Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 559. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1240  —  559. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á húsaleigulögum, lögum um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús, lögum um fjöleignarhús, lögum um húsnæðismál og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 8. júní.)



I. KAFLI


Breyting á húsaleigulögum, nr. 36/1994, með síðari breytingum.
1. gr.

    Í stað orðanna „Húsnæðisstofnun ríkisins“ í 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum, að undanskilinni 83. gr., kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Íbúðalánasjóður.

2. gr.

    Í stað orðsins „félagsmálaráðuneyti“ í 5. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli og með eða án greinis eftir því sem við á: félags- og tryggingamálaráðuneyti.

3. gr.

    Í stað orðanna „kærunefnd húsaleigumála“ í 4. mgr. 17. gr. laganna og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum, að undanskilinni 84. gr., kemur, í viðeigandi beygingarfalli: kærunefnd húsamála.

4. gr.

    Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 2. mgr. 38. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum, að undanskilinni 84. gr., kemur: félags- og tryggingamálaráðherra.

5. gr.

    Í stað orðanna „kosnar skv. 40. gr. laga um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 97/1993“ í 1. málsl. 83. gr. laganna kemur: skipaðar af sveitarstjórn skv. 13. gr. laga nr. 44/1998, um húsnæðismál.

6. gr.

    84. gr. laganna verður svohljóðandi:
    Félags- og tryggingamálaráðherra skipar þrjá fulltrúa í kærunefnd húsamála til þriggja ára í senn og skulu tveir þeirra vera lögfræðingar og einn verkfræðingur. Húseigendafélagið tilnefnir einn fulltrúa og skal hann vera lögfræðingur. Tveir skulu skipaðir án tilnefningar og skal annar þeirra vera verkfræðingur en hinn skal uppfylla skilyrði um embættisgengi héraðsdómara og skal hann jafnframt vera formaður. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti og skal varaformaður uppfylla skilyrði um embættisgengi héraðsdómara. Nefndinni er heimilt að kalla til ráðgjafar og aðstoðar sérfróða aðila telji hún þörf á.
    Kostnaður við starfsemi kærunefndar húsamála greiðist úr ríkissjóði.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 75/2008, um frístundabyggð
og leigu lóða undir frístundahús.

7. gr.

    Í stað orðanna „úrskurðarnefndar frístundahúsamála“ í 3. mgr. 11. gr. laganna og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum, að undanskilinni 25. gr., og í stað orðanna „úrskurðarnefndar um frístundahúsamál“ í fyrirsögn 28. gr., kemur, í viðeigandi beygingarfalli: kærunefnd húsamála.

8. gr.

    Í stað orðsins „úrskurðarnefnd“ í 6. mgr. 12. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli og með eða án greinis eftir því sem við á: kærunefnd.

9. gr.

    25. gr. laganna verður svohljóðandi, ásamt fyrirsögn:

Kæruheimild.

    Hlutaðeigandi aðila er heimilt að vísa ágreiningsefni á grundvelli laga þessara til kærunefndar húsamála, sbr. húsaleigulög, nr. 36/1994, með síðari breytingum. Kærunefndin skal leitast við að ljúka afgreiðslu mála á grundvelli laga þessara innan tveggja mánaða frá því að erindi barst henni.
    Álit og úrskurðir kærunefndar húsamála eru endanlegir á stjórnsýslustigi.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 26/1994, um fjöleignarhús, með síðari breytingum.
10. gr.

    Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 4. mgr. 14. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum, að undanskilinni 79. og 80. gr., kemur: félags- og tryggingamálaráðherra.

11. gr.

    Í stað orðsins „fjöleignarhúsamála“ í 5. mgr. 16. gr. a laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum, að undanskilinni 79. gr., kemur: húsamála.

12. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 78. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „Félagsmálaráðuneytið“ í 1. mgr. kemur: Félags- og tryggingamálaráðuneytið.
     b.      Í stað orðanna „Húsnæðisstofnun ríkisins“ 1. mgr. kemur: Íbúðalánasjóði.
     c.      Í stað orðsins „stofnuninni“ í 2. mgr. kemur: Íbúðalánasjóði.

13. gr.

    79. gr. laganna fellur brott, ásamt fyrirsögn.

14. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 80. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „kærunefndarinnar“ í 1. mgr. kemur: kærunefndar húsamála, sbr. húsaleigulög, nr. 36/1994, með síðari breytingum.
     b.      Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 7. mgr. kemur: Félags- og tryggingamálaráðherra.
     c.      Fyrirsögn greinarinnar verður: Kæruheimild.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál, með síðari breytingum.
15. gr.

    Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 3. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum, að undanskilinni 41. og 42. gr., kemur: Félags- og tryggingamálaráðherra.

16. gr.

    Í stað orðsins „Félagsmálaráðuneytið“ í 3. mgr. 34. gr. laganna og hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli og með eða án greinis eftir því sem við á: Félags- og tryggingamálaráðuneyti.

17. gr.

    41. gr. laganna fellur brott, ásamt fyrirsögn.

18. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 42. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „kærunefndar húsnæðismála“ í 1. mgr. kemur: úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála, sbr. lög nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga, með síðari breytingum.
     b.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Nefndin skal taka erindi til meðferðar án tafar og kveða upp úrskurð sinn innan tveggja mánaða frá því að erindi barst henni.
     c.      Í stað orðanna „kærunefndar húsnæðismála“ í 3. mgr. kemur: úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála.
     d.      Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 3. og 4. mgr. kemur: Félags- og tryggingamálaráðherra.
     e.      Í stað orðsins „kærunefndar“ í 4. mgr. kemur: úrskurðarnefndar.
     f.      Fyrirsögn greinarinnar verður: Málsmeðferð.

19. gr.

    Fyrirsögn IX. kafla laganna verður: Kæruheimild.

20. gr.

    Í stað orðanna „kærunefndar húsnæðismála“ í 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða I í lögunum kemur: úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga,
með síðari breytingum.

21. gr.

    Í stað orðsins „félagsmálaráðuneyti“ í 3. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli og með eða án greinis eftir því sem við á: félags- og tryggingamálaráðuneyti.

22. gr.

    Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 1. mgr. 15. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum, að undanskilinni 65. gr., kemur: Félags- og tryggingamálaráðherra.

23. gr.

    Í stað orðanna „úrskurðarnefndar félagsþjónustu“ í 1. mgr. 63. gr. laganna og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum, að undanskilinni 65. gr., kemur, í viðeigandi beygingarfalli: úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála.

24. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 65. gr. laganna:
     a.      1. mgr. verður svohljóðandi:
                  Félags- og tryggingamálaráðherra skipar þrjá fulltrúa í úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála til þriggja ára í senn og skulu þeir allir vera lögfræðingar. Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir einn fulltrúa en tveir skulu skipaðir án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Formaður og varaformaður skulu uppfylla skilyrði um embættisgengi héraðsdómara. Nefndinni er heimilt að kalla til ráðgjafar og aðstoðar sérfróða aðila telji hún þörf á.
     b.      Í stað orðsins „þriggja“ í 2. mgr. kemur: tveggja.
     c.      Á eftir orðinu „félagsþjónustu“ í 4. mgr. kemur: og húsnæðismála.
     d.      Við bætast tvær nýjar málsgreinar sem orðast svo:
                  Nefndin skal eigi síðar en 15. maí ár hvert skila félags- og tryggingamálaráðherra skýrslu um störf sín og helstu niðurstöður og þær leiðbeinandi reglur sem greina má út frá úrskurðum nefndarinnar. Upplýsingar sem koma fram í skýrslunni skulu vera á samandregnu formi þannig að einstakir aðilar séu ópersónugreinanlegir. Skýrsluna skal senda sveitarfélögum og birta opinberlega.
                  Félags- og tryggingamálaráðherra er heimilt með reglugerð að setja nánari ákvæði um störf og skrifstofuhald úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála.

VI. KAFLI
Gildistaka.
25. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2010.
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal kærunefnd húsamála ljúka afgreiðslu þeirra erinda sem kærunefnd fjöleignarhúsamála, kærunefnd húsaleigumála og úrskurðarnefnd frístundahúsamála hafa til meðferðar við gildistöku laga þessara. Enn fremur skal úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála ljúka afgreiðslu þeirra erinda sem kærunefnd húsnæðismála og úrskurðarnefnd félagsþjónustu sveitarfélaga hafa til meðferðar við gildistöku laga þessara.