Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 411. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 683  —  411. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um gervigrasvelli og gúmmíkurl úr notuðum dekkjum sem innihalda krabbameinsvaldandi efni og önnur eiturefni.

Frá Siv Friðleifsdóttur.



     1.      Telur ráðherra koma til greina að gefa út tilmæli, að fyrirmynd Svía, um að við viðhald gervigrasvalla sem eru með gúmmíkurli úr notuðum dekkjum verði ávallt notað hættulaust efni?
     2.      Telur ráðherra líklegt að slík tilmæli mundu fækka þeim gervigrasvöllum hérlendis þar sem notað er gúmmíkurl úr notuðum dekkjum á sama hátt og í Svíþjóð, en þar hefur slíkum völlum fækkað úr 91% í um 40% á síðustu fjórum árum?
     3.      Telur ráðherra koma til greina að gefa út tilmæli um að gúmmíkurl úr notuðum dekkjum sem innihalda krabbameinsvaldandi efni og önnur eiturefni verði ekki á nýjum gervigrasvöllum?
     4.      Hyggst ráðherra láta kortleggja hvar þeir gervigrasvellir eru þar sem notað er gúmmíkurl úr notuðum dekkjum með krabbameinsvaldandi efnum og öðrum eiturefnum? Mun ráðherra jafnframt beita sér fyrir því að þær upplýsingar verði gerðar almenningi kunnar?


Skriflegt svar óskast.