 1. júní 2010.



Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,


varaform., frsm.


Margrét Pétursdóttir.


Guðmundur Steingrímsson.



Anna Margrét Guðjónsdóttir.