Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 298. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1161  —  298. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um stjórn vatnamála.

Frá umhverfisnefnd.     1.      Við 7. gr. Í stað orðanna „einstök vatnshlot“ í c-lið 2. mgr. komi: gerðir vatnshlota.
     2.      Við 9. gr. Í stað orðsins „haghafa“ í 3. málsl. 3. mgr. komi: hagsmunaaðila.
     3.      Við 10. gr. Greinin ásamt fyrirsögn orðist svo:

Samstarf rannsóknarstofnana.


                  Veðurstofa Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Veiðimálastofnun og Hafrannsóknastofnunin leggja fram gögn og sérfræðiþekkingu við framkvæmd laga þessara. Um nánari tilhögun þessa samstarfs fer eftir samningum sem Umhverfisstofnun annast við framantaldar stofnanir samkvæmt reglugerð sem ráðherra setur.
                  Umhverfisstofnun semur við Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Veiðimálastofnun og Hafrannsóknastofnunina um einstök verk við framkvæmd laga þessara, og getur jafnframt samið við aðra um að vinna slík verk. Ráðherra setur nánari reglur um slíka samninga í reglugerð.
     4.      Við 11. gr. Greinin orðist svo:
                  Flokka skal vatn í vatnshlot og gerðir vatnshlota og meta þau.
                  Mat á yfirborðsvatnshloti skal byggjast á fyrirliggjandi gögnum hverju sinni og taka fyrir hverja vatnshlotsgerð mið af skilgreindum líffræðilegum gæðaþáttum auk vatnsformfræðilegra og efna- og eðlisefnafræðilegra þátta eftir því sem við á. Umhverfismarkmið eru skilgreind eftir gerðum vatnshlota og skulu vera samanburðarhæf.
                  Ástand grunnvatns skal metið eftir magnstöðu þess og efnafræðilegum þáttum. Umhverfismarkmið eru skilgreind eftir gerðum grunnvatnshlota og skulu vera samanburðarhæf.
                  Mat á gæðaþáttum yfirborðs- og grunnvatnshlota skal byggjast á umhverfismarkmiðum í samræmi við ákvæði sem ráðherra setur í reglugerð, sbr. 29. gr.
                  Í vatnaáætlun skulu sett umhverfismarkmið sem eru í samræmi við ákvæði þessa kafla.
     5.      Við 14. gr.
                  a.      Í stað orðsins „hættulegra“ í 1. mgr. kemur: skaðlegra.
                  b.      Fyrisögn greinarinnar orðist svo: Skaðleg og þrávirk efni (forgangsefni).
     6.      Við 19. gr. F-liður 1. mgr. orðist svo: greinargerð fyrir umhverfismarkmið fyrir gerðir vatnshlota og fyrir breytingu á gerðum vatnshlota.
     7.      Við 25. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „vernduð“ í 1. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. kemur: og viðkvæm.
                  b.      Á eftir orðinu „vernduð“ í fyrirsögn kemur: og viðkvæm.
     8.      Við 28. gr.
                  a.      3. mgr. orðist svo:
                     Við afgreiðslu umsóknar um leyfi til nýtingar vatns og við aðra leyfisveitingu til framkvæmda á grundvelli vatnalaga, laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu og um leyfi á grundvelli skipulagslaga og laga um mannvirki skal leyfisveitandi tryggja að leyfið sé í samræmi við þá stefnumörkun um vatnsvernd sem fram kemur í vatnaáætlun.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, 5. mgr., svohljóðandi:
                     Til að knýja á um framkvæmd ráðstafana samkvæmt 2.–4. mgr. er Umhverfisstofnun heimilt að veita viðkomandi sveitarfélagi eða leyfisveitanda áminningu. Jafnframt skal Umhverfisstofnun veita hæfilegan frest til úrbóta. Ef ekki er orðið við tilmælum um úrbætur innan tiltekins frests er Umhverfisstofnun heimilt að ákveða dagsektir þar til úr er bætt. Dagsektir renna til ríkissjóðs og skal hámark þeirra vera 500.000 kr.