Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 619. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1075  —  619. mál.




Fyrirspurn



til efnahags- og viðskiptaráðherra um skuldamál lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.



     1.      Hvað er áætlað að mörg fyrirtæki muni fara á svokallaða „beina braut“ sem er samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja til þess að flýta fjárhagslegri endurskipulagningu þeirra?
     2.      Hversu mörg fyrirtæki eru nú til meðferðar á grundvelli „beinu brautarinnar“ hjá einstökum bankastofnunum?
     3.      Hvað líður úrvinnslu skuldamála þessara fyrirtækja og hvenær má ætla að afgreiðslu mála þeirra verði lokið í bönkum og fjármálastofnunum?
     4.      Verður viðlíka úrræðum beitt gagnvart fyrirtækjum sem skulda meira en 1 milljarð króna?