Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 123. máls.

Þskj. 132  —  123. mál.Frumvarp til laga

um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd
breytingar á og viðauka við stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

(Lagt fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010–2011.)
1. gr.

    Ríkisstjórninni er heimilt að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á og viðauka við stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem samþykktar voru af yfirstjórn sjóðsins 28. apríl og 5. maí 2008.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


1. Stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fyrri breytingar á henni.
    Ísland gerðist aðili að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) við stofnun hans samkvæmt lögum nr. 105/1945. Stofnskrá AGS var undirrituð af Íslands hálfu 27. desember 1945, sbr. auglýsingu nr. 1/1946. Stofnskráin var fyrst birt sem samningur nr. 54 í ritinu Samningar Íslands við erlend ríki, sbr. auglýsingu nr. 17/1946 í C-deild Stjórnartíðinda.
    Með lögum nr. 82/1968 var ríkisstjórninni heimilað að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á og viðauka við stofnskrá AGS. Með þeirri breytingu var m.a. komið á varasjóðseigninni SDR við sjóðinn sem úthlutað er til aðildarríkja hans og myndar hluta af gjaldeyrisforða þeirra. SDR er greiðslueining AGS og er grunnur fyrir greiðslueiningar ýmissa annarra stofnana.
    Með lögum nr. 15/1977 var ríkisstjórninni heimilað að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingu á og viðauka við stofnskrá AGS. Breytingin á stofnskránni var umfangsmikil og staðfesti fráhvarf frá gulltengdu fastgengisfyrirkomulagi áranna eftir stríð. Hún kvað einnig á um að hætt skyldi að nota gull í viðskiptum AGS við aðildarríki sín, formi og umfangi SDR (sjá skýringu í a-lið 2. kafla hér á eftir) skyldi breytt, heimilt yrði að stofnsetja sérstakt ráð (e. council) við sjóðinn og nokkrum skipulagsbreytingum yrði hrint í framkvæmd. Stofnskráin, með áorðnum breytingum og viðaukum, var birt í heild sem auglýsing nr. 18/1978 í C-deild Stjórnartíðinda.
    Með lögum nr. 104/1990 var ríkisstjórninni heimilað að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á og viðauka við stofnskrá AGS sem samþykktar voru af yfirstjórn AGS 28. júní 1990. Breytingin á stofnskránni heimilar sjóðnum að svipta aðildarríki atkvæðisrétti tímabundið, brjóti það gegn ákvæðum stofnskrár. Áður gat sjóðurinn einungis svipt aðildarríki réttinum til að nota fjármagn AGS, en að öðrum kosti vísað því úr sjóðnum, bætti það ekki ráð sitt.
    Með lögum nr. 129/1998 var ríkisstjórninni heimilað að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á og viðauka við stofnskrá AGS sem samþykktar voru af yfirstjórn AGS á ársfundinum í Hong Kong dagana 23.–25. september 1997. Breytingin á stofnskránni heimilaði úthlutun sérstakra dráttarréttinda að fjárhæð 21,4 milljarðar SDR. Um var að ræða tvöföldun á þeirri fjárhæð sérstakra dráttarréttinda sem úthlutað hafði verið til þess tíma. Umrædd breyting á stofnskrá hafði ekki áhrif á gildandi heimild AGS til að gefa út SDR þegar þörf krefur að fullnægðum þeim skilyrðum sem sett eru í því sambandi.

2. Tillögur að breytingu á stofnskránni.
a. Aukning á sérstökum dráttarréttindum nokkurra aðildarríkja Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
    Með ályktun ársfundar sjóðráðs árið 2006 í Singapore var framkvæmdastjórn AGS falið að endurmóta stefnu AGS er varðaði kvótamál AGS og þátttöku aðildarríkjanna (e. quota and voice). Markmið þessarar endurskoðunar er að auka trúverðugleika og skilvirkni AGS. Endurskoðunin felst í tvennu, annars vegar að auka kvóta, sérstök dráttarréttindi (e. SDR) þeirra ríkja sem hafa eflst efnahagslega síðustu missiri, og að auka þátttöku efnaminni aðildarríkja. SDR er greiðslueining AGS og er hún grunnur fyrir greiðslueiningar ýmissa annarra stofnana. Gengi SDR er ákvarðað daglega í samræmi við vog fjögurra mynta, bandaríkjadals, evru, japansks jens og sterlingspunds. Vextir á SDR eru vegið meðaltal innlendra skammtímavaxta í þessum fjórum myntum.
    Til að koma til móts við þessi markmið samþykkti sjóðráð 28. apríl 2008 eftirfarandi:

Nýja kvótaformúlan.
    Kvótaformúlan byggist á fjórum breytum, VLF (50%), hversu opið hagkerfið er (30%), sveigjanleika (15%) og gjaldeyrisforða (5%). Samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnarinnar er lagt til að VLF-breytunni sé skipt upp, þ.e. 60% sé VLF á markaðsvirði og 40% á jafnvirðisgengi (e. PPP). Einnig er búið að ákveða samþjöppunarþátt sem felur í sér að 0,95-veldi er beitt á jöfnuna í þeim tilgangi minnka dreifinguna á útreiknuðum kvóta. Gert er ráð fyrir að báðar þessar nýjungar falli úr kvótaformúlunni eftir 20 ár.

Önnur umferð „ad hoc“ kvótaaukningar.
    Samþykkt var af framkvæmdastjórn AGS að aðildarríkjum sem samkvæmt nýju kvótaformúlunni fá vægi talsvert undir efnahagslegu vægi þeirra í heimsbúskapnum verði úthlutað viðbótarkvóta sem næmi 9,55% af heildarkvóta. Þau ríki sem munu nýta sér þetta ákvæði eru Kína, Suður-Kórea, Mexíkó og Tyrkland. Ákvæðið á einnig við um Bandaríkin, Þýskaland, Ítalíu, Írland og Lúxemborg, en þessi ríki hafa samþykkt að falla frá sínum rétti til aukningar, sum þeirra þó aðeins að hluta til.

Grunnatkvæðamagn þrefaldað.
    Framkvæmdastjórnin leggur til að grunnatkvæðamagnið verði þrefaldað. Grunnatkvæðum hefur ekki verið fjölgað síðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var stofnsettur árið 1945. Aukning grunnatkvæða kemur sér einkum vel fyrir smáríki og efnaminni ríki. Þessi aukning þýðir að grunnatkvæðavægi Íslands fer úr 0,065 í 0,076. Breyting á grunnatkvæðavægi krefst breytingar á stofnskrá, 5. gr. (a) XII. kafla. (Sjá nánar viðauka I í fskj. I.)

Fjölgun á varafastafulltrúum.
    Lagt er til að fjölgað verði um tvo varafastafulltrúa hjá þeim kjördæmum sem samanstanda af a.m.k. 19 aðildarríkjum. Fjölgun yrði þá aðeins í Afríkukjördæmunum tveimur. Fjölgun varafastafulltrúa krefst breytinga á stofnskrá, 3. gr. (e) XII. kafla, og skrárauka L. (Sjá nánar viðauka II í fskj. I.)
    Framangreindar breytingar hafa í för með sér að sjóðráð AGS leggur til að varasjóðseign 54 aðildarríkja aukist í kjölfar breytinga á kvótaformúlunni. Viðkomandi aðildarríki bera þann kostnað sem fylgir aukningu á varasjóðseign. Útgjöld ríkissjóðs Íslands verða engin. (Sjá nánar viðauka III í fskj. I).

Áhrif framangreindra breytinga á stöðu Íslands.
    Reiknað kvótavægi Íslands eykst samkvæmt nýju kvótaformúlunni og fer úr 0,039 í 0,043. Reiknað kvótavægi er notað sem viðmið fyrir hið raunverulega kvótavægi. Kvótavægi Íslands minnkar lítils háttar, eða úr 0,055 í 0,049. Atkvæðavægið eykst hins vegar úr 0,065 í 0,076 eins og áður hefur komið fram. Þess ber að geta að varasjóðseignin (sérstöku dráttarréttindin) miðast við kvótavægið en endanleg ákvörðun um varasjóðseign aðildarríkja er tekin af framkvæmdastjórn AGS, samþykkt af sjóðráði og aðildarríkjum. Þessar breytingar hafa ekki áhrif á varasjóðseign Íslands (sérstök dráttarréttindi). Þau eru áfram 117,6 milljónir SDR. Gjaldeyrisforði Íslands í sérstökum dráttarréttindum verður því óbreyttur og enginn útlagður kostnaður felst í þessum breytingum. (Sjá nánar viðauka I í fskj. I.)

b. Fjárfestingarstefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
    Á fundi fjárhagsnefndar AGS (e. IMFC) í október árið 2007 óskuðu fulltrúar nefndarinnar eftir því að framkvæmdastjórn AGS kæmi með tillögur er miðuðu að því að draga úr útgjöldum stofnunarinnar sökum verulegs samdráttar í tekjum. Framkvæmdastjórn AGS skilaði af sér skýrslu með tillögum í byrjun apríl 2008. Tillögunum er skipt í tvo flokka, útgjöld og tekjur.
    Á útgjaldahliðinni er gert ráð fyrir að sjóðurinn leggi í ríkari mæli áherslu á þá þætti starfseminnar þar sem hann hefur hlutfallslega yfirburði miðað við aðrar alþjóðlegar stofnanir. Jafnframt err lagt til að starfsfólki verði fækkað. Gert er ráð fyrir að útgjöld AGS dragist saman um 100 milljónir bandaríkjadala fjárhagsárin 2009–2011 en það er raunlækkun sem nemur 13,1%. Á tekjuhliðinni er tillögunum skipt í þrjá meginhluta og eru þeir eftirfarandi:
     (i)      Lagt er til að fjárfestingarstefnan verði útvíkkuð. Í megindráttum felast breytingarnar í því að AGS verði heimilt að fjárfesta í öðru en markaðsverðbréfum aðildarríkja eða alþjóðlegra stofnana. Þessi tillaga felur í sér breytingar á stofnskrá, nánar tiltekið 6. gr. (f) (iii–vi) XII. kafla og 12. gr. (h) V. kafla. (Sjá nánar viðauka I í fskj. I.)
     (ii)      Framkvæmdastjórnin leggur til að hluti gulleignar AGS verði seldur, eða sem nemur 403 tonnum af gulli eða um 900 milljörðum kr. Heildargulleign Alþjóðagjaldeyrissjóðsins nemur 3,217 tonnum eða 103,4 milljónum únsa. Eftir þá sölu er gert ráð fyrir að settur verði á laggirnar sérstakur sjóður sem hefur það hlutverk að fjárfesta fyrir söluandvirði gullsins. Þessi tillaga felur í sér breytingar á stofnskrá en við 12. gr. V. kafla bætist nýr liður, nánar tiltekið liður (k). (Sjá nánar viðauka I í fskj. I.)
     (iii)      Lagt er til að fylgt verði arðgreiðslustefnu sem felst í því að ef tekjur AGS verða umfram kostnað fái aðildarríkin greiddan arð í samræmi við kvótaeign þeirra.

Áhrif framangreindra breytinga á stöðu Íslands.
    Framangreindar breytingar á fjárfestingastefnu AGS hafa ekki áhrif á fjárhagslegar skuldbindingar Íslands gagnvart AGS.

3. Stofnskrárbreytingar.
    Stofnskrárbreytingar skal bera undir atkvæði einstakra aðildarríkja. Til að þær öðlist gildi þurfa þrjú af hverjum fimm aðildarríkjum með samtals 85% heildaratkvæðamagns að veita samþykki sitt. Verði þeim skilyrðum fullnægt mun AGS senda aðildarríkjum staðfestingu á stofnskrárbreytingunni að atkvæðagreiðslu lokinni. Stofnskrárbreytingin tekur gildi eigi síðar en þremur mánuðum eftir dagsetningu staðfestingarinnar gagnvart öllum aðildarríkjum AGS, óháð því hvort þau hafi greitt atkvæði með breytingunni eða ekki.Fylgiskjal I.


VIÐAUKI I

Fylgiskjal II.

Fyrirhuguð breyting á stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að virkja og auka þátttöku innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

(Ekki löggilt þýðing.)

Ríkisstjórnir þær, sem hafa látið undirrita stofnskrá þessa, eru sammála um eftirfarandi ákvæði:

1. Breyting á texta 3. gr.(e) XII. kafla orðast sem hér segir:
    „(e)      Hver sjóðstjóri skal tilnefna varamann með fullri heimild til þess að koma fram fyrir hann, þegar hann er fjarstaddur, að því tilskildu að sjóðráðið megi setja reglur sem gera sjóðstjóra, sem kjörinn er með meira en tilgreindum fjölda atkvæða aðildarríkja, kleift að skipa tvo varamenn. Ef slíkar reglur eru samþykktar má eingöngu breyta þeim í tengslum við regluleg kjör sjóðstjórnar og er þá gerð krafa um að sá sjóðstjóri sem skipar varamennina tvo útnefni: (i) þann varamann sem skal að koma fram fyrir sjóðstjórann þegar hann er fjarstaddur og báðir varamenn eru viðstaddir og (ii) þann varamann sem skal fara með vald sjóðráðsins samkvæmt lið (f) að aftan. Varamönnum er heimilt að taka þátt í fundum, þegar sjóðstjórarnir, sem tilnefna þá, eru viðstaddir, en mega þá ekki greiða atkvæði.“

2. Breyting á texta 5. gr.(a) XII. kafla orðast sem hér segir:
    „(a) Heildaratkvæðafjöldi hvers aðildarríkis skal vera jafn samtölu grunnatkvæða þess og kvótamiðaðra atkvæða þess.
        (i)     Grunnatkvæðafjöldi hvers aðildarríkis skal vera það atkvæðamagn sem stafar af jafnri dreifingu meðal ríkjanna af 5,502 prósentum af samtöluheildaratkvæðamagns allra aðildarríkja, að því tilskildu að grunnatkvæði hlaupi á heilum tölum.

        (ii)     Kvótamiðaður atkvæðafjöldi hvers aðildarríkis skal vera það atkvæðamagn sem stafar af úthlutun eins atkvæðis fyrir hvern hluta kvóta aðildarríkisins, sem er jafngildi eitt hundað þúsund sérstökum dráttarréttindum.“

3. Breyting á texta 2. málsgreinar í skrárauka L orðast sem hér segir:
    „2 Úthlutað atkvæðamagn aðildarríkisins skal ekki nýtast til að greiða atkvæði innan sviða sjóðsins. Atkvæðin skulu ekki talin með í útreikningum á heildaratkvæðamagni, nema þegar um ræðir: (a) samþykki tillögu um breytingu er eingöngu varðar sérstök dráttarréttindi og (b) útreikning á grunnatkvæðum samkvæmt 5. gr. (a)(i) XII. kafla.“

Fyrirhuguð breyting á stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að víkka út fjárfestingarheimild Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.


Ríkisstjórnir þær, sem hafa látið undirrita stofnskrá þessa, eru sammála um eftirfarandi ákvæði:

1. Breyting á texta 6. gr. (f)(iii) XII. kafla orðast sem hér segir:
    „(iii) Sjóðurinn getur notað gjaldmiðil aðildarríkis, sem til varðveislu er á fjárfestingarreikningnum, til fjárfestingar með þeim hætti sem hann ákveður, í samræmi við þær reglur og reglugerðir sem sjóðurinn hefur sett með stuðningi 70% heildaratkvæðamagns. Þær reglur og reglugerðir sem settar eru samkvæmt þessu ákvæði skulu samrýmast ákvæðum liða (vii), (viii) og (ix) að aftan.“

2. Breyting á texta 6. gr. (f)(vi) XII. kafla orðast sem hér segir:
    „(vi) Fjárfestingarreikningnum skal lokað komi til lokaskipta sjóðsins. Honum er einnig hægt að loka eða minnka með stuðningi 70% heildaratkvæðamagnsins áður en til lokaskipta sjóðsins kemur.“


3. Breyting á texta 12. gr. (h) V. kafla orðast sem hér segir:
    „(h)      Á meðan ekki er gripið til notkunar af því tagi, sem getið er í lið (f) að framan, getur sjóðurinn notað gjaldmiðil aðildarríkis, sem til varðveislu er á sérstaka greiðslureikningnum, til fjárfestingar með þeim hætti sem hann ákveður, í samræmi við þær reglur og reglugerðir sem sjóðurinn hefur sett með stuðningi 70% heildaratkvæðamagnsins. Tekjur og vextir af fjárfestingu samkvæmt (f)(ii) að framan skulu færast á sérstaka greiðslureikninginn.“

4. Nýr liður, 12. gr. (k) V. kafla, bætist við stofnskrána og skal orðast sem hér segir:
    „(k)      Hvenær sem sjóðurinn ákveður samkvæmt ákvæðum (c) liðar að framan, að selja af forða sínum gull sem hann eignast eftir gildistöku annarrar endurskoðunar þessarar stofnskrár, þá skal sá hluti af söluandvirðinu sem er jafn kaupverði gullsins leggjast á almenna fjármagnsreikninginn og afgangur söluandvirðisins skal leggjast á fjárfestingarreikninginn til notkunar samkvæmt ákvæðum 6. gr. (f) XII. kafla. Ef gull sem sjóðurinn eignast eftir gildistöku annarrar endurskoðunar þessarar stofnskrár er selt eftir 7. apríl, 2008, en áður en ákvæði þetta hefur öðlast gildi, þá skal sjóðurinn, þrátt fyrir þau mörk sem sett eru fram í 6. gr. (f)(ii), XII. kafla, færa af fjármagnsreikningnum yfir á fjárfestingarreikninginn, við gildistöku ákvæðisins, upphæð sem er jöfn andvirði slíkrar sölu að frádregnu (i) kaupverði selda gullsins og (ii) hvaða upphæð sem er af slíku andvirði sem er umfram kaupverðið og kann nú þegar að hafa verið færð yfir á fjárfestingarreikninginn áður en ákvæði þetta hefur öðlast gildi.“Attachment II.

Proposed Amendment of the Articles of Agreement of the International Monetary Fund to Enhance Voice and Participation in the International Monetary Fund.


The Governments on whose behalf the present Agreement is signed agree as follows:

1. The text of Article XII, Section 3(e) shall be amended to read as follows:
    “(e) Each Executive Director shall appoint an Alternate with full power to act for him when he is not present, provided that the Board of Governors may adopt rules enabling an Executive Director elected by more than a specified number of members to appoint two Alternates. Such rules, if adopted, may only be modified in the context of the regular election of Executive Directors and shall require an Executive Director appointing two Alternates to designate: (i) the Alternate who shall act for the Executive Director when he is not present and both Alternates are present and (ii) the Alternate who shall exercise the powers of the Executive Director under (f) below. When the Executive Directors appointing them are present, Alternates may participate in meetings but may not vote.”


2. The text of Article XII, Section 5(a) shall be amended to read as follows:
    “(a) The total votes of each member shall be equal to the sum of its basic votes and its quotabased votes.

        (i) The basic votes of each member shall be the number of votes that results from the equal distribution among all the members of 5.502 percent of the aggregate sum of the total voting power of all the members, provided that there shall be no fractional basic votes.
        (ii) The quota-based votes of each member shall be the number of votes that results from the allocation of one vote for each part of its quota equivalent to one hundred thousand special drawing rights.”


3. The text of paragraph 2 of Schedule L shall be amended to read as follows:
    “2 The number of votes allotted to the member shall not be cast in any organ of the Fund. They shall not be included in the calculation of the total voting power, except for purposes of: (a) the acceptance of a proposed amendment pertaining exclusively to the Special Drawing Rights Department and (b) the calculation of basic votes pursuant to Article XII, Section 5(a)(i).”


Proposed amendment of the articles of agreement of the investment authority of the International Monetary Fund to expand the investment authority of the International Monetary Fund.

The Governments on whose behalf the present Agreement is signed agree as follows:

1. The text of Article XII, Section 6(f)(iii) shall be amended to read as follows:
    “(iii) The Fund may use a member's currency held in the Investment Account for investment as it may determine, in accordance with rules and regulations adopted by the Fund by a seventy percent majority of the total voting power. The rules and regulations adopted pursuant to this provision shall be consistent with (vii), (viii), and (ix) below.”


2. The text of Article XII, Section 6(f)(vi) shall be amended to read as follows:
    “(vi) The Investment Account shall be terminated in the event of liquidation of the Fund and may be terminated, or the amount of the investment may be reduced, prior to liquidation of the Fund by a seventy percent majority of the total voting power.”
    
3. The text of Article V, Section 12(h) shall be amended to read as follows:
    “(h) Pending uses specified under (f) above, the Fund may use a member's currency held in the Special Disbursement Account for investment as it may determine, in accordance with rules and regulations adopted by the Fund by a seventy percent majority of the total voting power. The income of investment and interest received under (f)(ii) above shall be placed in the Special Disbursement Account.”


4. A new Article V, Section 12(k) shall be added to the Articles to read as follows:

    “(k) Whenever under (c) above the Fund sells gold acquired by it after the date of the second amendment of this Agreement, an amount of the proceeds equivalent to the acquisition price of the gold shall be placed in the General Resources Account, and any excess shall be placed in the Investment Account for use pursuant to the provisions of Article XII, Section 6(f). If any gold acquired by the Fund after the date of the second amendment of this Agreement is sold after April 7, 2008 but prior to the date of entry into force of this provision, then, upon the entry into force of this provision, and notwithstanding the limit set forth in Article XII, Section 6(f)(ii), the Fund shall transfer to the Investment Account from the General Resources Account an amount equal to the proceeds of such sale less (i) the acquisition price of the gold sold, and (ii) any amount of such proceeds in excess of the acquisition price that may have already been transferred to the Investment Account prior to the date of entry into force of this provision.”

VIÐAUKI II


Fyrirhugaðar breytingar á kvóta- og atkvæðavægi aðildarríkja AGS.


Reiknað kvótavægi Kvótavægi Atkvæðavægi
Nú-
verandi fimm formúlur

Nýja kvóta- formúlan

Fyrir fyrstu umferð

Eftir fyrstu umferð

Eftir aðra umferð

Fyrir fyrstu umferð

Eftir fyrstu umferð

Eftir aðra umferð
Bandaríkin 16,284 18,991 17,380 17,076 17,674 17,023 16,732 16,732
Japan 7,011 8,032 6,228 6,119 6,558 6,108 6,003 6,227
Þýskaland 6,850 6,227 6,086 5,979 6,112 5,968 5,866 5,805
Frakkland 4,129 4,016 5,024 4,936 4,506 4,929 4,844 4,288
Bretland 5,240 4,429 5,024 4,936 4,506 4,929 4,844 4,288
Kína 6,137 6,390 2,980 3,719 3,997 2,928 3,652 3,807
Ítalía 3,317 3,336 3,301 3,243 3,307 3,242 3,187 3,155
Sádi-Arabía 1,030 0,835 3,268 3,211 2,931 3,210 3,155 2,800
Kanada 3,065 2,569 2,980 2,928 2,672 2,928 2,878 2,555
Rússland 1,702 2,053 2,782 2,733 2,495 2,734 2,687 2,387
Holland 2,897 1,930 2,415 2,373 2,166 2,375 2,335 2,077
Belgía 2,270 1,504 2,155 2,117 1,932 2,120 2,084 1,856
Indland 1,287 1,997 1,945 1,911 2,443 1,916 1,883 2,338
Sviss 1,485 1,211 1,618 1,590 1,451 1,595 1,568 1,401
Ástralía 1,205 1,321 1,514 1,488 1,358 1,494 1,468 1,313
Mexíkó 1,841 1,970 1,210 1,449 1,521 1,196 1,430 1,467
Spánn 2,237 2,304 1,426 1,401 1,688 1,408 1,384 1,625
Brasilía 1,069 1,725 1,420 1,396 1,783 1,402 1,378 1,715
Suður-Kórea 2,512 2,245 0,764 1,346 1,413 0,760 1,329 1,365
Venesúela 0,427 0,428 1,244 1,222 1,116 1,229 1,208 1,084
Svíþjóð 1,172 0,993 1,121 1,101 1,005 1,108 1,089 0,980
Argentína 0,368 0,583 0,990 0,973 0,888 0,981 0,964 0,869
Indónesía 0,737 0,901 0,973 0,956 0,872 0,964 0,947 0,854
Austurríki 1,129 0,913 0,876 0,861 0,887 0,869 0,854 0,868
Suður-Afríka 0,459 0,589 0,874 0,859 0,784 0,867 0,852 0,771
Nígería 0,359 0,337 0,820 0,806 0,736 0,814 0,800 0,725
Noregur 0,860 0,810 0,782 0,768 0,790 0,777 0,764 0,777
Danmörk 1,040 0,853 0,769 0,755 0,794 0,764 0,751 0,780
Íran 0,435 0,594 0,700 0,688 0,628 0,697 0,685 0,623
Malasía 1,374 0,859 0,695 0,683 0,744 0,692 0,680 0,733
Kúveit 0,355 0,257 0,646 0,635 0,579 0,644 0,633 0,577
Úkraína 0,301 0,338 0,642 0,631 0,576 0,640 0,629 0,574
Pólland 0,779 0,868 0,640 0,629 0,708 0,638 0,627 0,699
Finnland 0,529 0,545 0,591 0,581 0,530 0,590 0,580 0,531
Alsír 0,340 0,374 0,587 0,577 0,526 0,586 0,576 0,527
Tyrkland 0,751 0,987 0,451 0,548 0,611 0,453 0,547 0,607
Írak 0,278 0,225 0,556 0,546 0,499 0,556 0,546 0,501
Líbía 0,243 0,215 0,526 0,517 0,471 0,526 0,517 0,475
Taíland 0,909 0,836 0,506 0,497 0,604 0,507 0,498 0,601
Ungverjaland 0,489 0,433 0,486 0,477 0,436 0,487 0,479 0,441
Pakistan 0,196 0,356 0,484 0,475 0,434 0,485 0,477 0,440
Rúmenía 0,248 0,302 0,482 0,474 0,432 0,483 0,475 0,438
Egyptaland 0,253 0,382 0,442 0,434 0,396 0,444 0,436 0,404
Ísrael 0,544 0,471 0,434 0,427 0,445 0,437 0,429 0,450
Nýja-Sjáland 0,239 0,263 0,419 0,411 0,375 0,421 0,414 0,384
Filippseyjar 0,473 0,465 0,412 0,404 0,428 0,414 0,407 0,434
Portúgal 0,481 0,494 0,406 0,399 0,432 0,409 0,402 0,438
Singapúr 1,929 1,031 0,404 0,396 0,591 0,406 0,399 0,588
Chile 0,326 0,350 0,401 0,394 0,359 0,403 0,397 0,369
Írland 1,660 1,173 0,392 0,385 0,528 0,395 0,389 0,528
Grikkland 0,485 0,644 0,385 0,378 0,462 0,388 0,382 0,467
Tékkland 0,585 0,508 0,383 0,377 0,421 0,387 0,380 0,427
Kólumbía 0,219 0,326 0,362 0,356 0,325 0,366 0,360 0,337
Búlgaría 0,125 0,137 0,300 0,294 0,269 0,305 0,299 0,284
Perú 0,149 0,241 0,299 0,293 0,268 0,304 0,299 0,283
Sameinuðu arabísku furstadæmin

0,508


0,385


0,286


0,281


0,316


0,292


0,287


0,328
Marokkó 0,165 0,186 0,275 0,270 0,247 0,281 0,276 0,263
Bangladess 0,099 0,173 0,250 0,245 0,224 0,256 0,251 0,241
Austur-Kongó 0,023 0,028 0,249 0,245 0,224 0,256 0,251 0,241
Sambía 0,027 0,034 0,229 0,225 0,205 0,235 0,231 0,224
Serbía 0,085 0,099 0,219 0,215 0,196 0,226 0,222 0,215
Srí Lanka 0,070 0,090 0,193 0,190 0,173 0,201 0,197 0,194
Hvíta-
Rússland

0,116

0,121

0,181

0,178

0,162

0,188

0,185

0,183
Gana 0,042 0,050 0,173 0,170 0,155 0,180 0,177 0,176
Kasakstan 0,189 0,199 0,171 0,168 0,180 0,179 0,176 0,199
Króatía 0,149 0,154 0,171 0,168 0,153 0,179 0,176 0,175
Slóvakía 0,247 0,208 0,167 0,164 0,179 0,175 0,172 0,199
Simbabve 0,023 0,020 0,165 0,162 0,148 0,173 0,170 0,170
Trínídad og Tóbagó
0,064

0,059

0,157

0,154

0,141

0,165

0,162

0,163
Víetnam 0,235 0,230 0,154 0,151 0,193 0,162 0,159 0,212
Fílabeins-
ströndin

0,060

0,061

0,152

0,149

0,136

0,160

0,158

0,159
Súdan 0,046 0,075 0,147 0,145 0,132 0,156 0,153 0,155
Úrúgvæ 0,048 0,073 0,143 0,141 0,129 0,152 0,149 0,151
Ekvador 0,083 0,157 0,141 0,139 0,146 0,150 0,147 0,168
Sýrland 0,114 0,165 0,137 0,135 0,146 0,146 0,143 0,167
Túnis 0,106 0,117 0,134 0,132 0,120 0,143 0,140 0,143
Angóla 0,156 0,134 0,134 0,132 0,120 0,143 0,140 0,143
Lúxemborg 1,369 0,624 0,131 0,128 0,176 0,139 0,137 0,196
Úsbekistan 0,043 0,065 0,129 0,127 0,116 0,138 0,135 0,139
Jamaíka 0,048 0,053 0,128 0,126 0,115 0,137 0,134 0,138
Kenía 0,037 0,065 0,127 0,125 0,114 0,136 0,133 0,137
Katar 0,136 0,135 0,123 0,121 0,127 0,132 0,130 0,150
Mjanmar (Burma) 0,031 0,049 0,121 0,119 0,108 0,130 0,128 0,132
Jemen 0,110 0,110 0,114 0,112 0,102 0,123 0,121 0,126
Slóvenía 0,148 0,132 0,108 0,107 0,115 0,118 0,116 0,139
Dóminíska lýðveldið
0,090

0,100

0,102

0,101

0,092

0,112

0,110

0,117
Brúnei 0,050 0,041 0,101 0,099 0,090 0,110 0,108 0,115
Gvatemala 0,066 0,095 0,098 0,097 0,088 0,108 0,106 0,113
Panama 0,048 0,065 0,097 0,095 0,087 0,106 0,104 0,112
Líbanon 0,182 0,151 0,095 0,093 0,112 0,104 0,103 0,135
Tansanía 0,034 0,044 0,093 0,091 0,083 0,103 0,101 0,109
Óman 0,145 0,120 0,091 0,089 0,099 0,100 0,099 0,124
Kamerún 0,032 0,063 0,087 0,085 0,078 0,096 0,095 0,103
Úganda 0,025 0,035 0,084 0,083 0,076 0,094 0,092 0,101
Bólvía 0,023 0,041 0,080 0,079 0,072 0,090 0,088 0,098
El Salvador 0,060 0,068 0,080 0,079 0,072 0,090 0,088 0,098
Jórdanía 0,080 0,073 0,080 0,078 0,072 0,090 0,088 0,097
Bosnía og Hersegóvína
0,064

0,056

0,079

0,078

0,071

0,089

0,087

0,097
Kostaríka 0,078 0,083 0,077 0,075 0,079 0,087 0,085 0,104
Afganistan 0,041 0,038 0,076 0,074 0,068 0,086 0,084 0,094
Senegal 0,024 0,032 0,076 0,074 0,068 0,086 0,084 0,094
Aserbaídsjan 0,050 0,051 0,075 0,074 0,068 0,085 0,084 0,094
Gabon 0,041 0,039 0,072 0,071 0,065 0,082 0,081 0,091
Georgía 0,019 0,025 0,070 0,069 0,063 0,080 0,079 0,089
Litháen 0,101 0,100 0,067 0,066 0,077 0,077 0,076 0,103
Kýpur 0,063 0,069 0,065 0,064 0,066 0,075 0,074 0,092
Namibía 0,023 0,023 0,064 0,063 0,057 0,074 0,073 0,084
Barein 0,142 0,100 0,063 0,062 0,074 0,073 0,072 0,100
Eþíópía 0,024 0,047 0,063 0,061 0,056 0,073 0,071 0,083
Papúa Nýja-Gínea
0,028

0,026

0,062

0,060

0,055

0,072

0,070

0,082
Bahamaeyjar 0,027 0,025 0,061 0,060 0,055 0,071 0,070 0,081
Níkaragva 0,020 0,027 0,061 0,060 0,055 0,071 0,070 0,081
Hondúras 0,038 0,042 0,061 0,060 0,054 0,071 0,070 0,081
Líbería 0,005 0,008 0,060 0,059 0,054 0,071 0,069 0,081
Lettland 0,058 0,060 0,059 0,058 0,060 0,070 0,068 0,086
Moldóva 0,018 0,018 0,058 0,057 0,052 0,068 0,067 0,079
Madagaskar 0,015 0,024 0,057 0,056 0,051 0,067 0,066 0,078
Ísland 0,039 0,043 0,055 0,054 0,049 0,065 0,064 0,076
Mósambík 0,025 0,027 0,053 0,052 0,048 0,063 0,062 0,075
Gínea 0,009 0,015 0,050 0,049 0,045 0,060 0,059 0,072
Síerra Leóne 0,004 0,006 0,049 0,048 0,044 0,059 0,058 0,071
Malta 0,053 0,039 0,048 0,047 0,043 0,058 0,057 0,070
Máritíus 0,030 0,031 0,048 0,047 0,043 0,058 0,057 0,070
Paragvæ 0,037 0,043 0,047 0,046 0,042 0,057 0,056 0,069
Malí 0,014 0,021 0,044 0,043 0,039 0,054 0,053 0,067
Súrínam 0,010 0,010 0,043 0,042 0,039 0,054 0,053 0,066
Armenía 0,013 0,018 0,043 0,042 0,039 0,054 0,053 0,066
Gvæjana 0,010 0,008 0,043 0,042 0,038 0,053 0,052 0,066
Kirgistan 0,010 0,014 0,042 0,041 0,037 0,052 0,051 0,065
Kambódía 0,031 0,032 0,041 0,040 0,037 0,052 0,051 0,064
Tadsjikistan 0,011 0,014 0,041 0,040 0,037 0,051 0,050 0,064
Vestur-Kongó 0,032 0,029 0,040 0,039 0,035 0,050 0,049 0,063
Haítí 0,012 0,018 0,038 0,038 0,034 0,049 0,048 0,062
Sómalía 0,002 0,002 0,038 0,038 0,034 0,049 0,048 0,062
Rúanda 0,006 0,011 0,037 0,037 0,034 0,048 0,047 0,061
Búrúndí 0,003 0,004 0,036 0,035 0,032 0,047 0,046 0,060
Túrkmenistan 0,046 0,056 0,035 0,035 0,041 0,046 0,045 0,069
Tógó 0,008 0,011 0,034 0,034 0,031 0,045 0,044 0,059
Nepal 0,020 0,033 0,033 0,033 0,030 0,044 0,043 0,058
Fídjieyjar 0,011 0,011 0,033 0,032 0,029 0,044 0,043 0,058
Malaví 0,006 0,010 0,032 0,032 0,029 0,043 0,042 0,057
Makedónía 0,027 0,030 0,032 0,032 0,029 0,043 0,042 0,057
Barbados 0,014 0,016 0,032 0,031 0,028 0,042 0,042 0,057
Níger 0,007 0,012 0,031 0,030 0,028 0,042 0,041 0,056
Eistland 0,072 0,060 0,031 0,030 0,039 0,041 0,041 0,067
Máritanía 0,007 0,009 0,030 0,030 0,027 0,041 0,040 0,055
Botsvana 0,051 0,054 0,029 0,029 0,037 0,040 0,040 0,065
Benín 0,009 0,015 0,029 0,028 0,026 0,040 0,039 0,054
Búrkína Fasó 0,010 0,019 0,028 0,028 0,025 0,039 0,038 0,054
Tsjad 0,024 0,032 0,026 0,026 0,028 0,037 0,036 0,056
Mið-Afríkulýð-
veldið
0,003 0,006 0,026 0,026 0,023 0,037 0,036 0,052
Laos 0,007 0,013 0,025 0,024 0,022 0,036 0,035 0,051
Mongólía 0,010 0,012 0,024 0,023 0,021 0,035 0,034 0,050
Svasíland 0,020 0,018 0,024 0,023 0,021 0,035 0,034 0,050
Albanía 0,027 0,031 0,023 0,022 0,025 0,034 0,033 0,054
Lesótó 0,011 0,010 0,016 0,016 0,015 0,027 0,027 0,044
Miðbaugs-
Gínea

0,041

0,038

0,015

0,015

0,022

0,026

0,026

0,050
Gambía 0,002 0,003 0,015 0,014 0,013 0,026 0,025 0,042
Svartfjallaland 0,009 0,010 0,013 0,013 0,012 0,024 0,024 0,041
Belís 0,006 0,006 0,009 0,009 0,008 0,020 0,020 0,037
San Marínó 0,020 0,013 0,008 0,008 0,009 0,019 0,019 0,039
Vanúatú 0,003 0,003 0,008 0,008 0,007 0,019 0,019 0,036
Djíbútí 0,003 0,005 0,007 0,007 0,007 0,019 0,018 0,036
Erítrea 0,008 0,008 0,007 0,007 0,008 0,019 0,018 0,037
Sankti Lúsía 0,004 0,004 0,007 0,007 0,006 0,018 0,018 0,036
Gínea-Bissá 0,004 0,004 0,007 0,007 0,006 0,018 0,018 0,035
Antígva og Barbúda
0,006

0,005

0,006

0,006

0,006

0,018

0,017

0,035
Grenada 0,003 0,003 0,005 0,005 0,005 0,017 0,017 0,034
Samóa 0,002 0,003 0,005 0,005 0,005 0,017 0,016 0,034
Salómonseyjar 0,003 0,003 0,005 0,005 0,004 0,016 0,016 0,034
Grænhöfða-
eyjar

0,004

0,005

0,004

0,004

0,005

0,016

0,016

0,034
Kómoreyjar 0,001 0,002 0,004 0,004 0,004 0,016 0,015 0,033
Sankti Kitts og Nevis
0,002

0,002

0,004

0,004

0,004

0,016

0,015

0,033
Seychelles-
eyjar

0,005

0,006

0,004

0,004

0,005

0,015

0,015

0,034
Sankti Vinsent og Grenadín-
eyjar


0,002


0,003


0,004


0,004


0,003


0,015


0,015


0,033
Dóminíka 0,002 0,002 0,004 0,004 0,003 0,015 0,015 0,033
Maldíveyjar 0,005 0,005 0,004 0,004 0,004 0,015 0,015 0,034
Austur-Tímor 0,007 0,006 0,004 0,004 0,005 0,015 0,015 0,034
Saó Tóme og Prinsípe
0,000

0,001

0,003

0,003

0,003

0,015

0,015

0,033
Tonga 0,001 0,002 0,003 0,003 0,003 0,015 0,014 0,032
Bútan 0,004 0,005 0,003 0,003 0,004 0,014 0,014 0,033
Kíribatí 0,003 0,002 0,003 0,003 0,002 0,014 0,014 0,032
Míkrónesía 0,002 0,002 0,002 0,002 0,002 0,014 0,014 0,032
Marshall-eyjar 0,001 0,001 0,002 0,002 0,001 0,013 0,013 0,031
Palá 0,001 0,002 0,001 0,001 0,001 0,013 0,013 0,031

VIÐAUKI III


    

Aukning á sérstökum dráttarréttindum 54 aðildarríkja.


Tillagður kvóti (í milljónum af SDR) Tillagður kvóti (í milljónum af SDR)
Albanía 60,0 Malasía 1773,9
Austurríki 2113,9 Maldíveyjar 10,0
Barein 176,4 Mexíkó 3625,7
Bútan 8,5 Noregur 1883,7
Botsvana 87,8 Óman 237,0
Brasilía 4250,5 Palá 3,5
Grænhöfðaeyjar 11,2 Filippseyjar 1019,3
Tsjad 66,6 Pólland 1688,4
Kína 9525,9 Portúgal 1029,7
Kostaríka 187,1 Katar 302,6
Kýpur 158,2 San Marínó 22,4
Tékkland 1002,2 Seychelles-eyjar 10,9
Danmörk 1891,4 Singapúr 1408,0
Ekvador 347,8 Slóvakía 427,5
Miðbaugs-Gínea 52,3 Slóvenía 275,0
Erítrea 18,3 Spánn 4023,4
Eistland 93,9 Sýrland 346,8
Þýskaland 14565,5 Taíland 1440,5
Grikkland 1101,8 Austur-Tímor 10,8
Indland 5821,5 Tyrkland 1455,8
Írland 1257,6 Túrkmenistan 98,6
Ísrael 1061,1
Sameinuðu arabísku furstadæmin
752,5
Ítalía 7882,3 Bandaríkin 42122,4
Japan 15628,5 Víetnam 460,7
Kasakstan 427,8
Suður-Kórea 3366,4
Lettland 142,1
Líbanon 266,4
Litháen 183,9
Lúxemborg 418,7
Fylgiskjal II.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á og viðauka við stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

    Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að ríkisstjórninni verði heimilt að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á og viðauka við stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem samþykktar voru af yfirstjórn AGS 28. apríl og 5. maí 2008. Markmið þeirra breytinga er að auka trúverðugleika og skilvirkni AGS með því annars vegar að auka kvóta eða sérstök dráttarréttindi (e. SDR) þeirra ríkja sem hafa eflst efnahagslega síðustu missiri og hins vegar að auka þátttöku efnaminni aðildarríkja. Með SDR er átt við greiðslueiningu AGS en hún er grunnur fyrir greiðslueiningar ýmissa annarra stofnana og er gengi hennar ákvarðað daglega í samræmi við vog fjögurra mynta. Miðgengi SDR gagnvart íslensku krónunni var 175,6 1. október 2010. Þá er í þessum breytingum gert ráð fyrir að grunnatkvæðamagn verði þrefaldað en það kemur sér einkum vel fyrir smáríki og efnaminni ríki. Breytingarnar hafa í för með sér að varasjóðseign 54 aðildarríkja mun aukast í kjölfar breytinga á kvótaformúlunni og munu viðkomandi aðildarríki bera þann kostnað sem fylgir aukningu á varasjóðseigninni. Ísland er ekki eitt þeirra ríkja sem mun fá slíkan viðbótarkvóta og munu því þessar breytingar ekki hafa áhrif á varasjóðseign Íslands (sérstök dráttarréttindi) en gert er ráð fyrir að þau verði áfram 117,6 milljónir SDR. Gjaldeyrisforði Íslands í sérstökum dráttarréttindum verður því óbreyttur og enginn útlagður kostnaður mun felast í þessum breytingum fyrir Ísland samkvæmt upplýsingum úr efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.
    Verði frumvarpið óbreytt að lögum verður ekki séð að það muni hafa í för með sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð.