Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 618. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1073  —  618. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um framkvæmdaátak í vegamálum á árunum 2011–2013.

Flm.: Jón Gunnarsson, Bjarni Benediktsson, Ólöf Nordal,


Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Birgir Ármannsson, Einar K. Guðfinnsson,
Kristján Þór Júlíusson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson,
Sigurður Ingi Jóhannsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Þorgerður K. Gunnarsdóttir.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að efna til framkvæmdaátaks í vegamálum á árunum 2011–2013. Á því tímabili verði 22 milljörðum kr. varið til verkefnisins sem viðbót við þau verkefni sem hafa verið ákveðin með fjárlögum 2011.
    Til að fjármagna verkefnið skulu gefin út ríkisskuldabréf sem verði greidd á árunum 2016–2026.

Greinargerð.


    Með tillögu þessari til þingsályktunar er lagt til að auknu fjármagni verði varið í vegaframkvæmdir á næstu árum. Nauðsynlegt er að setja aukinn kraft í þær framkvæmdir en í tillögu þessari er átt við vegaframkvæmdir að jarðgangnagerð undanskilinni. Eðlilegt er að samhliða þessu átaki hefjist framkvæmdir við jarðgangnagerð eins og rætt hefur verið. Fjölmörg verk eru tilbúin til útboðs, mörg þeirra var búið að bjóða út árið 2008 en framkvæmdum var frestað og öðrum sem voru tilbúin til útboðs var slegið á frest.
    Þessi samdráttur í framkvæmdum hefur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir verktakafyrirtæki í jarðvinnu og leitt af sér gjaldþrot fyrirtækja og fjöldauppsagnir starfsfólks. Vegagerðin hefur verulegar áhyggjur af því að þekking og reynsla í greininni muni líða mjög fyrir þann mikla samdrátt sem hefur orðið.
    Meðfylgjandi er yfirlit yfir þau verkefni sem Vegagerðin segir hægt að hefja framkvæmdir við innan einhverra vikna eða mánaða (fjárhæðir í yfirlitinu eru ekki endanlegar). Yfirlitið er grunnur að þeim verkefnum sem líta skal til við ákvörðun á verkefnum sem ráðist verður í á grundvelli þessa framkvæmdaátaks. Sérstaklega þarf einnig að nýta átakið til vegaframkvæmda sem auðvelda aðgengi að vinsælum ferðamannastöðum. Verkefnin sem hægt er að ráðast í með skömmum fyrirvara eru fjölbreytt og á mismunandi stöðum á landinu. Mörg verkefnanna eru brýn en við val á verkefnum og forgangsröðun þeirra á framkvæmdatímanum þarf að líta til eðlilegrar dreifingar milli landshluta. Eðlilegt er við ákvörðun á því átaksverkefni sem hér um ræðir að þau verkefni sem þegar eru á vegáætlun njóti forgangs í framkvæmdaröðun.
    Atvinnusköpun af átakinu yrði mikil og má í því sambandi nefna að samkvæmt áætlun Samtaka atvinnulífsins mundu skapast yfir 500 störf við útboð á verkefnum að verðmæti 6 milljarða kr. sem ríkisstjórnin talaði um að bjóða út á fyrri hluta þessa árs. Ljóst má því vera að með slíku átaki sem hér er lagt til að ráðist verði í muni skapast á annað þúsund störf á næstu árum. Nokkur umræða hefur verið um sérstaka fjármögnum vegna einstakra vegaframkvæmda með veggjöldum. Flutningsmenn eru sammála um að ekki verði gengið lengra í skattaálögum til samgöngumála en nú er orðið. Nýleg hækkun eldsneytisgjalds er ofaukin við þær erfiðu aðstæður sem ríkja í samfélaginu. Umræða og vinna við framtíðarskipulag á innheimtu skatta vegna samgöngumála má ekki verða til þess að tefja þær mikilvægu framkvæmdir sem hér er fjallað um. Slík umræða krefst tíma og frekari rannsókna. Þróun í bílaflota landsmanna til umhverfisvænni og eyðsluminni farartækja kallar á slíka úttekt.


Yfirlit Vegagerðarinnar yfir möguleg útboðsverk fyrstu átta mánuði ársins 2011.
Suðursvæð i 14.2.2011
Vegnr. Kafli. Vegheiti Kaflaheiti Lengd km Kostn. Aths.
1 d8 Hringvegur Hamragilsvegur – Hveragerði 15,0 2.000
26 04 Landvegur Galtalækur – Landmannaleið 11,8 230
204 02 Meðallandsvegur Fossar – Syðri-Fljótar 7,7 110
218 02 Dyrhólavegur Dyrhólavegur2 – Dyrhólaey 4,3 70
264 01 Rangárvallavegur Akurbrekka – Stokkalækur 1,8 58
264 02 Rangárvallavegur Gunnarsholt – Fjallabaksleið 7,5 200
268 01 Þingskálavegur Heiði – Bolholtsskógur 7,5 200
271 01 Árbæjarvegur Kvistir – Árbakki 3,0 70
286 01 Hagabraut Landvegur – Heiðarbraut 4,0 210
305 02 Villingaholtsvegur Gaulverjabæjarvegur – Fljótshólar 6,0 140
304 01 Oddgeirshólavegur Hringvegur – Oddgeirshólar 4,8 50
310 01 Votmúlavegur Jórvík – Nýibær 2,2 120
321 01 Skeiðháholtsvegur Skeiðavegur – Skeiðháholt 1,7 20
341 01 Langholtsvegur Flúðir – Langholtskot 3,3 190
350 01 Grafningsvegur neðri Hlíð – Grafningsvegur efri 4,3 70
360 01 Grafningsvegur efri Sogið – Grafningsvegur neðri 1,3 45
366 01 Böðmóðsstaðavegur Laugarvatnsvegur – Böðmóðsstaðir 2,3 40
F26 11 Sprengisandsleið Vatnsfellsvirkjun 3,5 42
Samtals 3.865
Suðvestursvæði
Vegnr.

Kafli

Vegheiti

Kaflaheiti

Lengd km Kostn. Aths.
1 e3 Hringvegur Bæjarháls – Nesbraut 1,3 250
40 03-04 Hafnarfjarðarvegur Gatnamót við Vífilsstaðaveg 400
Hafnarfjarðarvegur Ýmsar aðgerðir, bætt umferðarflæði 200
41 14-15 Reykjanesbraut Kaldárselsvegur – Krýsuvíkurvegur 2,9 2.600

15

Undirgöng við Straumsvík
140

21

Undirgöng við Grænás
100
48 02-11 Kjósarskarðsvegur Vindás – Þingvallavegur 10,0 400
411 05 Arnarnesvegur Reykjanesbraut – Fífuhvammsvegur 1,8 1.100
413 01 Breiðholtsbraut Göngubrú við Norðlingaholt 100
415 04 Álftanesvegur Hafnarfjarðarv. – Bessastaðav. 4,0 800
Samtals 6.090
Norðvestursvæði
Vegnr.

Kafli

Vegheiti

Kaflaheiti

Lengd km Kostn. Aths.
1 g5 Hringvegur Um Borgarfjarðarbrú 2,3 60
1 m5

Vatnshlíð – Valadalsá
1,5 110
50 04 Borgarfjarðarbraut Reykjadalsá 1,7 280
54 05 Snæfellsnesvegur Haffjarðará 1,0 344
60 33 Vestfjarðavegur Eiði – Þverá 3.000
61 38 Djúpvegur Súðavíkurhlíð 50 Snjóflóð
62 03 Barðastrandarvegur Hrísnesá 20 Ræsi í stað brúar
68 10 Innstrandavegur Þorpar – Hvalvík 3,4 210
505 01 Melasveitarvegur Hringvegur – Bakkanáma 1,5 36
508 02 Skorradalsvegur Hvammur – Dagverðarnes 2,6 150
509 02 Akranesvegur Undirgöng hjólandi og reiðmenn 35 Öryggisaðgerð
522 03 Þverárhlíðarvegur Hjarðarholt – Borgarfjarðarbraut 3,6 107
550 04 Kaldadalsvegur Langjökulsvegur – Hálsasveitarvegur 7,3 Óvíst
643 02 Strandavegur Djúpvegur – Geirmundarstaðarvegur 457
704 01 Miðfjarðarvegur Hringvegur – Staðarbakki 4,5 150
724 01 Reykjabraut Hringvegur – Svínvetningabraut 7,2 164
746 01 Tindastólsvegur Þverárfjallsvegur – skíðasvæði 4,0 85
752 03 Skagafjarðarvegur Hafgrímsstaðir – Stekkjarholt 165
5750 01 Kvíabryggjuvegur Snæfellsnessvegur – Kvíabryggja 2,26 35 Héraðsvegur
Samtals 5.458
Norðaustursvæði
Vegnr.

Kafli

Vegheiti

Kaflaheiti

Lengd km Kostn. Aths.
1 Hringvegur Vaðlaheiðargöng 10.700
r5 Um Jökulsá á Fjöllum 2,6 950
s6 Ysta Rjúkandi (brú) 1,0 180
t7 Vatnsdalsá – Axarvegur 6,0 330
u4 Berufjarðarbotn (þverun) 4,6 770
82 05 Ólafsfjarðarvegur Snjóflóðavörn við Sauðanes 1. áfangi 50
87 02 Kísilvegur Frá slitlagsenda til norðurs 3,1 120
92 09 Norðfjarðarvegur Norðfjarðargöng 10.500
96 01 Suðurfjarðavegur Fáskrúðsfjarðarbotn 2,5 350
807 01 Skíðadalsvegur Skáldalækur – Brautarhóll 3,6 145
01

Hofsá – Ytra Hvarf
3,4 120
815 01 Hörgárdalsvegur Skriða – Brakandi 4,0 200
816 Dagverðareyrarvegur Helluland – Gásir 1,2 25
826 01 Hólavegur Gnúpufell – Arnarfell 4,7 110
842 01 Bárðardalsv. vestri Hringvegur – Hlíðarendi 10,8 240
854 01 Staðarbraut Aðaldalsvegur – Laxá 4,5 120
862 Dettifossvegur Dettifoss – Norðausturvegur 30,0 1.700
917 Hlíðarvegur Fossvellir – Hallgeirsstaðir 8,0 250
923 Jökuldalsvegur Gilsá – Arnórsstaðir 3,4 120
Samtals 26.980
Samtals allt landið 42.393