Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 343. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1289  —  343. mál.




Framhaldsnefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum.

Frá 2. minni hluta viðskiptanefndar.



    2. minni hluti ítrekar nauðsyn þess að skoða fleiri þætti í starfsemi fjármálafyrirtækja en gert er. Frumvarpið gengur ekki nógu langt og ekki hefur verið ákveðið hvernig eigi að taka á nauðsynlegum þáttum í umhverfi fjármálafyrirtækja.
    2. minni hluti fagnar því að meiri hlutinn samþykkti að bæta við ákvæði um að fjármálafyrirtæki þurfi að selja þau fyrirtæki sem þau hafa tekið yfir innan 12 mánaða.
    2. minni hluti hefur áhyggjur af því að ekki hefur verið farið nægjanlega vel yfir athugasemdir forustumanna endurskoðenda en þeir gerðu athugasemdir við drögin á milli umræðna. Einnig telur 2. minni hluti að skynsamlegt væri að fara yfir og ná niðurstöðu í nokkur grundvallarmál, t.d.:
          hugsanlega sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka,
          stöðu og starfsumhverfi sparisjóða,
          eignarhluti fjármálafyrirtækja í vátryggingafélögum og öfugt,
          reglur um hámarkseignarhlut í fjármálafyrirtækjum og hvernig dreifð eignaraðild er best tryggð,
          hvort skilja beri að starfsemi fjárfestingarbanka og viðskiptabanka.
    Einnig verður að skoða innstæðutryggingakerfið í samhengi við þetta frumvarp.
    2. minni hluti leggur einnig til að OECD geri úttekt á íslenska fjármálaumhverfinu og að sú úttekt verði nýtt í þeirri vinnu sem fram undan er við að koma á eðlilegu íslensku fjármálaumhverfi.

Alþingi, 10. júní 2010.



Guðlaugur Þór Þórðarson,


frsm.


Sigurður Kári Kristjánsson.