Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 313. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 584  —  313. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l um breyt. á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld.

Frá meiri hluta efnahags- og skattanefndar (HHj, ÁI, MSch, SII, LRM).



     1.      Á eftir 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                 Á eftir orðunum „á sér stað til“ í 3. málsl. 2. mgr. 11. gr. laganna kemur: samlagsfélags eða.
     2.      Á eftir 4. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                 Eftirfarandi breytingar verða á 32. gr. laganna:
                  a.      1. mgr. fellur brott.
                  b.      3. málsl. 3. mgr. fellur brott.
     3.      Á eftir 5. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                 Við 1. mgr. 55. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Samsköttun skal þó falla niður með félagi sé það tekið til gjaldþrotameðferðar eða sæti slitameðferð, sbr. 101. gr. laga nr. 161/2002.
     4.      9. gr. orðist svo:
                 Í stað orðanna „Þróunarsjóður sjávarútvegsins“ í 1. tölul. 5. mgr. 71. gr. laganna kemur: Fiskræktarsjóður.
     5.      Á eftir 10. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                 Eftirfarandi breytingar verða á 99. gr. laganna:
                  a.      Í stað orðanna „ívilnun skv. 65. gr. og reikningsár skv. 1. mgr. 59. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: og ívilnun skv. 65. gr.
                  b.      Orðin „eða þeim starfsmönnum hans sem fengið hafa til þess sérstaka heimild“ í 2. mgr. falla brott.
     6.      Á eftir 12. gr. komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
                  a.      (17. gr.)
                      Orðin „þar sem vinnuþáttur er samtals að lágmarki 50.000 kr.“ í 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXXV í lögunum falla brott.
                  b.      (18. gr.)
                      6. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXXVI í lögunum orðast svo:
                      Þegar kröfu er breytt í hlutafé í hinu skuldsetta félagi í stað eftirgjafar skal það talið fullnaðargreiðsla hennar. Aðilar geta samið um niðurfellingu á hluta kröfunnar áður en slík greiðsla með hlutafé er innt af hendi. Sé skipt á kröfu og hlutafé skal fara fram mat á verðmæti hlutafjárins og skal matsverðið miðast við þann dag þegar skiptin eiga sér stað. Skuldara ber að tekjufæra mismun á verðmæti hlutafjárins og bókfærðu verði skuldarinnar. Kröfuhafa ber eftir atvikum að tekjufæra eða gjaldfæra mismun á bókfærðu verði kröfunnar og matsverði hlutafjárins. Mat á verðmæti hlutafjár skal unnið af óháðum matsaðila þegar skipti á kröfu og hlutafé fara fram á milli eignatengdra aðila.
     7.      Við 13. gr.
                  a.      Á undan orðunum „á þremur árum“ í a-lið (I.) komi: með jöfnum hætti.
                  b.      Í stað 3. málsl. 1. mgr. b-liðar (II.) komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Þá er skilyrði að arði sé ekki úthlutað vegna tekjuáranna 2010 til og með 2014. Ríkisskattstjóri getur heimilað skattaðila að taka þátt í samsköttun og sameiningu við aðra skattaðila eða skiptingu upp í fleiri félög að uppfylltum skilyrðum þessa ákvæðis.
                  c.      Við bætist nýr liður (III.), svohljóðandi:
                      Þrátt fyrir brottfall 1. mgr. og 3. málsl. 3. mgr. 32. gr. skal þeim aðilum sem keypt hafa framleiðslurétt í landbúnaði fyrir 1. janúar 2011, til hagnýtingar á framleiðsluárinu 2011, heimilt að færa þann stofnkostnað niður með jöfnum fjárhæðum á fimm árum, að frádreginni þeirri niðurfærslu og árafjölda sem þegar hefur átt sér stað.
     8.      Við 17. gr. Orðin „Þróunarsjóður sjávarútvegsins“ í c-lið falli brott.
     9.      Á eftir 25. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                 Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 20. gr. laganna:
                  a.      Orðin „31. desember“ falla brott.
                  b.      Við bætist nýr málsliður svohljóðandi: Hafi einstaklingur átt lögheimili í fleiri en einu sveitarfélagi á tekjuárinu skal leggja á hann útsvar sem skiptist hlutfallslega eftir búsetutíma og skal útsvarshlutfall fyrir hvert búsetutímabil fara eftir því sem viðkomandi sveitarstjórn ákveður skv. 1. mgr. 24. gr. og ef við á 6. mgr. 24. gr.
     10.      Á eftir 28. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                 Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                 Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilsins nóvember og desember á árinu 2010, sbr. 1. mgr. 24. gr., heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, þótt einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða VI í tollalögum, nr. 88/2005.
     11.      Við 38. gr. Á eftir a-lið komi nýr liður sem orðist svo: Í stað fjárhæðarinnar „5 millj. kr.“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: 1 millj. kr.
     12.      Við 39. gr. bætist nýr liður, svohljóðandi: Fyrirsögn greinarinnar fellur brott.
     13.      Á eftir 42. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                 Fyrirsögn II. kafla laganna verður: Umsóknarferli o.fl.
     14.      Við 46. gr.
                  a.      Í stað orðanna „samanlagður kostnaður“ hvarvetna í 1.–3. tölul. 1. mgr. komi: samanlagður styrkhæfur kostnaður.
                  b.      Í stað orðanna „milli landamæra“ í 2. tölul. 2. mgr. komi: yfir landamæri.
     15.      Á eftir 48. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                 Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                 Þrátt fyrir ákvæði 122. gr. skal fyrirkomulag gjalddaga aðflutningsgjalda, hjá aðilum sem njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum, vegna uppgjörstímabilsins nóvember og desember á árinu 2010 vera sem hér segir:
              1.      Þriðjungi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
              2.      Þriðjungi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
              3.      Þriðjungi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 5. degi þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
     16.      Við 49. gr. Í stað orðanna „80 lítra“ í 2. mgr. komi: 78 lítra.
     17.      Við bætist nýr kafli, XVI. kafli, Breyting á lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum, með einni nýrri grein, svohljóðandi:
                 Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                 Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. skal fyrirkomulag gjalddaga vörugjalds, hjá aðilum sem skráðir eru skv. 2. mgr. 4. gr., vegna uppgjörstímabilsins nóvember og desember á árinu 2010 vera sem hér segir:
              1.      Helmingi af vörugjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 9. gr., skal skila eigi síðar en á 28. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
              2.      Helmingi af vörugjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 9. gr., skal skila eigi síðar en á 28. degi þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
     18.      58. gr. orðist svo:
                 Lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda sem hér segir:
                  a.      1., 6., 17., 24., 27.–31., 33.–34., 56.–57. og 59. gr. öðlast gildi 1. janúar 2011,
                  b.      2., 3. og 7.–9. gr., e- og f-liður 10. gr. og 14.–16., 18.–19., 23., 36.–41., 58. og 60.–68. gr. öðlast þegar gildi,
                  c.      4.–5. og 42.–55. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda 2011 vegna tekjuársins 2010,
                  d.      A–d-liður 10. gr. og 11.–12., 20.–21. og 25. gr. öðlast gildi 1. janúar 2011 og koma til framkvæmda við álagningu 2012 og á staðgreiðsluárinu 2011 eftir því sem við á,
                  e.      13., 22., 26. og 35. gr. öðlast þegar gildi og taka ákvæði þeirra jafnt til mála sem rannsókn er þegar hafin í og þeirra sem verða tekin til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins,
                  f.      32. gr. öðlast gildi 1. janúar 2011 og kemur til framkvæmda 1. janúar 2012 vegna útsvars á árinu 2011.