Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 315. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 382  —  315. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um ákvæði laga og reglugerða um hollustuhætti sem varða matvæli.

Frá Sigurði Inga Jóhannssyni.



     1.      Hver er skilgreining ráðherra á hugtökunum „heimasvæði“, „lítið magn“ og „eigin not“, en í athugasemdum við frumvarp það sem varð að lögum nr.143/2009 (þskj. 17 á 138. löggjafarþingi) segir að samkvæmt reglugerð (EB) nr. 852/2004, um hollustuhætti sem varða matvæli, skuli ríki setja sér eigin reglur á tilteknum sviðum sem varða þetta?
     2.      Hvernig samfellu og skipulag þurfa fyrirtæki að búa við til að reglur Evrópusambandsins gildi um þau, sbr. 9. tölul. aðfaraorða reglugerðarinnar? Er ekki líklegt að einstakir viðburðir, svo sem kökubasarar og bændamarkaðir, þar sem matvæli eru framreidd og seld án nokkurrar samfellu eða skipulags séu undanskildir reglunum?
     3.      Hvernig reglur hyggst ráðherra setja varðandi:
                  a.      frumframleiðslu til eigin nota, svo sem um fisk, villibráð, heimaslátrun, berjatínslu og grænmeti,
                  b.      unnar afurðir úr frumframleiðslu til eigin nota,
                  c.      sölu framleiðenda á litlu magni af eigin framleiðslu beint til neytenda eða í litlar verslanir á heimasvæði sem selja beint til neytenda?
     4.      Hvað líður gerð reglugerðar og gjaldskrár skv. 25. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995, með tilliti til hagsmuna fyrirtækja með litla framleiðslu og/eða hefðbundinna aðferða við framleiðslu, vinnslu og dreifingu?
     5.      Hvað líður setningu reglugerðar um framkvæmd framsals á eftirliti, sbr. 22. gr. laga um matvæli?
     6.      Hefur slíkt framsal eftirlits átt sér stað og ef svo er, hver er þá fjöldi þeirra fyrirtækja sem hafa verið framseld og hvernig fyrirtæki eru það?


Skriflegt svar óskast.