Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 627. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1357  —  627. mál.




Svar



félags- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar um umsókn um aðild að Evrópusambandinu.

     1.      Hvaða vinnuhópar, ef einhverjir eru, innan ráðuneytisins eða undirstofnana þess fjalla um málefni tengd umsókn um aðild að Evrópusambandinu?
    Einn vinnuhópur hefur verið skipaður innan ráðuneytisins og er hlutverk hans fyrst og fremst að vera bakland í þeim verkefnum sem tengjast aðildarumsókninni.

     2.      Hversu margir starfsmenn má ætla að vinni að aðildarumsókninni innan ráðuneytisins og undirstofnana þess og hversu hátt hlutfall er það af heildarstarfsmannafjölda?
    Átta starfsmenn ráðuneytisins, eða um 20% af heildarstarfsmannafjölda þess, hafa unnið að aðildarumsókninni. Þeir starfsmenn sem hér um ræðir hafa sinnt þessari vinnu ásamt öðrum verkefnum og í mjög mismiklum mæli. Gera má ráð fyrir að það sem af er þessu ári hafi starfshlutfall tveggja starfsmanna verið um 5%, fimm um 10% og eins um 20%.

     3.      Hvað er áætlað að ráðuneytið og undirstofnanir þess verji miklu fé, á þessu ári og því næsta, til vinnu vegna aðildarumsóknarinnar?
    Ekki er gert ráð fyrir að neinu fé verði varið til vinnu vegna aðildarumsóknarinnar.

     4.      Hefur starfsmönnum í ráðuneytinu eða undirstofnunum þess verið fjölgað vegna aðildarumsóknarinnar og ef svo er, hve mörg stöðugildi er um að ræða?
    Nei.

     5.      Hefur ráðuneytið keypt einhverja utanaðkomandi ráðgjöf vegna aðildarumsóknarinnar og ef svo er, af hverjum var sú ráðgjöf keypt og hversu mikill var kostnaðurinn við það?
    Nei.

     6.      Liggur fyrir hvaða skipulagsbreytingar á stjórnsýslu þeirri sem undir ráðuneytið heyrir þurfa að vera komnar til framkvæmda áður en til aðildar kemur til að uppfylla kröfur Evrópusambandsins? Óskað er eftir upplýsingum um breytingar sem eru fyrirsjánlegar þrátt fyrir að heildarumfang þeirra liggi ekki fyrir.
    
Ekki er fyrirsjáanlegt að gera þurfi skipulagsbreytingar á þeirri stjórnsýslu sem undir ráðuneytið heyrir til að uppfylla kröfur Evrópusambandsins áður en til aðildar kemur.