Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 186. máls.

Þskj. 203  —  186. mál.Frumvarp til laga

um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs,
nr. 55/2003, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010–2011.)
1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
     a.      Við bætast eftirfarandi skilgreiningar í viðeigandi stafrófsröð, svohljóðandi:
              1.      Drykkjarvöruumbúðir: umbúðir drykkjarvara úr áli, gleri, plasti, stáli eða sambærilegum efnum sem fluttar eru til landsins eða eru framleiddar eða átappaðar hérlendis og eru ætlaðar utan um vöru sem flokkast undir vöruliði 2009, 2201, 2202, 2203, 2204, 2205, 2206 eða 2208 í tollskrá, sbr. viðauka I við tollalög, nr. 88/2005.
              2.      Framleiðandi og innflytjandi drykkjarvöru: aðili sem, óháð þeirri sölutækni sem er notuð,
                i.    framleiðir og selur drykkjarvöruumbúðir, eða
                ii.    flytur drykkjarvöruumbúðir inn eða út úr landinu í atvinnuskyni.
              3.      Framleiðandi og innflytjandi rafhlaða og rafgeyma: aðili sem, óháð þeirri sölutækni sem er notuð,
                i.    framleiðir og selur rafhlöður eða rafgeyma, eða
                ii.    flytur rafhlöður eða rafgeyma inn eða út úr landinu í atvinnuskyni.
              4.      Meðferð úrgangs: meðhöndlun úrgangs önnur en endanleg förgun.
              5.      Námuúrgangsstaður: staður þar sem fram fer efnistaka á landi eða neðanjarðarnáma og spilliefni, sem eru notuð eða falla til við námuvinnsluna, eru meðhöndluð sem úrgangur. Námuúrgangsstaður er förgunarstaður.
              6.      Rafhlaða eða rafgeymir: uppspretta raforku sem myndast við beina umbreytingu efnaorku og samanstendur af einu einhlaði eða fleirum eða einu endurhlaði eða fleirum.
              7.      Skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir: fyrirtæki eða aðili sem tekur að sér ábyrgð framleiðanda og innflytjanda á drykkjarvöruumbúðum.
     b.      Eftirfarandi skilgreiningar orðast svo:
              1.      Raf- og rafeindatæki: búnaður sem þarf rafstraum eða rafsegulsvið til að geta starfað á réttan hátt og búnaður til að framleiða, flytja og mæla slíkan rafstraum og rafsegulsvið og er hannaður til notkunar við rafspennu sem fer ekki yfir 1000 volt þegar um er að ræða riðstraum og ekki yfir 1500 volt þegar um er að ræða jafnstraum, þ.m.t. allir íhlutir, undireiningar og aukahlutir sem eru hluti af búnaðinum.    
              2.      Raf- og rafeindatækjaúrgangur: úrgangur raf- og rafeindatækja, þ.m.t. allir íhlutir, undireiningar og aukahlutir sem eru hluti af búnaðinum þegar honum er fleygt.
     c.      Í stað tilvísunarinnar „sbr. 20. gr.“ í skilgreiningunum Spilliefni og Úrgangur kemur: sbr. 39. gr.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      3. og 4. mgr. orðast svo:
                  Ráðherra gefur út til tólf ára í senn almenna áætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir landið allt. Umhverfisstofnun vinnur tillögu að áætluninni og leggur fyrir ráðherra, að fenginni umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka atvinnulífsins og fleiri aðila eftir því sem við á. Áætlunin skal taka mið af lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim og hafa að markmiði að draga markvisst úr myndun úrgangs og auka endurnotkun og endurnýtingu. Í áætluninni skulu m.a. koma fram upplýsingar um stöðu úrgangsmála í landinu og aðgerðir eða stefnumörkun til að bæta umhverfisvæna endurnotkun, endurnýtingu og förgun. Umhverfisstofnun skal auglýsa drög að landsáætlun í sex vikur þannig að hagsmunaaðilar, almenningur og stjórnvöld hafi tækifæri til að gera athugasemdir við hana. Almenningi skal tryggður aðgangur að áætluninni og hún skal aðgengileg á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Meta skal áætlunina á a.m.k. sex ára fresti og endurskoða hana eftir þörfum.
                  Sveitarstjórn skal semja og staðfesta áætlun sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja markmiðum landsáætlunar, sbr. 3. mgr. Í áætluninni skulu m.a. koma fram upplýsingar um stöðu úrgangsmála á svæðinu, aðgerðir til að bæta umhverfisvæna endurnotkun, endurnýtingu og förgun og gerð grein fyrir því hvernig sveitarstjórn hyggst ná markmiðum landsáætlunar. Sveitarstjórnir hafa heimild til að gera sameiginlega áætlun fyrir sín svæði eða svæði einstakra sorpsamlaga. Við gerð áætlunarinnar skal auglýsa hana í sex vikur þannig að hagsmunaaðilar, almenningur og stjórnvöld hafi tækifæri til að gera athugasemdir við hana. Kynna skal áætlunina í samræmi við lög nr. 105/2006, um umhverfismat áætlana, þegar við á. Almenningi skal tryggður aðgangur að áætluninni og hún skal aðgengileg á netinu. Meta skal áætlunina á a.m.k. sex ára fresti og gera breytingar á henni sé þörf á. Áætlunin skal auglýst eins og hér að framan greinir á a.m.k. sex ára fresti, hvort sem henni hefur verið breytt eður ei.
     b.      2. málsl. 5. mgr. orðast svo: Sveitarstjórn ber ábyrgð á flutningi heimilisúrgangs að undanskildum drykkjarvöruumbúðum og skal sjá um að starfræktar séu móttöku- og söfnunarstöðvar fyrir úrgang sem til fellur í sveitarfélaginu.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „Umhverfisstofnun“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: útgefandi.
     b.      2. mgr. orðast svo:
                  Umhverfisstofnun veitir starfsleyfi fyrir förgunarstaði úrgangs. Heilbrigðisnefndir veita starfsleyfi fyrir aðrar móttökustöðvar og aðra meðferð úrgangs samkvæmt ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. þó 3. og 4. málsl. Umhverfisstofnun veitir starfsleyfi fyrir söfnunar- og móttökustöðvar ef þær eru reknar í nánum landfræðilegum tengslum við förgunarstaði. Umhverfisstofnun veitir starfsleyfi fyrir meðhöndlun spilliefna, aðra en flutning, en söfnunar- og móttökustöðvum sem heilbrigðisnefndir veita starfsleyfi er þó heimilt að taka á móti tilteknum spilliefnum frá almenningi og/eða smærri fyrirtækjum enda verði ekki um aðra meðhöndlun að ræða en söfnun og geymslu til skamms tíma.
     c.      Í stað orðsins „Umhverfisstofnun“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: útgefanda starfsleyfis.
     d.      Í stað orðsins „Umhverfisstofnun“ í 2. málsl. 4. mgr. kemur: Útgefandi.
     e.      Í stað orðsins „Umhverfisstofnun“ í 5. mgr. kemur: útgefanda starfsleyfis.
     f.      Í stað orðanna „gefa út starfsleyfi fyrr en mat á umhverfisáhrifum hefur farið fram“ í 6. mgr. kemur: auglýsa tillögu að starfsleyfi fyrr en niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „sbr. 32. og 33. gr.“ kemur: sbr. 52. og 53. gr.
     b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Umhverfisstofnun getur óskað eftir upplýsingum um magn, tegund og uppruna úrgangs frá rekstraraðila, skilakerfi og skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir.

5. gr.

    Í stað tilvísunarinnar „sbr. 22. gr.“ í 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: sbr. 41. gr.

6. gr.

    Á eftir III. kafla laganna kemur nýr kafli, IV. kafli, Drykkjarvöruumbúðir úr áli, gleri, plasti, stáli eða sambærilegum efnum, með tíu nýjum greinum, 20.–29. gr., svohljóðandi, og breytast númer annarra greina og kafla samkvæmt því:

    a. (20. gr.)

Ábyrgð framleiðanda og innflytjanda á drykkjarvöruumbúðum.


    Framleiðandi og innflytjandi drykkjarvöruumbúða ber ábyrgð á þeim drykkjarvöruumbúðum sem framleiddar eru hér á landi eða fluttar inn og eru settar á markað og seldar hér á landi. Drykkjarvöruumbúðir sem falla undir lög þessi skulu nánar tilgreindar í reglugerð. Í ábyrgð framleiðanda og innflytjanda drykkjarvöruumbúða felst að þeir skulu fjármagna og tryggja meðhöndlun notaðra drykkjarvöruumbúða, meðal annars með því að tryggja skipulega söfnun og móttöku þeirra, ná lágmarkshlutfalli við endurheimt drykkjarvöruumbúða og stuðla að því drykkjarvöruumbúðum sé ekki hent á víðavangi.
    Framleiðendur og innflytjendur drykkjarvöruumbúða skulu uppfylla skyldur sínar með rekstri eigin skilakerfis fyrir drykkjarvöruumbúðir eða með aðild að sameiginlegu kerfi fleiri framleiðenda og innflytjenda.
    Hver sá sem framleiðir drykkjarvöru í umbúðum sem falla undir lögin eða flytur slíka vöru inn til endursölu skal vera aðili að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir áður en varan er sett á markað.
    Ábyrgð framleiðenda og innflytjenda á meðhöndlun notaðra drykkjarvöruumbúða nær til landsins alls án tillits til hvar vörur í drykkjarvöruumbúðum eru seldar og skal allur úrgangur drykkjarvöruumbúða fara til meðhöndlunar. Seljandi drykkjarvöruumbúða sem falla undir lög þessi og seldar eru í tollfrjálsri verslun hér á landi og ætlaðar til innlendra nota ber ábyrgð framleiðanda og innflytjanda samkvæmt lögum þessum.
    Ráðherra er heimilt að veita tímabundna undanþágu frá 1. og 3. mgr. ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi.
    Ráðherra skal í reglugerð kveða nánar á um rekstur og stjórnun skilakerfa fyrir drykkjarvöruumbúðir, svo og eftirlit með þeim. Þá er ráðherra heimilt í reglugerð að kveða á um að framleiðendur og innflytjendur drykkjarvöruumbúða starfi allir saman í einu skilakerfi sem starfar ekki í hagnaðarskyni, enda liggi fyrir þegar ákvörðun er tekin að a.m.k. framleiðendur og innflytjendur með yfir 70% af markaðshlutdeild drykkjarvöruumbúða á liðnu ári hafi lýst yfir vilja til að starfa saman í einu skilakerfi. Ráðherra skal ekki veita skilakerfi slíka heimild lengur en til sex ára í senn.

    b. (21. gr.)

Hlutverk skilakerfis fyrir drykkjarvöruumbúðir.


    Hlutverk skilakerfis fyrir drykkjarvöruumbúðir er að:
     1.      kosta meðhöndlun drykkjarvöruumbúðaúrgangs,
     2.      tryggja söfnun og móttöku á drykkjarvöruumbúðum,
     3.      greiða skilagjald til þeirra sem skila drykkjarvöruumbúðum og
     4.      tryggja að þeir sem meðhöndla notaðar drykkjarvöruumbúðir hafi gilt starfsleyfi.
    Skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir skal hafa nægt fjármagn frá framleiðendum og innflytjendum til að tryggja að það geti staðið undir skuldbindingum fyrir hönd viðskiptavina sinna.
    Skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir skal kosta meðhöndlun drykkjarvöruumbúða í réttu hlutfalli við markaðshlutdeild þeirra framleiðenda og innflytjenda sem gert hafa samning við skilakerfið hvort sem um er að ræða sameiginlegt skilakerfi eða skilakerfi sem er fjármagnað af einum framleiðanda eða innflytjanda.
    Skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir skal sjá til þess að koma á söfnun og móttöku á drykkjarvöruumbúðum um land allt. Söfnunarstöðvar sem sveitarstjórnir sjá um að starfræktar séu í sveitarfélagi, sbr. ákvæði 5. mgr. 4. gr., skulu veita skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir aðstöðu fyrir móttöku á drykkjarvöruumbúðum á söfnunarstöð óski skilakerfi eftir því. Á hverri söfnunarstöð skal einungis starfa eitt skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir. Hafi tvö eða fleiri sameiginleg skilakerfi fengið leyfi, sbr. 24. gr., og eru starfandi er þeim heimilt að skipta landinu á milli sín, þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. Ef skilakerfi ná ekki samkomulagi um skiptingu landsins skal Umhverfisstofnun leita hagkvæmra leiða til þess að meðhöndlun á notuðum drykkjarvöruumbúðum fari fram með landfræðilega skynsamlegum hætti. Ber stofnuninni að leita eftir áliti Samkeppniseftirlitsins við skiptingu landsvæða á milli skilakerfa. Skilakerfi eins framleiðanda og innflytjanda getur sótt um undanþágu til ráðherra frá því að sinna söfnun og móttöku drykkjarvöruumbúða um land allt að því tilskildu að skilakerfi geti sýnt fram að það nái endurnýtingarmarkmiði með öðrum hætti.
    Skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir ber að leggja fram tryggingu um fjárhagslega ábyrgð vegna starfsemi sinnar. Ráðherra ákveður í reglugerð, sbr. 29. gr., upphæð og form hinnar fjárhagslegu ábyrgðar. Heimilt er í reglugerðinni að undanþiggja skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir, sem hefur innan sinna vébanda ákveðinn fjölda framleiðenda og innflytjenda og er með tiltekna lágmarksmarkaðshlutdeild, tryggingu um fjárhagslega ábyrgð.
    Skilakerfi skal eigi síðar en 1. apríl ár hvert gera Umhverfisstofnun grein fyrir eftirfarandi atriðum varðandi undangengið ár:
     a.      hvaða framleiðendur og innflytjendur séu aðilar að skilakerfinu,
     b.      upplýsingar um magn drykkjarvöruumbúða sem hver og einn framleiðandi og innflytjandi hefur sett á markað,
     c.      hverjar endurheimtur drykkjarvöruumbúða hafi verið og
     d.      hvar unnt sé að skila drykkjarvöruumbúðum og fá skilagjald greitt fyrir þær.

    c. (22. gr.)

Markaðssetning.


    Óheimilt er að setja á markað eða selja drykkjarvöru í drykkjarvöruumbúðum nema innflytjandi og framleiðandi sé aðili að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir og skráður hjá Umhverfisstofnun, sbr. 25. gr.
    Óheimilt er að tollafgreiða drykkjarvöruumbúðir og drykkjarvöru í drykkjarvöruumbúðum sem falla undir lögin nema innflytjandi sýni fram á að hann sé aðili að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir.
    Til að sannreyna sölumagn drykkjarvara í drykkjarvöruumbúðum er skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir heimilt að óska eftir gögnum varðandi sölumagn drykkjarvara í drykkjarvöruumbúðum úr bókhaldi þeirra framleiðenda eða innflytjenda sem aðild eiga að hlutaðeigandi skilakerfi. Umhverfisstofnun er jafnframt heimilt að óska eftir gögnum frá skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir eða úr bókhaldi framleiðanda og innflytjanda varðandi sölumagn drykkjarvara í drykkjarvöruumbúðum. Löggiltur endurskoðandi skal staðfesta með undirskrift sinni að gögn eða upplýsingar skv. 1. og 2. málsl. séu réttar. Skylt er að veita aðgang að umbeðnum gögnum innan 14 daga frá því að þeirra var óskað.

    d. (23. gr.)

Leyfisumsókn.


    Áður en skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir hefur starfsemi skal það afla leyfis Umhverfisstofnunar til að reka skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir. Með umsókn um leyfi ber að upplýsa um eftirfarandi:
     a.      hvers konar umbúðir muni tilheyra skilakerfinu,
     b.      hvaða framleiðendur og innflytjendur séu aðilar að skilakerfinu,
     c.      fyrirhuguð skilyrði fyrir aðgangi að skilakerfinu,
     d.      hvernig fyrirhugað sé að ná markmiði um söfnun,
     e.      hvar verði unnt að skila drykkjarvöruumbúðum,
     f.      hvernig skilakerfi ætli að stuðla að því að drykkjarvöruumbúðum sé ekki hent á víðavangi,
     g.      hvaða merkingar muni verða notaðar í kerfinu og
     h.      fjárhagslega getu til að reka skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir eða tryggingu um fjárhagslega ábyrgð.
    Ákveði ráðherra að einungis skuli starfa eitt skilakerfi, samkvæmt ákvæðum 2. málsl. 6. mgr. 20. gr., þarf skilakerfi ekki að reiða fram tryggingu, sbr. h-lið 1. mgr.

    e. (24. gr.)

Veiting leyfis.


    Leyfi til rekstrar skilakerfis fyrir drykkjarvöruumbúðir skal því aðeins veitt að fyrirhuguð skilyrði fyrir aðgangi að skilakerfinu séu uppfyllt, að Umhverfisstofnun samþykki dreifingu móttöku drykkjarvöruumbúða um landið og að umsækjandi sýni fram á með fullnægjandi hætti að hann hafi fjárhagslega getu til að reka skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir í þágu neytenda, umhverfisverndar, framleiðenda og innflytjenda.
    Nú hefur umsækjandi markaðsráðandi stöðu, sbr. samkeppnislög, nr. 44/1995, og skal þá í leyfinu kveðið á um að hlutaðeigandi skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir tryggi jafnan aðgang allra framleiðenda og innflytjenda að skilakerfinu og að skilyrði er varða hönnun og eiginleika drykkjarvöruumbúða séu ekki íþyngjandi. Ákvæði 1. málsl. á ekki við um eigið skilakerfi eins framleiðanda og innflytjanda.
    Umhverfisstofnun skal birta á heimasíðu sinni upplýsingar um þau skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir sem hafa leyfi stofnunarinnar til rekstrar skilakerfis fyrir drykkjarvöruumbúðir og hvar móttaka og greiðsla skilagjalds fyrir drykkjarvöruumbúðir fer fram.

    f. (25. gr.)

Skráning framleiðenda og innflytjenda.


    Umhverfisstofnun skal halda skrá með upplýsingum um alla framleiðendur og innflytjendur drykkjarvöru. Framleiðanda og innflytjanda drykkjarvöruumbúða ber að skrá sig hjá Umhverfisstofnun áður en drykkjarvöruumbúðir sem falla undir lög þessi eru settar á markað eða seldar hér á landi. Skilakerfi er heimilt að skrá þá framleiðendur og innflytjendur sem aðilar eru að skilakerfinu hjá Umhverfisstofnun.

    g. (26. gr.)

Eftirlit.


    Umhverfisstofnun hefur eftirlit með starfsemi skilakerfa fyrir drykkjarvöruumbúðir. Eftirlit stofnunarinnar felst m.a. í að:
     1.      meta hvort skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir nái markmiðum um endurheimt drykkjarvöruumbúða og lágmarkshlutfalli við endurvinnslu og endurnýtingu drykkjarvöruumbúða,
     2.      meta hvort skilyrði leyfis séu virt sé um að ræða sameiginlegt skilakerfi sem hefur markaðsráðandi stöðu,
     3.      meta reglulega hvort skilyrði fyrir undanþágu frá tryggingu um fjárhagslega ábyrgð séu fyrir hendi sé um slíka undanþágu að ræða og hvort skilakerfi uppfylli skyldur þessa kafla að öðru leyti.
    Umhverfisstofnun er heimilt að óska eftir upplýsingum frá toll- og skattyfirvöldum um heildarmagn drykkjarvöruumbúða og magn frá einstökum framleiðendum og innflytjendum drykkjarvöruumbúða vegna framleiðslu og innflutnings á drykkjarvörum í umbúðum sem falla undir lög þessi. Ákvæði 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, skulu ekki vera því til fyrirstöðu að starfsmenn toll- og skattyfirvalda veiti stofnuninni upplýsingar samkvæmt þessari grein.
    Uppfylli skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir ekki skyldur sínar samkvæmt þessum kafla er Umhverfisstofnun heimilt að beita skilakerfi þvingunarúrræðum samkvæmt lögum þessum.

    h. (27. gr.)

Skilagjald.


    Skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir skal við móttöku greiða hverjum þeim sem skilar drykkjarvöruumbúðum skilagjald sem nemur 14 kr. að lágmarki á hverja umbúðareiningu.

    i. (28. gr.)

Gjaldtaka.


    Umhverfisstofnun er heimilt að innheimta gjald fyrir útgáfu leyfis til handa skilakerfum, sbr. 24. gr., sem og eftirlit með skilakerfum, sbr. 26. gr. Ráðherra setur, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, gjaldskrá fyrir veitta þjónustu, eftirlit og verkefni stofnunarinnar vegna drykkjarvöruumbúða. Upphæð gjalda skal taka mið af kostnaði við veitta þjónustu og verkefni samkvæmt þessum kafla.

    j. (29. gr.)

Reglugerðir um drykkjarvöruumbúðir.


    Ráðherra er heimilt, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar sem leita skal umsagnar hjá starfandi skilakerfum um drykkjarvöruumbúðir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi hagsmunasamtökum atvinnulífsins, að setja reglugerð um eftirtalin atriði:
     1.      drykkjarvöruumbúðir sem falla undir þessi lög,
     2.      framkvæmd endurgreiðslu skilagjalds,
     3.      nánari skilyrði fyrir leyfi til reksturs skilakerfa fyrir drykkjarvöruumbúðir,
     4.      rekstur og stjórnun skilakerfa fyrir drykkjarvöruumbúðir, eftirlit með þeim, svo og jafnan aðgang innflytjenda og framleiðenda að skilakerfum,
     5.      skyldu framleiðenda og innflytjenda drykkjarvöruumbúða til að starfa saman í einu skilakerfi,
     6.      gerð og efnisval drykkjarvöruumbúða,
     7.      bann við notkun og sölu drykkjarvöruumbúða sem ekki er unnt eða torvelt að endurnota eða endurnýta,
     8.      kröfur um meðhöndlun notaðra drykkjarvöruumbúða og móttökuskilyrði,
     9.      skyldu framleiðenda og innflytjenda til að merkja drykkjarvöruumbúðir,
     10.      lágmarksmarkmið um endurheimt drykkjarvöruumbúða, endurnýtingu og endurnotkun þeirra, sem skilakerfi ber að ná árlega, svo og hlutverk Umhverfisstofnunar við að hafa eftirlit með því að sett markmið náist,
     11.      upphæð og form fjárhagslegrar ábyrgðar svo og undanþágu frá tryggingu um fjárhagslega ábyrgð fyrir skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir, sbr. 5. mgr. 21. gr., og
     12.      fjölda og dreifingu móttökuaðstöðu fyrir drykkjarvöruumbúðir.

7. gr.

    Við lögin bætist nýr kafli, V. kafli, Rafhlöður og rafgeymar, með fjórum nýjum greinum, 30.–33. gr., svohljóðandi, og breytast númer annarra greina og kafla samkvæmt því:

    a. (30. gr.)

Skyldur sveitarfélaga og söluaðila.


    Söfnunarstöðvar sem sveitarstjórnir sjá um að starfræktar séu í sveitarfélagi, sbr. ákvæði 5. mgr. 4. gr., skulu hafa aðstöðu fyrir móttöku á rafhlöðum og rafgeymum frá heimilum eins og nánar er kveðið á um í reglugerð. Ber söfnunarstöðvum að taka við slíkum úrgangi gjaldfrjálst.
    Sveitarfélög skulu veita leiðbeiningar um hvernig beri að flokka og skila rafhlöðum og rafgeymum til söfnunarstöðva sveitarfélaga og upplýsa um að rafhlöður og rafgeymar mega ekki fara með öðrum úrgangi.
    Þeim sem selja og dreifa rafhlöðum og rafgeymum ber að taka við notuðum rafhlöðum og rafgeymum á sölu- eða dreifingarstað gjaldfrjálst og tryggja viðeigandi ráðstöfun.

    b. (31. gr.)

Ábyrgð framleiðenda og innflytjenda á rafhlöðum og rafgeymum.


    Framleiðendur og innflytjendur rafhlaða og rafgeyma bera ábyrgð á þeim rafhlöðum og rafgeymum sem framleidd eru hér á landi eða flutt inn.
    Í ábyrgð framleiðenda og innflytjenda felst að þeir skulu fjármagna og tryggja meðhöndlun á rafhlöðum og rafgeymum, að frátalinni söfnun til söfnunarstöðva, og fjármagna upplýsingagjöf samkvæmt ákvæðum 32. gr. Framleiðendur og innflytjendur uppfylla skyldur sínar með því að vörurnar beri úrvinnslugjald samkvæmt lögum um úrvinnslugjald.
    Seljandi rafhlaða og rafgeyma sem falla undir lög þessi og seld eru í tollfrjálsri verslun hér á landi og ætluð til innlendra nota ber ábyrgð framleiðanda og innflytjanda samkvæmt lögum þessum.

    c. (32. gr.)

Upplýsingaskylda framleiðenda og innflytjenda.


    Framleiðendur og innflytjendur rafhlaða og rafgeyma skulu í upplýsingum sem ætlaðar eru kaupanda upplýsa um hvar sé heimilt að skila rafhlöðum og rafgeymum, að rafhlöður og rafgeymar megi ekki fara með öðrum úrgangi, að hægt sé að skila rafhlöðum og rafgeymum án greiðslu og að ábyrgst sé að úrgangurinn verði meðhöndlaður í samræmi við gildandi reglur. Jafnframt skal upplýsa um áhrif rafhlaða og rafgeyma á heilsu manna og umhverfi. Loks skulu notendur upplýstir um merkingu á rafhlöðum og rafgeymum og hvað þær þýða.

    d. (33. gr.)

Skráning framleiðenda og innflytjenda rafhlaða og rafgeyma.


    Úrvinnslusjóður skal halda skrá yfir framleiðendur og innflytjendur rafhlaða og rafgeyma hér á landi.

8. gr.

    Við lögin bætist nýr kafli, VI. kafli, Sérákvæði um meðhöndlun úrgangs frá námuiðnaði, með fimm nýjum greinum, 34.–38. gr., svohljóðandi, og breytast númer annarra greina og kafla samkvæmt því:

    a. (34. gr.)

Útgáfa starfsleyfis.


    Námuúrgangsstaðir skulu hafa gilt starfsleyfi sem Umhverfisstofnun veitir.
    Ef rekstraraðili námuúrgangsstaðar hyggst gera breytingar á rekstrinum sem varðað geta starfsleyfið eða flytja reksturinn ber honum að tilkynna Umhverfisstofnun um það með hæfilegum fyrirvara. Umhverfisstofnun metur innan fjögurra vikna frá móttöku tilkynningar hvort nauðsynlegt er að gefa út nýtt starfsleyfi vegna þeirra breytinga sem rekstraraðili hefur tilkynnt um.
    Ef forsendur breytast er Umhverfisstofnun heimilt að endurskoða starfsleyfi áður en gildistími þess er liðinn, svo sem ef mengun af völdum atvinnurekstrar er meiri en gert var ráð fyrir þegar leyfið var gefið út, breytingar verða á rekstrinum vegna tækniþróunar eða breytingar á reglum um mengunarvarnir.
    Ef fyrirhugaður námuúrgangsstaður er háður mati á umhverfisáhrifum skal ekki auglýsa tillögu að starfsleyfi fyrr en mat á umhverfisáhrifum hefur farið fram.

    b. (35. gr.)

Umsókn um starfsleyfi.


    Umsókn um starfsleyfi fyrir námuúrgangsstað skal auk þess sem fram kemur í 6. gr. fylgja úrgangsáætlun, sbr. 36. gr., og starfsleyfistrygging, sbr. 38. gr.

    c. (36. gr.)

Úrgangsáætlun.


    Rekstraraðili námuúrgangsstaðar skal gera úrgangsáætlun sem miðar að því að lágmarka úrgang og kveður á um meðhöndlun og þá sérstaklega endurnýtingu eða förgun á námuúrgangi. Við áætlunargerð skal hafa sjálfbærni í huga.
    Úrgangsáætlun skal hið minnsta innihalda upplýsingar um flokkun námuúrgangsstaðarins, þar sem það á við, og röksemdir fyrir henni, tegund og magn úrgangs sem áætlað er að falli til, einnig upplýsingar um áhrif úrgangsins á umhverfi og heilsu manna, aðgerðir til að draga úr áhættu ef einhver er, áætlun um eftirlit og vöktun, upplýsingar um lokun, aðgerðir í kjölfar lokunar, aðgerðir til að draga úr hættu á mengun vatns, lofts og jarðvegs, sem og könnun á ástandi svæðisins sem verður fyrir áhrifum af úrgangsstaðnum.

    d. (37. gr.)

Viðbragðsáætlun.


    Fyrir námuúrgang sem flokkast sem hættulegur skal rekstraraðili staðarins gera viðbragðsáætlun vegna hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna og setja fram á aðgengilegu formi upplýsingar þar um.
    Námuúrgangsstaður skal flokkaður sem hættulegur ef:
     1.      líkur eru á að hrun á haugi eða stíflubrestur á námuúrgangsstaðnum geti valdið stórslysi samkvæmt áhættumati sem gert er fyrir staðinn og tekið er tillit til þátta eins og núverandi eða framtíðarstærðar úrgangsstaðarins, staðsetningar og umhverfisáhrifa frá námuúrgangsstaðnum, eða
     2.      á staðnum er úrgangur sem flokkast sem spilliefni yfir ákveðnum mörkum, eða
     3.      á staðnum eru efni eða efnablöndur sem flokkast sem hættulegar yfir ákveðnum mörkum.
    Viðbragðsáætlun skal liggja fyrir áður en starfsleyfi er gefið út.

    e. (38. gr.)

Starfsleyfistrygging.


    Auk almennra skilyrða sem tilgreind eru í 8., 36. og 37. gr. er það skilyrði starfsleyfis fyrir námuúrgangsstað að rekstraraðili leggi fram fullnægjandi fjárhagslega tryggingu eða ábyrgð fyrir því að uppfylltar verði þær skyldur sem starfsleyfinu fylgja, þar á meðal um lokunar- og eftirlitsaðgerðir í kjölfar lokunar námuúrgangsstaðarins.
    Starfsleyfistrygging skal gilda í 30 ár eftir að námuúrgangsstað er lokað. Fjárhæð tryggingar skal tiltekin í starfsleyfi. Fjárhæð tryggingar skal vera í samræmi við líkleg umhverfisáhrif sem staðurinn mun valda og þann kostnað sem fylgir því að byggja upp svæðið eftir lokun. Einnig skal taka mið af þeim kostnaði sem hlýst af vöktun og sýnatöku, sem og úttekt á þeim aðgerðum sem eru gerðar til að draga úr áhrifum sem úrgangsstaðurinn veldur.
    Aðför má ekki gera í tryggingunni nema til fullnustu skyldu rekstraraðila til aðgerða í samræmi við starfsleyfi samkvæmt lögum þessum.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna sem verður 39. gr.:
     a.      Við bætast tveir nýir stafliðir, e- og f-liður, svohljóðandi, og breytist röð annarra liða samkvæmt því:
        e.    töluleg markmið um endurnýtingu og endurnotkun úrgangs og hlutverk Umhverfisstofnunar til að hafa eftirlit með því að sett markmið náist,
        f.        hvaða úrgang heimilt er að meðhöndla á námuúrgangsstað, flokkun, hönnun og stjórnun námuúrgangsstaða, kröfur um úrgangsáætlanir sem framkvæmdaaðilar námuúrgangsstaða skulu gera og kröfur um starfsleyfistryggingu.
     b.      E-liður, sem verður g-liður, orðast svo: nánari atriði varðandi innihald landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs og áætlana sveitarstjórna skv. 4. gr.
     c.      Í stað tilvísunarinnar „skv. 22. gr.“ í f-lið, sem verður h-liður, kemur: skv. 41. gr.
     d.      Í stað tilvísunarinnar „skv. 24. gr.“ í h-lið, sem verður j-liður, kemur: skv. 43. gr.

10. gr.

    Á eftir 2. málsl. 1. mgr. 21. gr. laganna, sem verður 40. gr., kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Á hverri söfnunarstöð skal einungis starfa eitt skilakerfi.

11. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna sem verður 41. gr.:
     a.      Í stað 1. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Framleiðandi og innflytjandi bera ábyrgð á raf- og rafeindatækjum sem framleidd eru hér á landi eða flutt inn. Tilgreina skal í reglugerð þau raf- og rafeindatæki sem falla undir þessi lög og tollskrárnúmer þeirra.
     b.      Við bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Raf- og rafeindatæki skulu flokkast í eftirfarandi flokka:
              1.      Stór heimilistæki og sambærileg tæki.
              2.      Lítil heimilistæki og sambærileg tæki.
              3.      Upplýsingatækni- og fjarskiptabúnaður.
              4.      Mynd- og hljóðbúnaður.
              5.      Ljósabúnaður.
              6.      Raf- og rafeindaverkfæri.
              7.      Leikföng og tómstunda-, íþrótta- og útivistarbúnaður.
              8.      Lækningatæki.
              9.      Vöktunar- og eftirlitstæki.
              10.      Sjálfsalar.
                  Óheimilt er að setja á markað, selja hér á landi eða taka til eigin nota í atvinnuskyni raf- og rafeindatæki sem falla undir þessi lög nema framleiðandi og innflytjandi þess sé aðili að skilakerfi.
                  Tollafgreiðsla raf- og rafeindatækis sem fellur undir þessi lög er háð því að innflytjandi og framleiðandi þess sé aðili að skilakerfi.

12. gr.

    Á eftir 3. mgr. 25. gr. laganna, sem verður 44. gr., koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Safni skilakerfi raf- og rafeindatækjaúrgangi umfram hlutdeild sína í heildarmagni skv. 3. mgr. stofnast krafa á hendur skilakerfum sem hafa safnað undir hlutdeild sinni í heildarmagni. Tilgreina skal í reglugerð hvernig staðið skal að uppgjöri milli skilakerfa, þar á meðal útreikning fjárkröfu milli skilakerfa og einingarverð á hvert kíló og eftir flokkum, sbr. 3. mgr. 41. gr. Stýrinefnd skal, að lágmarki ársfjórðungslega, reikna út markaðshlutdeild hvers skilakerfis og heildarmagn raf- og rafeindatækjaúrgangs sem safnað hefur verið á tilteknu tímabili. Markaðshlutdeild skilakerfis, sem miðast við hlutfall í innflutningi og/eða framleiðslu raf- og rafeindatækja, ákvarðar það magn sem skilakerfi ber að safna af raf- og rafeindatækjaúrgangi á því tímabili.
    Skilakerfi skal tryggja að söfnun og móttaka á raf- og rafeindatækjaúrgangi fari fram að lágmarki í hverju sveitarfélagi og í hverjum byggðarkjarna þar sem starfræktar eru móttöku- og söfnunarstöðvar fyrir sambærilegan úrgang, t.d. spilliefni. Í öðrum byggðarkjörnum skulu sveitarfélög sjá til þess með samningi við skilakerfi að íbúar eigi þess kost að skila raf- og rafeindatækjaúrgangi a.m.k. tvisvar sinnum á ári. Hafi tvö eða fleiri skilakerfi fengið leyfi til að starfa sem skilakerfi og eru starfandi skal miða við að eitt skilakerfi starfi að lágmarki í hverju sveitarfélagi og í hverjum byggðarkjarna þar sem starfræktar eru móttöku- og söfnunarstöðvar fyrir sambærilegan úrgang, t.d. spilliefni. Skilakerfi skal birta upplýsingar á heimasíðu sinni um hvar unnt sé að skila raf- og rafeindatækjaúrgangi.
    Eigi síðar en sex vikum eftir hvern ársfjórðung skal skilakerfi gera stýrinefnd grein fyrir eftirfarandi atriðum varðandi undangengna þrjá mánuði:
     a.      hvaða framleiðendur og innflytjendur eru aðilar að skilakerfinu,
     b.      upplýsingar um heildarmagn raf- og rafeindatækja í kílóum sem hver og einn framleiðandi og innflytjandi hefur sett á markað eða tekið til eigin nota,
     c.      upplýsingar um magn raf- og rafeindatækjaúrgangs í kílóum sem safnað hefur verið,
     d.      upplýsingar um ráðstöfun raf- og rafeindatækjaúrgangs.

13. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 26. gr. laganna sem verður 45. gr.:
     a.      2. mgr. orðast svo:
                  Úrvinnslusjóður, sbr. lög nr. 162/2002, um úrvinnslugjald, fer með hlutverk stýrinefndar. Hlutverk stjórnar Úrvinnslusjóðs samkvæmt lögum um úrvinnslugjald er ekki á ábyrgð stýrinefndar.
     b.      Í stað 1. málsl. 3. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Hafi tvö eða fleiri skilakerfi fengið leyfi og eru starfandi skal stýrinefnd leita hagkvæmra leiða til þess að söfnun, móttaka og meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs frá heimilum fari fram með landfræðilega skynsamlegum hætti, komi skilakerfin sér ekki saman um skiptingu. Skal hún hafa að leiðarljósi að tryggt sé að söfnun fari fram að lágmarki í hverju sveitarfélagi og í hverjum byggðarkjarna þar sem starfræktar eru móttöku- og söfnunarstöðvar fyrir sambærilegan úrgang, t.d. spilliefni.
     c.      A-liður 4. mgr. orðast svo: hafa eftirlit með því að framleiðendur og innflytjendur séu aðilar að skilakerfi.
     d.      B-liður 4. mgr. fellur brott og breytist röð annarra stafliða samkvæmt því.
     e.      2. málsl. 5. mgr. orðast svo: Stofnuninni er heimilt að beita skilakerfi þvingunarúrræðum samkvæmt lögum þessum.
     f.      Orðin „rekstri skráningarkerfis, sbr. 27. gr.“ í 1. málsl. 6. mgr. falla brott.

14. gr.

    27. gr. laganna, sem verður 46. gr., orðast svo:
    Framleiðanda og innflytjanda raf- og rafeindatækja ber að skrá sig hjá Umhverfisstofnun a.m.k. 15 dögum áður en vara sem fellur undir lög þessi er sett á markað, seld eða tekin til eigin nota hér á landi. Skilakerfi er heimilt að skrá þá framleiðendur og innflytjendur sem aðilar eru að skilakerfinu hjá Umhverfisstofnun.
    Umhverfisstofnun skal halda skrá með upplýsingum um alla framleiðendur og innflytjendur raf- og rafeindatækja.
    Ráðherra er heimilt að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar að setja reglugerð um skráningu framleiðenda og innflytjenda. Í reglugerðinni skal fjallað um skyldu framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja til að skrá sig og skila upplýsingum um innflutning eða framleiðslu á raf- og rafeindatækjum til Umhverfisstofnunar og á hvaða hátt það skuli gert. Umhverfisstofnun skal leita umsagnar stýrinefndar og skilakerfa, svo og annarra hagsmunaaðila, við gerð tillagna að reglugerð.

15. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr. laganna sem verður 47. gr.:
     a.      1. og 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Telji stýrinefnd að framleiðandi eða innflytjandi sé ekki aðili að skilakerfi og að hann framleiði eða flytji inn raf- og rafeindatæki sem falla undir lögin skal hún tilkynna það til Umhverfisstofnunar. Stofnun skal að fenginni tilkynningu gefa hugsanlegum framleiðanda og innflytjanda kost á tjá sig um hvort hann framleiði eða flytji inn raf- eða rafeindatæki sem falla undir lögin.
     b.      3. málsl. 1. mgr. fellur brott.
     c.      Í stað orðsins „Stýrinefnd“ í 2. og 3. mgr. kemur: Umhverfisstofnun sem og stýrinefnd.
     d.      Í stað orðanna „sbr. viðauka I“ í 2. mgr. kemur: sbr. 41. gr.
     e.      Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Til að sannreyna framleiðslu-, innflutnings- og sölumagn raf- og rafeindatækja er Umhverfisstofnun sem og stýrinefnd heimilt að óska eftir gögnum úr bókhaldi skilakerfa eða framleiðanda og innflytjanda varðandi sölumagn raf- og rafeindatækja. Löggiltur endurskoðandi skal staðfesta með undirskrift sinni að gögn og upplýsingar skv. 1. málsl. séu réttar. Skylt er að veita aðgang að umbeðnum gögnum innan 14 daga frá því að þeirra var óskað.

16. gr.

    Á eftir 28. gr. laganna, sem verður 47. gr., kemur ný grein, 48. gr., sem orðast svo ásamt fyrirsögn:

Gjaldtaka.


    Ráðherra setur, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, gjaldskrá fyrir veitta þjónustu, eftirlit og verkefni stofnunarinnar vegna raf- og rafeindatækjaúrgangs. Upphæð gjalda skal taka mið af kostnaði við veitta þjónustu og verkefni samkvæmt þessum kafla.
    Ráðherra setur, að fengnum tillögum stjórnar Úrvinnslusjóðs, gjaldskrá fyrir veitta þjónustu, eftirlit og verkefni Úrvinnslusjóðs vegna raf- og rafeindatækjaúrgangs. Upphæð gjalda skal taka mið af kostnaði við veitta þjónustu og verkefni samkvæmt þessum kafla.

17. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 29. gr. laganna sem verður 49. gr.:
     a.      Í stað tilvísunarinnar „sbr. 21. gr.“ í a-lið kemur: sbr. 40. gr.
     b.      Í stað tilvísunarinnar „sbr. ákvæði 23., 24. og 25. gr.“ í e-lið kemur: sbr. ákvæði 42., 43. og 44. gr.
     c.      Orðin „sem falla undir viðauka I“ í f-lið falla brott.
     d.      I-liður orðast svo: skrá yfir tollskrárnúmer raf- og rafeindatækja sem falla undir lög þessi og í hvaða vöruflokk þau falla.
     e.      Við bætast tveir nýir stafliðir, l- og m-liður, svohljóðandi:
        l.        uppgjör á milli skilakerfa, þar á meðal útreikning fjárkröfu milli skilakerfa og einingarverð fyrir hvert kíló, sbr. ákvæði 4. mgr. 44. gr.
        m.    fjölda og dreifingu móttökuaðstöðu fyrir raf- og rafeindatækjaúrgang.

18. gr.

    Í stað tilvísunarinnar „skv. 24. gr.“ í 2. mgr. 31. gr. laganna kemur: skv. 43. gr.

19. gr.

    Í stað tilvísunarinnar „skv. 22. gr.“ í 4. mgr. 33. gr. laganna kemur: skv. 41. gr.

20. gr.

    Á eftir 6. mgr. 38. gr. laganna, sem verður 58. gr., kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Sinni skilakerfi um drykkjarvöruumbúðir eða skilakerfi fyrir raf- og rafeindatækjaúrgang ekki tilmælum um úrbætur og um alvarlegt eða ítrekað tilvik er að ræða er Umhverfisstofnun heimilt að svipta skilakerfi leyfi til að starfa.

21. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 39. gr. laganna sem verður 59. gr.:
     a.      1. málsl. 2. mgr. orðist svo: Ákvarðanir um útgáfu starfsleyfa samkvæmt lögum þessum má kæra til fullnaðarúrskurðar ráðherra innan tveggja vikna frá því að ákvörðun um útgáfu starfsleyfis var tekin.
     b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Rísi ágreiningur um ákvarðanir Umhverfisstofnunar sem varðar skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir skal vísa málinu til úrskurðar ráðherra.

22. gr.

    Viðauki I við lögin fellur brott.

23. gr.

Innleiðing.


    Lög þessi eru sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/21/EB um meðhöndlun úrgangs frá námuiðnaði og breytingu á tilskipun 2004/35/EB sem vísað er til í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/2009 frá 5. febrúar 2009 og til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/66/EB um rafhlöður og rafgeyma og notaðar rafhlöður og rafgeyma sem vísað er til í II. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 141/2007 frá 26. október 2007. Þá er höfð til hliðsjónar tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/ 98/EB um úrgang og niðurfellingu tiltekinna tilskipana.

24. gr.
Gildistaka.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2011.

25. gr.

Breytingar á öðrum lögum.


    Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:
     1.      Lög nr. 162/2002, um úrvinnslugjald, með síðari breytingum:
              a.      Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
                a.    Orðin „einnota drykkjarvöruumbúðir með skilagjaldi úr áli, stáli, gleri og plastefnum, sbr. viðauka III“ í 1. tölul. 1. mgr. falla brott.
                b.    Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                         Framleiðendur og innflytjendur rafhlaða og rafgeyma bera ábyrgð á þeim rafhlöðum og rafgeymum sem framleidd eru hér á landi eða flutt inn og falla undir viðauka X og XI. Í ábyrgð framleiðenda og innflytjenda felst að þeir skulu fjármagna og tryggja meðhöndlun á rafhlöðum og rafgeymum að frátalinni söfnun til söfnunarstöðva sveitarfélaga og verslana. Framleiðendur og innflytjendur uppfylla skyldur sínar með því að vörurnar beri úrvinnslugjald.
              b.      1. mgr. 16. gr. laganna orðast svo:
                     Ráðherra skipar sex manna stjórn Úrvinnslusjóðs til fjögurra ára í senn. Ráðherra skipar formann stjórnar án tilnefningar. Fimm meðstjórnendur skulu skipaðir að fenginni tilnefningu eftirfarandi aðila: einn eftir sameiginlegri tilnefningu Samtaka fiskvinnslustöðva og Landssambands íslenskra útvegsmanna, einn frá Samtökum iðnaðarins, einn frá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu, einn frá Félagi atvinnurekenda og einn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Varaformaður sem skipaður er af ráðherra, eftir tilnefningu stjórnar, skal koma úr hópi stjórnarmanna. Þurfi að kjósa um afgreiðslu mála ræður atkvæði formanns úrslitum falli atkvæði jöfn.
              c.      Viðauki III, Einnota drykkjarvöruumbúðir með skilagjaldi úr áli, stáli, gleri og plastefnum, fellur úr gildi.
     2.      Lög nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum:
         Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjali I:
              a.      12. tölul. orðast svo: Förgunarstaðir fyrir úrgang
              b.      13. tölul. orðast svo: Meðhöndlun og förgun spilliefna, þ.m.t. staðir fyrir námuúrgang.

Ákvæði til bráðabirgða.


I.


    Þrátt fyrir ákvæði 24. gr. skal 6. gr. laga þessara ekki koma til framkvæmda fyrr en 1. júlí 2011.

II.

    Umhverfisstofnun skal ljúka afgreiðslu starfsleyfa fyrir móttökustöðvar aðrar en förgunarstöðvar og starfsleyfa fyrir aðra meðferð úrgangs sem eru í vinnslu hjá stofnuninni við gildistöku laga þessara.

III.


    Frá 1. janúar 2011 til 1. júlí 2011 skal leggja skilagjald á innfluttar drykkjarvörur í einnota umbúðum úr stáli, áli, gleri og plastefni. Skilagjaldið skal innheimt við tollafgreiðslu og nema 13.08 kr. án virðisaukaskatts á hverja umbúðaeiningu. Sama gjald skal lagt á drykkjarvörur sem framleiddar eru eða átappaðar hér á landi og seldar eru í sams konar umbúðum og að framan greinir. Skal greiða gjaldið samhliða vörugjaldi af innlendum drykkjarvörum. Til viðbótar skilagjaldi skal með sama hætti leggja umsýsluþóknun á hverja umbúðaeiningu úr stáli, gleri og plastefni og skal fjárhæð hennar án virðisaukaskatts vera 4,63 kr. á umbúðir úr stáli, 3,40 kr. á umbúðir úr gleri stærri en 500 ml, 2,44 kr. á umbúðir úr gleri 500 ml og minni, 2,09 kr. á umbúðir úr lituðu plastefni og 0,86 kr. á umbúðir úr ólituðu plastefni.
    Ákvæði laga nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum, eiga við um álagningu, innheimtu, viðurlög, kærur, eftirlit og aðra framkvæmd gjaldtöku samkvæmt þessari grein.
Endurvinnslan hf. skal endurgreiða neytendum við móttöku á notuðum skilagjaldsskyldum umbúðum til og með 31. desember 2011. Sömuleiðis skal greiða samsvarandi til einstaklinga, fyrirtækja eða félagasamtaka sem taka að sér að safna slíkum umbúðum til eyðingar eða endurvinnslu.

IV.

    Staðir fyrir námuúrgang sem eru starfandi við gildistöku laga þessara skulu sækja um starfsleyfi eigi síðar en 1. janúar 2012. Að öðrum kosti skal þeim lokað.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


I. Inngangur.
    Frumvarp þetta um breytingu á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, var samið í umhverfisráðuneytinu í samvinnu við Umhverfisstofnun. Við samningu frumvarpsins var m.a. leitað til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka iðnaðarins, Endurvinnslunnar hf., RR-skila, Samskila, Úrvinnslusjóðs og fjármálaráðuneytisins.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, og því samfara nauðsynlegar breytingar á lögum nr. 162/2002, um úrvinnslugjald, og breytingar á lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Í frumvarpinu er fjallað um drykkjarvöruumbúðir og meðhöndlun þeirra en lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, falla úr gildi 1. janúar 2011, sbr. lög nr. 135/2009.

II. Tilefni og nauðsyn lagasetningar.
    Frá árinu 1989 hefur verið sérstakur farvegur fyrir einnota drykkjarvöruumbúðir þegar sett voru sérstök lög utan um málaflokkinn Um nokkurt skeið hefur verið fyrirhugað að færa framkvæmd vegna drykkjarvöruumbúða í þá átt sem önnur úrgangsmeðhöndlun er í dag, þ.e. til aukinnar framleiðendaábyrgðar. Þegar lög nr. 162/2002, um úrvinnslugjald, voru sett í desember 2002 var gert ráð fyrir að starfsemi Endurvinnslunnar hf., sbr. lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, yrði óbreytt til ársins 2008 og þá falla úr gildi þegar drykkjarvöruumbúðir mundu bera úrvinnslugjald og falla undir Úrvinnslusjóð, eins og gert var ráð fyrir í þeim lögum. Við frekari skoðun undanfarin ár og í samræmi við það skref sem stigið var varðandi framleiðendaábyrgð á raf- og rafeindatæki var ákveðið að fara ekki þá leið sem mörkuð var árið 2002 heldur setja drykkjarvöruumbúðir í svipað kerfi og það kerfi sem raf- og rafeindatæki eru í, sbr. ákvæði laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs.
    Ábyrgð framleiðenda og innflytjenda á raf- og rafeindatækjum og úrvinnslu þess úrgangs sem af þeim hlýst tók gildi 1. janúar 2009 með lögum nr. 73/2008, um breytingu á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs. Frá þeim tíma sem liðinn er hafa komið í ljós að nokkur ákvæði laganna má einfalda og skerpa til að bæta framkvæmd mála er varða framleiðendaábyrgð á raf- og rafeindatækjum. Það er m.a. í ljósi þess sem þörf er á þeim breytingum á úrgangslöggjöfinni sem lögð er fram í frumvarpi þessu.
    Með frumvarpinu er áformað að innleiða tvær EB-gerðir, annars vegar tilskipun 2006/ 21/EB um meðhöndlun úrgangs frá námuiðnaði og breytingu á tilskipun 2004/35/EB og hins vegar tilskipun 2006/66/EB um rafhlöður og rafgeyma og notaðar rafhlöður og rafgeyma. Við samningu frumvarpsins var höfð til hliðsjónar ný úrgangstilskipun, tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB frá 19. nóvember 2008 um úrgang og niðurfellingu tiltekinna tilskipana. Um er að ræða uppfærslu eldri úrgangsgerða og endurskoðun en tilskipunin kom í stað þriggja eldri tilskipana, þ.e. 2006/12/EB um úrgang, 91/689/EBE um hættulegan úrgang og 75/439/EBE um förgun olíuúrgangs, sem allar voru innleiddar hér á landi á sínum tíma.

III. Meginefni frumvarpsins.
    Í nýju úrgangstilskipuninni 2008/98/EB eru settar fram leiðir til að vernda umhverfið og heilsu manna með því að koma í veg fyrir eða draga úr óæskilegum áhrifum sem myndun og meðhöndlun úrgangs hefur og með því að minnka heildaráhrif af og bæta nýtingu auðlinda. Unnið verður að innleiðingu úrgangstilskipunarinnar hér á landi á næsta ári en að ósk Sambands íslenskra sveitarfélaga var ákveðið að láta þetta frumvarp taka til ákvæða tilskipunarinnar er varða úrgangsáætlanir til að gera lagaákvæði er lúta að slíkum áætlunum skýrari og einfalda framkvæmd þeirra. Samkvæmt tilskipuninni og lögum um meðhöndlun úrgangs skal gefa út áætlanir um meðhöndlun úrgangs þar sem fram kemur mat á núverandi stöðu úrgangsmeðhöndlunar á viðkomandi landsvæði, þær leiðir sem valdar eru til að bæta umhverfisvæna endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu og förgun úrgangs og mat á því hvernig áætlanirnar munu styðja við framkvæmd markmiða og ákvæða tilskipunarinnar. Fyrsta landsáætlun um úrgang var gefin út hér á landi árið 2004 og fyrstu svæðisáætlanirnar litu dagsins ljós seinni hluta árs 2005. Tilskipun 2008/98/EB er ekki enn komin inn í EES-samninginn.
    Í frumvarpinu eru m.a. lögð til þau nýmæli að útgáfa starfsleyfa fyrir alla meðhöndlun úrgangs aðra en förgun úrgangs og meðhöndlun spilliefna verði í höndum heilbrigðisnefnda. Þannig verður útgáfa starfsleyfa fyrir urðunarstaði, brennslustöðvar, námuúrgangsstaði og förgun og meðhöndlun spilliefna hjá Umhverfisstofnun en útgáfa fyrir alla meðferð úrgangs hjá hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd. Þetta er lagt til til að einfalda framkvæmd og til þess að skýra verkaskiptingu milli heilbrigðisnefndar og Umhverfisstofnunar.
    Líkt og fram hefur komið falla lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, úr gildi 1. janúar 2011. Þannig er gert ráð fyrir að rekstur Endurvinnslunnar hf. breytist og hún starfi þá ekki lengur á grundvelli þeirra laga. Vegna þessa er í frumvarpinu lagt til að sett verði framleiðendaábyrgð á drykkjarvöruumbúðir úr áli, stáli, gleri og plastefnum, í stað núverandi skilagjalds og umsýsluþóknunar á einnota drykkjarvöruumbúðir úr áli, stáli, gleri og plastefnum. Samkvæmt lögum nr. 162/ 2002, um úrvinnslugjald, er gert ráð fyrir að hluti af starfsemi Endurvinnslunnar hf. færist til Úrvinnslusjóðs og í ákvæði til bráðabirgða í sömu lögum að Endurvinnslan hf. starfi til 1. janúar 2011. Í lögunum er jafnframt gert ráð fyrir að Úrvinnslusjóði sé heimilt að undirbúa samning við Endurvinnsluna hf. sem byggist á sömu forsendum og eldri löggjöf, þ.e. að skilagjald verði áfram innheimt af framleiðendum og innflytjendum og að innheimtumaður ríkissjóðs innheimti gjaldið. Þessi háttur grundvallast á eldri framkvæmd þessara mála, á því kerfi sem upphaflega var komið á fót með lögbundnu einkaleyfi til eins fyrirtækis til að annast rekstur skilakerfis í nánum tengslum við hið opinbera. Miklar breytingar hafa orðið á allri tilhögun um úrvinnslu úrgangs frá því að lög um úrvinnslugjald voru sett árið 2002 og er nú m.a. lögð aukin áhersla á ábyrgð framleiðenda vegna meðhöndlunar úrgangs og á það að opinberir aðilar taki sem minnstan þátt í framkvæmd og kostnaði af úrgangsmeðhöndlun. Þannig skulu einstakar framleiðslugreinar taka að sér að annast söfnun þess úrgangs sem fellur til í viðkomandi grein og framleiðendur taka því yfir á sína ábyrgð og kostnað að safna og endurnýta úrgang og þar með að vernda umhverfið gegn mengun af völdum þess úrgangs. Frá 1. janúar 2009 hafa framleiðendur og innflytjendur borið ábyrgð á raf- og rafeindatækjaúrgangi, sbr. ákvæði V. kafla laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs. Þar er kveðið á um að framleiðendur og innflytjendur raftækja skuli fjármagna og tryggja meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs. Vilji hefur verið fyrir því að setja drykkjarvöruumbúðir í svipað kerfi sem framleiðendur beri ábyrgð á. Eðlilegt er því talið að framleiðendum og innflytjendum sé gert kleift að starfrækja skilakerfi á eigin ábyrgð sem uppfylli sett markmið samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs.
    Hins vegar er rétt að benda á að sjónarmið um framleiðendaábyrgð eru ekki ný af nálinni í íslenskri löggjöf, sbr. t.d. ákvæði 3. mgr. 7. gr. laga nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda, og ákvæði laga nr. 162/2002, um úrvinnslugjald, sérstaklega 3. mgr. 8. gr. laganna sem heimilar fyrirtækjum og atvinnugreinum að semja við Úrvinnslusjóð til að tryggja úrvinnslu úrgangs vegna svartolíu og veiðarfæra úr gerviefnum.
    Veruleg reynsla er komin á rekstur skilakerfis fyrir einnota drykkjarvöruumbúðir hér á landi. Undanfarin 20 ár hefur verið starfrækt hagkvæmt og skilvirkt skilakerfi í formi Endurvinnslunnar hf., sem almenn sátt hefur ríkt um og þjónað hefur þeim hagsmunum sem taka ber tillit til við rekstur slíks kerfis, þ.e. sjónarmiðum umhverfis- og neytendaverndar. Skil á einnota drykkjarvöruumbúðum hafa verið nokkuð góð hér á landi og kerfið fremur aðgengilegt fyrir neytendur þó að þar megi auðvitað alltaf bæta um betur. Mikilvægt er að halda í þann árangur sem Endurvinnslan hf. hefur náð, en skilahlutfall er í dag um 85% að jafnaði. Ljóst er þó að stjórnvöld munu á næstu missirum gera kröfu um hærri skil eða um 90% hið minnsta. Jafnframt er gerð tillaga í þessu frumvarpi um að inn í skilakerfið falli bæði einnota og margnota drykkjarvöruumbúðir. Þá er rétt að benda á að ólíkt skilakerfi raf- og rafeindatækjaúrgangs er uppsetning og rekstur skilakerfis fyrir drykkjarvöruumbúðir fremur einfalt að umfangi, enda var við vinnslu frumvarpsins reynt að sníða helstu vankantana af.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/66/ EB um rafhlöður og rafgeyma og notaðar rafhlöður og rafgeyma og um niðurfellingu tilskipunar 91/157/EBE. Innan Evrópu hafa gilt mismunandi ráðstafanir varðandi rafhlöður og rafgeyma og notaðar rafhlöður og rafgeyma sem æskilegt þótti að samræma í þeim tilgangi að draga úr neikvæðum áhrifum þeirra á umhverfið. Að auki þótti rétt að gera ráðstafanir til að samræma kröfur varðandi innihald þungmálma og merkingar þessara vara til að tryggja snurðulausa starfsemi innri markaðarins og koma í veg fyrir að samkeppni raskist innan svæðisins. Af þessum sökum þótti tilefni til setningar tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2006/66/EB, en í henni er að finna ákvæði sem setja fram reglur og viðmið sem ætlað er að ná þessum markmiðum.
    Meginmarkmið tilskipunar 2006/66/EB er að draga úr neikvæðum áhrifum rafhlaða og rafgeyma og notaðra rafgeyma og rafhlaða á umhverfið og stuðla þannig að því að vernda, varðveita og bæta gæði umhverfisins. Í tilskipuninni er kveðið á um markaðssetningu rafhlaða og rafgeyma og settar eru fram reglur um bann við markaðssetningu þeirra þegar umræddar vörur innihalda ákveðin hættuleg efni. Þau ákvæði eiga sér þegar stoð í lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni. Einnig eru settar fram sérstakar reglur um söfnun, meðhöndlun, endurvinnslu og förgun notaðra rafhlaða og rafgeyma til að bæta viðeigandi löggjöf um úrgang og stuðla að söfnun og endurvinnslu notaðra rafhlaða og rafgeyma. Undir tilskipunina falla allar gerðir rafhlaða og rafgeyma, einnig þær sem tilskipanir 2000/53/EB um úr sér gengin ökutæki og 2002/96/EB sem fjallar um raftækjaúrgang ná yfir.
    Samkvæmt tilskipuninni skulu aðildarríki hvetja til flokkunar og söfnunar á notuðum rafhlöðum og rafgeymum. Söfnunarstaðir fyrir færanlegar rafhlöður og rafgeyma skulu vera til staðar þannig að almenningur geti, sér að kostnaðarlausu, fargað þeim á þægilegan hátt. Dreifingaraðilum færanlegra rafhlaða og rafgeyma skal gert að taka við notuðum rafhlöðum og rafgeymum, um leið og ný rafhlaða eða rafgeymir er afhentur nema önnur söfnunarkerfi séu til staðar sem nái markmiðum tilskipunarinnar. Til að koma fyrirkomulagi söfnunar í framkvæmd er aðildarríki heimilt að krefjast þess að framleiðendur setji upp slík kerfi, að krefjast þess að aðrir rekstraraðilar taki þátt í slíkum kerfum eða að viðhalda núverandi kerfi. Í frumvarpi þessu er lagt til að núverandi kerfi hér á landi verði viðhaldið og að rafhlöður og rafgeymar beri áfram úrvinnslugjald og verði safnað á sama hátt og verið hefur.
    Í tilskipuninni er kveðið á um að aðildarríkjum sé heimilt að nota fjárhagsleg stjórntæki til að stuðla að því að notuðum rafhlöðum og rafgeymum sé safnað og hvetja til notkunar á minna mengandi rafhlöðum eða rafgeymum. Í frumvarpi þessu er lagt til að rafhlöður og rafgeymar falli áfram undir Úrvinnslusjóð og beri úrvinnslugjald enda fellur það vel að hlutverki Úrvinnslusjóðs sem er að koma upp skilvirku fyrirkomulagi á úrvinnslu úrgangs með hagrænum hvötum.
    Ríki skulu samkvæmt tilskipuninni halda skrá yfir framleiðendur, en nánari útfærsla á skráningu verður unnin af nefnd á vegum framkvæmdastjórnarinnar skv. 24. gr. tilskipunarinnar. Í frumvarpinu er gerð tillaga um að Úrvinnslusjóður haldi slíka skrá. Meginbreytingar í tilskipuninni varða ákvæði um framleiðendaábyrgð, þ.e. um skyldu framleiðenda til að fjármagna söfnun, meðhöndlun og endurvinnslu notaðra rafhlaða og rafgeyma, greiðslu úrvinnslugjalds af rafhlöðum, um uppsetningu framleiðenda á sérstökum söfnunarstöðum sem eingöngu taka við færanlegum rafhlöðum og rafgeymum án þess þó að sérstakra starfsleyfa sé þörf. Að auki er kveðið á um að dreifingaraðilum verði gert skylt að taka við þeim þegar ný rafhlaða eða rafgeymir er afhentur. Einnig eru lögð til ákvæði sem fela í sér reglur um skráningu á framleiðendum rafhlaða og rafgeyma.
    Auk breytinga sem lögð eru til í þessu frumvarpi á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, og lögum nr. 162/2002, um úrvinnslugjald, eru ráðgerðar reglugerðarbreytingar til nánari útfærslu einstakra ákvæða tilskipunarinnar. Í kjölfarið á gildistöku laganna, verði frumvarp þetta að lögum, þarf að setja nýja reglugerð um rafhlöður og rafgeyma í stað núgildandi reglugerðar nr. 946/1999, um rafhlöður og rafgeyma með tilteknum hættulegum efnum. Að auki þarf að gera breytingar á reglugerð nr. 737/2003, um meðhöndlun úrgangs, og reglugerð nr. 738/2003, um urðun úrgangs. Þetta er nauðsynlegt þar sem setja þarf strangari kröfur um hámarksinnihald þungmálma í öllum rafhlöðum og rafgeymum. Þá þarf að kveða í reglugerð á um flokkun og söfnun notaðra rafhlaða og rafgeyma, notkun hagrænna hvata við söfnun, skráningu framleiðenda og aukna upplýsingagjöf til almennings. Einnig þarf að kveða á um hvernig tilhögun færanlegra notaðra rafhlaða og rafgeyma skuli háttað þannig að söfnunarmarkmið náist, auk þess sem kveða þarf á um að framleiðendum verði gert að fjármagna söfnun, meðhöndlun og endurvinnslu notaðra rafhlaða og rafgeyma og fjarlægingu þeirra úr raftækjum og hlutum fyrir meðhöndlun. Í reglugerð þarf einnig að setja ákvæði um leiðbeiningar sem skulu fylgja með raftækjum sem í eru rafhlöður og rafgeymar, auk leiðbeininga um það hvernig best sé að fjarlægja þau úr tækjunum. Að auki þarf að tilgreina bann við förgun notaðra rafhlaða og rafgeyma úr iðnaði og vélknúnum ökutækjum. Loks þar sem lagt er til að stuðst verði við núverandi kerfi þarf einnig að breyta reglugerð nr. 1124/2005, um úrvinnslugjald, sem sett er með stoð í lögum nr. 162/2002, um úrvinnslugjald.
    Ákvæði í frumvarpi þessu sem varða úrgang frá námum og jarðefnavinnslu eru sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/21/EB frá 15. mars 2006 um meðhöndlun úrgangs frá námuiðnaði. Tilskipunin fjallar um meðhöndlun úrgangs frá námuiðnaði, gerð úrgangsáætlana, starfsleyfi, fjárhagslega ábyrgð og fleira. Tilskipunin tiltekur að óvirkur úrgangur og ómengaður jarðvegur frá vinnslu sé undanþeginn nokkrum ákvæðum, svo sem um fjárhagslega ábyrgð. Því eru í frumvarpinu settar fram reglur um meðhöndlun úrgangs frá jarðefnavinnslu, við meðferð og geymslu á steinum og steinefnum og frá námuvinnslu og um þær námur þar sem spilliefni eru notuð eða falla til við námuvinnsluna og úrgangurinn er meðhöndlaður á staðnum. Almennt gildir að úrgang frá námuiðnaði skal meðhöndla á þann hátt að hann hafi ekki skaðleg áhrif á heilsu manna og umhverfi. Framkvæmdaraðili eða sá sem ber ábyrgð á meðhöndlun úrgangs frá námuiðnaði skal sjá til þess að áhrif úrgangs séu sem minnst á umhverfi og heilsu manna, einnig eftir lokun námunnar og að meðhöndlun úrgangs frá námuiðnaði byggist á bestu fáanlegu tækni. Framkvæmdaraðilar eða aðrir sem bera ábyrgð á meðhöndlun úrgangs frá námuiðnaði skulu gera úrgangsáætlun sem miðar að því að lágmarka úrgang og ákveða meðhöndlun, endurnýtingu eða förgun á námuúrgangi. Ef einhver hætta fylgir námuúrgangi skal greina hana og hanna námuna/úrgangsstöðina með tilliti til hennar svo hægt sé að fyrirbyggja umhverfisslys. Einnig er skylt að gera viðbragðsáætlanir vegna mengunarhættu og upplýsa almenning um þær. Námuúrgangsstaðir þurfa starfsleyfi og er í frumvarpinu gerð tillaga um að það falli að hinu hefðbundna kerfi um starfsleyfi fyrir mengandi starfsemi. Almenningur skal upplýstur um hvaða staðir hafa sótt um leyfi til urðunar/geymslu á námuúrgangi og hefur möguleika á að gera athugasemdir. Einnig eru sett ýmis önnur ákvæði varðandi námuúrgangsstaði, t.d. ákvæði um flokkun þeirra, hönnun, að stjórnun sé í höndum þjálfaðra aðila, ákvæði um eftirlit með starfseminni, lokun og vöktun eftir lokun. Í frumvarpinu er gerð tillaga um að krefjast skuli fjárhagslegrar tryggingar af framkvæmdaraðilum og er það í sama ferli og almennt gildir um urðunarstaði. Hafa skal eftirlit með starfsleyfisskyldum úrgangsstöðum fyrir námuúrgang og halda skal skrá yfir námuúrgangsstaði sem hefur verið lokað. Námuúrgangsstaðir sem þurfa starfsleyfi og eru starfandi 1. maí 2008 skulu uppfylla skilyrði tilskipunarinnar fyrir 1. maí 2012, sbr. ákvæði til bráðabirgða III.
    Frá 1. janúar 2009 hafa framleiðendur og innflytjendur borið ábyrgð á raf- og rafeindatækjaúrgangi, sbr. ákvæði V. kafla laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs. Við framkvæmd laganna hafa komið í ljós nokkur atriði sem þörf er á að bæta úr. Með þessu frumvarpi er ætlunin að bæta úr ágöllum á framkvæmdinni og stuðla að því að hún gangi betur. Breytingarnar felast einkum í því að skýra framkvæmdina og gera hana einfaldari. Gerð er tillaga um að meginreglan verði sú að öll raf- og rafeindatæki falli undir lögin, tollafgreiðsla vara sem fellur undir lögin verði háð því að framleiðandi og innflytjandi sé aðili að skilakerfi og að komið verði á jöfnunarkerfi á milli skilakerfa. Þá er lagt til að Úrvinnslusjóður fari með hlutverk stýrinefndar raf- og raftækjaúrgangs til að gera starf stýrinefndar markvissara og hagkvæmara.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í greininni er að finna tillögur um nýjar skilgreiningar sem bæta á við 3. gr. laganna og einnig breytingar á skilgreiningum sem fyrir eru.
    Nauðsynlegt er að skýrt sé hvaða drykkjarvöruumbúðir falla undir lögin, verði frumvarp þetta að lögum, og því eru í 1. tölul. a-liðar drykkjarvöruumbúðir skilgreindar sem umbúðir drykkjarvara úr áli, gleri, plasti, stáli eða sambærilegum efnum, sem fluttar eru til landsins eða eru framleiddar eða átappaðar hér á landi og flokkast undir tiltekna vöruliði í tollskrá, sbr. viðauka I við tollalög, nr. 88/2005. Um er að ræða sömu umbúðir og falla nú undir lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvöru.
    Lagt er til í 2. tölul. a-liðar að framleiðandi og innflytjandi drykkjarvöru sé skilgreindur sem aðili sem framleiðir og selur drykkjarvöruumbúðir eða flytur drykkjarvöruumbúðir inn eða út frá Íslandi í atvinnuskyni. Mikilvægt er að skilgreiningin nái yfir framleiðanda og innflytjanda drykkjarvöru óháð þeirri sölutækni sem er notuð og nái þannig m.a. yfir fjarsölu. Sama á við um skilgreiningu á framleiðanda og innflytjanda rafhlaða og rafgeyma, sbr. 3. tölul. a-liðar. Inn- og útflutningur á umræddum vörum í atvinnuskyni nær jafnt til endursölu sem notkunar í eigin rekstri. Skilgreiningin á framleiðanda og innflytjanda rafhlaða og rafgeyma er í samræmi við skilgreiningu á framleiðanda í 3. gr. tilskipunar 2006/66/EB um rafhlöður og rafgeyma.
    Lagt er til í 4. tölul. a-liðar að sett verði inn í lögin sú skilgreining á meðferð úrgangs sem hefur verið í reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs frá því að hún var sett. Meðferð úrgangs er meðhöndlun úrgangs önnur en endanleg förgun, svo sem söfnun, geymsla, böggun, flokkun, flutningur, endurnotkun, endurnýting og pökkun úrgangs. Þetta er lagt til þar sem gerð er tillaga í frumvarpinu um að útgáfa starfsleyfis fyrir alla meðhöndlun úrgangs, aðra en förgun, verði í höndum heilbrigðisnefnda. Sjá nánar athugasemdir við 3. gr. frumvarpsins.
    Í 5. tölul. a-liðar er gerð tillaga um að námuúrgangsstaður verði skilgreindur sem staður þar sem fram fer efnistaka á landi eða neðanjarðarnáma þar sem spilliefni, sem notuð eru eða falla til við námuvinnsluna, eru meðhöndluð sem úrgangur og að námuúrgangsstaður sé förgunarstaður og er þetta í samræmi við ákvæði tilskipunar 2006/21/EB um meðhöndlun úrgangs frá námuiðnaði.
    Rafhlaða eða rafgeymir eru skilgreind í 6. tölul. a-liðar sem sérhver uppspretta raforku sem myndast við beina umbreytingu efnaorku og samanstendur af einu einhlaði (e. primary cell) eða fleiri, þ.e. ekki endurhlaðanlegum, eða einu endurhlaði (e. secondary cell) eða fleiri, þ.e. endurhlaðanlegum. Skilgreiningin er í samræmi við skilgreiningu sem er að finna í áðurnefndri tilskipun 2006/66/EB um rafhlöður og rafgeyma.
    Skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir er skilgreint í 7. tölul. a-liðar sem fyrirtæki eða aðili sem tekur að sér ábyrgð framleiðanda og innflytjanda á drykkjarvöruumbúðum. Framleiðanda og innflytjanda ber að uppfylla skyldur sínar með aðild að skilakerfi, sbr. a-lið 6. gr. frumvarpsins, sem verður 20. gr. laganna verði frumvarp þetta að lögum. Í skilakerfi getur verið einn framleiðandi og innflytjandi en einnig geta framleiðendur og innflytjendur gert samning við skilakerfi um að þeir taki að sér þeirra ábyrgð samkvæmt lögunum verði frumvarpið að lögum. Þá getur ráðherra ákveðið að einungis skuli starfa eitt skilakerfi, sbr. tillögu í 2. málsl. 6. mgr. a-liðar 6. gr. frumvarpsins.
    Í b-lið greinarinnar eru lagðar til breytingar á skilgreiningum er varða raf- og rafeindatæki annars vegar og raf- og rafeindatækjaúrgang hins vegar til að gera þær skýrari. Jafnframt er lagt til í frumvarpinu að viðauki I um flokkun raf- og rafeindatækja verði felldur brott og flokkun þeirra tilgreind í lögunum sjálfum, sbr. nánar umfjöllun um 11. og 22. gr. frumvarpsins. Þannig er í 1. tölul. b-liðar greinarinnar lagt til að við núverandi skilgreiningu á raf- og rafeindatæki sé bætt að búnaðurinn sé hannaður til að framleiða, flytja og mæla slíkan rafstraum og rafsegulsvið og hannaður til notkunar við rafspennu sem fer ekki yfir 1000 volt þegar um er að ræða riðstraum og ekki yfir 1500 volt þegar um er að ræða jafnstraum, þ.m.t. allir íhlutir, undireiningar og aukahlutir sem eru hluti af búnaðinum. Þá er ekki lengur vísað í viðauka með lögunum, sbr. umfjöllun hér að framan. Í 2. tölul. b-liðar er bætt við skilgreininguna á raf- og rafeindatækjaúrgangi þannig að hún verði skýrari og skýrt sé að einnig sé um að ræða alla íhluti, undireiningar og aukahluti sem eru hluti af búnaðinum þegar honum er fleygt.

Um 2. gr.


    Í greininni eru lagðar til breytingar á þremur málsgreinum í 4. gr. laganna.
    Í a-lið er lögð til breyting á 3. mgr. á þann veg að umhverfisráðherra gefi út landsáætlun um meðhöndlun úrgangs í stað Umhverfisstofnunar eins og nú er. Samkvæmt frumvarpinu mundi Umhverfisstofnun vinna tillögu að áætluninni og leggja fyrir ráðherra verði frumvarpið að lögum. Lagt er til að landsáætlun verði gefin út til tólf ára í senn sem er talinn hæfilegur gildistími og í samræmi við ákvæði reglugerðar um meðhöndlun úrgangs. Innihaldslýsing áætlunarinnar, sem gerð er tillaga um í frumvarpinu, er að hluta til til innleiðingar á tilskipun 2008/98/EB um úrgang og niðurfellingu tiltekinna tilskipana. Þau ákvæði sem kveða á um að tryggja almenningi aðgang að áætluninni, að hún skuli aðgengileg á heimasíðu Umhverfisstofnunar og ákvæði er varðar mat á áætluninni á a.m.k. sex ára fresti og endurskoðun eftir þörfum eru einnig komin úr tilskipuninni. Með síðasttalda ákvæðinu er lagt til að útgefandi áætlunarinnar meti innihald og framgang hennar með reglubundnum hætti til að tryggja gildi þeirra upplýsinga sem fram koma í áætluninni og nothæfi hennar til stefnumótunar. Hér er um breytingu að ræða því að í lögunum er nú kveðið á um endurskoðun á þriggja ára fresti. Í frumvarpinu er jafnframt lagt til að við gerð áætlunarinnar skuli hún auglýst í sex vikur og öllum þeim sem áhuga hafa gefið tækifæri til að koma ábendingum og athugasemdum að. Slíkt verklag yrði í samræmi við kynningarferli sem lögbundið er fyrir áætlanir sem falla undir lög nr. 105/2006, um umhverfismat áætlana.
    Svæðisáætlun er nánari útfærsla landsáætlunar fyrir tiltekið svæði. Lögð er til breyting á 4. mgr. og lagt til að gildistími svæðisáætlunar, þ.e. áætlunar sem sveitarstjórn gefur út um meðhöndlun úrgangs, verði tólf ár í samræmi við gildistíma landsáætlunar. Þessi tími hefur verið tilgreindur í ákvæði reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs. Innihaldslýsing áætlunarinnar, sem gerð er tillaga um í frumvarpinu, er að hluta til innleiðing á tilskipun 2008/98/EB um úrgang. Tilskipun 2008/98/EB gerir ítarlegri kröfur um áætlanir um úrgang en fyrri tilskipun 2006/12/EB. Lagt er til í frumvarpinu að nánari innihaldslýsing, í samræmi við kröfur tilskipunar 2008/98/EB, verði felld inn í reglugerð um meðhöndlun úrgangs. Í áætluninni skal m.a. vera greining á úrgangsmeðhöndlun, hvað þurfi að gera til að bæta meðhöndlun úrgangs og hvernig áætlunin styður við framkvæmd laga um meðhöndlun úrgangs. Í svæðisáætlun skulu vera upplýsingar um úrgangsmagn og tegundir úrgangs og stöðulýsing á meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu. Fjalla skal um flutning úrgangs til og frá svæðinu, magnþróun tiltekinna úrgangsflokka, fyrirkomulag sorphreinsunar, helstu endurnýtingar- og förgunarstöðvar, meðhöndlun spilliefna, mat á þörfum fyrir nýskipan varðandi meðhöndlun úrgangs, fyrirhugaða lokun móttökustöðva, skilyrði og matsatriði fyrir staðsetningu nýrra stöðva og umfang þeirra og almenn markmið fyrir meðhöndlun úrgangs ásamt þeirri tækni sem meðhöndla á úrgang með. Þá má svæðisáætlun einnig fjalla um almennt skipulag meðhöndlunar úrgangs, skiptingu ábyrgðar milli aðila, mat á gildi og nauðsyn þess að innleiða hagstjórnartæki til að stýra úrgangi inn á tiltekna braut, fræðslu og upplýsingar fyrir almenning eða tiltekna neytendahópa og eldri förgunarstaði og nauðsyn þess að hreinsa þá. Setja skal fram aðgerðaáætlun um hvernig draga eigi úr myndun úrgangs og greina frá markmiðum þeim sem sett eru til að draga úr úrgangsmyndun og árangursviðmið. Svæðisáætlun er áætlun sveitarstjórnar sem ber ábyrgð á setningu hennar og framkvæmd. Ákvæði frumvarpsins er varðar það að tryggja almenningi aðgang að áætluninni, að hún skuli vera aðgengileg á netinu og ákvæði er varðar mat á áætluninni á a.m.k. sex ára fresti og gerð breytinga eftir þörfum eru jafnframt hluti af innleiðingu áðurnefndrar tilskipunar um úrgang. Lagt er til að sveitarstjórn meti innihald og framgang áætlunarinnar með reglubundnum hætti til að tryggja gildi þeirra upplýsinga sem fram koma í henni og nothæfi hennar sem stefnumótunar- og aðgerðaáætlunar. Hér er um breytingu að ræða því að í lögunum er nú kveðið á um endurskoðun á þriggja ára fresti. Gert er ráð fyrir að sveitarstjórn geti gert smávægilegar breytingar á áætlun án þess að fram fari heildarendurskoðun á henni. Það sé hlutaðeigandi sveitarfélags að meta hvort þörf sé á heildarendurskoðun eða ekki. Í frumvarpinu er jafnframt lagt til að við gerð áætlunarinnar skuli hún auglýst í sex vikur og öllum þeim sem áhuga hafa gefið tækifæri til að koma ábendingum og athugasemdum að. Slíkt verklag yrði í samræmi við kynningarferli sem lögbundið er fyrir áætlanir sem falla undir lög nr. 105/ 2006 um umhverfismat áætlana. Í þeim tilfellum sem svæðisáætlun fellur undir lög um umhverfismat áætlana fer um auglýsingu hennar samkvæmt ákvæðum þeirra laga.
    Eins og að framan greinir í almennum athugasemdum þarf að innleiða tilskipun 2008/ 98/EB um úrgang að fullu síðar, en lagt er til að þessar breytingar varðandi landsáætlun og svæðisáætlun verði sett í lögin nú. Samband íslenskra sveitarfélaga óskaði eftir því við ráðuneytið með bréfi 3. febrúar 2009 að lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, yrði breytt hvað varðar ákvæði um svæðisáætlanir. Þá þykir einnig rétt að setja skýrari ákvæði um landsáætlun um meðhöndlun úrgangs í lögin og skilgreina betur hlutverk Umhverfisstofnunar varðandi landsáætlun. Þannig er það lagt til nú, eins og að framan greinir, að sett verði ákvæði í lögin að endurskoðun lands- og svæðisáætlana um meðhöndlun úrgangs fari fram á sex ára fresti í stað fjögurra ára eins og nú er kveðið á um og er það í samræmi við framangreinda tilskipun um úrgang.
    Eins og fram kemur hér að framan er í frumvarpi þessu lagt til að framleiðendaábyrgð verði á drykkjarvöruumbúðum úr áli, stáli, gleri og plastefnum. Samkvæmt frumvarpinu verða þeir sem flytja inn, framleiða og selja drykkjarvöruumbúðir ábyrgir fyrir drykkjarvöruumbúðaúrgangi og því er lagt til í b-lið að sveitarstjórnir verði undanþegnar ábyrgð á flutningi þessa úrgangs. Þetta nær til flokkaðra umbúða en á auðvitað ekki við þó að einar og einar umbúðir fari óvart í tunnu með almennum óflokkuðum heimilisúrgangi.

Um 3. gr.


    Í a–e-lið eru lagðar til breytingar á 5. gr. laganna þannig að útgáfa starfsleyfa fyrir alla meðferð úrgangs, þ.e. alla meðhöndlun úrgangs aðra en förgun, verði í höndum heilbrigðisnefnda. Útgáfa starfsleyfa fyrir förgunarstaði, svo sem urðunarstaði og brennslustöðvar, verði áfram í höndum Umhverfisstofnunar. Þá er gert ráð fyrir að Umhverfisstofnun veiti söfnunarstöðvum og móttökustöðvum starfsleyfi séu þær reknar í nánum landfræðilegum tengslum við förgunarstaði. Eins og lögin eru nú er það í höndum Umhverfisstofnunar að veita starfsleyfi fyrir móttökustöðvar fyrir meðhöndlun úrgangs en heilbrigðisnefnda að veita starfsleyfi fyrir söfnunarstöðvar og aðra meðhöndlun úrgangs samkvæmt ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Þessi tilhögun hefur stundum valdið vandamálum þegar ekki liggur fyrir hvort viðkomandi stöð teljist söfnunarstöð eða flokkunarstöð, en flokkunarstöð er móttökustöð. Jafnframt þróast söfnunarstöðvar oft hratt og teknar eru upp nýjar aðferðir við meðhöndlun úrgangs, svo sem flokkun og böggun, sem hefur í för með sér að stöðvar sem hefja starfsemi sem söfnunarstöðvar og fá starfsleyfi hjá heilbrigðisnefnd teljast innan skamms tíma vera orðnar móttökustöðvar og því starfsleyfisskyldar hjá Umhverfisstofnun. Þetta hefur haft í för með sér ósamræmi í starfsleyfisveitingum. Orðalag varðandi starfsleyfisveitingar í fylgiskjölum með lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun hefur flækt málin enn frekar. Því hafa þessi lagaákvæði nú verið tekin til endurskoðunar, lagðar til áðurnefndar breytingar og til samræmis lagðar til breytingar á lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, og fyrirhuguð er í kjölfarið breyting á reglugerð nr. 785/1999, um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, og reglugerð nr. 786/1999, um mengunarvarnaeftirlit. Sjá nánar athugasemdir við 25. gr. frumvarpsins.
    Eins og lögin eru nú er ekki sérstaklega kveðið á um hver gefi út starfsleyfi fyrir meðhöndlun spilliefna og því er gerð sú tillaga að fellt verði inn í lögin að Umhverfisstofnun veiti slíkri starfsemi starfsleyfi, utan flutnings spilliefna sem verði starfsleyfisskyldur hjá heilbrigðisnefnd eins og verið hefur. Söfnunar- og móttökustöðvum sem heilbrigðisnefndir veita starfsleyfi verður þó heimilt að taka á móti tilteknum spilliefnum frá almenningi og/eða smærri fyrirtækjum, enda verði ekki um aðra meðhöndlun að ræða en söfnun og geymslu til skamms tíma. Til að auðvelda almenningi að losa sig við spilliefni og þar sem eiginlegar móttökustöðvar fyrir spilliefni eru ekki reknar í hinum dreifðari byggðum landsins er talið nauðsynlegt að heimila söfnunar- og móttökustöðvum móttöku tiltekinna spilliefna sem flokkast geta sem fremur hættulítil og falla til á heimilum og í smærri fyrirtækjum í tiltölulega litlu magni. Söfnunarstöðvar hafa til þessa tekið á móti slíkum spilliefnum án þess að sérstök lagaheimild sé fyrir hendi en úr því yrði bætt með þessum breytingum. Til greina kemur að fella inn í reglugerð um meðhöndlun úrgangs nánari leiðbeiningar um hvaða spilliefni ræðir, sé það talið nauðsynlegt.
    Loks er í f-lið gerð tillaga um breytingu á 6. mgr. 5. gr. laganna í þá veru að ekki skuli auglýsa starfsleyfi fyrr en niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggi fyrir.

Um 4. gr.


    Mikilvægt er að tryggja að Umhverfisstofnun haldi miðlægt utan um tölulegar upplýsingar er varða magn, tegundir og uppruna úrgangs og er því gerð tillaga um að við 9. gr. laganna bætist ný málsgrein sem kveður á um að Umhverfisstofnun geti óskað eftir þessum upplýsingum frá rekstraraðila, skilakerfi og skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir. Þetta er t.d. mikilvægt til að fá yfirsýn yfir hvað fellur til af rafhlöðum í gegnum það kerfi sem Úrvinnslusjóður heldur utan um og hvað fellur til af rafhlöðum hjá skilakerfum.

Um 5. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 6. gr.


    Lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, falla úr gildi 1. janúar 2011. Í frumvarpinu er lagt til að sett verði framleiðendaábyrgð á drykkjarvöruumbúðir, sem skilgreindar eru í 1. gr. frumvarpsins, í stað núverandi skilagjalds og umsýsluþóknunar á einnota drykkjarvöruumbúðir úr áli, stáli, gleri og plastefnum. Þannig er gert ráð fyrir að rekstrarumhverfi Endurvinnslunnar hf., sbr. lög nr. 52/1989, breytist frá því sem verið hefur og að hún starfi ekki samkvæmt sérstökum lögum, nr. 52/1989, sbr. umfjöllun í almennum athugasemdum hér að framan. Í greininni er lagt til að á eftir III. kafla laganna komi nýr kafli sem yrði IV. kafli og fjalli um drykkjarvöruumbúðaúrgang úr áli, gleri, plasti, stáli eða sambærilegum efnum, með tíu nýjum greinum.
     Um a-lið (20. gr.).
    Í a-lið er fjallað um ábyrgð framleiðanda og innflytjanda á að fjármagna og tryggja úrvinnslu drykkjarvöruumbúðaúrgangs í skilakerfi.
    Lagt er til í 1. mgr. að framleiðandi og innflytjandi drykkjarvöruumbúða beri ábyrgð á þeim drykkjarvöruumbúðum sem framleiddar eru hér á landi eða fluttar inn og eru settar á markað og seldar hér á landi. Lagt er til að þær drykkjarvöruumbúðir sem falla undir lögin, verði frumvarpið að lögum, skuli nánar tilgreindar í reglugerð, sbr. skilgreiningu á drykkjarvöruumbúðum. Gerð er tillaga um að í ábyrgð framleiðenda og innflytjenda drykkjarvöruumbúða felist að þeir skuli fjármagna og tryggja meðhöndlun drykkjarvöruumbúðaúrgangs, m.a. með því að tryggja skipulega söfnun og móttöku hans, ná lágmarkshlutfalli við endurheimt drykkjarvöruumbúða og stuðla að því drykkjarvöruumbúðum sé ekki hent á víðavangi.
    Í 2. mgr. greinarinnar er kveðið á um að framleiðendur og innflytjendur drykkjarvöruumbúða skuli uppfylla skyldur sínar með rekstri eigin skilakerfis fyrir drykkjarvöruumbúðir eða með aðild að sameiginlegu kerfi fleiri framleiðenda og innflytjenda.
    Til að tryggja að hver einasti framleiðandi og innflytjandi uppfylli ábyrgð sína er í 3. mgr. lagt til að hver sá sem framleiðir drykkjarvöru í umbúðum sem falla undir lögin eða flytur slíka vöru inn til endursölu skuli vera aðili að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir áður en varan er sett á markað. Þetta er mikilvægt til að tryggja sem besta framkvæmd og að allir framleiðendur og innflytjendur sitji við sama borð og taki þátt í kerfinu. Þá er þetta einnig nauðsynlegt til að skilakerfi fái tímanlega upplýsingar um framleiðanda og innflytjanda og hlutaðeigandi vöru, svo sem upplýsingar um gerð umbúða og merkingar.
    Í 4. mgr. kemur fram að skylda hvers og eins skilakerfis nær ætíð til landsins alls án tillits til þess hvar vara er seld og skal allur úrgangur drykkjarvöruumbúða fara til meðhöndlunar. Úrgangur er samkvæmt skilgreiningu í 3. gr. laganna hvers kyns efni eða hlutir sem úrgangshafi ákveður að losa sig við eða er gert að losa sig við á tiltekinn hátt og er skráður á lista yfir spilliefni og annan úrgang. Seljandi drykkjarvöruumbúða sem seldar eru í tollfrjálsri verslun hér á landi og ætlaðar eru til innlendra nota ber ábyrgð framleiðanda og innflytjanda. Þetta er mikilvægt til að tryggja farveg fyrir drykkjarvöruumbúðir sem t.d. komufarþegar kaupa í fríhöfn hér á landi.
    Lagt er til í 5. mgr. að umhverfisráðherra sé heimilt að veita tímabundna undanþágu frá 1. mgr. og þá um leið frá 3. mgr. ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, svo sem að mjög lítið magn sé flutt inn sem sýnishorn.
    Í 6. mgr. er kveðið á um reglugerðarheimild til handa ráðherra til að kveða nánar á um rekstur og stjórnun skilakerfa fyrir drykkjarvöruumbúðir, svo og eftirlit með þeim. Þá er í 2. málsl. 6. mgr. gerð tillaga um að ráðherra sé heimilt í reglugerð að kveða á um að framleiðendur og innflytjendur drykkjarvöruumbúða starfi allir saman í einu skilakerfi, enda lýsi a.m.k. framleiðendur og innflytjendur með yfir 70% af markaðshlutdeild drykkjarvöruumbúða á liðnu ári vilja til að starfa saman í einu skilakerfi. Þannig mundi einungis starfa eitt skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir ef heimildin yrði nýtt. Verði tekin ákvörðun um að allir framleiðendur og innflytjendur drykkjarvöruumbúða starfi saman í einu skilakerfi er ljóst að kveða þarf á um eftirlit með slíku kerfi með skýrum hætti í reglugerð. Hér má m.a. nefna þörf á ákvæðum um hvernig endurskoðun á bókhaldi slíks skilakerfis skuli háttað. Þá má einnig nefna þörf á skýrum reglum um bókhald og reikningshald fyrir slíkt skilakerfi, þ.m.t. ákvæði um ársskýrslur skilakerfisins og hvernig þær skuli setja fram. Slíkt leyfi til aðeins eins skilakerfis skal ráðherra veita lengst til sex ára í senn. Þetta ákvæði á sér fyrirmynd 3. mgr. 9. gr. dönsku umhverfislöggjafarinnar (Miljø-beskyttelsesloven). Þar segir að ráðherra geti sett reglur um að stjórnun og eftirlit með skilakerfinu í heild eða að hluta til sé í höndum innflytjenda og framleiðenda eða samtaka þeirra, félaga eða fyrirtækja, þegar tryggð er skilvirk og örugg söfnun með tilliti til til endurnotkunar, endurnýtingar eða förgunar. Ráðherra getur þá, samkvæmt ákvæðum í dönsku löggjöfinni, ákveðið að eitt skilakerfi hafi einkarétt til reksturs og eftirlit með kerfinu, sem allir innflytjendur og framleiðendur drykkjarvöruumbúða skulu taka þátt í og innflytjendur og framleiðendur drykkjarvöruumbúða eða samtök þeirra, félög eða fyrirtæki, skuli þá stýra skilakerfinu. Í Danmörku er kveðið á um að einkarétt til reksturs skilakerfis sé hægt að veita fyrirtæki eða félagi til sex ára í einu. Skilakerfi fyrir einnota drykkjarvöruumbúðir úr áli og plasti í Danmörku er með einkaleyfi gefið út af ráðherra. Danska kerfið er nú með leyfi sem gildir fyrir tímabilið 2008–2013. Kerfið er endurskoðað þriðja hvert ár til að meta hvort grundvöllur sé til að endurnýja leyfið. Önnur skilakerfi á Norðurlöndunum eru á samkeppnisgrundvelli en þó þannig að alls staðar er eitt skilakerfi sem er með yfirburðastöðu á markaði miðað við hin kerfin.
     Um b-lið (21. gr.).
    Í b-lið er fjallað um hlutverk skilakerfis fyrir drykkjarvöruumbúðir.
    Gerð er tillaga í 1. mgr. um að hlutverk skilakerfis verði að kosta meðhöndlun drykkjarvöruumbúðaúrgangs, tryggja söfnun og móttöku á drykkjarvöruumbúðum, greiða skilagjald til þeirra sem skila drykkjarvöruumbúðum og tryggja að þeir sem meðhöndla drykkjarvöruumbúðir, þ.e. hlutaðeigandi fyrirtæki eða félög, hafi gilt starfsleyfi. Auðvitað á þetta ekki við um fjáröflunarsöfnun barna í íþróttum til dæmis, heldur einungis þar sem raunveruleg meðhöndlun fer fram.
    Mikilvægt er að skilakerfið hafi nægilegt fjármagn til að tryggja að það geti staðið við skuldbindingar sínar fyrir hönd viðskiptavina sinna og er því í 2. mgr. kveðið á um það. Gert er ráð fyrir að skilakerfi þurfi að sækja um leyfi til Umhverfisstofnunar, sbr. d-lið greinarinnar, áður en því er heimilt að hefja starfsemi. Með umsókn skal m.a. leggja fram upplýsingar um fjárhagslega getu til reksturs skilakerfis eða tryggingu um fjárhagslega ábyrgð, sbr. ákvæði h-liðar 1. mgr. d-liðar greinarinnar.
    Skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir skal, skv. 3. mgr., kosta meðhöndlun drykkjarvöruumbúða í réttu hlutfalli við markaðshlutdeild þeirra framleiðenda og innflytjenda sem gert hafa samning við skilakerfið hvort sem um er að ræða sameiginlegt skilakerfi eða skilakerfi sem er fjármagnað af einum framleiðanda eða innflytjanda.
    Í 4. mgr. er gerð tillaga um að hvert og eitt skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir skuli sjá til þess að koma á söfnun og móttöku á drykkjarvöruumbúðum um land allt. Söfnunarstöðvar sveitarfélaga skulu hins vegar skv. 2. málsl. 4. mgr. veita einu skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir aðstöðu fyrir móttöku á drykkjarvöruumbúðum á söfnunarstöð óski skilakerfi eftir því. Skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir mun eðlilega greiða hóflegt gjald fyrir aðstöðu á söfnunarstöðvum sveitarfélaga óski það að nýta þá aðstöðu. Núverandi framkvæmd Endurvinnslunnar hf. á móttöku drykkjarvöruumbúða er þannig að á höfuðborgarsvæðinu er m.a. tekið á móti umbúðum á endurvinnslustöðvum Sorpu bs. Á landsbyggðinni eru umboðsmenn sem taka við umbúðum. Gert er ráð fyrir að móttaka verði áfram með mismunandi hætti um landið eftir aðstæðum á hverjum stað. Mikilvægt er að íbúar geti á aðgengilegan hátt skilað drykkjarvöruumbúðum og fengið skilagjald endurgreitt. Því er gert ráð fyrir að þéttleiki móttökustöðva verði sambærilegur eða meiri en er í dag. Þannig er gengið út frá því að í mörgum sveitarfélögum verði fleiri en ein móttökuaðstaða, t.d. má hugsa sér að móttökuaðstaða verði í hverjum byggðarkjarna þar sem íbúar eru 150 eða fleiri. Ekkert er heldur því til fyrirstöðu að í einum byggðarkjarna sé fleiri en ein móttökuaðstaða. Í dag er tekið á móti einnota drykkjarvöruumbúðum sem bera skilagjald í yfir 30 sveitarfélögum með yfir 50 byggðarkjörnum og á stærri stöðum er fleiri en ein móttökuaðstaða. Það er mat þeirra sem til þekkja að söfnun á einnota drykkjarvöruumbúðum sé með ágætum og þjóni vel hagsmunum landsmanna. Mikilvægt er að halda í þetta og tryggja að söfnun og móttaka á drykkjarvöruumbúðaúrgangi fari fram í hverju sveitarfélagi og í hverjum byggðarkjarna landsins. Ekki er talin ástæða til að binda það í löggjöfina að móttaka sé á söfnunarstöð sveitarfélags þar sem aðstæður eru mismunandi út um land og á mörgum stöðum hafa ýmis félög og fyrirtæki séð um móttöku á tómum drykkjarvöruumbúðum, svo sem verndaðir vinnustaðir. Hins vegar er mikilvægt að aðgengi íbúa til að skila drykkjarvöruumbúðum verði sem best og fyrirkomulaginu verði ekki breytt of mikið. Í því sambandi ber að nefna að á höfuðborgarsvæðinu er samstarf milli Endurvinnslunnar hf. og Sorpu bs. þannig að á söfnunarstöðvum Sorpu bs. er hægt að skila umræddum umbúðum og fá skilagjaldið endurgreitt. Gengið er út frá því að móttaka drykkjarvöruumbúða verði áfram með ágætum og að stjórnvöld þurfi ekki að hlutast til um að tryggja að íbúar landsins geti skilað umbúðum á þægilegan máta. Þrátt fyrir það er mikilvægt að hægt verði að gripa inn í verði vanhöld á þessu og er því gerð tillaga í 12. tölul. j-liðar (29. gr.) um að ráðherra geti sett í reglugerð ákvæði um fjölda og dreifingu móttökuaðstöðu fyrir drykkjarvöruumbúðir. Hafi tvö og eða fleiri sameiginleg skilakerfi fengið leyfi, sbr. e-lið (24. gr.), og eru starfandi er gerð tillaga um í 3. málsl. 4. mgr. að þeim sé heimilt að skipta landinu á milli sín, þrátt fyrir ákvæði í 1. málsl. Ef skilakerfin komast ekki að samkomulagi skuli Umhverfisstofnun leita hagkvæmra leiða til þess að meðhöndlun drykkjarvöruumbúðaúrgangs fari fram með landfræðilega skynsamlegum hætti. Ber stofnuninni þá að leita eftir áliti Samkeppniseftirlitsins við skiptingu landsvæða á milli skilakerfa. Þá er gerð tillaga um að skilakerfi eins framleiðanda og innflytjanda geti sótt um undanþágu til ráðherra frá því að safna og taka á móti drykkjarvöruumbúðum um land allt að því tilskildu að skilakerfi geti sýnt fram á að ná endurnýtingarmarkmiði með öðrum hætti. Gert er ráð fyrir að þetta geti m.a. átt við um mjög lítil skilakerfi eins framleiðanda sem selur vöru sína á afmörkuðum stað.
    Í 5. mgr. er kveðið á um að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir beri að leggja fram tryggingu um fjárhagslega ábyrgð vegna starfsemi sinnar. Lagt er til að umhverfisráðherra setji reglugerð, sbr. j-lið greinarinnar, þar sem nánari ákvæði verða sett um upphæð og form ábyrgðar eða tryggingar. Upphæð ábyrgðar eða tryggingar, svo og form, þarf að tryggja að nægilegir fjármunir séu tiltækir til að greiða fyrir úrvinnslu úrgangs í samræmi við það magn drykkjarvöruumbúða sem viðkomandi hefur sett á markað. Lagt er til að ákveðið verði í reglugerð að skilakerfi sem hefur ákveðinn fjölda viðskiptavina og er með ákveðna markaðshlutdeild geti verið undanþegið sérstakri ábyrgðartryggingu. Er þetta lagt til í ljósi þess að skilakerfi sem hefur innan sinna vébanda fyrirtæki með verulega markaðshlutdeild ætti að geta staðið það af sér þegar áföll verða hjá einhverjum fyrirtækjum sem aðild eiga að skilakerfinu og þannig eftir sem áður staðið við skuldbindingar sínar varðandi úrvinnslu drykkjarvöruumbúðaúrgangs.
    6. mgr. fjallar um upplýsingagjöf til Umhverfisstofnunar og skulu skilakerfi samkvæmt lögunum, verði frumvarp þetta að lögum, árlega veita Umhverfisstofnun varðandi undangengið ár upplýsingar um hvaða framleiðendur og innflytjendur séu aðilar að skilakerfinu, upplýsingar um það magn drykkjarvöruumbúða sem hver og einn framleiðandi og innflytjandi hefur sett á markað, hverjar endurheimtur drykkjarvöruumbúða hafi verið og loks hvar unnt sé að skila drykkjarvöruumbúðum og fá skilagjald greitt fyrir þær. Upplýsingunum skal skila til Umhverfisstofnunar eigi síðar en 1. apríl ár hvert. Um viðkvæmar upplýsingar sem Umhverfisstofnun fær fer skv. 1. mgr. 16. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sem kveður á um að starfsfólk Umhverfisstofnunar sé bundið þagnarskyldu um atriði er varða framleiðslu- og verslunarleynd.
     Um c-lið (22. gr.).
    Í c-lið er fjallað um markaðssetningu drykkjarvöruumbúða og drykkjarvöru í drykkjarvöruumbúðum sem falla undir lögin, verði frumvarp þetta að lögum.
    Óheimilt er skv. 1. mgr. að setja á markað eða selja drykkjarvöru í drykkjarvöruumbúðum nema innflytjandi og framleiðandi sé aðili að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir og skráður hjá Umhverfisstofnun. Tollafgreiðsla drykkjarvöruumbúða og drykkjarvara í drykkjarvöruumbúðum sem falla undir lögin, verði frumvarp þetta að lögum, verður því, skv. 2. mgr., háð því að innflytjandi sýni fram á að hann sé aðili að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir. Þetta er mikilvægt til að allir framleiðendur og innflytjendur drykkjarvöru taki þátt í að uppfylla þær skyldur sem lögin leggja á þá. Aðalatriðið er að ekki sé verið að flytja inn drykkjarvöruumbúðir til endursölu án þess að innflytjandi sé aðili að skilakerfi drykkjarvöruumbúða. Þegar innflutningur vöru er háður einhvers konar skilyrðum er notaður reitur 14 í aðflutningsskýrslu E1 hjá tollinum til að innflytjandi gefi til kynna og lýsi yfir að skilyrðum sé fullnægt eða viðkomandi innflutningur sé undanþeginn viðkomandi skilyrðum, sem er verklag sem innflytjendur þekkja. Hægt yrði að búa til leyfiskóda (þriggja stafa kódi) sem tollurinn mundi hengja á öll gjaldskyld tollskrárnúmer í hlutaðeigandi köflum tollskrár í tollakerfi og síðan mundi tollurinn gefa fyrirmæli um notkun kódans í aðflutningsskýrslu og birta á tollur.is. Þegar aðflutningsskýrsla með gjaldskyldri vöru kemur til tollmeðferðar villuprófar tollakerfi að vísað sé í framangreindan leyfiskóda (kódi sé skráður) í reit 14 í skýrslunni; ef kódi er ekki skráður þá stoppar skýrslan. Í tilvísunarsvæðinu með kódanum mundi innflytjandi skrá númer leyfis sem segir að hann sé aðili að skilakerfi. Tollurinn leggur til að það verði einkvæmt hlaupandi númer og ekki lengra en 7 stafir. Ef um er að ræða innflutning einkaaðila sem ekki er skylt að vera aðili að skilakerfi, t.d. einstaklings sem væri að fá einn rauðvínskassa að gjöf erlendis frá, þá mundi innflytjandi skrá leyfiskóda og skrá UNDANÞE í tilvísunarsvæðið, sem væri yfirlýsing innflytjanda um að innflutningurinn sé undanþeginn ákvæðum um að vera aðili að skilakerfi. Framangreindar breytingar kalla á forritunarvinnu í tollakerfi, VEF-tollafgreiðslu og tollalínu og kallar á upplýsingagjöf til EDI innflytjenda/tollmiðlara vegna þeirra tölvukerfa. Til að einfalda tollinum framkvæmdina er eðlilegt að tollurinn hafi einnig aðgang að gagnagrunni Umhverfisstofnunar varðandi nauðsynlegar upplýsingar.
    Til að sannreyna sölumagn drykkjarvara í drykkjarvöruumbúðum er loks í 3. mgr. gerð tillaga um að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir sé heimilt að óska eftir gögnum úr bókhaldi þeirra framleiðenda eða innflytjenda varðandi sölumagn drykkjarvara í drykkjarvöruumbúðum sem aðild eiga að hlutaðeigandi skilakerfi. Þá verður Umhverfisstofnun jafnframt heimilt að óska eftir gögnum frá skilakerfum eða úr bókhaldi framleiðanda og innflytjanda varðandi sölumagn drykkjarvara í drykkjarvöruumbúðum. Gerð er tillaga um að löggiltur endurskoðandi staðfesti með undirskrift sinni að gögn og upplýsingar skv. 1. og 2. málsl. séu réttar. Skylt verður að veita aðgang að umbeðnum gögnum innan 14 daga frá því að þeirra er óskað, verði frumvarp þetta að lögum.
     Um d-lið (23. gr.).
    Í d-lið er fjallað um leyfisumsókn og skv. 1. mgr. er gerð tillaga um að áður en skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir hefji starfsemi skuli það afla leyfis Umhverfisstofnunar til að reka skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir. Með umsókn um leyfi ber að upplýsa um hvers konar umbúðir muni tilheyra skilakerfinu, hvaða framleiðendur og innflytjendur séu aðilar að skilakerfinu, fyrirhuguð skilyrði fyrir aðgangi að skilakerfinu, hvernig fyrirhugað sé að ná markmiði um söfnun, hvar verði unnt að skila drykkjarvöruumbúðum, hvernig skilakerfi ætli að stuðla að því að drykkjarvöruumbúðum sé ekki hent á víðavangi, hvaða merkingar muni verða notaðar í kerfinu, og loks upplýsingar um fjárhagslega getu til að reka skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir eða tryggingu um fjárhagslega ábyrgð. Í 2. mgr. er kveðið á um að ákveði ráðherra að einungis skuli starfa eitt skilakerfi, samkvæmt ákvæðum 2. málsl. 6. mgr. 20. gr., þurfi skilakerfi ekki að reiða fram tryggingu, þar sem allir framleiðendur og innflytjendur eru þá saman í einu skilakerfi og bera sameiginlega ábyrgð á rekstri þess.
     Um e-lið (24. gr.).
    Um leyfisveitingu er fjallað í e-lið greinarinnar. Leyfi til rekstrar skilakerfis fyrir drykkjarvöruumbúðir skal, samkvæmt tillögu í 1. mgr., því aðeins veitt að fyrirhuguð skilyrði fyrir aðgangi að skilakerfinu séu uppfyllt og að Umhverfisstofnun samþykki þéttleika móttöku drykkjarvara um landið. Það er mikilvægt til að tryggja að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir starfi um allt land og að íbúar geti skilað og tekið við skilagjaldi án mikils umstangs. Þá er kveðið á um að veiting leyfis sé einnig háð því að umsækjandi sýni fram á með fullnægjandi hætti að hann hafi fjárhagslega getu til að reka skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir í þágu neytenda, umhverfisverndar, framleiðenda og innflytjenda. Helstu skyldur skilakerfis eru að tryggja að drykkjarvöruumbúðaúrgangi sé safnað án gjaldtöku, ábyrgjast að úrgangurinn hljóti viðeigandi úrvinnslu og að greiða út skilagjald. Þess er krafist að skilakerfi hafi nægjanlegt fjármagn til að standa undir skuldbindingum sínum. Er það hlutverk Umhverfisstofnunar að fylgjast með að skilakerfi geti staðið við sínar skuldbindingar. Mikilvægt er því að skilakerfið hafi nægilegt fjármagn til að tryggja að það geti staðið við skuldbindingar sínar fyrir hönd viðskiptavina sinna.
    Í 2. mgr. er kveðið á um að hafi umsækjandi markaðsráðandi stöðu, sbr. ákvæði samkeppnislaga, þá skuli í leyfinu kveðið á um að hlutaðeigandi skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir tryggi jafnan aðgang allra framleiðenda og innflytjenda að skilakerfinu og að skilyrði er varða hönnun og eiginleika drykkjarvöruumbúða séu ekki íþyngjandi. Ákvæði 1. málsl. 2. mgr. á ekki að eiga við um eigið skilakerfi eins framleiðanda og innflytjanda.
    Loks er í 3. mgr. lagt til að Umhverfisstofnun birti á heimasíðu sinni upplýsingar um þau skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir sem hafa leyfi stofnunarinnar til að reka skilakerfi og hvar móttaka og greiðsla skilagjalds fyrir drykkjarvöruumbúðir fari fram.
     Um f-lið (25. gr.).
    F-liður fjallar um skráningu framleiðenda og innflytjenda. Umhverfisstofnun skal samkvæmt tillögu í 1. málsl. halda skrá með upplýsingum um alla framleiðendur og innflytjendur drykkjarvöruumbúða. Framleiðanda og innflytjanda drykkjarvöruumbúða ber að skrá sig hjá Umhverfisstofnun áður en drykkjarvöruumbúðir sem falla undir lögin, verði frumvarpið að lögum, eru settar á markað eða seldar hér á landi. Skilakerfi er skv. 3. málsl. heimilt að skrá þá framleiðendur og innflytjendur sem aðilar eru að hlutaðeigandi skilakerfi hjá Umhverfisstofnun. Mikilvægt er að hafa þessa skrá til að tryggja heildstæða yfirsýn yfir framleiðendur og innflytjendur drykkjarvöruumbúða og þannig tryggja að hægt sé að halda sem nákvæmasta tölfræði yfir innflutning, framleiðslu, notkun og úrvinnslu drykkjarvöruumbúða sem falla undir lögin, verði frumvarp þetta að lögum.
     Um g-lið (26. gr.).
    Í g-lið er gerð tillaga um að Umhverfisstofnun hafi eftirlit með starfsemi skilakerfa fyrir drykkjarvöruumbúðir. Eftirlit stofnunarinnar á skv. 1. mgr. m.a. að felast í því að meta hvort skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir nái markmiðum um endurheimt drykkjarvöruumbúða, lágmarkshlutfall við endurvinnslu og endurnýtingu drykkjarvöruumbúða, hvort skilyrði leyfis séu virt sé um ræða sameiginlegt skilakerfi sem hefur markaðsráðandi stöðu og hvort skilyrði fyrir undanþágu frá tryggingu um fjárhagslega ábyrgð séu fyrir hendi sé um slíka undanþágu að ræða og hvort skilakerfi uppfylli skyldur þessa kafla að öðru leyti.
    Í 2. mgr. er lagt til að Umhverfisstofnun sé heimilt að óska eftir upplýsingum frá toll- og skattyfirvöldum um heildarmagn drykkjarvöruumbúða og magn frá einstökum framleiðendum og innflytjendum drykkjarvöruumbúða vegna framleiðslu og innflutnings á drykkjarvörum í umbúðum. Þetta er nauðsynlegt til að Umhverfisstofnun geti sinnt því eftirlitshlutverki sem henni er falið skv. 1. mgr. Ákvæði 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, eiga ekki að vera því til fyrirstöðu að starfsmenn toll- og skattyfirvalda veiti Umhverfisstofnun nauðsynlegar upplýsingar. Uppfylli skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir ekki skyldur sínar er Umhverfisstofnun heimilt, samkvæmt tillögu í 3. mgr., að beita skilakerfi þvingunarúrræðum samkvæmt lögunum sem m.a. getur falist í sviptingu leyfis. Sjá nánar umfjöllun um 17. gr. frumvarpsins.
     Um h-lið (27. gr.).
    Skilagjald hefur verið greitt frá árinu 1989 þegar einnota drykkjarvöruumbúðum, sem falla undir lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, hefur verið skilað til Endurvinnslunnar hf. Gert er ráð fyrir í frumvarpinu að áfram verði greitt skilagjald þegar drykkjarvöruumbúðum er skilað og er gerð tillaga í h-lið um að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir skuli við móttöku greiða hverjum þeim sem skilar drykkjarvöruumbúðum skilagjald sem nema skal 14 kr. að lágmarki á hverja umbúðaeiningu. Skilakerfi getur haft þessa upphæð hærri ef það kýs svo eða þörf krefur og er eðlilegt að skilakerfi ákveði upphæðina þannig að hún haldi verðgildi sínu. Í lögum nr. 52/1989, um ráðstöfun gegn umhverfismengun, af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, er kveðið á um að á innfluttar drykkjarvörur í einnota umbúðum úr stáli, áli, gleri og plastefni skuli leggja skilagjald sem innheimt skal við tollafgreiðslu. Gjaldið er tiltekið í lögunum sem tiltekin upphæð án virðisaukaskatts á hverja umbúðaeiningu og kveðið á um að ráðherra skuli hækka fjárhæðina í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs frá síðustu hækkun gjaldsins. Sama gjald er lagt á drykkjarvörur sem framleiddar eru eða átappaðar hér á landi og seldar eru í sams konar umbúðum og að framan greinir. Skal greiða gjaldið samhliða vörugjaldi af innlendum drykkjarvörum. Í frumvarpinu er lögð til sú breyting að sett verði framleiðendaábyrgð á drykkjarvöruumbúðir þannig að framleiðendur og innflytjendur sjái alfarið um skilagjaldið og að það verði ekki innheimt af innheimtumanni ríkissjóðs. Mikilvægt er talið að halda í skilagjaldið þar sem það er hvatning til að skila notuðum drykkjarvöruumbúðum og gerð er tillaga um að skilakerfi beri að greiða að lágmarki 14 kr. fyrir hverja umbúðaeiningu. Sjái skilakerfin fram á að skilagjaldið haldi ekki verðgildi sínu og þurfi því að hækka lágmarksupphæðina til að ná betri skilum er gert ráð fyrir að lögunum sé breytt hverju sinni, verði frumvarp þetta að lögum. Skilagjald skal endurgreiða neytendum við móttöku á skilagjaldsskyldum umbúðum. Sömuleiðis skal greiða samsvarandi skilagjald til fyrirtækja eða félagasamtaka sem taka að sér að safna slíkum umbúðum til eyðingar eða endurvinnslu. Mikilvægt er að tryggja að endurgreiðsla skilagjalds verði einföld fyrir þá sem fá það endurgreitt. Nánari ákvæði um endurgreiðslu skilagjaldsins verður heimilt að setja í reglugerð sem sett yrði skv. 2. tölul. j-liðar frumvarpsins sem verður 29. gr. laganna verði frumvarp þetta að lögum. Gert er ráð fyrir að í reglugerð verði m.a. hægt að fjalla um fyrirkomulag á endurgreiðslu skilagjaldsins.
     Um i-lið (28. gr.).
    Í i-lið er fjallað um gjaldtöku Umhverfisstofnunar og er gerð tillaga um að Umhverfisstofnun sé heimilt að innheimta gjald fyrir útgáfu leyfis til handa skilakerfum, sbr. e-lið (24. gr.), sem og eftirlit með skilakerfum, sbr. g-lið (26. gr.). Lagt er til að ráðherra setji, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, gjaldskrá fyrir veitta þjónustu, eftirlit og verkefni stofnunarinnar vegna drykkjarvöruumbúðaúrgangs og skal upphæð gjalds taka mið af kostnaði við veitta þjónustu og verkefna samkvæmt þessum kafla laganna, verði frumvarp þetta að lögum.
     Um j-lið (29. gr.).
    Í greininni er að finna tillögur að reglugerðarheimildum til handa umhverfisráðherra. Umhverfisstofnun skal vinna tillögu að reglugerð um drykkjarvöruumbúðir og leita við þá vinnu umsagnar hjá starfandi skilakerfum fyrir drykkjarvöruumbúðir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi hagsmunaaðilum atvinnulífsins. Í greininni eru talin upp í 11 töluliðum þau atriði sem lagt er til að heimilt verði að setja reglugerðir um.
    Í 1. tölul. er lagt til að heimilt verði að tilgreina í reglugerð þær drykkjarvöruumbúðir sem falli undir lögin, verði frumvarp þetta að lögum. Undir lögin falla umbúðir drykkjarvara úr áli, gleri, plasti, stáli eða sambærilegum efnum og flokkast undir vöruliði 2009, 2201, 2202, 2203, 2204, 2205, 2206 eða 2208 í tollskrá, sbr. viðauka I við tollalög, nr. 88/2005. Sé þörf á verður mögulegt að tilgreina nánar þær umbúðir sem falla undir lögin miðað við undirflokka vöruliða.
    Í 2. tölul. er sett heimilt til að fjalla um framkvæmd endurgreiðslu skilagjaldsins í reglugerð, sbr. h-lið 6. gr. frumvarpsins sem verður 27. gr. laganna verði frumvarp þetta að lögum.
    Í 3. tölul. er að finna heimild til að setja nánari skilyrði fyrir leyfi til reksturs skilakerfa fyrir drykkjarvöruumbúðir.
    Í 4. tölul. er kveðið á um að heimilt sé að setja frekari ákvæði í reglugerð um rekstur og stjórnun skilakerfa fyrir drykkjarvöruumbúðir, svo og eftirlit með þeim og jafnan aðgang innflytjenda og framleiðenda að skilakerfum.
    Í 5. tölul. er gerð tillaga um að ráðherra megi í reglugerð kveða á um skyldu framleiðenda og innflytjenda drykkjarvöruumbúða til að starfa saman í einu skilakerfi.
    Í 6. tölul. er sett heimild til að í reglugerð verði fjallað um gerð og efnisval drykkjarvöruumbúða og í 7. tölul. er gerð tillaga um að í reglugerð verði hægt að kveða á um bann við notkun og sölu drykkjarvöruumbúða sem ekki er unnt eða torvelt að endurnota eða endurnýta. Mikilvægt er að drykkjarvöruumbúðir sem settar eru á markað séu úr efnum sem eru endurvinnanlegar og einnig að umbúðir séu ekki settar saman úr efnum á þann veg að torvelt sé að endurnýta þær.
    Í 8. tölul. er kveðið á um að heimilt verði að gera kröfur um meðhöndlun notaðra drykkjarvöruumbúða sem og móttökuskilyrði. Þetta er mikilvægt þar sem tryggja verður að meðhöndlun úrgangsins sé í lagi út frá hollustuháttarsjónarmiðum og valdi ekki mengun. Eins má hugsa sér að sett verði skilyrði hvernig beri að skila drykkjarvöruumbúðum, t.d. varðandi vélvædda móttöku þar sem mikilvægt er að umbúðir og merkingar á þeim séu heilar.
    Í 9. tölul. er fjallað um skyldu framleiðanda og innflytjanda til að merkja drykkjarvöruumbúðir. Gert er ráð fyrir að gerð verði krafa um það í reglugerð að á umbúðum eða merkimiða á umbúðum verði upplýsingar um að um endurvinnanlegar umbúðir sé að ræða sem beri skilagjald. Einnig þarf að gera kröfur um að fram komi upplýsingar um úr hvaða efni umbúðir eru. Þá þarf í reglugerð að gera kröfu um að strikamerkingar eða sambærilegar merkingar skuli vera á umbúðum þar sem strikamerkingar eru t.d. forsenda þess að hægt sé að nota vélar til að taka á móti, flokka og telja drykkjarvöruumbúðir. Jafnframt þarf að tryggja að skilakerfi fái tímanlega upplýsingar um merkingar frá framleiðanda og innflytjanda.
    Í 10. tölul. er heimild til að setja í reglugerð lágmarksmarkmið um endurheimt drykkjarvöruumbúða, endurnýtingu og endurnotkun þeirra, sem skilakerfi ber að ná árlega, svo og hlutverk Umhverfisstofnunar til að hafa eftirlit með því að sett markmið náist.
    Í 11. tölul. er ákvæði um að heimilt verði að fjalla um í reglugerð undanþágu frá tryggingu um fjárhagslega ábyrgð fyrir skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir, sbr. 5. mgr. b-liðar (21. gr.).
    Loks er í 12. tölul. kveðið á um heimild til að setja ákvæði í reglugerð um fjölda og þéttleika móttökuaðstöðu fyrir drykkjarvöruumbúðir um landið. Mikilvægt er að í hverju sveitarfélagi sé að lágmarki ein aðstaða fyrir skilakerfi, svo og í hverjum byggðarkjarna þar sem t.d. búa 150 íbúar eða fleiri. Mikilvægt er einnig að í stærri sveitarfélögum og jafnvel byggðarkjörnum séu fleiri en ein aðstaða til að taka á móti drykkjarvöruumbúðum. Gengið er út frá því að skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir sjái sjálf um að tryggja nægjanlegan þéttleika móttökuaðstöðu, en verði það ekki gert er settur inn sá möguleiki að kveðið verði nánar á um þetta atriði í reglugerð.

Um 7. gr.


    Með frumvarpi þessu er verið að innleiða ákvæði tilskipunar 2006/66/EB um rafhlöður og rafgeyma og notaðar rafhlöður og rafgeyma. Meginmarkmið tilskipunar 2006/66/EB er að draga úr neikvæðum áhrifum rafhlaða og rafgeyma og notaðra rafgeyma og rafhlaða á umhverfið og stuðla þannig að því að vernda, varðveita og bæta gæði umhverfisins. Í greininni er gerð er tillaga um að bæta við nýjum kafla í lögin, með fjórum nýjum greinum, er fjalli um rafhlöður og rafgeyma.
     Um a-lið (30. gr.).
    Í a-lið er kveðið á um skyldur sveitarfélaga og söluaðila. Gerð er tillaga um það í 1. mgr. að þar sem sveitarstjórn beri að sjá um að starfræktar séu söfnunarstöðvar í sveitarfélaginu skuli þessar stöðvar hafa aðstöðu fyrir móttöku á rafhlöðum og rafgeymum frá heimilum eins og nánar er kveðið á um í reglugerð og að söfnunarstöðvum beri að taka við slíkum úrgangi gjaldfrjálst. Allar rafhlöður og rafgeymar bera úrvinnslugjald samkvæmt lögum nr. 162/2002, um úrvinnslugjald, og því í raun engin breyting þar sem nú þegar er hægt að skila notuðum rafhlöðum og rafgeymum án þess að þurfa að greiða fyrir það. Í 2. mgr. er lagt til að sveitarfélög skuli veita leiðbeiningar um hvernig beri að flokka og skila rafhlöðum og rafgeymum til söfnunarstöðva sveitarfélaga og upplýsa um að rafhlöður og rafgeymar mega ekki fara með öðrum úrgangi. Þetta er mikilvægt til að tryggja rétta meðferð þessa úrgangs. Loks er í 3. mgr. kveðið á um að þeim sem selja og dreifa rafhlöðum og rafgeymum beri að taka gjaldfrjálst við notuðum rafhlöðum og rafgeymum á sölu- eða dreifingarstað. Þetta er mikilvægt til að tryggja söfnun með því að þegar rafhlöður eða rafgeymar eru keyptir þá sé hægt að skilja notuðu rafhlöðurnar eða rafgeyma eftir hjá söluaðila. Þetta er nýmæli í löggjöfinni en í framkvæmd er það svo að margir söluaðilar hér á landi taka við notuðum rafhlöðum og rafgeymum og tryggja viðeigandi ráðstöfun. Hér má nefna ílát fyrir smárafhlöður í verslunum og að bílaverkstæði taka við rafgeymum fyrir bíla þegar skipt er um. Í 8. gr. tilskipunarinnar er kveðið á um að aðildarríki skuli sjá til þess að viðeigandi söfnunarkerfi séu tiltæk fyrir færanlegar rafhlöður og rafgeyma. Slík kerfi skulu gera notendum kleift að fleygja notuðum, færanlegum rafhlöðum og rafgeymum á aðgengilegri söfnunarstöð í grenndinni, að teknu tilliti til þéttleika byggðar. Þessi krafa er uppfyllt hér á landi með aðstöðu á söfnunarstöðvum, þjónustu þjónustuaðila Úrvinnslusjóðs og aðstöðu í mörgum verslunum, eins og að framar greinir. Í 8. gr. tilskipunarinnar er enn fremur kveðið á um að söfnunarkerfi skuli krefja dreifingaraðila um að taka aftur við notuðum, færanlegum rafhlöðum og rafgeymum án endurgjalds ef þeir selja slíkar rafhlöður og rafgeyma, nema mat leiði í ljós að önnur tiltæk kerfi séu a.m.k. jafnárangursrík við að ná umhverfismarkmiðum tilskipunarinnar. Hér er sem sagt opnað fyrir að önnur tiltæk kerfi komi í stað kröfu um að dreifingaraðilar taki við rafhlöðum og rafgeymum. Í frumvarpinu er hins vegar lagt upp með að skylda sölu- og dreifingaraðila rafhlaða og rafgeyma til að taka við notuðum rafhlöðum og rafgeymum. Með því móti er tryggt að auðveldara verði að skila notuðum rafhlöðum, þ.e. það verða fleiri staðir þar sem unnt er að skila. Hinn almenni notandi getur þannig tekið með sér notaða rafhlöðu og skilað henni um leið og hann kaupir sér nýja. Þannig aukast líkur á að notandi temji sér að skila notuðum rafhlöðum og það eykur endurheimt þeirra. Mikilvægt er að reynt sé að auðvelda hinum almenna borgara að losa sig við þennan úrgang því að það eru ekki allir sem gefa sér tíma í að fara sérstaka ferð með úrganginn á söfnunarstöð. Þessi skylda hefur hvorki í för með sér mikinn kostnað né umstang fyrir sölu- og dreifingaraðila þar sem í flestum tilvikum fæli hún í sér að hann kæmi sér upp íláti til að safna þeim rafhlöðum sem skilað væri. Í mörgum tilvikum eru sölu- og dreifingaraðilar nú þegar með samninga við fyrirtæki sem sækja úrgang til þeirra og gætu þar af leiðandi einnig tekið notuðu rafhlöðurnar.
     Um b-lið (31. gr.).
    Í b-lið er fjallað um ábyrgð framleiðanda og innflytjanda á rafhlöðum og rafgeymum.
    Framleiðendur og innflytjendur rafhlaða og rafgeyma skulu, samkvæmt tillögu sem sett er fram í 1. mgr., bera ábyrgð á þeim rafhlöðum og rafgeymum sem framleidd eru hér á landi eða flutt inn. Framleiðendaábyrgð felur það í sér að framleiðandi, innflytjandi eða seljandi vöru ber ábyrgð á þeim samfélagslega kostnaði, að hluta til eða öllu leyti, sem hlýst af meðhöndlun vörunnar þegar hún er orðin að úrgangi. Kostnaðurinn verður hluti af heildarverði vörunnar þannig að neytandinn borgar hann, en ekki hinn almenni skattgreiðandi eins og þegar kostnaðurinn er á höndum hins opinbera. Auk þess að ætla þeim sem menga að bera af því kostnaðinn, þá liggur að baki hugmyndinni um framleiðendaábyrgð að hún sé líkleg til að draga úr myndun úrgangs sem og að auka möguleika á endurnýtingu og endurvinnslu. Þetta byggist á þeirri hugmynd að þegar framleiðendaábyrgð er fyrir hendi muni framleiðendur frekar sjá sér hag í því að framleiða vöru þannig að hún verði auðveldlega endurnýtt að hluta eða öllu leyti, þar sem það muni draga úr þeim kostnaði sem þeir þurfi annars að bera af förgun vörunnar þegar hún er orðin að úrgangi. Mismunandi útfærslur eru til af framleiðendaábyrgð og mismunandi er hversu langt er gengið. Framleiðendaábyrgð leggur þó ætíð einhvern kostnað á herðar framleiðanda sem setti vöruna á markað. Framleiðendaábyrgð getur verið lögfest en dæmi um slíkt eru lög um úrvinnslugjald og lög um varnir gegn mengun hafs og stranda. Þá getur framleiðendaábyrgð verið háð samningi milli stjórnvalda og framleiðenda, sbr. t.d. samning Úrvinnslusjóðs og Landssambands íslenskra útvegsmanna um ráðstafanir til að tryggja úrvinnslu úrgangs vegna veiðarfæra úr gerviefnum.
    Í ábyrgð framleiðanda og innflytjanda felst, samkvæmt tillögu í 2. mgr., að þeir skulu fjármagna og tryggja meðhöndlun á rafhlöðum og rafgeymum að frátalinni söfnun til söfnunarstöðva. Það þýðir að gert er ráð fyrir að úrgangurinn sé sóttur til söfnunarstöðva. Framleiðendi og innflytjandi skal einnig bera ábyrgð á að fjármagna upplýsingagjöf samkvæmt ákvæðum c-liðar greinarinnar (32. gr.), verði frumvarp þetta að lögum. Gerð er tillaga um að framleiðendur og innflytjendur uppfylli skyldur sínar með því að vörurnar beri úrvinnslugjald samkvæmt lögum um úrvinnslugjald. Í 2. tölul. 8. gr. tilskipunar um rafhlöður og rafgeyma er aðildarríkjum heimilt að krefjast þess að framleiðendur setji upp söfnunarkerfi, að krefjast þess að aðrir rekstraraðilar taki þátt í slíkum kerfum eða að viðhalda núverandi kerfum. Þá er í 9. gr. kveðið á um að aðildarríkjunum sé heimilt að nota fjárhagsleg stjórntæki til að stuðla að því að notuðum rafhlöðum og rafgeymum sé safnað. Í þessu frumvarpi er lagt til að nýta þessa heimild og viðhalda núverandi kerfi þannig að rafhlöður og rafgeymar falli áfram undir lög um úrvinnslugjald. Þessi tillaga er sett fram í ljósi þeirrar reynslu og árangurs sem er af núverandi framkvæmd en rafhlöður og rafgeymar hafa borið spilliefnagjald og síðan úrvinnslugjald allt frá árinu 1997. Í lögum nr. 162/2002, um úrvinnslugjald, segir að úrvinnslugjald skuli standa undir kostnaði við meðferð flokkaðs úrgangs á söfnunarstöð, flutning hans frá söfnunarstöð til móttökustöðvar eða endurnýtingarstöðvar, enda hafi verið greitt úrvinnslugjald af vörunum. Þannig skal samkvæmt lögunum greiða fyrir þann úrgang sem berst inn á söfnunarstöðvar. Með þessari útfærslu sem lögð er til er það Úrvinnslusjóður sem mun bera ábyrgð á því að ná þeim markmiðum sem sett eru. Rétt er þó að benda á að varðandi rafhlöður og rafgeyma í raf- og rafeindatækjum fer skv. V. kafla laganna sem verður VIII. kafli verði frumvarp þetta að lögum.
    Loks er í 3. mgr. b-liðar kveðið á um að seljandi rafhlaða og rafgeyma sem falla undir lög þessi og seld eru í tollfrjálsri verslun hér á landi og ætluð til innlendra nota beri ábyrgð framleiðanda og innflytjanda samkvæmt lögunum.
     Um c-lið (32. gr.).
    Í c-lið er fjallað um upplýsingaskyldu framleiðenda og innflytjenda og merkingar. Um er að ræða innleiðingu á ákvæðum sem eru í 20. og 21. gr. tilskipunarinnar um rafhlöður og rafgeyma. Gerð er tillaga um að framleiðandi og innflytjandi rafhlaða og rafgeyma skuli í upplýsingum sem ætlaðar eru kaupanda upplýsa um hvar sé heimilt að skila rafhlöðum og rafgeymum, að rafhlöður og rafgeymar megi ekki fara með öðrum úrgangi, að hægt sé að skila rafhlöðum og rafgeymum án greiðslu og að ábyrgst sé að úrgangurinn verði meðhöndlaður í samræmi við gildandi reglur. Jafnframt skal upplýsa um áhrif rafhlaða og rafgeyma á heilsu manna og umhverfi. Loks er gerð tillaga um að notendur skuli upplýstir um merkingu á rafhlöðum og rafgeymum og hvað þær þýða.
     Um d-lið (33. gr.).
    D-liður fjallar um skráningu framleiðenda og innflytjenda rafhlaða og rafgeyma. Gerð er tillaga um að Úrvinnslusjóður haldi skrá yfir framleiðendur og innflytjendur rafhlaða og rafgeyma hér á landi. Þetta er í samræmi við ákvæði 17. gr. tilskipunar 2066/66/EB um rafhlöður og rafgeyma þar sem kveðið er á um að aðildarríki skuli sjá til þess að sérhver framleiðandi sé skráður. Gert er ráð fyrir að Úrvinnslusjóður geti nálgast þessar upplýsingar hjá tollyfirvöldum. Upplýsingar um framleiðendur og innflytjendur rafhlaða og rafgeyma þurfa að vera aðgengilegar hjá Úrvinnslusjóði fyrir Umhverfisstofnun vegna skýrslugjafar stofnunarinnar til Eftirlitsstofnunar EFTA.

Um 8. gr.


    Með frumvarpi þessu er verið að innleiða ákvæði tilskipunar 2006/21/EB frá 15. mars 2006 um meðhöndlun spilliefna sem notuð eru eða falla til við námuvinnslu, og eru meðhöndluð í námunni sem úrgangur. Ákvæði tilskipunarinnar sem snúa að meðhöndlun á óvirkum námuúrgangi eða ómenguðum jarðvegi sem fellur til við námuvinnsluna eru nú þegar í skipulags-, byggingar- og náttúruverndarlögum og þarf því ekki að innleiða sérstaklega. Í greininni er gerð er tillaga um að bæta við nýjum kafli, með fimm nýjum greinum, er fjalli um meðhöndlun úrgangs frá námuiðnaði.
     Um a-lið (34. gr.).
    Námuúrgangsstaðir þurfa starfsleyfi og er í frumvarpinu gerð tillaga um að það falli að hinu hefðbundna kerfi um starfsleyfi fyrir mengandi starfsemi sem fer eftir lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Því er gerð tillaga um að Umhverfisstofnun veiti námuúrgangsstöðum starfsleyfi. Hyggist rekstraraðili námuúrgangsstaðar gera breytingar á rekstrinum sem varðað geta starfsleyfið eða flytja reksturinn er gerð tillaga um að honum beri að tilkynna Umhverfisstofnun um það með hæfilegum fyrirvara sem skal meta innan fjögurra vikna frá móttöku tilkynningar hvort nauðsynlegt sé að gefa út nýtt starfsleyfi vegna þeirra breytinga sem rekstraraðili hefur tilkynnt um. Enn fremur er gerð tillaga um að Umhverfisstofnun sé heimilt að endurskoða starfsleyfi ef forsendur breytast. Viðbragðsáætlun, sbr. ákvæði 37. gr., skal liggja fyrir áður en starfsleyfi er gefið út.
    Samkvæmt 6. gr. laga nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum, eru framkvæmdir sem tilgreindar eru í 2. viðauka við lögin háðar mati á umhverfisáhrifum þegar þær geta haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif vegna umfangs, eðlis eða staðsetningar. Eru framkvæmdir þær sem fram koma í 2. viðauka við lögin þar af leiðandi tilkynningarskyldar til Skipulagsstofnunar sem metur hvort framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Námuúrgangsstaðir eru förgunarstaðir og falla sem slíkir undir b-lið 11. tölul. 2. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum og eru því tilkynningarskyldir, sbr. það sem að framan greinir. Er í þessu ljósi gerð tillaga um það í 4. mgr. að verði fyrirhugaður námuúrgangsstaður háður mati á umhverfisáhrifum skuli ekki gefa út starfsleyfi fyrir hann fyrr en mat á umhverfisáhrifum hefur farið fram.
     Um b-lið (35. gr.).
    Í greininni er gerð tillaga um að úrgangsáætlun og starfsleyfistrygging skuli fylgja umsókn um starfsleyfi fyrir námuúrgangsstað.
     Um c-lið (36. gr.).
    Í 1. mgr. er lagt til að gera skuli úrgangsáætlun sem miðar að því að lágmarka úrgang og kveða á um meðhöndlun og þá sérstaklega endurnýtingu eða förgun á námuúrgangi. Rekstraraðili námuúrgangsstaðar er ábyrgur fyrir því að úrgangsáætlun sé gerð. Lagt er til að við áætlunargerð skuli hafa sjálfbærni í huga. Tilgangur úrgangsáætlunar er að fá rekstraraðila til að gera sér grein betur grein fyrir magni úrgangs sem fellur til við námuvinnsluna og hvernig betur sé hægt að lágmarka hann, t.d. með endurnýtingu, endurnotkun eða endurheimt. Einnig að náman sé hönnuð með þeim hætti að förgun hættulegs úrgangs sé örugg þannig að minna eftirlit þurfi með úrgangsstaðnum eftir að honum hefur verið lokað og áhrif hans séu ekki neikvæð á umhverfið sé litið til lengri tíma.
    Lagt er til í 2. mgr. að úrgangsáætlanir skuli innihalda upplýsingar um flokkun staðar fyrir námuúrgang og röksemdir fyrir henni, tegund og magn úrgangs sem áætlað er að falli til, svo og upplýsingar um áhrif úrgangsins á umhverfi og heilsu manna, aðgerðir til að draga úr áhættu, áætlun um eftirlit og vöktun, upplýsingar um lokun, aðgerðir í kjölfar lokunar, aðgerðir til að draga úr hættu á mengun vatns, lofts og jarðvegs, sem og könnun á ástandi svæðisins sem verður fyrir áhrifum af úrgangsstaðnum.
     Um d-lið (37. gr.).
    Samkvæmt tilskipuninni er skylt að gera viðbragðsáætlanir vegna mengunarhættu og upplýsa almenning um þær. Gerð er tillaga um það í 1. mgr. greinarinnar að fyrir stað fyrir námuúrgang sem flokkast sem hættulegur skuli rekstraraðili námuúrgangsstaðar gera viðbragðsáætlun vegna hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna. Um viðbragðsáætlun fer samkvæmt reglugerð um varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna. Reglugerðin gildir um iðnaðarstarfsemi, búnað og geymslustaði þar sem tiltekin hættuleg efni eru geymd eða notuð við eðlilega starfsemi eða þar sem þau kunna að myndast við röskun á eðlilegri starfsemi og lög nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, gilda um, sbr. þó strangari ákvæði í sérlögum eða sérreglum eins og lögum þessum, verði frumvarpið að lögum. Gerð er tillaga um að námuúrgangsstaður skuli flokkaður sem hættulegur ef líkur eru á að hrun á haugi eða stíflubrestur á námuúrgangsstaðnum geti valdið stórslysi samkvæmt áhættumati sem gert er fyrir staðinn og tekið er tillit til þátta eins og núverandi eða framtíðarstærðar úrgangsstaðarins, staðsetningar og umhverfisáhrifa frá námuúrgangsstaðnum eða á staðnum sé úrgangur sem flokkast sem spilliefni yfir ákveðnum mörkum eða á staðnum séu efni eða efnablöndur sem flokkast sem hættulegar. Í 2. málsl. er gerð tillaga um að viðbragðsáætlun liggi fyrir áður en starfsleyfi er gefið út.
     Um e-lið (38. gr.).
    Í greininni er kveðið á um fjárhagslega tryggingu eða ábyrgð fyrir því að staðið verði við þær skyldur sem starfsleyfinu fylgja. Búist er við að einkum geti reynt á slíka tryggingu þegar rekstraraðili hefur hætt starfsemi, starfsleyfi er ekki lengur í gildi og ekki er unnt að beita þvingunarúrræðum gagnvart starfsleyfishafa. Er því gert ráð fyrir því að tryggingin geti staðið til fullnustu þess að vöktun og sýnataka í kjölfar lokunar fari fram, enda gerir tilskipunin ráð fyrir því að tryggingunni sé haldið svo lengi sem rekstraraðila er skylt að vakta námuúrgangsstaðinn. Gerð er tillaga um það í 2. mgr. greinarinnar að rekstraraðili leggi fram fullnægjandi fjárhagslega tryggingu sem gildi í 30 ár eftir að námuúrgangsstað er lokað. Lagt er til að fjárhæð tryggingar verði tiltekin í starfsleyfi og að fjárhæð hennar sé í samræmi við líkleg umhverfisáhrif sem staðurinn muni valda og þeim kostnaði sem fylgir því að byggja upp svæðið eftir lokun. Einnig skal taka mið af þeim kostnaði sem hlýst af vöktun og sýnatöku, sem og úttekt á þeim aðgerðum sem gerðar eru til að draga úr áhrifum sem úrgangsstaðurinn veldur.
    Loks er í 3. mgr. gerð tillaga um að aðför megi ekki gera í tryggingunni nema til fullnustu skyldu rekstraraðila til aðgerða í samræmi við starfsleyfi samkvæmt lögum þessum.

Um 9. gr.


    Lagt er til að við 20. gr. laganna, sem verður 39. gr., bætist tveir stafliðir. E-liður kveður á um heimild til handa ráðherra að setja í reglugerð ákvæði um töluleg markmið um endurnýtingu og endurnotkun úrgangs og hlutverk Umhverfisstofnunar til að hafa eftirlit með því að sett markmið náist. F-liður mundi kveða á um heimild til handa ráðherra að setja í reglugerð ákvæði um hvaða úrgang heimilt sé að meðhöndla á námuúrgangsstað, flokkun, hönnun og stjórnun námuúrgangsstaða, kröfur um úrgangsáætlanir sem framkvæmdaaðilar námuúrgangsstaða skulu gera og kröfur um starfsleyfistryggingu.
    Þá er lagt til að tiltekið verði í núverandi e-lið, sem verður g-liður, verði frumvarp þetta að lögum, að hægt verði að setja nánari ákvæði í reglugerð um innihald landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs og áætlanir sveitarstjórna.

Um 10. gr.


    Í greininni er lagt til að á hverri söfnunarstöð skuli einungis starfa eitt skilakerfi fyrir hvern vöruflokk. Þetta er sett inn í frumvarpið til að taka af allan vafa um að aðeins eitt skilakerfi fyrir hvern vöruflokk skuli starfa á hverri söfnunarstöð. Fyrirséð er að vandkvæði verði ef tvö skilakerfi starfi á sömu söfnunarstöð, enda gæti þá komið upp barátta um þann raf- og rafeindatækjaúrgang sem hinn almenni borgari kemur með á söfnunarstöðina. Ekki væri ljóst hvort hinn almenni borgari ætti að setja úrganginn í gám skilakerfis A eða B. Fer því betur á því að aðeins eitt skilakerfi starfi á hverri söfnunarstöð.

Um 11. gr.


    Í greininni er lögð til breyting á því til hvaða raf- og rafeindatækja framleiðendaábyrgðin taki. Lagt er til að meginreglan verði sú að öll raf- og rafeindatæki, sem falla undir skilgreininguna á raf- og rafeindatæki, falli undir lögin. Hér undir falla bæði raf- og rafeindatækin sjálf svo og íhlutir þeirra. Þá er lagt til að tilgreind verði í reglugerð þau raf- og rafeindatæki sem falla undir lögin. Með þessu móti yrði alveg ljóst hvaða raf- og rafeindatæki falla undir lögin og hver ekki. Meginreglan væri að öll raf- og rafeindatæki falli undir lögin og í reglugerð verða þá tilgreind þau tollskrárnúmer sem um ræðir, þ.e. þær vörur sem á að stoppa innflutning á sé viðkomandi innflytjandi ekki aðili að skilakerfi. Sjá nánar hér að aftan í umfjöllun um 3. mgr. greinarinnar. Markmiðið með þessari breytingu er að tryggja það að sem flestum raf- og rafeindatækjum sé safnað og komið til viðeigandi meðhöndlunar. Þessi breyting hefur líka í för með sér ákveðna einföldun og tímasparnað bæði fyrir framleiðendur og innflytjendur og stjórnvöld. Frá 1. janúar 2009 hefur farið mikill tími í það hjá Umhverfisstofnun að meta hvaða raf- og rafeindatæki falli undir lögin og hvaða tæki ekki. Þá þarf framleiðandi og innflytjandi ekki að velkjast í vafa um hvort hans vara falli undir lögin eða ekki.
    Lagt er til að raf- og rafeindatæki sem falla undir lögin flokkist í 10 flokka með heitum sem tilgreindir eru í b-lið greinarinnar. Innan ESB er til umræðu að fækka þessum flokkum en það er ekki komin niðurstaða í það þannig að í þessu frumvarpi er gerð tillaga um þessa 10 flokka.
    Einnig er í greininni lagt til að óheimilt verði að setja á markað, selja eða taka til eigin nota í atvinnuskyni hér á landi raf- og rafeindatæki sem falla undir þessi lög nema framleiðandi og innflytjandi þess sé aðili að skilakerfi og skráður í skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda. Þetta á við um þá sem markaðssetja og selja í atvinnuskyni en ekki innflutning einstaklinga. Hér er verið að skerpa á skyldu framleiðanda og innflytjanda að vera aðili að skilakerfi og skráður í skráningarkerfi og kveða á um með skýrum hætti að óheimilt sé að setja á markað eða selja hér á landi raf- og rafeindatæki nema framleiðandi og innflytjandi hafi uppfyllt skilyrði laganna. Mikill fjöldi framleiðenda og innflytjenda hefur ekki skráð sig í samræmi við núgildandi lög.
    Að lokum er lagt til að tollafgreiðsla ákveðinna tollskrárnúmera sé háð því að framleiðandi og innflytjandi sé aðili að skilakerfi í samræmi við lögin. Þannig getur tollurinn skilyrt innflutning á vörum í tilteknum tollskrárnúmerum á þann hátt að kerfið getið tékkað á því að innflytjandi sé aðili að skilakerfi (þarf skráningarnúmer ekki lengra en sjö stafir sem er sett í tilvísun á tollskýrslunni). Varðandi framkvæmd mála við stoppið í tollinum er vísað til umfjöllunar um 2. mgr. c-liðar 6. gr. frumvarpsins. Við framkvæmd laganna hefur komið í ljós að framleiðendur og innflytjendur uppfylla seint og illa skyldu sína um að vera aðilar að skilakerfi. Í mörgum tilvikum þarf Umhverfisstofnun að senda mörg bréf og beita þvingunarúrræðum áður en framleiðandi og innflytjandi lætur segjast og gerist aðili að skilakerfi. Í þessar bréfaskriftir fer mikill tími starfsmanna Umhverfisstofnunar sem og kostnaður af hálfu stofnunarinnar. Hér er því lagt til að innflutningur ákveðinna tollskrárnúmera sé háður því að framleiðandi sé aðili að skilakerfi og skráður í skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda. Með því móti sparast tími og kostnaður hjá stjórnvöldum við eftirlit með því að allir framleiðendur og innflytjendur séu skráðir í samræmi við lögin. Í þessu sambandi má geta þess að Umhverfisstofnun fékk upplýsingar um innflutning frá tollstjóra á ákveðnum tollskrárnúmerum sem notuð eru við innflutning á raf- og rafeindatækjum. Miðað við tímabilið 1. janúar 2009 til 30. september 2009 voru 2.203 lögaðilar sem fluttu inn raf- og rafeindatæki. Reikna má með því að Umhverfisstofnun þurfi að senda flestum að minnsta kosti tvö bréf áður en þeir skrá sig í samræmi við lögin. Þess má einnig geta að 1. nóvember 2009 voru u.þ.b. 285 lögaðilar aðilar að skilakerfi. Þessi breyting mundi hafa í för með sér að framleiðendur og innflytjendur þyrftu að skrá sig áður en raf- og rafeindatæki væri flutt inn og þar með þyrfti ekki að eltast við fyrirtækin eftir á með tilheyrandi kostnaði og tíma. Rétt er að gera ráð fyrir að tollurinn stoppi bara innflutning á kennitölu lögaðila en ekki einstaklinga sem eru ekki að flytja inn í atvinnuskyni. Sé hins vegar um umtalsverðan innflutning einstaklinga að ræða þarf Umhverfisstofnun að skoða þau tilvik.

Um 12. gr.


    Skilakerfi skal kosta geymslu, safna og taka á móti og koma til meðhöndlunar því heildarmagni raf- og rafeindatækjaúrgangs sem jafngildir markaðshlutdeild þeirra framleiðenda og innflytjenda sem samning hafa við skilakerfið hvort sem um er að ræða sameiginlegt skilakerfi eða skilakerfi sem er fjármagnað af einum framleiðanda eða innflytjanda. Til að gera þetta skýrar en er í núgildandi lögum er í greininni lagt til að komið verði á jöfnunarkerfi á milli skilakerfa. Þetta felur ekki í sér grundvallarbreytingu heldur er um það að ræða núverandi framkvæmd er skýrð nánar. Allur raf- og rafeindatækjaúrgangur skal fara til meðhöndlunar og ber skilakerfum að safna honum í hlutfalli við markaðshlutdeild þeirra framleiðenda og innflytjenda sem eiga aðild að hlutaðeigandi skilakerfi. Um er að ræða hlutfall af innflutningi og/eða framleiðslu raf- og rafeindatækja til notkunar í atvinnuskyni. Þannig getur sú staða komið upp að eitt skilakerfi safni meira en því ber miðað við markaðshlutdeild sína og beri þannig meiri kostnað en það ætti að gera. Það getur þannig leitt til þess að bæði eða öll skilakerfin safni sem minnstu magni til þess að komast hjá að safni meiru en þeim ber með tilheyrandi kostnaðarauka. Til þess að hvetja skilakerfin til að safna sem mestum raf- og raftækjaúrgangi er lagt til að það skilakerfi sem safni meira en því ber eignist fjárkröfu gagnvart öðrum skilakerfum. Taka má sem dæmi að á þriggja mánaða tímabili safnist 20.000 tonn af raf- og rafeindatækjaúrgangi. Skilakerfi A er með 80% markaðshlutdeild og skilakerfi B með 20% markaðshlutdeild. Skilakerfi A hefði átt að safna 16.000 tonnum en skilakerfi B 4.000 tonnum á þessu tímabili. Hins vegar safnaði skilakerfi A einungis 15.000 tonnum og skilakerfi B safnaði 5.000 tonnum. Þá mundi skilakerfi B eignast fjárkröfu á hendur skilakerfi A vegna þessara 1.000 tonna sem skilakerfi B safnaði umfram skyldu sína. Fjárkrafa reiknast síðan á ákveðnu einingarverði á hverju kílói. Um hvernig staðið skal að uppgjöri milli skilakerfa, forsendum útreiknings fjárkröfu sem skapast á milli þeirra og ákvörðun einingarverðs verður tilgreint í reglugerð sem ráðherra setur. Þannig yrði einingarverðið ákveðið af stýrinefndinni, en í reglugerðinni væru ákvæði um hvernig það yrði gert. Gerð er tillaga um að markaðshlutdeild skilakerfis ákvarði það magn sem skilakerfi beri að safna af raf- og rafeindatækjaúrgangi. Söfnun umfram markaðshlutdeild er t.a.m. þegar safnað er hlutfallslega meiru en sem nemur markaðshlutdeild, að það magn sem skilakerfi ber að safna sé flutt yfir hlutfallslega lengri vegalengd en markaðshlutdeild segir til um eða að safnað sé hlutfallslega meira magni í flokkum sem eru kostnaðarsamir í förgun.
    Þá er lagt til að skilakerfi skuli tryggja að söfnun og móttaka á raf- og rafeindatækjaúrgangi fari fram að lágmarki í hverju sveitarfélagi og í hverjum byggðarkjarna þar sem starfræktar eru móttöku- og söfnunarstöðvar fyrir sambærilegan úrgang, t.d. spilliefni. Í öðrum byggðarkjörnum er gerð tillaga um að sveitarfélög sjá til þess með samningi við skilakerfi að íbúar eigi þess kost að skila raf- og rafeindatækjaúrgangi a.m.k. tvisvar sinnum á ári. Við framkvæmd núgildandi laga hefur ekki verið ljóst hvað felist í að skilakerfi skuli tryggja söfnun og móttöku alls staðar á landinu. Það þykir því ástæða til að kveða með skýrum hætti á um lágmarkskröfur í þessum efnum. Skilakerfum er frjálst að tryggja söfnun og móttöku með víðtækari hætti en kveðið er á um í þessari grein. Þá er lagt til að aðeins eitt skilakerfi starfi að lágmarki í hverju sveitarfélagi og í hverjum byggðarkjarna. Þetta er hugsað í þeim tilgangi að söfnun og móttaka raf- og rafeindatækjaúrgangs geti farið fram með landfræðilega skynsamlegum hætti sem og að ekki verði barátta um söfnun úrgangsins í sama byggðarkjarna. Þannig er gert ráð fyrir að stýrinefnd skipti söfnunarstöðvum á milli skilakerfanna. Einnig er lögð sú skylda á skilakerfi að birta upplýsingar á heimasíðu sinni um hvar hægt sé að skila raf- og rafeindatækjaúrgangi. Mikilvægt er að almenningur geti nálgast með skýrum hætti hvar unnt sé að skila slíkum úrgangi.
    Loks er í greininni lagt til að skilakerfi skili ákveðnum upplýsingum til stýrinefndar ársfjórðungslega. Þetta eru upplýsingar er varða hvaða framleiðendur og innflytjendur eru aðilar að skilakerfinu, upplýsingar um magn sem sett hefur verið á markað eða tekið til eigin nota, söfnunartölu og ráðstöfun úrgangsins, t.d. hver sér um úrvinnslu hans, hvort sem það er hér á landi eða erlendis. Markmiðið með þessu er að stýrinefndin hafi upplýsingar til að reikna út markaðshlutdeild, heildarmagn safnaðs úrgangs og sinna eftirlitshlutverki sínu.

Um 13. gr.


    Í a-lið er lagt til að Úrvinnslusjóður fari með hlutverk stýrinefndar raf- og rafeindatækjaúrgangs. Þessi breyting er lögð til þar sem mikilvægt er að gera starf stýrinefndar markvissara og hagkvæmara. Með þessari breytingu bætist við hlutverk stjórnar Úrvinnslusjóðs. Gert er ráð fyrir að bætt verði við stjórn Úrvinnslusjóðs fulltrúa Félags atvinnurekenda þar sem innan vébanda þess eru innflytjendur raf- og rafeindatækja. Skýr greinarmunur er gerður á því hvenær stjórnin er að störfum samkvæmt lögum um úrvinnslugjald og hvenær hún er að sinna störfum stýrinefndar. Stýrinefndinni er ætlað það hlutverk að hafa umsjón með starfsemi skilakerfis fyrir raf- og rafeindatækjaúrgang, þ.e. að skilakerfin ef þau verða tvö eða fleiri uppfylli skyldur sínar, tryggja að skilakerfi virki og safna saman upplýsingum frá þeim til að skila til Umhverfisstofnunar. Stýrinefnd er samstarfsvettvangur atvinnulífsins og þannig ætlað að tryggja að allir innflytjendur og framleiðendur axli ábyrgð sína og að hún deilist niður á þá í samræmi við innflutning og framleiðslu. Í 2. mgr. 26. gr. núverandi laga eru settar fram þær skyldur sem stýrinefnd ber að sinna. Meginverkefni stýrinefndar er að reikna út markaðshlutdeild milli skilakerfa og skv. b-lið að skipta upp landinu milli skilakerfa verði starfandi tvö eða fleiri skilakerfi sem koma sér ekki saman um slíka skiptingu.
    Þá er lagt til að stýrinefnd skuli miða við að aðeins eitt skilakerfi starfi að lágmarki í hverju sveitarfélagi og í hverjum byggðarkjarna þar sem starfræktar eru móttöku- og söfnunarstöðvar fyrir sambærilegan úrgang, t.d. spilliefni, þegar hún skiptir söfnunarstöðvum á milli skilakerfa með landfræðilega skynsamlegum hætti.
    Í c-lið er lagt til að a-liður 4. mgr. greinarinnar kveði á um að hlutverk stýrinefndar sé að hafa eftirlit með því að framleiðendur og innflytjendur raf- og rafeindatækja séu aðilar að skilakerfi.
    Þar sem Umhverfisstofnun mun sjá um skráningu innflytjenda og framleiðenda er lagt til í d-lið að b-liður 4. mgr. falli brott.
    Þá er í e-lið lögð til örlítil orðalagsbreyting á 5. mgr. 26. gr. núgildandi laga til samræmis við orðalag 39. gr. núgildandi laga.
    Þar sem lagt er til að Umhverfisstofnun taki yfir skráningu innflytjenda og framleiðenda fellur því út gjaldtökuheimild stýrinefndar fyrir rekstur skráningarkerfis, sbr. tillögu í f-lið. Sjá einnig umfjöllun um 13. gr. frumvarpsins.

Um 14. gr.


    Í 1. mgr. er lagt til að framleiðanda og innflytjanda beri að skrá sig hjá Umhverfisstofnun og að skilakerfi geti skráð þá framleiðendur og innflytjendur sem aðilar eru að hlutaðeigandi skilakerfi hjá Umhverfisstofnun. Með þessu móti verður kerfið einfaldara í notkun. Framleiðandi og innflytjandi gerist aðili að skilakerfi sem síðan skráir hann hjá Umhverfisstofnun. Þannig þarf framleiðandi og innflytjandi ekki að skrá sig á tveimur mismunandi stöðum. Ákvæði um skráningu á einungis við um nýja framleiðendur og innflytjendur, þ.e. þeir þurfa einungis að skrá sig í einu sinni.
    Í 2. mgr. er lagt til að Umhverfisstofnun haldi skrá yfir framleiðendur og innflytjendur raf- og rafeindatækja í stað skráningarkerfis fyrir raf- og rafeindatæki sem stýrinefnd ber að reka samkvæmt núgildandi lögum. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að eðlilegt sé að einn aðili sjái um að halda slíka skrá á Íslandi. Umhverfisstofnun mun því halda skrá bæði fyrir framleiðendur og innflytjendur drykkjarvöruumbúða sem og raf- og rafeindatækja.
    Loks er í 3. mgr. kveðið á um heimild ráðherra að setja reglugerð um skráningu framleiðenda og innflytjenda. Í reglugerðinni yrði fjallað um skyldu framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja til að skrá sig og skila upplýsingum um innflutning eða framleiðslu á raf- og rafeindatækjum til Umhverfisstofnunar og á hvaða hátt það skuli gert.

Um 15. gr.


    Í a- og c-lið er lögð til orðalagsbreyting til samræmis við 10. gr. þessa frumvarps.
    Í b-lið er lögð til breyting til samræmis við 11. gr. þessa frumvarps. Þar sem stýrinefnd skal hafa eftirlit með því að framleiðendur og innflytjendur, sbr. 11. gr. þessa frumvarps, skal stýrinefndin tilkynna til Umhverfisstofnunar verði hún vör við að framleiðandi og innflytjandi sé ekki aðili að skilakerfi.
    Í c-lið er lagt til að Umhverfisstofnun fái sömu heimild og stýrinefnd til að fá upplýsingar frá toll- og skattyfirvöldum. Þar sem Umhverfisstofnun á að halda utan um skráningu raf- og rafeindatækjaúrgangs er nauðsynlegt að stofnunin hafi þessa heimild.
    Í d-lið er breytt tilvísun til vöruflokka raf- og rafeindatækja.
    Í e-lið er lagt til að stýrinefnd og Umhverfisstofnun fái heimild til þess að óska eftir gögnum úr bókhaldi framleiðenda og innflytjenda til þess að sannreyna sölumagn raf- og rafeindatækja. Stýrinefnd þarf að fá upplýsingar frá skilakerfum um magn þeirra raf- og rafeindatækja sem framleiðendur og innflytjendur hlutaðeigandi skilakerfis hafa sett á markað til þess að reikna út markaðshlutdeild skilakerfanna. Til þess að þessar upplýsingar séu réttar þarf stýrinefndin að sannreyna upplýsingarnar með jöfnu millibili. Því er lagt til að stýrinefndin geti fengið upplýsingar úr bókhaldi framleiðanda og innflytjanda sem löggiltur endurskoðandi hefur staðfest með undirritun sinni.

Um 16. gr.


    Í greininni er lögð til gjaldtökuheimild fyrir Umhverfisstofnun annars vegar og Úrvinnslusjóð hins vegar fyrir veitta þjónustu, eftirlit og verkefni stofnananna vegna raf- og rafeindatækjaúrgangs. Upphæð gjalda skal taka mið af kostnaði við veitta þjónustu og verkefni sem Umhverfisstofnun og Úrvinnslusjóði ber að sinna varðandi raf- og rafeindatæki.

Um 17. gr.


    Í greininni eru lagðar til breytingar á 29. gr., sem verður 49. gr. Í a- og b-lið eru tillögur um breytingar sem tengist breytingu sem lögð er til í 11. og 22. gr. frumvarpsins um að viðauki I verði felldur niður og flokkar raf- og rafeindatækja verði tilteknir í lögunum sjálfum og reglugerð settri á grundvelli þeirra. Í e-lið er lagt til að tveir nýir stafliðir bætist við greinina. Annars vegar að ráðherra sé heimilt að setja í reglugerð ákvæði um uppgjör á milli skilakerfa, þar á meðal útreikning fjárkröfu milli skilakerfa og einingarverð fyrir hvert kíló, sbr. ákvæði 4. mgr. 44. gr. laganna, verði frumvarp þetta að lögum. Hins vegar er lagt til að heimilt verði að kveða á um fjölda og dreifingu eða þéttleika móttökuaðstöðu fyrir raf- og rafeindatækjaúrgang um landið í reglugerð.

Um 18. og 19. gr.


    Greinarnar þarfnast ekki skýringa.

Um 20. gr.


    Í greininni er lagt til að við 38. gr. sem verður 58. gr. og fjallar um þvingunarúrræði bætist ákvæði um að ef skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir eða skilakerfi fyrir raf- og rafeindatækjaúrgang sinni ekki tilmælum um úrbætur og ef um alvarlegt eða ítrekað tilvik er að ræða sé Umhverfisstofnun heimilt að svipta skilakerfi leyfi til að starfa. Annars vegar er um að ræða nýtt þvingunarúrræði varðandi skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir og hins vegar er um að ræða að samhljóða ákvæði með smávægilegum orðalagsbreytingum er fært í þvingunarúrræðisgreinina úr 26. gr. núverandi laga til þess að gæta samræmis og hafa öll þvingunarúrræði á sama stað.

Um 21. gr.


    Í greininni eru lagðar til breytingar á 39. gr., sem verður 59. gr., verði frumvarp þetta að lögum.
    Í a-lið er lögð til breyting á þann veg að kæra megi ákvarðanir um útgáfu starfsleyfa samkvæmt lögunum til fullnaðarúrskurðar ráðherra innan tveggja vikna frá því að ákvörðun um útgáfu starfsleyfis var tekin, í staðinn fyrir að þetta eigi einungis við um starfsleyfi sem Umhverfisstofnun gefur út. Þessi breyting tengist breytingu sem lögð er til á 5. gr. laganna. Sjá nánar umfjöllun um 3. gr. frumvarpsins.
    Þá er lagt til í b-lið að við greinina bætist ný málsgrein sem kveður á um að ágreiningi um ákvarðanir Umhverfisstofnunar er varðar skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir skuli vísa til úrskurðar ráðherra.

Um 22. gr.


    Í greininni er lagt til að Viðauki I falli á brott. Sjá nánar umfjöllun um 10. gr. frumvarpsins.

Um 23. gr.


    Í greininni er gerð grein fyrir því að frumvarpinu er ætlað að innleiða tilskipun 2006/ 21/EB um meðhöndlun úrgangs frá námuiðnaði og tilskipun 2006/66/EB um rafhlöður og rafgeyma og notaðar rafhlöður og rafgeyma. Þá er tilskipun 2008/98/EB um úrgang höfð til hliðsjónar við vinnslu frumvarpsins þó að gerðin sé ekki innleidd að fullu að svo stöddu, sbr. umfjöllun um 2. gr. frumvarpsins.

Um 24. gr.


    Lagt er til að lögin öðlist gildi 1. janúar 2011.

Um 25. gr.


    Um 1. tölul.
    Í a-lið er gerð tillaga um að í 1. tölul. 1. mgr. 8. gr. laganna falli brott orðin „einnota drykkjarvöruumbúðir með skilagjaldi úr áli, stáli, gleri og plastefnum, sbr. viðauka III“ þar sem gert er ráð fyrir að drykkjarvöruumbúðir beri ekki úrvinnslugjald og falli því ekki undir lögin heldur sjái framleiðendur og innflytjendur um framkvæmd málaflokksins og að um hann fari samkvæmt ákvæðum laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, sbr. umfjöllun um 6. gr. frumvarpsins.
    Þá er lagt til að við 8. gr. laganna bætist ný málsgrein, sem verður 5. mgr., og kveður á um að framleiðandi og innflytjandi rafhlaða og rafgeyma beri ábyrgð á þeim rafhlöðum og rafgeymum sem eru framleidd hér á landi eða flutt inn og falla undir viðauka X og XI í lögum um úrvinnslugjald. Í ábyrgð framleiðenda og innflytjenda felst að þeir skulu fjármagna og tryggja meðhöndlun á rafhlöðum og rafgeymum að frátalinni söfnun til söfnunarstöðvar sveitarfélaga og verslana. Skulu framleiðendur og innflytjendur uppfylla skyldur sínar með því að vörurnar beri úrvinnslugjald. Sjá nánari umfjöllun um 7. gr. frumvarpsins.
    Í b-lið er lagt til að stjórn Úrvinnslusjóðs fari með hlutverk stýrinefndar raf- og rafeindatækjaúrgangs. Gert er ráð fyrir að bætt verði við stjórn Úrvinnslusjóðs fulltrúa Félags atvinnurekenda. Skýr greinarmunur verður gerður á því hvenær stjórnin er að störfum samkvæmt lögum um úrvinnslugjald og hvenær hún er að sinna störfum stýrinefndar. Stýrinefndinni er ætlað það hlutverk að hafa umsjón með starfsemi skilakerfa, þ.e. að þau uppfylli skyldur sínar, tryggja að þau virki og safna saman upplýsingum frá þeim til að skila til Umhverfisstofnunar. Stýrinefnd er samstarfsvettvangur atvinnulífsins og þannig ætlað að tryggja að allir innflytjendur og framleiðendur axli ábyrgð sína og að hún deilist niður á þá í samræmi við innflutning og framleiðslu.
    Loks er í c-lið gerð tillaga um að viðauki III, Einnota drykkjarvöruumbúðir með skilagjaldi úr áli, stáli, gleri og plastefnum, falli úr gildi, sbr. a-lið og umfjöllun um 6. gr. frumvarpsins.
     Um 2. tölul.
    Hér eru lagðar til breytingar á fylgiskjali I í lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, í samræmi við þær breytingar sem lagðar eru til í 3. gr. frumvarpsins. Fylgiskjal I fjallar um atvinnurekstur sem Umhverfisstofnun veitir starfsleyfi. Breytingin felst í því að hvað varðar meðhöndlun úrgangs þá falla einungis förgunarstaðir og meðhöndlun og förgun spilliefna undir þann atvinnurekstur sem Umhverfisstofnun veitir starfsleyfi. Öll önnur meðhöndlun úrgangs verður háð starfsleyfi heilbrigðisnefndar. Sjá nánar umfjöllun um 3. gr. frumvarpsins.

Um ákvæði til bráðabirgða I.


    Hér er lagt til að ákvæðin er varða drykkjarvöruumbúðir komi ekki til framkvæmda fyrr en 1. júlí 2011, þ.e. nýr IV. kafli laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, sem fjallar um drykkjarvöruumbúðir úr áli, gleri, plasti, stáli eða sambærilegum efnum.

Um ákvæði til bráðabirgða II.


    Í ákvæðinu er kveðið á um að Umhverfisstofnun skuli ljúka afgreiðslu starfsleyfa fyrir aðrar móttökustöðvar en förgunarstöðvar og fyrir aðra meðferð úrgangs sem eru í vinnslu hjá stofnuninni við gildistöku laganna. Þetta er nauðsynlegt vegna þeirrar breytingar sem er lögð til á 2. mgr. 5. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, sbr. umfjöllun um 3. gr. frumvarpsins, þar sem gert er ráð fyrir að heilbrigðisnefnd veiti leyfi fyrir þessari starfsemi frá og með gildistöku laganna. Ljóst er að einhver starfsleyfi verða í vinnslu hjá Umhverfisstofnun þegar lögin taka gildi og eðlilegt að stofnunin klári þá vinnu. Ætla má að stofnunin verði búin að ljúka afgreiðslu þeirra starfsleyfa sem um ræðir eigi síðar en um mitt ár 2011.

Um ákvæði til bráðabirgða III.


    Í ákvæðinu er gert ráð fyrir að það taki einhvern tíma að koma á framleiðendaábyrgð á drykkjarvöruumbúðir. Því er lagt til að frá 1. janúar 2011 til 1. júlí 2011 skuli leggja skilagjald og umsýslugjald á innfluttar drykkjarvörur í einnota umbúðum úr stáli, áli, gleri og plastefni, sem og drykkjarvörur sem framleiddar eru hér á landi í samræmi við gildandi lög. Þá er einnig gert ráð fyrir að Endurvinnslan hf. endurgreiði neytendum skilagjald með sama hætti og verið hefur til og með 31. desember 2011. Þannig að fram til 1. júlí 2011 á að gefast tími til að koma á nýrri framkvæmd varðandi drykkjarvöruumbúðir.

Um ákvæði til bráðabirgða IV.


    Kveðið er á um að þeir staðir fyrir námuúrgang sem eru starfandi við gildistöku laganna, verði frumvarp þetta að lögum, skuli sækja um starfsleyfi eigi síðar en 1. janúar 2012. Að öðrum kosti skuli þeim lokað. Rétt er að benda á að væntanlega er enginn staður hér á landi sem þetta mun eiga við.Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum.

    Meginefni frumvarpsins lýtur að upptöku skilakerfis með framleiðendaábyrgð fyrir einnota drykkjarvöruumbúðir sem leysi af hólmi núverandi fyrirkomulag. Frumvarpinu er einnig ætlað að leiða í íslenskan rétt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/66/EB um rafhlöður og rafgeyma og tilskipun 2006/21/EB um meðhöndlun spilliefna sem notuð eru eða falla til við námuvinnslu og eru meðhöndluð í námunni sem úrgangur. Þá eru í frumvarpinu lagðar til breytingar á ákvæðum um framleiðendaábyrgð á raf- og rafeindatækjaúrgangi sem ætlað er að skýra og einfalda framkvæmd laganna. Tillögum frumvarpsins um breytingar á útgáfu starfsleyfa fyrir móttökustöðvar úrgangs og meðhöndlun spilliefna er einnig ætlað að einfalda framkvæmd og setja skýrari verkaskiptingu milli Umhverfisstofnunar og heilbrigðisnefnda í þeim efnum.
    Í frumvarpinu er kveðið á um framleiðendaábyrgð á drykkjarvöruumbúðum úr áli, stáli, gleri og plastefnum. Megináhrif frumvarpsins á tekjur og gjöld ríkissjóðs eru þau að samhliða upptöku framleiðendaábyrgðar 1. júlí 2011 mun ríkið hætta álagningu og innheimtu skilagjalds og umsýsluþóknunar á umbúðirnar og þessar ríkistekjur þar með falla niður. Framlag ríkissjóðs til Endurvinnslunnar hf., sem fjármagnað hefur verið með þessum tekjum, fellur sömuleiðis niður og breytingin hefur því einungis áhrif á rekstrarumfang ríkissjóðs en ekki afkomu. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011 er þetta umfang áætlað 1.440 m.kr. miðað við óbreytt lög. Gert er ráð fyrir að Umhverfisstofnun veiti leyfi til rekstrar skilakerfis fyrir drykkjarvöruumbúðir og hafi eftirlit með starfsemi skilakerfa og að stofnuninni verði heimilt að innheimta gjald fyrir hvort tveggja og skal upphæð gjalds taka mið af kostnaði við veitta þjónustu.
    Í ákvæðum frumvarpsins, til innleiðingar á tilskipun 2006/66/EB, er kveðið á um skyldu söfnunarstöðva sveitarfélaga til að hafa aðstöðu og taka gjaldfrjálst á móti rafhlöðum og rafgeymum frá heimilum. Einnig er kveðið á um skyldu þeirra sem selja og dreifa þessum vörum að taka við notuðum eintökum og tryggja viðeigandi ráðstöfun. Mælt er fyrir um skyldu þeirra sem framleiða eða flytja inn rafhlöður og rafgeyma til að fjármagna og tryggja meðhöndlun þeirra eftir að þær eru orðnar að úrgangi og að fjármagna upplýsingagjöf samkvæmt ákvæðum frumvarpsins. Gert er ráð fyrir að framleiðendur og innflytjendur uppfylli þessar skyldur sínar með því að vörurnar beri úrvinnslugjald eins og verið hefur samkvæmt lögum um úrvinnslugjald. Ekki er því reiknað með að þessi hluti frumvarpsins hafi áhrif á tekjur eða gjöld ríkissjóðs.
    Í ákvæðum frumvarpsins, til innleiðingar á tilskipun 2006/21/EB, er kveðið á um að námuúrgangsstaður skuli hafa gilt starfsleyfi Umhverfisstofnunar, skyldu rekstraraðila til að gera úrgangsáætlun, og viðbragðsáætlun ef námuúrgangur telst hættulegur, og leggja fram fjárhagslega tryggingu fyrir því að skyldur sem starfsleyfi fylgja verði uppfylltar. Kostnaður Umhverfisstofnunar fyrir eftirlit með námuúrgangi hefur ekki verið áætlaður en ekki er ástæða til að ætla að þar verði um verulegar fjárhæðir að ræða. Reiknað er með að kostnaðinum verði mætt með gjaldskrárákvæðum laganna.
    Ábyrgð framleiðenda og innflytjenda á raf- og rafeindatækjum og úrvinnslu þess úrgangs sem af þeim hlýst tók gildi 1. janúar 2009. Þær breytingar sem hér eru lagðar til hafa það að markmiði að einfalda og skerpa lagaframkvæmdina í ljósi reynslunnar. Helstu breytingar eru þær að lagt er til að öll raf- og rafeindatæki falli undir lögin, Úrvinnslusjóður fari með hlutverk stýrinefndar og að Umhverfisstofnun skuli halda skrá með upplýsingum um alla framleiðendur og innflytjendur raf- og rafeindatækja. Umhverfisstofnun og Úrvinnslusjóður skulu taka gjald fyrir veitta þjónustu, eftirlit og verkefni vegna raf- og rafeindatækjaúrgangs og skal upphæð gjalda taka mið af kostnaði.
    Meginniðurstaða þessa kostnaðarmats er því sú að lögfesting frumvarpsins leiði til þess að árlegar tekjur og útgjöld ríkisins í fjárlögum og ríkisreikningi í tengslum við lið Endurvinnslunnar hf. falli niður en þær nema um 1,4 milljörðum kr. í ár. Afkoma ríkissjóðs verður því óbreytt eftir sem áður. Í staðinn verði tekin upp framleiðendaábyrgð á einnota drykkjarvöruumbúðum en það kerfi verður rekið utan ríkisstarfseminnar.