Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 507. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1477  —  507. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 96/2002, um útlendinga, með síðari breytingum (hælismál).

Frá allsherjarnefnd.


    
     1.      Við 1. efnismgr. 2. gr.
                  a.      Í stað orðanna „mjög íþyngjandi“ tvisvar í málsgreininni komi: erfiðra.
                  b.      Á eftir orðunum „í landi sem honum yrði vísað til“ komi: eða vegna annarra atvika sem ekki má með réttu gera honum að bera ábyrgð á.
     2.      Við 4. gr. Í stað orðanna: „þriggja ára hið minnsta“ í 2. efnismgr.: fjögurra ára.
     3.      Á eftir 4. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Við c-lið 1. mgr. 15. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvæði þessa liðar eiga ekki við hafi umsækjandi haft dvalarleyfi sem flóttamaður skv. 12. gr. j eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða skv. 4. mgr. 12. gr. f.
     4.      Við 6. gr. Í stað orðanna „hraðað eftir föngum“ í 1. efnismgr. komi: tekin svo fljótt sem unnt er.
     5.      Við 7. gr. Á eftir orðunum „aðstoð túlks“ í a-lið 2. efnismgr. komi: erlendis.
     6.      Við 8. gr. Í stað efnismálsgreinar komi tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun um frávísun útlendings eða brottvísun skal ákvörðunin tilkynnt honum skriflega svo fljótt sem verða má. Veita skal leiðbeiningar um kæruheimild, hvert beina skuli kæru og um kærufrest.
                  Beinist ákvörðunin að útlendingi sem borið hefur því við að ákvæði 44. gr. eða 1. mgr. 45. gr. eigi við skal ákvörðunin jafnframt tilkynnt viðkomandi að viðstöddum starfsmönnum þeirra stjórnvalda sem málið varðar.
     7.      Við 10. gr. Við fyrri efnismálslið c-liðar bætist: eða niðurstaða liggur fyrir í máli þar sem útlendingur hefur óskað eftir frestun réttaráhrifa.
     8.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað orðanna „þremur dögum frá birtingu úrskurðar“ í 2. efnismálsl. komi: fimmtán dögum frá birtingu endanlegrar ákvörðunar.
                  b.      Í stað orðanna „innan sjö daga“ í 3. efnismálsl. komi: innan tíu daga.
     9.      Við 13. gr. Lokamálsliður 2. efnismgr. orðist svo: Sama gildir þegar um er að ræða ríkisfangslausan einstakling.
     10.      Við 15. gr.
                  a.      A-liður orðist svo: 2. mgr. orðast svo:
                     Séu aðstæður með þeim hætti að 1. mgr. eigi við er heimilt að veita útlendingi dvalarleyfi á grundvelli 12. gr. f ef hann nýtur verndar skv. 44. gr.
                  b.      E-liður orðist svo: Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Bann við að vísa fólki brott eða endursenda þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu.
     11.      Við 16. gr. Orðin „eða 12. gr. g“ í c-lið falli brott.
     12.      Við 18. gr. Við 1. og 2. efnismgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra skal hafa samráð við viðeigandi fagráðherra við setningu reglugerðar.
     13.      Við c-lið 21. gr. (50. gr. c.).
                  a.      Á undan 1. málsl. 1. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Hælisleitendur eiga rétt á viðtali hjá Útlendingastofnun með talsmanni ef þeir óska.
                  b.      Við 4. mgr. bætist: og réttinn til talsmanns.
     14.      Á eftir 21. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Í stað orðanna „þriggja ára“ í 3. mgr. 51. gr. laganna kemur: fjögurra ára.