Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 88. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Prentað upp.

Þskj. 1041  —  88. mál.
Breytt dagsetning.




Breytingartillögur



við till. til þál. um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.



     1.      Í stað orðanna „dómsmála- og mannréttindaráðherra“ í 1. málsl. tillögugreinarinnar komi: innanríkisráðherra.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     2.      2. málsl. tillögugreinarinnar orðist svo: Þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram eigi síðar en 1. desember 2011.
     3.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Í samræmi við 1. mgr. 3. gr. laga nr. 91/2010, um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, verði lögð fyrir landskjörstjórn til umsagnar eftirfarandi spurning sem leggja skal fyrir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslunni: „Á að halda áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins?“