Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 131. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 705  —  131. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á samkeppnislögum, nr. 44/2005, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 19. jan.)1. gr.


    Við 9. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Með kæru skal fylgja málskotsgjald, að upphæð 200.000 kr., sem endurgreiðist ef málið vinnst fyrir nefndinni, og rennur gjaldið í ríkissjóð. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála tekur kæru ekki til meðferðar nema málskotsgjald fylgi.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „10., 11. og 12. gr.“ í a-lið 1. mgr. kemur: bannákvæði laga þessara, sáttir eða ákvarðanir sem teknar hafa verið samkvæmt þessum lögum.
     b.      Við 1. mgr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: aðstæðum eða háttsemi sem kemur í veg fyrir, takmarkar eða hefur skaðleg áhrif á samkeppni almenningi til tjóns . Með aðstæðum er m.a. átt við atriði sem tengjast eiginleikum viðkomandi markaðar, þ.m.t. skipulag eða uppbyggingu fyrirtækja sem á honum starfa. Með háttsemi er átt við hvers konar atferli, þ.m.t. athafnaleysi, sem á einhvern hátt hefur skaðleg áhrif á samkeppni á markaði þrátt fyrir að ekki sé brotið gegn bannákvæðum laganna.
     c.      1. og 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Aðgerðir Samkeppniseftirlitsins geta falið í sér hverjar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að efla samkeppni, stöðva brot eða bregðast við athöfnum opinberra aðila sem kunna að hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Samkeppniseftirlitið getur beitt nauðsynlegum úrræðum bæði til breytingar á atferli og skipulagi vegna þeirra atriða sem tilgreind eru í 1. mgr. í réttu hlutfalli við það brot sem framið hefur verið eða þær aðstæður eða háttsemi sem um ræðir.

3. gr.

    Á eftir 17. gr. f laganna kemur ný grein, 17. gr. g, svohljóðandi:
     Fyrirtæki sem tilkynnir samruna skv. 17. gr. a skal greiða samrunagjald og nemur gjaldið 250.000 kr. fyrir hverja samrunatilkynningu. Gjaldið er greitt við afhendingu samrunatilkynningar og rennur það í ríkissjóð.

4. gr.

    Á eftir orðinu „aðili“ í 1. málsl. 41. gr. laganna kemur: þ.m.t. Samkeppniseftirlitið.

5. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.