Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 336. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 403  —  336. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002, með síðari breytingum.

Frá umhverfisnefnd.



1. gr.

    Í stað dagsetningarinnar „1. janúar 2011“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða I í lögunum kemur: 1. janúar 2012.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2011.

Greinargerð.


    Í frumvarpi þessu er lagt til að fresta framkvæmd ákvæðis um að leggja úrvinnslugjald á einnota drykkjarvöruumbúðir, í stað núverandi skilagjalds og umsýsluþóknunar á einnota drykkjarvöruumbúðir úr áli, stáli, gleri og plastefnum, til 1. janúar 2012, þannig að starfsemi Endurvinnslunnar hf., sbr. lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, verði óbreytt til ársins 2012.
    Umhverfisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs. Með frumvarpinu er lagt til að sett verði framleiðendaábyrgð á drykkjarvöruumbúðir úr áli, stáli, gleri og plastefnum, í stað núverandi skilagjalds og umsýsluþóknunar á einnota drykkjarvöruumbúðir úr áli, stáli, gleri og plastefnum. Á sama tíma falla lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, úr gildi. Sökum tímaskorts næst ekki að afgreiða frumvarp ráðherra fyrir áætlaðan gildistökutíma laganna 1. janúar 2011. Af þeim ástæðum er lagt til að gildistími ákvæðis til bráðabirgða I í lögum nr. 162/2002 verði framlengdur til þess að starfsemi Endurvinnslunnar hf. geti haldið áfram óbreytt þar til frumvarpið fær afgreiðslu.