Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 420. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 692  —  420. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um gæslu auðlinda og hagsmuna í viðræðum við Evrópusambandið.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.



     1.      Er útræðisréttur sjávarjarða og eignarréttur innan netlaga tryggður í samningaviðræðum við Evrópusambandið?
     2.      Hvaða samtök sem eiga mikilla hagsmuna að gæta í samningaviðræðum við Evrópusambandið hafa sagt sig frá undirbúningi viðræðnanna?
     3.      Hafa íslensk stjórnvöld skilgreint gagnvart Evrópusambandinu hvað flokkast til auðlinda hér á landi og hverjar þær eru?


Skriflegt svar óskast.