Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 212. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 246  —  212. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Auði Ýri Steinarsdóttur, Þóru Hjaltested og Kjartan Gunnarsson frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti, Guðjón Rúnarsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Steinunni Guðbjartsdóttur og Pál Eiríksson frá slitastjórn Glitnis, Heimi Haraldsson frá skilanefnd Glitnis, Ólaf Garðarsson frá slitastjórn Kaupþings og Kristin Bjarnason og Halldór Backman frá slitastjórn Landsbanka Íslands hf.
    Í frumvarpinu eru lagðar til tvenns konar breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki. Markmið breytinganna er að tryggja jafnræði kröfuhafa og að eignir fjármálafyrirtækja í slitum njóti verndar eftir að greiðslustöðvun lýkur.
    Annars vegar er lagt til að gerðar verði breytingar á 4. mgr. 103. gr. laganna þannig að tekin verði af öll tvímæli um að allar reglur kafla um riftun ráðstafana þrotamanns o.fl., XX. kafla laga um gjaldþrotaskipti, eigi við um þau tilvik sem í téðri 103. gr. greinir, þ.e. þegar ekki telst sýnt að eignir fjármálafyrirtækis muni nægja til að efna skuldbindingar þess að fullu.
    Hins vegar er lagt til að gerð verði breyting á ákvæði til bráðabirgða V sem felur í sér að fjármálafyrirtæki sem falla undir sérreglur ákvæðisins verði með dómsúrskurði tekin til slitameðferðar sem um gilda almennar reglur í stað þess að slíkt gerist sjálfkrafa þegar heimild til greiðslustöðvunar hefur runnið sitt skeið á enda.
         Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Í stað orðsins ,,dómur“ í 6. efnismálsl. 2. gr. komi: héraðsdómur.

Alþingi, 16. nóv. 2010.



Lilja Mósesdóttir,


form., frsm.


Arndís Soffía Sigurðardóttir.


Magnús Orri Schram.



Skúli Helgason.


Valgerður Bjarnadóttir.