Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 511. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1085  —  511. mál.




Svar



velferðarráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar um niðurskurð mannafla heilbrigðisstofnana.

     1.      Hver er áætlaður raunniðurskurður mannafla heilbrigðisstofnana árið 2011, sundurliðað eftir starfsstéttum?
    Í töflu 1 eru upplýsingar sem safnað var til að svara fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, svar á þskj. 875 – 447. mál, en þar var spurt um fækkun starfa á heilbrigðisstofnunum vegna niðurskurðar í fjárlögum 2011. Gert er ráð fyrir að raunniðurskurður mannafla heilbrigðisstofnana árið 2011 svari til alls 86,7 stöðugilda. Auk sundurliðunar eftir starfsstéttum má í töflunni sjá fækkun starfsmanna og stöðugilda eftir stofnunum og kyni.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Til frekari skýringa og samanburðar eru í töflu 2 upplýsingar úr svari á þskj.138 – 51. máli, um heildarfjölda starfsmanna og stöðugilda á hverri stofnun, ásamt svörum heilbrigðisstofnana um fækkun stöðugilda og reiknuðu hlutfalli þeirra af heildarfjölda stöðugilda.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     2.      Hver eru áætluð áhrif niðurskurðar sem var frestað til ársins 2012 á mannafla heilbrigðisstofnana, sundurliðað eftir starfsstéttum?

    Frestun á niðurskurði var af tvennum toga. Annars vegar var frestað fjórðungi þeirra lækkunar sem fyrirhuguð var 2011 vegna þess hve stutt var í áramót og ljóst að áhrif aðgerða sem snúa að starfsmannahaldi mundu ekki ná fram að ganga fyrr en í apríl 2011. Hins vegar var ákveðið að engin stofnun skyldi standa frammi fyrir meiri samdrætti en sem nam 10% af gildandi fjárlögum.
    Heilbrigðisstofnanir hafa ekki kynnt tillögur um niðurskurð fyrir árið 2012, né liggja fjárlagatillögur næsta árs fyrir. Ekki er því hægt að áætla áhrif niðurskurðar 2012 á mannafla fyrr en nánari upplýsingar liggja fyrir. Hægt er þó að fullyrða að þau aðhaldsáform sem frestað var til ársins 2012, ef af þeim verður, leiða ekki til uppsagna nema í litlum mæli á næsta ári.