Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 465. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 755  —  465. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um fjárhagslega áhættu ríkissjóðs og Seðlabanka Íslands vegna fyrirtækja á fjármálamarkaði.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.



     1.      Hversu miklum fjármunum hefur ríkissjóður varið sem hlutafjárframlagi og stofnfé til íslenskra fjármálafyrirtækja, viðskiptabanka, sparisjóða og tryggingafélaga, frá október 2009 til loka árs 2010? Hvernig skiptist hlutafjárframlagið milli einstakra fyrirtækja?
     2.      Hver er fjárhæð lána sem ríkissjóður hefur veitt fjármálafyrirtækjum frá október 2009 til loka árs 2010? Óskað er eftir því að sérstaklega verði tilgreint hvort um víkjandi lán sé að ræða eða ekki og hvernig ábyrgðir skiptast eftir fjármálafyrirtækjum.
     3.      Hefur ríkissjóður veitt ábyrgð á skuldbindingum fjármálastofnana (öðrum en innlánum) frá október 2009? Ef svo er, hvaða ábyrgðir hafa verið veittar og hver er fjárhæð þeirra?
     4.      Hefur ráðherra í hyggju að leggja fram hlutafé eða stofnfé í fjármálafyrirtæki á yfirstandandi ári? Hver er áætluð heildarfjárhæð og um hvaða fyrirtæki er að ræða?
     5.      Hefur ráðherra gert áætlun um hvernig hægt sé að losa þá fjármuni sem bundnir eru í fjármálafyrirtækjum? Ef svo er, í hverju eru þær áætlanir fólgnar?


Skriflegt svar óskast.