Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 303. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 931  —  303. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 17/1991, um einkaleyfi, með síðari breytingum (reglugerðarheimild).

Frá viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón Ögmund Þormóðsson frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti og Elínu R. Jónsdóttur frá Einkaleyfastofu. Nefndinni bárust umsagnir um málið frá Félagi umboðsmanna einkaleyfa og vörumerkja og Viðskiptaráði Íslands.
    Tilgangur frumvarpsins er sá að heimild ráðherra til að ákveða gjöld sem taka mið af kostnaði við rekstur Einkaleyfastofunnar vegna einkaleyfamálefna og þeirrar þjónustu sem veitt er verði gerð skýrari og færð betur til samræmis við þær kröfur sem eru gerðar til innheimtu þjónustugjalda.
    Nefndin gerir ekki athugasemdir við frumvarpið og leggur til að það verði samþykkt óbreytt.
    Sigurður Kári Kristjánsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 24. febr. 2011.



Lilja Mósesdóttir,


form., frsm.


Magnús Orri Schram.


Guðlaugur Þór Þórðarson.



Skúli Helgason.


Eygló Harðardóttir.


Atli Gíslason.



Valgerður Bjarnadóttir.


Margrét Tryggvadóttir.