Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 576. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1298  —  576. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 30/2008, um upprunaábyrgð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum o.fl.

Frá iðnaðarnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Guðjón Axel Guðjónsson frá iðnaðarráðuneyti. Nefndinni bárust umsagnir um frumvarpið frá Landsvirkjun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Orkubúi Vestfjarða hf., Orkustofnun, Rafiðnaðarsambandi Íslands, RARIK, Ríkisendurskoðun, ríkisskattstjóra, Seðlabanka Íslands, tollstjóranum í Reykjavík, Umhverfisstofnun, Valorku ehf., Vegagerðinni og Viðskiptaráði Íslands.
    Með frumvarpinu er lagt til að innleiða í íslenskan rétt ákvæði um skyldu til útgáfu upprunaábyrgða á raforku frá samvinnslu með góða orkunýtni sem er að finna í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/8/EB, um að auka samvinnslu raf- og varmaorku sem byggist á eftirspurn eftir notvarma á innri orkumarkaðinum og um breytingu á tilskipun 92/42/EBE. Tilskipunin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 151/2006.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 11. júní 2010.Skúli Helgason,


form., frsm.


Gunnar Bragi Sveinsson.


Jón Gunnarsson.Jónína Rós Guðmundsdóttir.


Tryggvi Þór Herbertsson.


Margrét Tryggvadóttir.Sigmundur Ernir Rúnarsson.