Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 512. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 841  —  512. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu við Reykjavíkurhöfn.

Frá Merði Árnasyni.



     1.      Hvert er starfssvið félaga sem heita Austurhöfn-TR, Portus, Ago, Situs, Totus, Hospes, Custos og Hringur? Hverjir eru eigendur þeirra? Hver er fjöldi starfsmanna hjá hverju þessara félaga og hver var velta félaganna árin 2009 og 2010? Af hverju nægir ekki eitt félag?
     2.      Hverjir sátu í stjórnum fyrrgreindra félaga árin 2009 og 2010? Hvað fengu þeir í þóknun fyrir stjórnarsetu þessi ár, alls, hver og einn, og samtals í hverju félagi fyrir sig?
     3.      Hver er nú opinber kostnaðaráætlun Hörpu fullbyggðrar? Hver var upphafleg kostnaðaráætlun?
     4.      Hvernig er Hörpuframkvæmdin fjármögnuð? Hvaða lán hafa fyrrnefnd félög, Reykjavíkurborg og ríkissjóður tekið vegna byggingarinnar, og með hvaða kjörum?
     5.      Hver er áætlaður styrkur ríkis og borgar til framkvæmdarinnar? Hvað verður hann reiddur fram á mörgum árum?
     6.      Hver er viðbótarkostnaður vegna breytinga árið 2010 á fyrri hönnun innanhúss (Ago)?
     7.      Hver er lóðarkostnaður, framkvæmdakostnaður í umhverfi hússins, kostnaður við gatnagerð og kostnaður við bílahús?
     8.      Hver er heildarkostnaður við glerhjúpinn og undirstöður hans? Hver er þar af hönnunar- og verkfræðikostnaður við hjúpinn?
     9.      Hver ber kostnað við tjón á suðurhluta hjúpsins? Hvernig skiptist hann milli aðila?
     10.      Hver er áætlaður kostnaður við árleg þrif á glerhjúpnum (saltstorka, ryk og önnur óhreinindi)?
     11.      Hver annast kostnaðareftirlit með Hörpuframkvæmdinni? Liggja fyrir upplýsingar þaðan um einstaka verkþætti?
     12.      Hvað hafa margir starfsmenn unnið að Hörpu (í mannárum) og hvernig skiptast störfin milli starfsmanna á Íslandi og starfsmanna erlendis eða aðkominna?
     13.      Hvar liggja frammi teikningar að Hörpu (aðal- og séruppdrættir)? Af hverju hafa ekki allir uppdrættir legið frammi hjá byggingarfulltrúanum í Reykjavík?
     14.      Hver eru fyrirhuguð verklok við hvern verkþátt framkvæmdarinnar? Hvernig hafa upphafsáætlanir um framkvæmdahraða staðist?


Skriflegt svar óskast.