Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 675. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1372  —  675. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á vatnalögum, nr. 20/2006, með síðari breytingum.

Frá iðnaðarnefnd.1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 42. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                  Lög þessi öðlast gildi 1. október 2011.
     b.      Í stað ártalsins „2011“ í lokamálslið 4. mgr. kemur: 2012.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

3. gr.

    Við gildistöku laga þessara verður eftirfarandi breyting á lögum nr. 31/2007, um breytingu á lögum nr. 91/2002, um varnir gegn landbroti: Í stað „1. júlí 2010“ í 1. mgr. 2. gr. kemur: 1. október 2011.

Greinargerð.


    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að gildistöku vatnalaga, nr. 20/2006, verði frestað til 1. október 2011, sbr. 1. gr. frumvarpsins. Til samræmis við frestun gildistöku vatnalaga er jafnframt kveðið á um að gildistöku laga nr. 31/2007, um breytingu á lögum nr. 91/2002, um varnir gegn landbroti, verði frestað en þau gera ráð fyrir að tiltekin ákvæði vatnalaga, nr. 20/2006, verði færð í lög nr. 91/2002.
    Vatnalög, nr.15/1923, eru í gildi og verða áfram með frestun á gildistöku laga nr.20/2006.
    Þau lög verða leyst af hólmi með nýjum vatnalögum, byggðum á frumvarpi sem sérstakur vinnuhópur vann út frá niðurstöðum þverpólitískrar nefndar um vatnalög. Iðnaðarráðherra hefur kynnt frumvarpsdrögin, sem nú er unnið að í ráðuneytinu, fyrir iðnaðarnefnd ásamt minnisblaði um þau skilgreindu atriði sem þarfnast frekari skoðunar og vinnslu áður en hægt er að leggja frumvarpið fram á Alþingi. Það eru einkum atriði sem lúta að almannarétti og skilgreiningu á nýtingarrétti. Til að ljúka þeirri vinnu hefur iðnaðarráðherra leitað til hæstaréttarlögmannanna Karls Axelssonar og Ástráðs Haraldssonar. Þeir munu í sameiningu fara yfir frumvarpsdrögin út frá minnisblaði ráðherra í samráði við lögfræðinga ráðuneytisins og hópinn sem vann drögin og skila tillögum sínum í haust.
    Lög nr. 15/1923 munu gilda áfram þar til Alþingi hefur samþykkt ný vatnalög. Alþingi mun fá nýtt frumvarp til heildstæðra vatnalaga til afgreiðslu á haustþingi 2010.