Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 70. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 488  —  70. mál.
Svarforsætisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um kostnað ráðuneyta við aðkeypta þjónustu, ráðgjöf og sérverkefni.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvernig skiptist kostnaður ráðuneyta við aðkeypta þjónustu, ráðgjöf og sérverkefni núverandi starfsmanna félagsvísindasviðs Háskóla Íslands á tímabilinu maí 2007 til nóvember 2010?
     2.      Hvernig skiptist framangreindur kostnaður eftir einstökum sérverkefnum, þjónustu og ráðgjöf milli núverandi starfsmanna félagsvísindasviðs Háskóla Íslands og/eða félaga þeirra?


    Fyrrgreind fyrirspurn, í sinni upprunalegu mynd, barst forsætisráðherra 15. október sl. Var þá spurt um kostnað ráðuneyta við aðkeypta þjónustu, ráðgjöf og sérverkefni starfsmanna félags- og mannvísindadeildar Háskóla Íslands á tímabilinu maí 2007 til maí 2010. Leit ráðuneytið svo á að hér væri bæði spurt um verkefni núverandi og fyrrverandi starfsmanna deildarinnar á tímabilinu. Til að unnt væri að svara fyrirspurninni óskaði ráðuneytið eftir því við Háskóla Íslands að hann útvegaði ráðuneytinu lista yfir núverandi og fyrrverandi starfsmenn deildarinnar á framangreindu tímabili enda væru þær upplýsingar ekki aðgengilegar ráðuneytinu með öðrum hætti og ber í því sambandi að hafa í huga að starfsmannalisti deildarinnar sem birtur er heimasíðu Háskóla Íslands tilgreinir aðeins núverandi starfsmenn. Var forseta Alþingis og fyrirspyrjanda tilkynnt um þessa málsmeðferð og jafnframt að þetta mundi óhjákvæmilega leiða til einhverra tafa á því að unnt væri að svara fyrirspurninni enda ekki unnt að kalla eftir svörum úr einstökum ráðuneytum fyrr en starfsmannalistinn lægi fyrir. Hinn 11. nóvember 2010 barst ráðuneytinu bréf frá Alþingi þar sem tilkynnt var um breytingu á fyrirspurninni þess efnis að nú væri einungis spurt um núverandi starfsmenn félags- og mannvísindadeildar. Hinn 16. nóvember barst ráðuneytinu á ný bréf frá Alþingi þar sem tilkynnt var um að fyrirspurnin hefði verið prentuð upp á ný og nú með þeirri breytingu að spurt væri um starfsmenn alls félagsvísindasviðs Háskóla Íslands en ekki einungis starfsmenn félags- og mannvísindadeildar eins og áður. Þann 24. nóvember barst ráðuneytinu síðan enn aftur tilkynning frá Alþingi um að fyrirspurnin hafi verið prentuð upp í þriðja sinn, þá með breytingum að því er varðar tímabilið sem spurt er um. Hefur framgreint óhjákvæmilega valdið töfum á því að unnt hafi verið að svara fyrirspurninni enda hefur jafnan þurft að útbúa ný gögn og senda nýjar upplýsingabeiðnir í öll ráðuneyti í hvert skipti sem fyrirspurninni hefur verið breytt. Er eftir sem áður beðist velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafa á því að svara fyrirspurn þessari.
    Umbeðnar upplýsingar koma fram í eftirfarandi töflu.

Kostnaður ráðuneyta við aðkeypta þjónustu, ráðgjöf og sérverkefni núverandi starfsmanna félagsvísindadeildar Háskólar Íslands.


Ráðuneyti
Nafn starfsmanns Verkefni Fjárhæð Ár
Forsætisráðuneyti
Björg Thorarensen Gerð frumvarps um breytingar á stjórnsýslulögum 257.028 2007
Björg Thorarensen Vinna í ráðgjafarhópi um breytingar á stjórnarskránni 1.365.523 2009
Björg Thorarensen Vinna vegna frumvarpa til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur og stjórnlagaþing
1.058.053

2009
Björg Thorarensen Vinna vegna undirbúnings frumvarps vegna Icesave- samninga
406.944

2009
Róbert Ragnar Spanó Formennska og sérfræðistörf hjá nefnd um starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn
10.563.664

2007–2010
Róbert Ragnar Spanó Ráðgjöf vegna eftirlaunafrumvarps 252.000 2008
Þórhildur Líndal Rannsókn á úrlausnum Mannréttindadómstóls Evrópu með tilliti til réttinda barna
375.000

2007
Trausti Fannar Valsson Úrskurðarnefnd um upplýsingamál 781.000 2008–2009
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir Nefnd um endurskoðun á lögum um Stjórnarráð Íslands 1.648.000 2010
Eiríkur Jónsson Starfshópur um bótamál vegna niðurstaðna nefndar um starfsemi vist- og meðferðaheimila fyrir börn, vegna Breiðavíkur

636.000


2010
Aðalheiður Jóhannsdóttir Nefnd samkvæmt ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 58/2008
6.426

2010
Benedikt Bogason Sérfræðiráðgjöf 133.000 2010
Benedikt Bogason Vinna í lagahópi vegna Icesave-samkomulagsins 360.000 2009
Eiríkur Tómasson Ráðgjöf vegna neyðarástands á fjármálamarkaði 272.000 2009
Daði Már Kristófersson Greinargerð vegna gjaldtöku vatns- og jarðhitaréttinda 686.630 2010
Gunnar Helgi Kristinsson Starfshópur um viðbrögð Stjórnarráðsins við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
800.000

2010
Félags- og tryggingamálaráðuneyti
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson Fyrirlestur vegna sameiningar 60.000 2010
Arnaldur Sölvi Kristjánsson Útreikningur vegna barnatrygginga 280.000 2009
Stefán Ólafsson Vinna við sérhefti Nososko um flæði fólks út af vinnumarkaði
208.000

2009
Stefán Ólafsson Vinna við skýrslu verkefnisstjórnar um endurskoðun alm. trygginga
755.000

2010
Anni Guðný Haugen Yfirlestur handrits um ofbeldi gegn börnum 15.000 2008
Hrefna Friðriksdóttir Sérfræðiráðgjöf vegna frumvarps til breytinga á barnaverndarlögum
212.000

2009
Hrefna Friðriksdóttir Vinna fyrir nefnd um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum
322.000

2009
Hrefna Friðriksdóttir Vinna formanns starfshóps um endurskoðun barnaverndarlaga
1.176.000

2009
Ingólfur Vilhjálmur Gíslason Ritun fræðslubókar um heimilisofbeldi 940.000 2008
Guðný Björk Eydal Fyrirlestur vegna aðgerðarárs gegn fátækt 35.000 2010
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Vinna vegna ráðstefnu um eldri borgara og atvinnulíf 50.000 2010
Stefán Ólafsson Fyrirlestur norrænna ráðherra velferðarmála 30.000 2009
Stefán Ólafsson Fyrirlestur á norrænni ráðstefnu um þátttöku eldri borgara 50.000 2009
Stefán Ólafsson Fyrirestur um atvinnuþátttöku öryrkja 50.000 2009
Freydís J. Freysteinsdóttir Fundur vegna matsteymis um dvalarrými og afgreiðsla 18.624 2009
Íris Björg Kristjánsdóttir Stefnumótun og undirbúningur löggjafar í innflytjendamálum
170.000

2010
Íris Björg Kristjánsdóttir Stefnumótun og undirbúningur löggjafar í innflytjendamálum
170.000

2010
Fjármálaráðuneyti
Helgi Dagbjartur Áss Grétarsson
Ráðgjöf um málefni Icesave

1.508.000

2009
Páll Sigurðsson Kærunefnd útboðsmála 11.789.902 2007–2010
Trausti Fannar Valsson Yfirfasteignamatsnefnd 136.000 2008
Björg Thorarensen Nefnd sem rannsakar mál embættismanna sem veitt hefur verið lausn um stundarsakir
506.433

2008
Skúli Magnússon Aðstoð við löggjöf um opinber innkaup 2.540.579 2007–2010
Benedikt Bogason Prófnefnd um löggildingu endurskoðenda 486.671 2008–2009
Einar Guðbjartsson Þýðingar og ráðgjöf við Reikningsskilaráð 928.672 2007–2008
Elmar H. Hallgrímsson Endurskoðun laga um endurskoðendur 56.094 2009
Háskóli Íslands Mat á áhrifum skattbreytinga 10.597.600 2007–2008
Háskóli Íslands Aðstoð við útreikninga á ýmsum þjóðhagsstærðum í tengslum við samning Sameinuðu þjóðanna um losun gróðurhúsalofttegunda

404.250


2009
Háskóli Íslands Aðstoð við verkefni um þekkingartorg á heilbrigðissviði 1.000.000 2007–2008
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti
Róbert Spanó Heildarendurskoðun umferðarlaga 1.240.000 2009
Heilbrigðisráðuneyti
Stefan Ólafsson Fyrirlestur 30.000 2009
Stefán Ólafsson Formaður nefndar, vinna og skýrsluskrif - 2009
Utanríkisráðuneyti
Eiríkur Tómasson Ráðgjöf vegna frumvarps um alþjóðlega þróunarsamvinnu 49.800 2008
Björg Thorarensen Yfirlestur og svör við spurningalistum ESB 271.296 2009
Jónína Einarsdóttir Umsagnir um umsóknir um styrki til neyðar- og mannúðarstarfa
180.000

2009
Mennta- og menningarmálaráðuneyti
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson Ráðgjöf vegna ráðningar forstöðumanns Rannís 120.000 2008
Trausti Fannar Valsson Vegna frumvarps til laga um opinbera háskóla 219.000 2008
Ingólfur Vilhjálmur Gíslason Vegna jafnréttismánaðar 25.000 2008
Robert Ragnar Spanó Námskeið um stjórnslýslurétt 161.000 2008
Umhverfisráðuneyti
Aðalheiður Jóhannsdóttir Fundur vegna endurskoðunar náttúruverndarlaga 10.000 5.1.2010
Aðalheiður Jóhannsdóttir Fundur vegna laga um Árósasamning 8.000 6.5.2010
Róbert Ragnar Spanó Lögfræðiálit 90.000 15.11.2007
Róbert Ragnar Spanó Lögfræðiráðgjöf 59.500 1.4.2008
Eiríkur Tómasson Lögfæðiálit vegna strands Wilsons Muuga 32.000 24.7.2007
Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti
Björg Thorarensen Vinna við spurningalista frá Evrópuráðinu 66.954 2007
Björg Thorarensen Vinna við greinargerð í máli fyrir mannréttindadómstólnum 312.452 2007
Eyvindur G. Gunnarsson Vinna við Lúganó-samninginn 90.000 2007
Benedikt Bogason Vinna við þýðingu þriggja Haag-samninga um réttarfar 327.720 2007
Björg Thorarensen Vinna við greinargerð í máli fyrir mannréttindadómstólnum 339.233 2008
Björg Thorarensen Vinna í máli fyrir mannréttindadómstólnum 71.417 2008
Ragnheiður Bragadóttir Vinna við frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum
348.300

2008
Björg Thorarensen Vinna í máli fyrir mannréttindadómstólnum 178.544 2008
Björg Thorarensen Vinna í máli fyrir mannréttindadómstólnum 312.452 2008
Björg Thorarensen Vinna í máli fyrir mannréttindadómstólnum 178.544 2008
Benedikt Bogason Vinna við frumvarp um skuldaaðlögun 246.840 2009
Björg Thorarensen Vinna í máli fyrir mannréttindadómstólnum 506.419 2009
Björg Thorarensen Vinna í nefnd um meðferð hælisumsókna 1.347.436 2009
Trausti Fannar Valsson Vinna í nefnd um meðferð hælisumsókna 693.867 2009
Þórhildur Líndal Vinna við frvarp til lögfestingar á samningi Sameinuðu þjóðanna
1.560.000

2009
Björg Thorarensen Vinna í máli fyrir mannréttindadómstólnum 406.944 2010
Björg Thorarensen Vinna vegna formennsku í sérfræðinefnd Evrópuráðs 226.080 2010
Björg Thorarensen Vinna við gerð fimm skýrslna Íslands um samning SÞ 542.592 2010
Björg Thorarensen Vinna í máli fyrir mannréttindadómstólnum 90.432 2010
Björg Thorarensen Vinna í máli fyrir mannréttindadómstólnum 226.080 2010
Iðnaðarráðuneyti
Eiríkur Tómasson Lögfræðiaðstoð vegna breyting á lögum á auðlindasviði 410.850 2007