Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 673. máls.

Þskj. 1190  —  673. mál.Frumvarp til laga

um greiðsluþjónustu.

(Lagt fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010–2011.)
I. KAFLI
Almenn ákvæði.
1. gr.
Gildissvið.

    Lög þessi gilda um greiðsluþjónustu sem veitt er hér á landi.
    Ákvæði III.–V. kafla, að undanskilinni 67. gr., skulu þó einungis gilda ef bæði greiðsluþjónustuveitandi greiðanda og greiðsluþjónustuveitandi viðtakanda greiðslu eru staðsettir í aðildarríki eða ef einungis einn greiðsluþjónustuveitandi kemur að framkvæmd greiðslunnar og hann er staðsettur í aðildarríki.
    Ákvæði III.–V. kafla gilda um greiðsluþjónustu sem veitt er í evrum eða gjaldmiðli annars aðildarríkis. Þó skulu ákvæði 64.–67. gr. aðeins gilda um eftirfarandi greiðslur:
     a.      greiðslur í evrum,
     b.      greiðslur í íslenskum krónum innan Íslands,
     c.      greiðslur sem fela aðeins í sér einn gjaldmiðilsumreikning milli evru og íslenskrar krónu að því tilskildu að gjaldmiðilsumreikningurinn fari fram á Íslandi og, þegar um er að ræða greiðslur yfir landamæri, að þær fari fram í evrum,
     d.      aðrar greiðslur innan aðildarríkjanna, nema um annað hafi verið samið; þetta á þó ekki við um 67. gr. sem er ófrávíkjanleg.

2. gr.

    Lög þessi gilda ekki um:
     1.      Greiðslur sem fara einvörðungu fram í reiðufé beint frá greiðanda til viðtakanda greiðslu milliliðalaust.
     2.      Greiðslur frá greiðanda til viðtakanda greiðslu fyrir milligöngu umboðsmanns sem hefur leyfi til að semja um og ganga frá sölu eða kaupum á vörum eða þjónustu fyrir hönd greiðanda eða viðtakanda greiðslu.
     3.      Flutning í atvinnuskyni á seðlum og mynt, þ.m.t. söfnun, flutningur, umsýsla og afhending.
     4.      Greiðslur sem felast í söfnun á reiðufé og afhendingu, sem er ekki í atvinnuskyni, innan ramma starfsemi sem er rekin í góðgerðarskyni eða ekki í hagnaðarskyni.
     5.      Þjónustu þar sem viðtakandi greiðslu afhendir greiðanda reiðufé sem hluta af greiðslu í kjölfar skýrrar beiðni notanda greiðsluþjónustu við framkvæmd greiðslu til kaupa á vöru eða þjónustu.
     6.      Peningaskiptastarfsemi, þ.e. rekstur sem byggist á staðgreiðslu í reiðufé og fjármunir eru ekki fyrir hendi á greiðslureikningi.
     7.      Greiðslur á fjármunum sem byggjast á tékkum, ferðatékkum, víxlum, úttektarseðlum eða póstávísunum á pappír.
     8.      Greiðslur sem fara fram í greiðslu- eða verðbréfauppgjörskerfi milli uppgjörsaðila, milligönguaðila, greiðslujöfnunarstöðva og/eða seðlabanka og annarra aðila að kerfinu og greiðsluþjónustuveitenda, sbr. þó 6. gr.
     9.      Greiðslur sem tengjast umsýslu verðbréfa, þ.m.t. arðgreiðslur og aðrar tekjur, svo sem vegna innlausnar eða sölu, sem aðilar þeir er um getur í 8. tölul. eða fjármálafyrirtæki með leyfi til að stunda viðskipti og þjónustu með fjármálagerninga samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti eða verðbréfa- og fjárfestingarsjóðir annast.
     10.      Stoðþjónustu tækniþjónustufyrirtækja við greiðsluþjónustu sem felur ekki í sér að þau hafi nokkurn tíma eignarhald á þeim fjármunum sem millifæra skal, þ.m.t. úrvinnsla og geymsla gagna, þjónusta við verndun trúnaðarupplýsinga og friðhelgi einkalífs, sannvottun gagna og eininga, þjónustuveita upplýsingatækni- og samskiptanets og útvegun og viðhald skjástöðva og búnaðar fyrir greiðsluþjónustu.
     11.      Þjónustu sem byggist á miðlum sem aðeins er unnt að nota til kaupa á vörum og þjónustu á athafnasvæði útgefanda eða samkvæmt viðskiptasamningi við útgefanda, annaðhvort innan afmarkaðs þjónustukerfis þjónustuveitenda eða fyrir takmarkað svið vara og þjónustu.
     12.      Greiðslur sem framkvæmdar eru með tilstyrk hvers kyns fjarskiptabúnaðar, stafræns búnaðar eða upplýsingatæknibúnaðar þegar keyptar vörur eða þjónusta er afhent til og skal notuð í slíkum búnaði, að því tilskildu að rekstraraðili búnaðarins starfi ekki einvörðungu sem milliliður milli notanda greiðsluþjónustu og afhendingaraðila vara og þjónustu.
     13.      Greiðslur sem fara milli greiðsluþjónustuveitenda, umboðsaðila þeirra eða útibúa fyrir þeirra eigin reikning.
     14.      Greiðslur milli móður- og dótturfélags eða milli dótturfélaga sama móðurfélags sem framkvæmdar eru fyrir milligöngu greiðsluþjónustuveitanda eða greiðsluþjónustuveitenda sem tilheyra sömu samstæðu.
     15.      Þjónustu í tengslum við úttekt reiðufjár í hraðbanka fyrir hönd eins eða fleiri kortaútgefenda og þjónustuveitandinn er ekki aðili að rammasamningi við viðskiptavininn sem tekur út peninga af greiðslureikningi. Þetta á þó ekki við ef þjónustuveitandinn veitir aðra þjónustu sem telst greiðsluþjónusta í skilningi 4. gr.

3. gr.

Ófrávíkjanleiki.


    Óheimilt er að víkja með samningi frá ákvæðum laga þessara notendum greiðsluþjónustu í óhag, nema að því leyti sem lögin heimila sérstaklega.

4. gr.
Greiðsluþjónusta.

    Með greiðsluþjónustu er í lögum þessum átt við:
     1.      Þjónustu sem gerir kleift að leggja reiðufé inn á greiðslureikning ásamt öllum aðgerðum sem nauðsynlegar eru til reksturs greiðslureiknings.
     2.      Þjónustu sem gerir kleift að taka reiðufé út af greiðslureikningi ásamt öllum aðgerðum sem nauðsynlegar eru vegna rekstrar greiðslureiknings.
     3.      Framkvæmd greiðslna, þ.m.t. millifærslur fjármuna á og af greiðslureikningi hjá greiðsluþjónustuveitanda notanda eða hjá öðrum greiðsluþjónustuveitanda:
                  a.      framkvæmd beingreiðslna, þ.m.t. einstakra beingreiðslna,
                  b.      framkvæmd greiðslna með greiðslukorti eða sambærilegum búnaði,
                  c.      framkvæmd eignfærslna, þ.m.t. boðgreiðslur.
     4.      Framkvæmd greiðslna ef fjármunir eru tryggðir með lánalínu fyrir notanda greiðsluþjónustu:
                  a.      framkvæmd beingreiðslna, þ.m.t. einstakra beingreiðslna,
                  b.      framkvæmd greiðslna með greiðslukorti eða sambærilegum búnaði,
                  c.      framkvæmd eignfærslna, þ.m.t. boðgreiðslur.
     5.      Útgáfu greiðslumiðla og/eða færsluhirðingu.
     6.      Peningasendingu.
     7.      Framkvæmd greiðslna þegar samþykki greiðanda fyrir framkvæmd greiðslu er veitt fyrir tilstilli hvers kyns fjarskipta, stafrænna tækja eða upplýsingatæknitækja og viðtakandi greiðslu er rekstraraðili fjarskiptafyrirtækisins, upplýsingatæknikerfisins eða netkerfisins sem er aðeins í hlutverki milliliðar milli notanda greiðsluþjónustu og afhendingaraðila á vörum og þjónustu.

5. gr.
Greiðsluþjónustuveitendur.

    Greiðsluþjónustuveitendum er einum heimilt að veita greiðsluþjónustu hér á landi, enda hafi þeir tilskilin leyfi stjórnvalda hér á landi eða í öðru aðildarríki.

6. gr.
Þátttaka í greiðslukerfum.

    Greiðsluþjónustuveitendum skal vera heimilt að gerast þátttakendur í greiðslukerfi í samræmi við 2. og 3. mgr., sbr. þó 4. mgr.
    Reglur um þátttöku í greiðslukerfum skulu vera hlutlægar, án mismununar og hóflegar. Þær mega ekki hamla aðgangi meira en nauðsynlegt er til að verjast tiltekinni áhættu, svo sem uppgjörsáhættu, rekstraráhættu eða viðskiptaáhættu, og vernda fjárhags- og rekstrarlegan stöðugleika greiðslukerfisins.
    Greiðslukerfi skulu ekki fela í sér kröfur til greiðsluþjónustuveitenda, notenda greiðsluþjónustu eða annarra greiðslukerfa sem:
     a.      takmarka virka þátttöku þeirra í öðrum greiðslukerfum,
     b.      mismuna greiðsluþjónustuveitendum að því er varðar rétt, skyldu eða heimildir þátttakenda, eða
     c.      setja takmarkanir á grundvelli félagaréttarlegrar stöðu.
    Ákvæði 1.–3. mgr. gilda ekki um:
     a.      greiðslukerfi sem viðurkennd hafa verið og hafa verið tilkynnt til Eftirlitsstofnunar EFTA í samræmi við lög nr. 90/1999, um öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum,
     b.      greiðslukerfi þar sem þátttaka einskorðast við greiðsluþjónustuveitendur sem tilheyra tiltekinni samstæðu, eða
     c.      greiðslukerfi þar sem greiðsluþjónustuveitandi, hvort sem hann er einn aðili eða samstæða, sbr. b-lið:
                  1.      kemur fram eða getur komið fram sem greiðsluþjónustuveitandi bæði fyrir greiðanda og viðtakanda greiðslu og ber einn ábyrgð á starfrækslu kerfisins, og
                  2.      heimilar öðrum greiðsluþjónustuveitendum þátttöku í kerfinu þar sem þátttökugjaldið vegna aðildar er ekki umsemjanlegt, en þátttakendur mega ákvarða eigin verðlagningu gagnvart greiðanda og viðtakanda greiðslu.
    Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessa ákvæðis, þ.m.t. að því er varðar eftirlit.

7. gr.
Orðskýringar.

    Í lögum þessum merkir:
     1.      Aðildarríki: Ríki sem er aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, aðili að stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjar.
     2.      Beingreiðsla: Greiðsluþjónusta við skuldfærslu á greiðslureikningi greiðanda þegar viðtakandi greiðslu á frumkvæði að greiðslu á grundvelli samþykkis greiðanda gagnvart viðtakanda, greiðsluþjónustuveitanda viðtakanda eða eigin greiðsluþjónustuveitanda.
     3.      Fjarsamskiptamiðill: Miðill sem nota má til að koma á greiðsluþjónustusamningi milli greiðsluþjónustuveitanda og notanda greiðsluþjónustu án þess að aðilar séu viðstaddir samtímis í eigin persónu.
     4.      Fjármunir: Peningaseðlar og mynt, inneign á greiðslureikningum og rafeyrir samkvæmt skilgreiningu laga um fjármálafyrirtæki.
     5.      Gildisdagur: Viðmiðunartími sem greiðsluþjónustuveitendur nota til að reikna vexti af fjármunum sem eru skuldfærðir eða eignfærðir á greiðslureikning.
     6.      Greiðandi: Einstaklingur eða lögaðili sem á greiðslureikning og heimilar greiðslufyrirmæli tengd greiðslureikningnum eða, þegar engum greiðslureikningi er fyrir að fara, einstaklingur eða lögaðili sem gefur greiðslufyrirmæli.
     7.      Greiðsla: Aðgerð sem greiðandi eða viðtakandi greiðslu á frumkvæði að með því að leggja inn, millifæra eða taka út fjármuni, án tillits til þess hvort skuldbindingar liggi til grundvallar aðgerðinni milli greiðanda og viðtakanda greiðslu.
     8.      Greiðslufyrirmæli: Hvers kyns fyrirmæli greiðanda eða viðtakanda greiðslu til greiðsluþjónustuveitanda síns um framkvæmd greiðslu.
     9.      Greiðslukerfi: Kerfi til að yfirfæra fjármuni með formlegu og stöðluðu fyrirkomulagi og sameiginlegum reglum um meðferð, greiðslujöfnun og/eða uppgjör greiðslna.
     10.      Greiðslumiðill: Hvers kyns persónubundinn búnaður og/eða verklag sem greiðsluþjónustuveitandi og notandi greiðsluþjónustu koma sér saman um og notandinn notar til að gefa greiðslufyrirmæli.
     11.      Greiðslureikningur: Reikningur á nafni eins eða fleiri notenda greiðsluþjónustu sem notaður er við framkvæmd greiðslu.
     12.      Greiðslustofnun: Lögaðili sem fengið hefur leyfi til starfrækslu greiðsluþjónustu skv. II. kafla hér á landi eða í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu.
     13.      Greiðsluþjónusta: Þjónusta skv. 4. gr.
     14.      Greiðsluþjónustuveitandi:
                  a.      Fjármálafyrirtæki með starfsleyfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki til móttöku innlána eða annarra endurgreiðanlegra fjármuna frá almenningi og veitingar útlána fyrir eigin reikning, þ.m.t. talin útibú.
                  b.      Rafeyrisfyrirtæki.
                  c.      Póstrekandi með rekstrarleyfi samkvæmt lögum um póstþjónustu.
                  d.      Seðlabanki Evrópu (ECB) og seðlabankar ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu þegar þeir eru ekki í hlutverki stjórnvalds peningamála.
                  e.      Stjórnvöld ef greiðsluþjónusta tengist ekki hlutverki þeirra sem slíkra.
                  f.      Peninga- og verðmætasendingarþjónusta samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti sem uppfyllir skilyrði II. kafla.
                  g.      Greiðslustofnun skv. II. kafla.
     15.      Notandi greiðsluþjónustu: Einstaklingur eða lögaðili sem nýtir sér greiðsluþjónustu annaðhvort sem greiðandi eða viðtakandi greiðslu, eða hvort tveggja.
     16.      Neytandi: Einstaklingur sem í samningum um greiðsluþjónustu kemur fram í öðrum tilgangi en vegna starfs síns eða atvinnurekstrar.
     17.      Peningasending: Greiðsluþjónusta þar sem tekið er við fjármunum frá greiðanda, án þess að stofnaðir hafi verið greiðslureikningar í nafni greiðanda eða viðtakanda greiðslu, í þeim eina tilgangi að senda samsvarandi fjárhæð til viðtakanda greiðslu eða til annars greiðsluþjónustuveitanda fyrir hönd viðtakanda greiðslu og/eða þegar tekið er við fjármunum fyrir hönd viðtakanda greiðslu og þeir afhentir honum til ráðstöfunar.
     18.      Rammasamningur: Samningur um greiðsluþjónustu þar sem kveðið er á um framkvæmd einstakra greiðslna og röð greiðslna í framtíðinni og sem kann að fela í sér skyldu til stofnunar greiðslureiknings og skilmála þar um.
     19.      Samstæða: Samstæða í skilningi laga um ársreikninga.
     20.      Sannvottun: Aðferð sem gerir greiðsluþjónustuveitanda kleift að sannreyna notkun tiltekins greiðslumiðils, þ.m.t. persónubundnar öryggisráðstafanir.
     21.      Sérstakt kennimerki: Samsetning bókstafa, tölustafa eða tákna sem greiðsluþjónustuveitandi úthlutar notanda greiðsluþjónustu og tilgreina skal vegna framkvæmdar greiðslu til að unnt sé að bera ótvíræð kennsl á notandann og/eða greiðslureikning hans.
     22.      Smágreiðslumiðill: Greiðslumiðill sem rammasamningur kveður á um að einstakar greiðslur með fari ekki yfir jafnvirði 30 evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni eða hefur annaðhvort útgjaldaþak sem nemur jafnvirði 150 evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni eða geymir fjármuni sem fara aldrei yfir jafnvirði 150 evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni.
     23.      Stofnfé:
                  a.      Innborgað fé sem talið er til eigin fjár samkvæmt þeim lögum sem gilda um rekstrarform greiðslustofnunar, að viðbættum yfirverðsreikningi en að undanskilinni heildarfjárhæð forgangshlutar, og
                  b.      lögbundinn varasjóður og óráðstafað eigið fé.
     24.      Útibú: Starfsstöð önnur en aðalskrifstofa sem er hluti af greiðslustofnun og telst ekki sjálfstæður lögaðili og framkvæmir beint nokkrar eða allar greiðslur sem fylgja rekstri greiðslustofnunar. Allar starfsstöðvar greiðslustofnunar í einu og sama ríkinu á Evrópska efnahagssvæðinu skulu teljast eitt útibú ef aðalskrifstofa greiðslustofnunarinnar er í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu.
     25.      Varanlegur miðill: Sérhvert tæki sem gerir notanda greiðsluþjónustu kleift að geyma upplýsingar, sem beint er til hans persónulega, á þann hátt að þær séu aðgengilegar til samanburðar síðar og eins lengi og nægir miðað við tilgang upplýsinganna, og gerir kleift að afrita upplýsingarnar óbreyttar.
     26.      Viðmiðunargengi: Gengið sem er notað til grundvallar útreikningi við gjaldeyrisviðskipti og er aðgengilegt hjá greiðsluþjónustuveitanda eða opinberlega.
     27.      Viðmiðunarvextir: Vaxtastig sem notað er til grundvallar útreikningi á vöxtum og aðgengilegt er opinberlega og báðir aðilar að greiðsluþjónustusamningi geta sannreynt.
     28.      Viðtakandi greiðslu: Einstaklingur eða lögaðili sem er fyrirhugaður viðtakandi fjármuna sem hafa verið viðfang greiðslu.
     29.      Viðskiptadagur: Dagur þegar greiðsluþjónustuveitandi greiðanda eða viðtakanda, sem er aðili að framkvæmd greiðslu, er opinn og starfar eftir því sem þörf fyrir framkvæmd greiðslu krefur.

II. KAFLI
Greiðslustofnanir. Peninga- og verðmætasendingarþjónusta.
A. Stofnun og fjárhagsgrundvöllur.
8. gr.
Rekstrarform og höfuðstöðvar.

    Greiðslustofnun skal starfa sem lögaðili.
    Greiðslustofnun sem fengið hefur starfsleyfi skv. 14. gr. skal hafa höfuðstöðvar sínar hér á landi.

9. gr.

Stofnfé.


    Stofnfé greiðslustofnunar skal á hverjum tíma taka mið af þeirri greiðsluþjónustu skv. 4. gr. sem greiðslustofnun veitir.
    Stofnfé greiðslustofnunar skal á hverjum tíma nema að lágmarki:
     a.      jafnvirði 20.000 evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni ef greiðslustofnun veitir einungis greiðsluþjónustu skv. 6. tölul. 4. gr.,
     b.      jafnvirði 50.000 evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni ef greiðslustofnun veitir greiðsluþjónustu skv. 7. tölul. 4. gr.,
     c.      jafnvirði 125.000 evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni ef greiðslustofnun veitir greiðsluþjónustu skv. 1.–5. tölul. 4. gr.

10. gr.
Eiginfjárgrunnur.

    Eiginfjárgrunnur greiðslustofnunar samkvæmt skilgreiningu laga um fjármálafyrirtæki má á hverjum tíma eigi nema lægri fjárhæð en kveðið er á um í 9. eða 11. gr., hvor fjárhæðin sem er hærri.
    Greiðslustofnun sem tilheyrir samstæðu þar sem í er önnur greiðslustofnun, fjármálafyrirtæki eða vátryggingafélag er einungis heimilt að telja eiginfjárliði einu sinni til eiginfjárgrunns. Það sama á við ef greiðslustofnun stundar aðra starfsemi en veitingu greiðsluþjónustu skv. 4. gr.

11. gr.
Útreikningur eigin fjár greiðslustofnana.

    Eigið fé greiðslustofnunar skal reiknað í samræmi við eina af aðferðunum þremur sem greinir í 2.–5. mgr. samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins.
    Aðferð A: Eigið fé greiðslustofnunar skal nema að minnsta kosti 10% af föstum rekstrarkostnaði síðastliðinna tólf mánaða. Fjármálaeftirlitið getur breytt þessari ákvörðun verði umtalsverðar breytingar á rekstri greiðslustofnunar. Hafi greiðslustofnun starfað skemur en eitt rekstrarár þegar útreikningur eigin fjár fer fram skal eigið fé hennar nema að minnsta kosti 10% af samsvarandi föstum rekstrarkostnaði sem gert er ráð fyrir í rekstraráætlun, nema Fjármálaeftirlitið krefjist þess að þeirri áætlun sé breytt.
    Aðferð B: Eigið fé greiðslustofnunar skal nema að minnsta kosti samanlagðri fjárhæð eftirfarandi liða margfaldaðri með kvarðastuðlinum k, sem skilgreindur er í 5. mgr., þar sem greiðslufjöldi (PV) samanstendur af einum tólfta af heildarfjárhæð greiðslna síðustu tólf mánuðina:
     a.      4,0% af PV sem nemur allt að jafnvirði 5 milljóna evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni;
     b.      2,5% af PV sem nemur jafnvirði 5 milljóna evra (EUR) og allt að jafnvirði 10 milljóna evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni;
     c.      1% af PV sem nemur jafnvirði 10 milljóna evra (EUR) og allt að jafnvirði 100 milljóna evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni;
     d.      0,5% af PV sem nemur jafnvirði 100 milljóna evra (EUR) og allt að jafnvirði 250 milljóna evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni og
     e.      0,25% af PV umfram jafnvirði 250 milljóna evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni.
    Aðferð C: Fjárhæð eigin fjár greiðslustofnunar skal vera að minnsta kosti viðeigandi vísir sem skilgreindur er í a-lið, margfaldaður með margfeldisstuðlinum sem skilgreindur er í b-lið og með kvarðafastanum k sem skilgreindur er í 5. mgr:
     a.      Viðeigandi vísir er samtala eftirfarandi liða:
                  1.      vaxtatekna,
                  2.      vaxtakostnaðar,
                  3.      fenginna umboðslauna og þóknana, og
                  4.      annarra rekstrartekna.
     b.      Hver liður skal tekinn með í samtöluna með plús- eða mínusmerki. Ekki má nota óreglulega tekjuliði í útreikningi á viðeigandi vísum. Útgjöld vegna útvistunar á þjónustu hjá þriðja aðila geta minnkað viðeigandi vísi ef félagið sem stofnar til útgjaldanna er eftirlitsskyldur aðili samkvæmt lögum þessum. Viðeigandi vísir er reiknaður á grundvelli síðasta reikningsárs. Viðeigandi vísir skal reiknaður yfir síðasta reikningsár. Eigi að síður skal eigið fé, sem reiknað er í samræmi við aðferð C, ekki vera undir 80% af meðaltali þriggja undanfarinna reikningsára fyrir viðeigandi vísi. Ef endurskoðaðar tölur liggja ekki fyrir má nota eigið mat greiðslustofnunarinnar.
     c.      Margföldunarstuðullinn skal vera:
                  1.      10% af þeim hluta viðeigandi vísis sem nemur allt að jafnvirði 2,5 milljóna evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni;
                  2.      8% af þeim hluta viðeigandi vísis sem nemur jafnvirði 2,5 milljóna evra (EUR) og allt að jafnvirði 5 milljóna evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni;
                  3.      6% af þeim hluta viðeigandi vísis sem nemur jafnvirði 5 milljóna evra (EUR) og allt að jafnvirði 25 milljóna evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni;
                  4.      3% af þeim hluta viðeigandi vísis sem nemur jafnvirði 25 milljóna evra (EUR) og allt að jafnvirði 50 milljóna evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni;
                  5.      1,5% af þeim hluta viðeigandi vísis umfram jafnvirði 50 milljóna evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni.
    Kvarðastuðullinn k, sem nota skal í aðferðum B og C, sbr. 3. og 4. mgr., skal vera:
     a.      0,5 ef greiðslustofnunin stundar aðeins greiðsluþjónustu skv. 6. tölul. 4. gr.;
     b.      0,8 ef greiðslustofnun stundar aðeins greiðsluþjónustu skv. 7. tölul. 4. gr.;
     c.      1 ef greiðslustofnun stundar greiðsluþjónustu skv. 1.–5. tölul. 4. gr.
    Fjármálaeftirlitið getur á grundvelli mats á áhættustýringarferlum, gagnagrunni yfir tapsáhættu og innra eftirlitskerfi greiðslustofnunar, gert kröfu um að eigið fé greiðslustofnunar sé allt að 20% hærra en fjárhæðin sem stafar af beitingu aðferðarinnar sem valin er í samræmi við 1. mgr. Á sama grundvelli getur Fjármálaeftirlitið heimilað að fjárhæð eigin fjár greiðslustofnunar sé allt að 20% lægri en fjárhæðin sem leiðir af beitingu þeirrar aðferðar sem valin er í samræmi við 1. mgr.
    Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja nánari reglur samkvæmt þessu ákvæði.

B. Starfsleyfi.
12. gr.
Starfsleyfi.

    Aðilar, aðrir en þeir sem taldir eru upp í a–f-liðum 14. tölul. 7. gr., er hyggjast veita greiðsluþjónustu skulu afla sér starfsleyfis sem greiðslustofnun. Starfsleyfi skal ná til einnar eða fleiri tegunda greiðsluþjónustu í skilningi laga þessara.
    Fjármálaeftirlitið veitir greiðslustofnun starfsleyfi samkvæmt lögum þessum. Greiðslustofnun er heimilt að stunda greiðsluþjónustu að fengnu starfsleyfi.

13. gr.
Umsókn um starfsleyfi og viðvarandi upplýsingaskylda.

    Umsókn um starfsleyfi skal berast Fjármálaeftirlitinu. Hún skal vera skrifleg og ítarleg. Í umsókninni skal gera grein fyrir þeirri starfsemi sem fyrirhugað er að sinna og hvernig henni verður sinnt. Umsækjandi skal, með framvísun nauðsynlegra gagna, sýna fram á hæfi lögaðilans sem æskir starfsleyfis til starfrækslu greiðslustofnunar í samræmi við ákvæði laga þessara.
    Fjármálaeftirlitið skal setja reglur um þær upplýsingar sem greina þarf í umsókn, svo og nauðsynleg fylgigögn, til þess að umsóknin teljist fullnægjandi.
    Greiðslustofnun sem fengið hefur starfsleyfi skv. 14. gr. skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu án tafar um allar breytingar á áður veittum upplýsingum skv. 1. mgr. í tengslum við umsókn og veitingu starfsleyfis.

14. gr.
Starfsleyfisskilyrði. Tilkynning um veitingu eða synjun starfsleyfis.

    Starfsleyfi skal veitt ef umsækjandi sýnir að mati Fjármálaeftirlitsins fram á að skipulag í fyrirhuguðum rekstri greiðsluþjónustu sé skýrt, fullnægjandi verklagsreglur séu til staðar er þjóni markmiðum um traustan og varfærinn rekstur og að starfsemin hafi á að skipa fullnægjandi innra eftirlitskerfi að því er varðar aðferðir við stjórnun, fyrirkomulag áhættustýringar og reikningsskil samkvæmt nánari reglum sem Fjármálaeftirlitið setur.
    Þær kröfur sem gerðar eru til umsækjanda skv. 1. mgr. skulu vera í samræmi við eðli og umfang þeirrar greiðsluþjónustu sem fyrirhugað er að veita.
    Við mat á umsókn um starfsleyfi er Fjármálaeftirlitinu heimilt að leita ráðgjafar Seðlabanka Íslands eða annarra viðeigandi opinberra yfirvalda.
    Fjármálaeftirlitið getur gert kröfu um stofnun sérstakrar einingar fyrir rekstur greiðsluþjónustu skv. 4. gr. ef greiðslustofnun sinnir annarri starfsemi samhliða veitingu greiðsluþjónustu og sá hluti rekstrarins hefur áhrif á fjárhagslegan styrk greiðslustofnunar eða torveldar eftirlit með henni.
    Fjármálaeftirlitið skal synja um veitingu starfsleyfis ef það telur hluthafa eða eigendur virkra eignarhluta ekki hæfa með tilliti til traustrar og varfærinnar stjórnunar greiðslustofnunar.
    Starfsleyfi skal ekki veitt ef náin tengsl greiðslustofnunar við einstaklinga eða lögaðila hindra eftirlit með starfseminni af hálfu Fjármálaeftirlitsins. Hið sama á við ef lög eða reglur, sem gilda um slíka tengda aðila, hindra eftirlit. Með nánum tengslum er í lögum þessum átt við náin tengsl í skilningi laga um fjármálafyrirtæki.
    Starfsleyfi skal gilda í öllum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu. Hyggist greiðslustofnun veita þjónustu samkvæmt lögum þessum í öðru aðildarríki skal þó tilkynna Fjármálaeftirlitinu um það fyrir fram. Í tilkynningu skal koma fram hvaða ríki á í hlut og í hverju fyrirhuguð starfsemi sé fólgin. Innan mánaðar frá viðtöku slíkrar tilkynningar skal Fjármálaeftirlitið veita lögbærum yfirvöldum í hlutaðeigandi ríki upplýsingar um heiti og heimilisfang greiðslustofnunar, nöfn þeirra sem eru ábyrgir fyrir stjórn starfseminnar, skipulag hennar og hvers konar greiðsluþjónustu hún hyggst veita.
    Fullnægi umsókn um starfsleyfi skilyrðum laga þessara að mati Fjármálaeftirlitsins veitir Fjármálaeftirlitið starfsleyfi. Að öðrum kosti skal Fjármálaeftirlitið synja um starfsleyfi með rökstuddum hætti.
    Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um veitingu eða synjun starfsleyfis skal tilkynnt umsækjanda eigi síðar en þremur mánuðum eftir að fullbúin umsókn barst.

15. gr.
Afturköllun starfsleyfis.

         Fjármálaeftirlitið getur afturkallað starfsleyfi greiðslustofnunar í heild eða að hluta ef:
     a.      greiðslustofnun nýtir ekki starfsleyfið innan 12 mánaða frá því að það var veitt, afsalar sér ótvírætt leyfinu eða hættir starfsemi í meira en sex mánuði samfellt;
     b.      starfsleyfis hefur verið aflað á grundvelli rangra upplýsinga eða á annan óeðlilegan hátt;
     c.      greiðslustofnun uppfyllir ekki lengur skilyrði fyrir leyfisveitingu;
     d.      áframhaldandi rekstur greiðsluþjónustu af hálfu greiðslustofnunar ógnar stöðugleika greiðslukerfis;
     e.      starfsemi greiðslustofnunar fellur undir annað ákvæði í landslögum sem kveður á um afturköllun leyfis; eða
     f.      greiðslustofnun brýtur að öðru leyti alvarlega eða ítrekað gegn lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim.
    Áður en til afturköllunar kemur skv. 1. mgr. skal greiðslustofnun veittur hæfilegur frestur til úrbóta ef unnt er að koma úrbótum við að mati Fjármálaeftirlitsins. Þetta á þó ekki við um a-lið 1. mgr.
    Fjármálaeftirlitinu er heimilt að banna greiðslustofnun að stunda aðra starfsemi en veitingu greiðsluþjónustu. Um slíkt bann gilda ákvæði 1. og 2. mgr.
    Afturköllun á starfsleyfi greiðslustofnunar skal tilkynnt stjórn þess og rökstudd skriflega. Fjármálaeftirlitið skal birta tilkynninguna í Lögbirtingablaði og auglýsa í fjölmiðlum. Tilkynning skal enn fremur send lögbærum eftirlitsaðilum í þeim ríkjum þar sem hlutaðeigandi greiðslustofnun starfrækir útibú eða veitir greiðsluþjónustu fyrir milligöngu umboðsaðila.

16. gr.
Góðir viðskiptahættir og þagnarskylda.

    Greiðslustofnun skal viðhafa eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur.
    Fjármálaeftirlitið getur sett reglur um hvað teljist eðlilegir og heilbrigðir viðskiptahættir og venjur samkvæmt lögum þessum.
    Um þagnarskyldu stjórnarmanna greiðslustofnunar, framkvæmdastjóra, endurskoðenda, starfsmanna og hverra þeirra sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins fer samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

17. gr.
Skrá yfir greiðslustofnanir.

    Fjármálaeftirlitið heldur skrá yfir greiðslustofnanir sem fengið hafa starfsleyfi samkvæmt lögum þessum. Í skránni skal tilgreina helstu upplýsingar um greiðslustofnanir, svo sem um starfsheimildir og, ef við á, um umboðsaðila og útibú.
    Almenningur skal hafa aðgang að skrá Fjármálaeftirlitsins yfir greiðslustofnanir.

C. Starfsheimildir.
18. gr.
Varðveisla fjármuna.

    Greiðslustofnun skal varðveita fjármuni sem mótteknir hafa verið frá notendum greiðsluþjónustu eða frá öðrum greiðsluþjónustuveitendum vegna framkvæmdar greiðslna tryggilega.
Ráðherra skal kveða nánar á um hvernig varðveislu fjármuna skv. 1. mgr. skal háttað í reglugerð.

19. gr.
Önnur starfsemi.

    Greiðslustofnun er heimilt að stunda aðra starfsemi, auk greiðsluþjónustu í skilningi laga þessara, samkvæmt ákvæði þessu.
    Greiðslustofnun er heimilt að sinna rekstrarþjónustu og nátengdri stoðþjónustu, svo sem þjónustu við framkvæmd greiðslna, gjaldeyrisviðskiptum, ráðstöfunum til verndunar eigna og geymslu og vinnslu gagna. Greiðslustofnun er jafnframt heimilt að starfrækja greiðslukerfi.
    Greiðslustofnun er heimilt að halda greiðslureikninga sem skal einungis nota við framkvæmd greiðslna.
    Fjármunir sem greiðslustofnun móttekur frá notendum greiðsluþjónustu, vegna veitingar greiðsluþjónustu, teljast ekki innlán, endurgreiðanlegir fjármunir frá almenningi eða rafeyrir.
    Greiðslustofnun er óheimilt að stunda innlánsstarfsemi eða taka við endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi í skilningi laga um fjármálafyrirtæki.
    Í tengslum við veitingu greiðsluþjónustu skv. 4., 5. og 7. tölul. 4. gr. er greiðslustofnun heimilt að veita minni háttar lán, enda uppfylli eiginfjárgrunnur stofnunarinnar kröfur laga þessara og er að mati Fjármálaeftirlitsins fullnægjandi með tilliti til heildarlánveitinga. Lánveiting skal einungis veitt í tengslum við framkvæmd greiðslu. Lánveitingu má ekki fjármagna með fjármunum sem mótteknir eru eða varðveittir vegna framkvæmdar greiðslu. Endurgreiðslutími lánveitingar yfir landamæri skal ekki vera lengri en 12 mánuðir.

D. Stjórn. Reikningsskil og endurskoðun.
20. gr.
Hæfi stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og annarra stjórnenda.

    Um hæfi stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og annarra stjórnenda samkvæmt skipulagi greiðslustofnunar gilda hæfisreglur laga um fjármálafyrirtæki eftir því sem við á.
    Greiðslustofnun skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um skipan og síðari breytingar á stjórn fyrirtækis og framkvæmdastjórn og skulu tilkynningunni fylgja fullnægjandi upplýsingar til að hægt sé að meta hvort skilyrðum 1. mgr. sé fullnægt.

21. gr.
Reikningsskil og lögboðin endurskoðun.

    Reikningsár greiðslustofnunar er almanaksárið. Ákvæði laga um fjármálafyrirtæki gilda að öðru leyti um bókhald, endurskoðun og tilkynningarskyldu endurskoðenda greiðslustofnana til Fjármálaeftirlitsins.

E. Eftirlit.
22. gr.

    Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi greiðslustofnana, þ.m.t. umboðsaðilum, útibúum og útvistunaraðilum, sem falla undir ákvæði II. kafla, nema annað leiði af lögum eða alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að. Um eftirlitið fer samkvæmt ákvæðum laga þessara og laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
    Fjármálaeftirlitið skal hafa samstarf við lögbær yfirvöld í aðildarríkjum um framkvæmd eftirlits með starfsemi umboðsaðila, útibúa og útvistunaraðila á vegum greiðslustofnana sem fengið hafa starfsleyfi samkvæmt lögum þessum í þeim ríkjum.
    Fjármálaeftirlitið skal tilkynna lögbærum yfirvöldum um það fyrir fram hyggist það framkvæma skoðun erlendis á starfsstöð greiðslustofnunar sem fengið hefur starfsleyfi samkvæmt lögum þessum. Slík skoðun skal framkvæmd í samstarfi við lögbær yfirvöld í hlutaðeigandi ríki. Óski Fjármálaeftirlitið á hinn bóginn eftir því er því heimilt að fela lögbærum yfirvöldum í hlutaðeigandi ríki framkvæmd slíkrar skoðunar.
    Fjármálaeftirlitið skal að ósk lögbærra yfirvalda í aðildarríkjum veita viðeigandi upplýsingar um greiðslustofnanir sem fengið hafa starfsleyfi samkvæmt lögum þessum, einkum þegar brot eða grunur um brot umboðsaðila, útibús eða einingar sem starfsemi er útvistuð til er annars vegar. Mikilvægar upplýsingar skulu enn fremur sendar að frumkvæði Fjármálaeftirlitsins til lögbærra yfirvalda í hlutaðeigandi ríki þar sem greiðslustofnun sem fengið hefur starfsleyfi samkvæmt lögum þessum hefur starfsemi eða útvistar verkefni til.

F. Umboðsaðilar, útibú og útvistun.
23. gr.
Umboðsaðilar og útibú.

    Greiðslustofnun sem hyggst veita greiðsluþjónustu fyrir milligöngu umboðsaðila skal tilkynna það Fjármálaeftirlitinu fyrir fram. Tilkynningunni skulu fylgja upplýsingar um nafn og heimilisfang umboðsaðilans og lýsing á innra eftirlitskerfi sem m.a. skal uppfylla kröfur laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, svo og nauðsynlegar upplýsingar og gögn til að sýna fram á að stjórnendur uppfylli hæfiskröfur að mati Fjármálaeftirlitsins.
    Fjármálaeftirlitið skráir umboðsaðila í skrá yfir greiðslustofnanir skv. 17. gr., að fengnum upplýsingum skv. 1. mgr. Telji Fjármálaeftirlitið vafa leika á að upplýsingarnar séu réttar skal það grípa til aðgerða til að sannreyna að þær. Fjármálaeftirlitið synjar um skráningu á umboðsaðila í skrá yfir greiðslustofnanir ef það er mat þess að ósannað teljist að upplýsingar skv. 1. mgr. séu réttar.
    Greiðslustofnun sem óskar eftir að veita greiðsluþjónustu í öðru aðildarríki, fyrir milligöngu umboðsaðila, skal fylgja málsmeðferðarreglum þeim sem greinir í 1. mgr. og 22. gr. Áður en Fjármálaeftirlitið skráir upplýsingar um umboðsaðila í skrá yfir greiðslustofnanir skv. 17. gr. skal Fjármálaeftirlitið senda tilkynningu til lögbærra yfirvalda í hlutaðeigandi ríki. Ef gerðar eru athugasemdir við fyrirhugaða skráningu skal Fjármálaeftirlitið taka tillit til þeirra.
    Ef lögbær yfirvöld í öðru aðildarríki sem greiðslustofnun óskar eftir að veita greiðsluþjónustu í fyrir milligöngu umboðsaðila eða með stofnun útibús hafa gilda ástæðu til að ætla að peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka eigi sér stað, hafi átt sér stað eða sé í undirbúningi, eða að tilnefning umboðsaðilans eða stofnun útibúsins gæti aukið hættu á peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka, skulu þau tilkynna Fjármálaeftirlitinu um það. Fjármálaeftirlitið getur þá hafnað því að færa upplýsingar um umboðsaðilann eða útibúið í skrána yfir greiðslustofnanir skv. 17. gr. eða afturkallað skráningu ef hún hefur þegar farið fram.
    Greiðslustofnun skal sjá til þess að umboðsaðili eða útibú sem veitir þjónustu fyrir hennar hönd upplýsi notendur greiðsluþjónustu um þá staðreynd.

24. gr.
Útvistun.

    Greiðslustofnun sem hyggst útvista rekstrarþætti greiðsluþjónustu skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu fyrir fram um það.
    Útvistun mikilvægra rekstrarþátta sem dregur umtalsvert úr gæðum innra eftirlits greiðslustofnunar og torveldar eftirlit með framkvæmd laga þessara er óheimil. Rekstrarþáttur telst mikilvægur ef ágalli eða brestur í framkvæmd hans hefur umtalsverð neikvæð áhrif á getu greiðslustofnunar til að uppfylla þær kröfur sem liggja til grundvallar starfsleyfi hennar eða skyldur samkvæmt lögunum, fjárhagslega afkomu greiðslustofnunar eða styrkleika eða samfelldni greiðsluþjónustunnar sem um ræðir.
    Fjármálaeftirlitið setur nánari reglur um hvernig greiðslustofnun er heimilt að standa að útvistun mikilvægra rekstrarþátta.

G. Annað.
25. gr.
Bótaábyrgð.

    Greiðslustofnun ber skaðabótaábyrgð vegna tjóns sem rakið verður til athafna starfsmanna hennar, umboðsaðila, útibúa og þeirra aðila sem rekstrarþáttum greiðsluþjónustu hefur verið útvistað til.
    Greiðslustofnun sem reiðir sig á þriðja aðila til að annast tiltekna rekstrarþætti skal gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að farið sé að lögum þessum.

26. gr.
Varðveisla gagna.

    Greiðslustofnun ber að varðveita öll viðeigandi gögn er varða II. kafla að lágmarki í fimm ár.

H. Peninga- og verðmætasendingarþjónusta.
27. gr.

    Peninga- og verðmætasendingarþjónustu samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er heimilt að veita greiðsluþjónustu skv. 6. tölul. 4. gr., að fullnægðum skilyrðum 2.–4. mgr.
    Heildarfjárhæð greiðslna sem peninga- og verðmætasendingarþjónusta framkvæmir á grundvelli laga þessara á einum mánuði má að hámarki nema jafnvirði 3 milljóna evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að kveða á um lægri viðmiðunarfjárhæð en greinir í 1. málsl.
    Ákvæði þessa kafla gilda um peninga- og verðmætasendingarþjónustu skv. 1. mgr., að undanskildum ákvæðum 9.–11. gr., 7. mgr. 14. gr., 6. mgr. 19. gr., 2.–4. mgr. 22. gr., 3.–4. mgr. 23. gr. og 24. gr.
    Fjármálaeftirlitið getur sett nánari reglur um skilyrði fyrir veitingu greiðsluþjónustu af hálfu peninga- og verðmætasendingarþjónustu.

III. KAFLI
Upplýsingagjöf og gagnsæi við veitingu greiðsluþjónustu.
A. Almenn ákvæði.
28. gr.
Gildissvið kaflans.

    Ákvæði þessa kafla gilda um stakar greiðslur, rammasamninga og greiðslur sem falla undir þá.
    Víkja má frá ákvæðum þessa kafla með samningi, í heild eða að hluta, þegar notandi greiðsluþjónustu er ekki neytandi.
    Ákvæði 35.–38. gr. gilda aðeins um upplýsingagjöf og gagnsæi við veitingu greiðsluþjónustu þegar um ræðir stakar greiðslur sem ekki falla undir rammasamninga.
    Ákvæði 39.–46. gr. gilda aðeins um upplýsingagjöf og gagnsæi við veitingu greiðsluþjónustu þegar um ræðir greiðslur sem falla undir rammasamninga.
    Ef lög nr. 33/2005, um fjarsölu á fjármálaþjónustu, eiga einnig við víkja eftirtalin ákvæði II. kafla þeirra laga, um upplýsingaskyldu gagnvart neytanda áður en hann er bundinn af fjarsölusamningi eða tilboði, fyrir ákvæðum 35., 36., 39. og 40. gr. laga þessara: 5. gr., 1. og 3. tölul. 6. gr., 3.–4. og 6.–7. tölul. 7. gr. og 1. tölul. 8. gr.

29. gr.
Undanþágur frá kröfum um upplýsingagjöf vegna smágreiðslumiðla.

    Ráðherra er heimilt að kveða í reglugerð á um undanþágur frá kröfum þessa kafla um upplýsingagjöf þegar smágreiðslumiðill er annars vegar.

30. gr.
Sönnunarbyrði greiðsluþjónustuveitanda.

    Greiðsluþjónustuveitandi ber sönnunarbyrði fyrir því að hann hafi uppfyllt kröfur um upplýsingagjöf sem fram koma í þessum kafla.

31. gr.
Gjaldtaka vegna upplýsingagjafar.

    Greiðsluþjónustuveitandi skal ekki krefja notanda greiðsluþjónustu um gjald fyrir upplýsingar sem veittar eru samkvæmt kafla þessum.
    Semja má um gjaldtöku fyrir veitingu viðbótarupplýsinga, tíðari upplýsingagjöf eða veitingu upplýsinga með öðrum hætti en tilgreindur er í rammasamningi, að því tilskildu að það sé að beiðni notanda greiðsluþjónustunnar og að gjaldtakan sé viðeigandi og í samræmi við raunkostnað.

32. gr.
Gjaldmiðill og umreikningur gjaldmiðils.

    Greiðslur skulu vera í þeim gjaldmiðli sem aðilar hafa komið sér saman um.
    Ef boðinn er gjaldmiðilsumreikningur áður en greiðsla á sér stað og ef sú þjónusta er boðin á sölustað eða af hálfu viðtakanda greiðslu skal sá aðili sem býður greiðanda þjónustuna veita honum allar upplýsingar um gjöld og það gengi sem nota á við umreikning greiðslunnar. Greiðandi skal samþykkja þjónustu við umreikning gjaldmiðils á þeim grundvelli.

33. gr.
Notkun tiltekins greiðslumiðils.

    Ef viðtakandi greiðslu býður lækkun vegna notkunar tiltekins greiðslumiðils, umfram aðra, skal hann tilkynna greiðanda um það áður en greiðslan er framkvæmd.
    Ef greiðsluþjónustuveitandi krefst gjalds vegna notkunar tiltekins greiðslumiðils skal hann tilkynna notanda greiðsluþjónustu um það áður en greiðslan er framkvæmd.

34. gr.

Sérákvæði um greiðslufyrirmæli vegna stakrar greiðslu sem send eru
með greiðslumiðli sem fellur undir rammasamning.

    Þegar greiðslufyrirmæli vegna stakrar greiðslu eru send með greiðslumiðli sem fellur undir rammasamning er greiðsluþjónustuveitandi ekki skuldbundinn til að veita eða koma á framfæri upplýsingum sem notandi greiðsluþjónustu hefur þegar fengið á grundvelli rammasamnings við annan greiðsluþjónustuveitanda eða sem honum verða veittar í samræmi við slíkan rammasamning.

B. Stakar greiðslur sem ekki falla undir rammasamninga.
35. gr.

Almenn upplýsingagjöf áður en samningur eða tilboð vegna stakra greiðslna
verður bindandi fyrir notanda greiðsluþjónustu.

    Áður en samningur eða tilboð vegna stakra greiðslna verður bindandi fyrir notanda greiðsluþjónustu skal greiðsluþjónustuveitandi koma upplýsingum og skilmálum skv. 36. gr. á framfæri við notandann á aðgengilegan hátt.
    Upplýsingar og skilmálar skulu lagðir fram á pappír eða öðrum varanlegum miðli ef notandi greiðsluþjónustu æskir þess.
    Framsetning upplýsinga og skilmála skal vera með skýrum og auðskiljanlegum hætti, á íslensku eða hverju því tungumáli öðru sem aðilar koma sér saman um.
    Ef þjónustusamningur hefur verið gerður um stakar greiðslur að beiðni notanda greiðsluþjónustu með tilstyrk fjarsamskiptamiðils sem ekki gerir greiðsluþjónustuveitanda kleift að fara að 1.–3. mgr. skal greiðsluþjónustuveitandinn uppfylla skyldur sínar samkvæmt þeim ákvæðum þegar í stað eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd.
    Skyldu til upplýsingagjafar skv. 1.–3. mgr. má einnig uppfylla með því að leggja fram afrit af drögum að þjónustusamningi um staka greiðslu eða drögum að greiðslufyrirmælum sem geyma þær upplýsingar og skilmála sem komið skal á framfæri við notandann samkvæmt lögum þessum.

36. gr.
Upplýsingar og skilmálar um þjónustu í tengslum við stakar greiðslur.

    Eftirfarandi upplýsingar og skilmálar skulu afhentir eða hafðir aðgengilegir fyrir notendur greiðsluþjónustu:
     a.      lýsing á upplýsingunum eða því sérstaka kennimerki sem notandi greiðsluþjónustu þarf að gefa upp til að greiðslufyrirmæli verði framkvæmd á réttan hátt,
     b.      hámarkstími sem framkvæmd greiðsluþjónustunnar má taka,
     c.      öll gjöld sem notanda greiðsluþjónustu ber að greiða greiðsluþjónustuveitanda og, ef við á, sundurliðun fjárhæða slíkra gjalda,
     d.      ef við á, raunverulegt gengi eða viðmiðunargengi sem gilda skal um greiðslu,
     e.      ef við á, viðeigandi upplýsingar og skilmálar sem tilgreindir eru í 40. gr.

37. gr.
Upplýsingagjöf gagnvart greiðanda eftir viðtöku greiðslufyrirmæla um staka greiðslu.

    Eftirfarandi upplýsingar skal greiðsluþjónustuveitandi afhenda eða gera greiðanda aðgengilegar með þeim hætti sem kveðið er á um í 1.–3. mgr. 35. gr. þegar í stað eftir viðtöku greiðslufyrirmæla:
     a.      tilvísun sem gerir greiðanda kleift að bera kennsl á greiðslu og, ef við á, upplýsingar sem varða viðtakanda greiðslu,
     b.      fjárhæð greiðslu í þeim gjaldmiðli sem kveðið er á um í greiðslufyrirmælunum,
     c.      fjárhæð gjalda sem greiðanda ber að greiða vegna framkvæmdar greiðslu og, ef við á, sundurliðun fjárhæða slíkra gjalda,
     d.      ef við á, gengið sem greiðsluþjónustuveitandi notar í greiðslunni eða tilvísun til þess ef um ræðir annað gengi en það sem kveðið er á um í samræmi við d-lið 36. gr., svo og fjárhæð greiðslu eftir gjaldmiðilsumreikning og
     e.      dagsetningu viðtöku greiðslufyrirmælanna.

38. gr.
Upplýsingagjöf gagnvart viðtakanda greiðslu eftir framkvæmd stakrar greiðslu.

    Eftirfarandi upplýsingar skal greiðsluþjónustuveitandi viðtakanda greiðslu afhenda eða gera viðtakandanum aðgengilegar með þeim hætti sem kveðið er á um í 1.–3. mgr. 35. gr., þegar í stað eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd:
     a.      tilvísun sem gerir viðtakanda greiðslu kleift að bera kennsl á greiðsluna og, ef við á, greiðanda, svo og þær upplýsingar sem kunna að hafa verið sendar með greiðslunni,
     b.      fjárhæð greiðslu í þeim gjaldmiðli sem fjármunirnir sem viðtakandi greiðslu fær til ráðstöfunar eru í,
     c.      fjárhæð gjalda sem viðtakanda hennar ber að greiða vegna framkvæmdar greiðslu og, ef við á, sundurliðun fjárhæða slíkra gjalda,
     d.      ef við á, gengið sem greiðsluþjónustuveitandi viðtakanda notar í greiðslunni og fjárhæð greiðslu áður en gjaldmiðilsumreikningur fór fram og
     e.      gildisdag eignfærslu.

C. Greiðslur sem falla undir rammasamninga.
39. gr.
Almenn upplýsingagjöf áður en samningur eða tilboð vegna greiðslna sem falla
undir rammasamninga verður bindandi fyrir notanda greiðsluþjónustu.

    Áður en rammasamningur eða tilboð um greiðsluþjónustu verður bindandi fyrir notanda greiðsluþjónustu skal greiðsluþjónustuveitandi afhenda notanda upplýsingar og skilmála skv. 40. gr. á pappír eða öðrum varanlegum miðli.
    Framsetning upplýsinga og skilmála skal vera með skýrum og auðskiljanlegum hætti, á íslensku eða á hverju því tungumáli öðru sem aðilar koma sér saman um.
    Ef rammasamningur hefur verið gerður að beiðni notanda greiðsluþjónustu með tilstyrk fjarsamskiptamiðils sem ekki gerir greiðsluþjónustuveitanda kleift að fara að 1. og 2. mgr. skal greiðsluþjónustuveitandinn uppfylla skyldur sínar samkvæmt þeim ákvæðum þegar í stað að lokinni gerð rammasamnings.
    Skyldu til upplýsingagjafar skv. 1. og 2. mgr. má einnig uppfylla með því að leggja fram afrit af drögum að rammasamningi sem geyma upplýsingar og skilmála skv. 40. gr.

40. gr.
Upplýsingar og skilmálar um þjónustu í tengslum við greiðslur
sem falla undir rammasamninga.

    Eftirfarandi upplýsingar og skilmálar skulu afhentir notendum greiðsluþjónustu:
     1.      Að því er varðar greiðsluþjónustuveitandann:
                  a.      heiti, heimilisfang höfuðstöðva og viðeigandi póstföng, svo og sambærilegar upplýsingar um umboðsaðila og útibú ef við á, og
                  b.      hvaða lögbær eftirlitsaðili fer með eftirlit með starfsemi hans og, eftir því sem við kann að eiga, upplýsingar um viðeigandi opinbera skrá um starfsleyfi greiðsluþjónustuveitanda og skráningarnúmer eða jafngilda aðferð til auðkenningar í þeirri skrá.
     2.      Að því er varðar notkun greiðsluþjónustunnar:
                  a.      lýsing á þjónustunni sem um ræðir,
                  b.      lýsing á upplýsingunum eða því sérstaka kennimerki sem notandi greiðsluþjónustu skal leggja fram til að greiðslufyrirmæli verði framkvæmd á réttan hátt,
                  c.      hvernig og á hvaða formi samþykki skal veitt fyrir framkvæmd greiðslu og afturköllun slíks samþykkis í samræmi við 49. og 61. gr.,
                  d.      við hvaða tímamark viðtaka greiðslufyrirmæla miðast, sbr. 59. gr., svo og um skilgreindan lokunartíma greiðsluþjónustuveitanda, ef við á,
                  e.      hámarksframkvæmdatími greiðsluþjónustu, og
                  f.      hvort mögulegt sé að ákvarða útgjaldaþak vegna greiðslna sem framkvæmdar eru með greiðslumiðli í samræmi við 1. mgr. 50. gr.
     3.      Að því er varðar gjaldtöku, vexti og gengi:
                  a.      öll gjöld sem notanda greiðsluþjónustu ber að greiða greiðsluþjónustuveitanda, með sundurliðuðum fjárhæðum ef við á,
                  b.      vextir og gengi, ef við á; ef notast skal við viðmiðunarvexti og viðmiðunargengi skulu notanda afhentar upplýsingar um hlutaðeigandi aðferðir við vaxtaútreikning og viðeigandi dagsetningar og vísitölu eða grunn til að ákvarða viðmiðunarvexti eða viðmiðunargengi; og
                  c.      reglur um breytingar á viðmiðunarvöxtum eða viðmiðunargengi, þ.m.t. gildistíma slíkra breytinga, skv. 2. mgr. 42. gr., ef við á.
     4.      Að því er varðar boðleiðir og samskipti:
                  a.      umsamdar samskiptaaðferðir vegna sendingar upplýsinga eða tilkynninga samkvæmt lögum þessum, þ.m.t. að því er varðar tæknilegar kröfur til búnaðar notanda greiðsluþjónustu,
                  b.      háttur og tíðni miðlunar upplýsinga samkvæmt lögum þessum,
                  c.      tungumál rammasamnings og boðskipta meðan á samningssambandi stendur, og
                  d.      réttur notanda greiðsluþjónustu til að fá afhenta skilmála rammasamnings og upplýsingar og skilmála í samræmi við 41. gr.
     5.      Að því er varðar varúðarráðstafanir og ábyrgð:
                  a.      lýsing á þeim ráðstöfunum sem notanda greiðsluþjónustu ber að grípa til í því skyni að tryggja örugga varðveislu greiðslumiðils, ef við á, svo og hvernig staðið skuli að tilkynningu til greiðsluþjónustuveitanda skv. 3. mgr. 51. gr.,
                  b.      skilyrði áskilnaðar greiðsluþjónustuveitanda til stöðvunar á notkun greiðslumiðils í samræmi við 50. gr., ef um það er samið,
                  c.      ábyrgð greiðanda skv. 56. gr., þ.m.t. upplýsingar um fjárhæðarmörk,
                  d.      hvernig og innan hvaða tímamarka notanda greiðsluþjónustu ber að tilkynna greiðsluþjónustuveitanda um óheimilaða eða rangt framkvæmda greiðslu skv. 53. gr., auk upplýsinga um ábyrgð greiðsluþjónustuveitanda skv. 55. gr.,
                  e.      ábyrgð greiðsluþjónustuveitanda á framkvæmd greiðslu skv. 69. gr. og
                  f.      skilyrði fyrir endurgreiðslu skv. 57. og 58. gr.
     6.      Að því er varðar breytingar og uppsögn rammasamnings:
                  a.      ef um það er samið, að notandi greiðsluþjónustu teljist hafa samþykkt breytingar á skilmálum rammasamnings skv. 42. gr. nema tilkynning berist um annað til greiðsluþjónustuveitanda áður en breytingarnar öðlast gildi,
                  b.      gildistími samningsins og
                  c.      réttur notanda greiðsluþjónustu til uppsagnar rammasamnings í samræmi við ákvæði laga þessara.
     7.      Að því er varðar úrlausn ágreiningsmála:
                  a.      hvaða lög gilda um rammasamninginn og
                  b.      hvaða kosti notandi greiðsluþjónustu á skv. V. kafla laga þessara um úrlausn ágreiningsmála utan dómstóla og meðferð bótamála.

    41. gr.
Upplýsingar og skilmálar rammasamnings skulu ávallt
aðgengilegir notanda greiðsluþjónustu.

    Hvenær sem er, meðan á samningssambandi stendur, getur notandi greiðsluþjónustu óskað eftir og skal þá fá afhenta skilmála rammasamnings ásamt þeim upplýsingum og skilmálum sem tilgreind eru í 40. gr. á pappír eða öðrum varanlegum miðli.

42. gr.
Breytingar á skilmálum rammasamnings.

    Greiðsluþjónustuveitandi skal leggja tillögur að breytingum á rammasamningi, sem og á upplýsingum og skilmálum skv. 40. gr., fyrir notanda greiðsluþjónustu með þeim hætti sem kveðið er á um í 1. og 2. mgr. 39. gr. eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir fyrirhugaðan gildistökudag breytinganna. Ef um það hefur verið samið, sbr. a-lið 6. tölul. 40. gr., skal greiðsluþjónustuveitandi tilkynna notanda greiðsluþjónustu að hann teljist hafa samþykkt slíkar breytingar tilkynni hann ekki um annað fyrir fyrirhugaðan gildistökudag. Ef notanda greiðsluþjónustu er heimilt að segja rammasamningi upp þegar í stað án sérstakrar gjaldtöku áður en fyrirhugaðar breytingar öðlast gildi skal greiðsluþjónustuveitandi jafnframt upplýsa notandann um það.
    Breytingar á vöxtum eða gengi taka gildi þegar í stað og án viðvörunar ef samið hefur verið um slíkt í rammasamningi og breytingarnar byggjast á viðmiðunarvöxtum eða viðmiðunargengi sem samið hefur verið um í samræmi við b- og c-lið 3. tölul. 40. gr. Tilkynna skal notanda greiðsluþjónustu um allar breytingar á vöxtum eins fljótt og kostur er með þeim hætti sem kveðið er á um í 1. og 2. mgr. 39. gr., nema aðilar hafi komið sér saman um að slíkar upplýsingar skuli veittar eða gerðar aðgengilegar með tilteknum tíðleika eða á tiltekinn hátt. Þó má breyta vöxtum eða gengi án tilkynningar ef slíkar breytingar eru notanda greiðsluþjónustu í hag.
    Breytingar á vöxtum eða gengi sem notað er í greiðslum skulu framkvæmdar og reiknaðar á hlutlausan hátt þannig að notendum greiðsluþjónustu sé ekki mismunað.

43. gr.
Uppsögn rammasamnings.

    Notanda greiðsluþjónustu er heimilt að segja rammasamningi upp hvenær sem er, nema samið hafi verið um uppsagnarfrest. Slíkur uppsagnarfrestur skal ekki vera lengri en einn mánuður.
    Uppsögn rammasamnings með föstum samningstíma eða með ótilteknum samningstíma skal vera notanda greiðsluþjónustu að kostnaðarlausu.
    Greiðsluþjónustuveitanda er heimilt að segja rammasamningi með ótilteknum samningstíma upp með að minnsta kosti tveggja mánaða uppsagnarfresti ef samið hefur verið um það. Notanda greiðsluþjónustu skal tilkynnt um uppsögnina með þeim hætti sem greinir í 1. og 2. mgr. 39. gr.
    Ef samið hefur verið um reglubundnar greiðslur á samningstímanum, fyrir greiðsluþjónustu samkvæmt rammasamningi, skal hlutfallslega tekið tillit til gildistíma uppsagnar við innheimtu greiðslna eftir uppsögn samnings. Ef gjöld vegna greiðsluþjónustu samkvæmt rammasamningi eru greidd fyrir fram skulu þau endurgreidd notanda hlutfallslega, með tilliti til gildistíma uppsagnar.

    44. gr.
Upplýsingagjöf áður en kemur til framkvæmdar einstakra greiðslna
sem falla undir rammasamning.

    Við beiðni greiðanda um framkvæmd tiltekinnar greiðslu sem fellur undir rammasamning skal greiðsluþjónustuveitandi veita skýrar upplýsingar um hámarkstíma sem framkvæmd greiðslu má taka og þau gjöld sem greiðanda ber að greiða vegna hennar. Ef við á skal sundurliða fjárhæðir gjalda.

45. gr.
Upplýsingagjöf gagnvart greiðanda um einstakar greiðslur
sem falla undir rammasamning.

    Greiðsluþjónustuveitandi skal tafarlaust veita greiðanda eftirfarandi upplýsingar með þeim hætti sem kveðið er á um í 1. og 2. mgr. 39. gr. eftir að fjárhæð einstakrar greiðslu sem fellur undir rammasamning er skuldfærð af reikningi greiðanda eða, ef greiðandi notar ekki greiðslureikning, eftir viðtöku greiðslufyrirmæla:
     a.      tilvísun sem gerir greiðanda kleift að bera kennsl hverja greiðslu og, ef við á, upplýsingar sem varða viðtakanda greiðslu,
     b.      fjárhæð greiðslu í þeim gjaldmiðli sem skuldfærður er á greiðslureikning greiðanda eða í þeim gjaldmiðli sem er notaður í greiðslufyrirmælunum,
     c.      fjárhæð gjalda vegna greiðslu og, ef við á, sundurliðun fjárhæða slíkra gjalda, svo og upplýsingar um vexti sem greiðanda ber að greiða,
     d.      það gengi sem greiðsluþjónustuveitandi greiðanda notar við framkvæmd greiðslu og fjárhæð greiðslu eftir gjaldmiðilsumreikning, ef við á, og
     e.      gildisdag skuldfærslu eða dagsetning viðtöku greiðslufyrirmælanna.
    Heimilt er að kveða á um það í rammasamningi að upplýsingar skv. 1. mgr. skuli veittar eða gerðar aðgengilegar reglulega, að minnsta kosti einu sinni í mánuði, með hætti sem gerir greiðanda kleift að geyma eða kalla upplýsingarnar fram óbreyttar.

46. gr.
Upplýsingagjöf gagnvart viðtakanda um einstakar greiðslur
sem falla undir rammasamning.

    Greiðsluþjónustuveitandi skal tafarlaust veita viðtakanda greiðslu eftirfarandi upplýsingar með þeim hætti sem kveðið er á um í 1. og 2. mgr. 39. gr. eftir framkvæmd einstakrar greiðslu sem fellur undir rammasamning:
     a.      tilvísun sem gerir viðtakandanum kleift að bera kennsl á greiðslu og, ef við á, greiðanda, svo og aðrar upplýsingar sem kunna að hafa verið sendar með greiðslunni,
     b.      fjárhæð greiðslu í þeim gjaldmiðli sem eignfærður er á greiðslureikning viðtakanda,
     c.      fjárhæð gjalda vegna greiðslu og, ef við á, sundurliðun fjárhæða slíkra gjalda, svo og upplýsingar um vexti sem viðtakanda ber að greiða,
     d.      það gengi sem greiðsluþjónustuveitandi viðtakanda notar við framkvæmd greiðslu og fjárhæð greiðslu áður en gjaldmiðilsumreikningur fór fram, ef við á, og
     e.      gildisdag eignfærslu.
    Heimilt er að kveða á um það í rammasamningi að upplýsingar skv. 1. mgr. skuli veittar eða gerðar aðgengilegar reglulega, að minnsta kosti einu sinni í mánuði, með hætti sem gerir viðtakanda greiðslu kleift að geyma eða kalla upplýsingarnar fram óbreyttar.

IV. KAFLI
Réttindi og skyldur í tengslum við veitingu og notkun greiðsluþjónustu.
A. Almenn ákvæði.
47. gr.
Gjaldtaka.

    Greiðsluþjónustuveitanda er óheimilt að innheimta gjald af notanda greiðsluþjónustu vegna upplýsinga sem skylt er að veita samkvæmt lögum þessum, eða vegna leiðréttingarráðstafana eða fyrirbyggjandi ráðstafana samkvæmt kafla þessum, nema lög þessi kveði á um annað. Gjöld sem heimilt er að innheimta skv. 1. málsl. skulu vera viðeigandi og í samræmi við raunkostnað greiðsluþjónustuveitandans vegna umræddra ráðstafana. Víkja má frá ákvæði þessu með samningi, í heild eða að hluta, þegar notandi greiðsluþjónustu er ekki neytandi.
    Ef í greiðslu felst enginn gjaldmiðilsumreikningur skal viðtakandi greiðslu greiða gjöldin sem greiðsluþjónustuveitandi hans leggur á vegna framkvæmdar greiðslu og greiðandi greiða gjöldin sem greiðsluþjónustuveitandi hans leggur á vegna framkvæmdar greiðslu.
    Viðtakanda greiðslu er óheimilt að krefjast gjalds af greiðanda vegna notkunar tiltekins greiðslumiðils, umfram aðra.

48. gr.
Undanþágur og frávik vegna smágreiðslumiðla.

    Ráðherra er heimilt að kveða í reglugerð á um undanþágur og frávik frá ákvæðum þessa kafla þegar smágreiðslumiðill er annars vegar.

B. Framkvæmd greiðslu.
49. gr.
Samþykki fyrir greiðslu og afturköllun samþykkis.

    Greiðsla telst því aðeins heimiluð að greiðandi hafi veitt samþykki fyrir framkvæmd hennar. Greiðandi getur heimilað greiðslu fyrir eða, ef greiðandi og greiðsluþjónustuveitandi hans hafa samið um það, eftir framkvæmd greiðslunnar.
    Samþykki fyrir framkvæmd greiðslu eða röð greiðslna skal veitt með þeim hætti sem greiðandi og greiðsluþjónustuveitandi hans koma sér saman um. Ef samþykki er ekki fyrir hendi telst greiðsla ekki hafa verið heimiluð.
    Greiðandi getur afturkallað samþykki hvenær sem er, en þó ekki eftir að greiðslufyrirmæli teljast óafturkallanleg í skilningi 61. gr. Samþykki fyrir framkvæmd á röð greiðslna má einnig afturkalla og hefur það þau áhrif að greiðslur sem framkvæmdar eru eftir það tímamark teljast óheimilaðar. Víkja má frá þessari málsgrein með samningi, í heild eða að hluta, þegar notandi greiðsluþjónustu er ekki neytandi.

50. gr.
Takmarkanir á notkun greiðslumiðils.

    Ef nota skal tiltekinn greiðslumiðil til að veita samþykki fyrir framkvæmd greiðslna geta greiðandi og greiðsluþjónustuveitandi samið um útgjaldaþak vegna þeirra greiðslna sem framkvæmdar eru með honum.
    Ef um það er samið í rammasamningi getur greiðsluþjónustuveitandinn áskilið sér rétt til að stöðva notkun greiðslumiðils af ástæðum sem rökstuddar eru á hlutlægan hátt með hliðsjón af öryggi greiðslumiðilsins, grun um óheimila eða sviksamlega notkun greiðslumiðilsins eða, þegar um er að ræða greiðslumiðil sem lánsheimildir fylgja, verulega aukinni hættu á því að greiðandi kunni að vera ófær um að uppfylla greiðsluskyldu sína.
    Greiðsluþjónustuveitandi skal tilkynna greiðanda um stöðvun notkunar greiðslumiðils og ástæður fyrir henni svo fljótt sem auðið er, nema lög kveði á um annað. Ef mögulegt er skal uppfylla þessa tilkynningarskyldu áður en notkun greiðslumiðils er stöðvuð, en hún skal í síðasta lagi uppfyllt tafarlaust í kjölfar stöðvunar.
    Greiðsluþjónustuveitandi skal opna fyrir notkun greiðslumiðils eða afhenda nýjan greiðslumiðil í hans stað þegar ástæður fyrir stöðvun notkunar eru ekki lengur fyrir hendi.

51. gr.
Skyldur notanda greiðsluþjónustu í tengslum við greiðslumiðil.

    Notandi greiðsluþjónustu, sem á rétt á að nota greiðslumiðil, skal nota greiðslumiðilinn í samræmi við skilmála um útgáfu og notkun hans.
    Við viðtöku greiðslumiðils ber notandanum að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að tryggja persónubundna öryggisþætti greiðslumiðilsins.
    Notandi greiðsluþjónustu, sem á rétt á að nota greiðslumiðil, skal án óþarfa tafar tilkynna greiðsluþjónustuveitanda, eða öðrum sem hann tilnefnir, um það verði hann var við tap, þjófnað eða misnotkun á greiðslumiðli eða óheimila notkun hans.

52. gr.
Skyldur greiðsluþjónustuveitanda í tengslum við greiðslumiðil.

    Greiðsluþjónustuveitandi sem gefur út greiðslumiðil skal tryggja að persónubundnir öryggisþættir greiðslumiðils séu ekki aðgengilegir öðrum en þeim notanda greiðsluþjónustu sem á rétt á að nota greiðslumiðilinn.
    Greiðsluþjónustuveitandi skal ekki óumbeðinn senda notanda greiðsluþjónustu greiðslumiðil, nema nýr greiðslumiðill eigi að koma í stað annars sem notandinn hefur þegar fengið.
    Greiðsluþjónustuveitandi ber alla áhættu af sendingu greiðslumiðils og hvers kyns persónubundnum öryggisþáttum greiðslumiðils til greiðanda.
    Greiðsluþjónustuveitandi skal tryggja að notanda greiðsluþjónustu sé kleift að koma tilkynningu skv. 3. mgr. 51. gr. á framfæri, hvenær sem er sólarhringsins, og að óska eftir opnun fyrir notkun greiðslumiðils í samræmi við 4. mgr. 50. gr. Greiðsluþjónustuveitanda ber jafnframt að sjá til þess að í 18 mánuði frá því að notandi kemur tilkynningu skv. 3. mgr. 51. gr. á framfæri hafi notandinn úrræði til að sanna að hann hafi gefið út slíka tilkynningu.
    Greiðsluþjónustuveitandi skal koma í veg fyrir alla notkun greiðslumiðils þegar tilkynningu skv. 3. mgr. 51. gr. hefur verið komið á framfæri.

53. gr.
Tilkynning um óheimilaða eða ranglega framkvæmda greiðslu.

    Notandi greiðsluþjónustu skal tilkynna greiðsluþjónustuveitanda um það án óþarfa tafar verði hann var við óheimilaða eða ranglega framkvæmda greiðslu sem gefur tilefni til kröfu um leiðréttingu samkvæmt ákvæðum laga þessara, þ.m.t. skv. 69. gr., og eigi síðar en 13 mánuðum eftir dagsetningu skuldfærslu. Þetta á þó ekki við ef greiðsluþjónustuveitandi veitti notanda greiðsluþjónustunnar ekki, eða hafði aðgengilegar fyrir hann, upplýsingar um greiðsluna í samræmi við III. kafla.
    Heimilt er að semja um annan tímafrest en greinir í 1. mgr. þegar notandi greiðsluþjónustu er ekki neytandi.

54. gr.
Sannvottun vegna framkvæmdar greiðslu.

    Ef notandi greiðsluþjónustu neitar að hafa heimilað framkvæmd greiðslu eða heldur því fram að greiðsla hafi ekki verið réttilega framkvæmd skal greiðsluþjónustuveitandi hans sanna að sannvottun vegna framkvæmdar greiðslu hafi átt sér stað, að framkvæmd greiðslu hafi verið nákvæmlega skráð og færð í reikningshald og að tæknileg bilun hafi ekki haft áhrif á hana eða á henni sé einhver annar ágalli.
    Ef notandi greiðsluþjónustu neitar að hafa heimilað framkvæmd greiðslu fer það eftir atvikum hvort notkun greiðslumiðils, sem greiðsluþjónustuveitandi skráir, dugi ein og sér til sönnunar því að greiðandi hafi annaðhvort heimilað greiðsluna eða hann hafi með sviksamlegum hætti, að yfirlögðu ráði eða af stórfelldu gáleysi látið ógert að uppfylla eina eða fleiri af skyldum sínum skv. 51. gr.
    Víkja má frá 1. og 2. mgr. með samningi, í heild eða að hluta, þegar notandi greiðsluþjónustu er ekki neytandi.

55. gr.
Ábyrgð greiðsluþjónustuveitanda þegar um ræðir óheimilaða greiðslu.

    Þegar um óheimilaða greiðslu er að ræða í skilningi laga þessara skal greiðsluþjónustuveitandi, að uppfylltum skilyrðum 53. gr. og að teknu tilliti til annarra ákvæða IV. kafla, þegar í stað endurgreiða greiðanda fjárhæð óheimiluðu greiðslunnar og, ef við á, bakfæra eignfærslu á greiðslureikninginn til sömu stöðu og hann hefði verið í ef óheimilaða greiðslan hefði ekki átt sér stað.
    Ákvæði þetta gildir um rafeyri í skilningi laga um fjármálafyrirtæki, nema greiðsluþjónustuveitandi greiðanda hafi ekki getu til að frysta greiðslureikning eða loka greiðslumiðli.

56. gr.
Ábyrgð greiðanda þegar um ræðir óheimilaða greiðslu.

    Þrátt fyrir 55. gr. skal greiðandi bera tjón vegna óheimilaðra greiðslna sem nemur allt að jafnvirði 150 evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni sem rekja má til notkunar á týndum eða stolnum greiðslumiðli eða stafar af óréttmætri nýtingu greiðslumiðils sem leiðir af því að greiðandi hefur ekki uppfyllt skyldu sína samkvæmt lögum þessum til að tryggja persónubundna öryggisþætti greiðslumiðilsins.
    Greiðandi skal bera allt tjón sem rekja má til óheimilaðra greiðslna ef hann hefur stofnað til þeirra með sviksamlegum hætti eða látið ógert að uppfylla eina eða fleiri af skyldum sínum skv. 51. gr. af ásetningi eða af stórfelldu gáleysi. Þegar þetta á við gildir ekki hámarksfjárhæðin sem um getur í 1. mgr.
    Þegar háttsemi greiðanda hefur hvorki verið með sviksamlegum hætti né hann af ásetningi látið ógert að uppfylla skyldur sínar skv. 51. gr. skal tekið tillit til eðlis persónubundinna öryggisþátta greiðslumiðils og málsatvika þegar hann týndist, honum var stolið eða hann nýttur með óréttmætum hætti við ákvörðun fjárhæðar þeirrar sem greiðanda verður gert að bera sjálfur skv. 1. og 2. mgr.
    Greiðandi skal ekki bera tjón sem hlýst af notkun á greiðslumiðli sem týnist, er stolið eða nýttur með óréttmætum hætti eftir tímamark tilkynningar skv. 3. mgr. 51. gr. Þetta á þó ekki við ef greiðandi hefur sýnt af sér sviksamlega háttsemi.
    Greiðandi skal ekki bera tjón sem hlýst af notkun greiðslumiðils ef greiðsluþjónustuveitandi hefur ekki gert viðeigandi ráðstafanir samkvæmt lögum þessum vegna tilkynningarskyldu um greiðslumiðil sem hefur týnst, verið stolið eða notaður með óréttmætum hætti, eins og krafist er skv. 4. mgr. 52. gr. Þetta á þó ekki við ef greiðandi hefur sýnt af sér sviksamlega háttsemi.
    Víkja má frá 1.–5. mgr. með samningi, í heild eða að hluta, þegar notandi greiðsluþjónustu er ekki neytandi.
    Ákvæði þetta gildir um rafeyri í skilningi laga um fjármálafyrirtæki, nema greiðsluþjónustuveitandi greiðanda hafi ekki getu til að frysta greiðslureikning eða loka greiðslumiðli.

57. gr.
Endurgreiðslur á greiðslum sem viðtakandi á frumkvæði að
eða hefur milligöngu um.

    Greiðandi á rétt á endurgreiðslu frá greiðsluþjónustuveitanda sínum vegna heimilaðrar greiðslu, sem viðtakandi greiðslu hefur átt frumkvæði að eða haft milligöngu um og greiðslan hefur þegar verið framkvæmd, ef eftirfarandi skilyrðum er fullnægt:
     a.      fjárhæð greiðslunnar var ekki nákvæmlega tilgreind í heimildinni þegar hún var veitt og
     b.      fjárhæð greiðslunnar var hærri en svo að greiðandi gæti með sanngjörnum hætti gert ráð fyrir þeirri fjárhæð miðað við útgjaldamynstur hans til þessa, skilmála í rammasamningi og málsatvik að öðru leyti.
    Að beiðni greiðsluþjónustuveitanda skal greiðandi leggja fram gögn um að skilyrði a- og b-liðar 1. mgr. teljist uppfyllt.
    Að því er varðar beingreiðslur er heimilt að semja um það í rammasamningi um greiðsluþjónustu að greiðandi eigi rétt á endurgreiðslu frá greiðsluþjónustuveitanda, jafnvel þótt skilyrði fyrir endurgreiðslu skv. 1. mgr. séu ekki uppfyllt.
    Að því er varðar b-lið 1. mgr. getur greiðandi þó ekki byggt kröfu um endurgreiðslu á gengisástæðum ef beitt var viðmiðunargengi sem hann samdi um við greiðsluþjónustuveitanda í samræmi við d-lið 36. gr. og b-lið 3. tölul. 40. gr.
    Heimilt er að semja um það í rammasamningi um greiðsluþjónustu að greiðandi eigi ekki rétt á endurgreiðslu ef hann hefur veitt samþykki sitt fyrir framkvæmd greiðslu beint til greiðsluþjónustuveitanda og, ef við á, greiðsluþjónustuveitandi eða viðtakandi greiðslu veitti upplýsingar um greiðslur í framtíðinni eða kom þeim á framfæri við greiðanda á umsaminn hátt að minnsta kosti fjórum vikum fyrir gjalddaga.
    Víkja má frá 1.–4. mgr. með samningi, í heild eða að hluta, þegar notandi greiðsluþjónustu er ekki neytandi.

58. gr.
Meðferð beiðna um endurgreiðslu vegna greiðslna sem viðtakandi
á frumkvæði að eða hefur milligöngu um.

    Greiðandi skal óska eftir endurgreiðslu í samræmi við 57. gr. innan átta vikna frá þeim degi þegar fjármunir voru skuldfærðir.
    Greiðsluþjónustuveitandi skal innan tíu viðskiptadaga frá móttöku skv. 1. mgr. annaðhvort endurgreiða að fullu fjárhæð greiðslunnar eða rökstyðja synjun um endurgreiðslu og tilgreina þá aðila sem greiðandi getur vísað málinu til í samræmi við V. kafla ef hann sættir sig ekki við rökstuðning fyrir synjuninni.
    Réttur greiðsluþjónustuveitanda skv. 2. mgr. til að synja um endurgreiðslu gildir ekki í því tilviki sem sett er fram í 3. mgr. 57. gr.
    Víkja má frá 1.–3. mgr. með samningi, í heild eða að hluta, þegar notandi greiðsluþjónustu er ekki neytandi.

59. gr.
Viðtaka greiðslufyrirmæla.

    Viðtökutími greiðslufyrirmæla er sá tími þegar greiðslufyrirmæli berast greiðsluþjónustuveitanda greiðanda, í kjölfar þess að greiðandi gefur þau beint eða óbeint með milligöngu viðtakanda greiðslu. Greiðsluþjónustuveitanda er heimilt að fastsetja lokunartíma nálægt lokum viðskiptadags og skulu þá greiðslufyrirmæli, sem hann tekur við eftir það, teljast til næsta viðskiptadags á eftir.
    Ef notandi greiðsluþjónustu sem gefur greiðslufyrirmæli og greiðsluþjónustuveitandi hans semja um að framkvæmd greiðslufyrirmæla skuli hefjast á tilgreindum degi, við lok tiltekins tímabils eða þann dag þegar greiðandi hefur lagt inn fjármuni til ráðstöfunar greiðsluþjónustuveitanda hans telst viðtökutími, sbr. 64. gr., vera dagurinn sem samið var um.
    Ef viðtökutími skv. 1. mgr. eða dagurinn sem samið var um skv. 2. mgr. er ekki á viðskiptadegi að því er varðar greiðsluþjónustuveitanda greiðanda skal litið svo á að tekið hafi verið við greiðslufyrirmælunum næsta viðskiptadag á eftir.

60. gr.
Synjun um framkvæmd greiðslufyrirmæla.

    Ef öll skilyrði rammasamnings greiðanda við greiðsluþjónustuveitanda eru uppfyllt er greiðsluþjónustuveitanda greiðanda óheimilt að neita að framkvæma heimiluð greiðslufyrirmæli, hvort sem greiðandi á frumkvæði að þeim eða viðtakandi greiðslu gefur eða hefur milligöngu um þau. Þetta á þó ekki við ef lög kveða á um annað.
    Í þeim tilvikum sem greiðsluþjónustuveitanda er heimilt að synja um framkvæmd greiðslufyrirmæla skal tilkynna notanda greiðsluþjónustunnar um neitunina og, ef unnt er, ástæður fyrir henni og málsmeðferð við mögulega leiðréttingu á þeim atvikum sem valda neituninni. Þetta á þó ekki við ef lög kveða á um annað.
    Greiðsluþjónustuveitandi skal koma tilkynningu skv. 2. mgr. á framfæri á umsaminn hátt við fyrsta tækifæri og í síðasta lagi innan þess frests sem greinir í 64. gr. Í rammasamningi um greiðsluþjónustu má kveða á um að greiðsluþjónustuveitanda sé heimilt að taka gjald fyrir þess háttar tilkynningu, enda sé synjun um framkvæmd greiðslufyrirmæla í samræmi við lög og rökstudd á hlutlægan hátt.
    Að því er varðar 64. og 69. gr. skal líta á greiðslufyrirmæli, sem synjað hefur verið um framkvæmd á, eins og ekki hafi verið tekið við þeim.

61. gr.
Afturköllun greiðslufyrirmæla.

    Notandi greiðsluþjónustu getur ekki afturkallað greiðslufyrirmæli þegar greiðsluþjónustuveitandi greiðanda hefur tekið við þeim, nema 2.–6. mgr. eigi við.
    Ef viðtakandi greiðslu á frumkvæði að eða hefur milligöngu um greiðslu getur greiðandi ekki afturkallað greiðslufyrirmæli eftir að hann hefur sent greiðslufyrirmælin eða veitt samþykki sitt fyrir því að greiðslan til viðtakanda greiðslu verði framkvæmd.
    Þrátt fyrir 2. mgr. getur greiðandi afturkallað greiðslufyrirmæli þegar um beingreiðslu er að ræða í síðasta lagi í lok síðasta viðskiptadags fyrir umsaminn gjaldfærsludag fjármuna.
    Ef notandi greiðsluþjónustu sem gefur greiðslufyrirmæli og greiðsluþjónustuveitandi hans semja um að framkvæmd greiðslufyrirmæla skuli hefjast á tilgreindum degi, við lok tiltekins tímabils eða þann dag þegar greiðandi hefur lagt inn fjármuni til ráðstöfunar greiðsluþjónustuveitanda hans, sbr. 2. mgr. 59. gr., getur notandi greiðsluþjónustu afturkallað greiðslufyrirmæli í síðasta lagi við lok síðasta viðskiptadags fyrir umsaminn dag.
    Eftir tímamörkin, sem tilgreind eru í 1.–4. mgr., er aðeins unnt að afturkalla greiðslufyrirmælin ef notandi greiðsluþjónustu og greiðsluþjónustuveitandi hafa samið um það. Í því tilviki sem um getur í 2. og 3. mgr. skal samþykki viðtakanda greiðslu jafnframt liggja fyrir. Ef um það er samið í rammasamningi getur greiðsluþjónustuveitandi krafist gjalds vegna afturköllunar greiðslufyrirmæla samkvæmt þessari málsgrein.
    Víkja má frá 1.–5. mgr. með samningi, í heild eða að hluta, þegar notandi greiðsluþjónustu er ekki neytandi.

62. gr.
Fjárhæð greiðslu.

    Greiðsluþjónustuveitendur og milliliðir þeirra skulu millifæra alla fjárhæð greiðslu óskerta. Gjöld skulu ekki dregin frá millifærðri fjárhæð.
    Viðtakandi greiðslu og greiðsluþjónustuveitandi hans geta þó samið um að gjöld greiðsluþjónustuveitandans vegna greiðsluþjónustu verði dregin frá millifærðri fjárhæð áður en hún er eignfærð á viðtakanda greiðslu. Þegar þetta á við er öll fjárhæð greiðslunnar aðskilin frá gjöldunum í þeim upplýsingum sem viðtakanda greiðslu eru veittar.
    Ef einhver önnur gjöld en þau sem um getur í 2. mgr. eru dregin frá millifærðri fjárhæð skal greiðsluþjónustuveitandi greiðanda sjá til þess að viðtakandi greiðslu fái alla fjárhæð greiðslunnar sem greiðandi á frumkvæði að. Í tilvikum þar sem viðtakandi greiðslu á frumkvæði að eða hefur milligöngu um greiðslu skal greiðsluþjónustuveitandi hans tryggja að viðtakandinn fái óskerta fjárhæð greiðslunnar.

C. Framkvæmdatími greiðslu og gildisdagur.
63. gr.
Gildissvið C-hluta.

    Um gildissvið 64.–67. gr. fer samkvæmt síðari málslið 3. mgr. 1. gr.

64. gr.
Greiðsla á greiðslureikning.

    Frá viðtökutíma skv. 59. gr. skal greiðsluþjónustuveitandi greiðanda tryggja að fjárhæð greiðslu sé eignfærð á reikning greiðsluþjónustuveitanda viðtakanda greiðslu og í síðasta lagi í lok næsta viðskiptadags. Þetta freststímabil má þó framlengja um einn viðskiptadag fyrir greiðslur sem eru á pappírsgrundvelli.
    Greiðsluþjónustuveitandi viðtakanda skal eftir viðtöku fjármuna setja gildisdag á greiðsluna og tryggja að fjárhæð hennar sé viðtakanda greiðslu til ráðstöfunar á greiðslureikningi hans í samræmi við 67. gr.
    Að því er varðar greiðslur sem viðtakandi greiðslu á frumkvæði að eða hefur milligöngu um skal greiðsluþjónustuveitandi viðtakanda senda greiðslufyrirmæli til greiðsluþjónustuveitanda greiðanda innan þess uppgjörsfrests sem viðtakandinn og greiðsluþjónustuveitandi hans hafa komið sér saman um. Þegar um ræðir beingreiðslur skulu greiðslufyrirmælin send á umsömdum gjalddaga.

65. gr.
Aðstæður þegar viðtakandi greiðslu er ekki með greiðslureikning
hjá greiðsluþjónustuveitanda.

    Ef viðtakandi greiðslu er ekki með greiðslureikning hjá greiðsluþjónustuveitanda skal greiðsluþjónustuveitandinn sem tekur við fjármununum fyrir viðtakandann hafa þá aðgengilega til ráðstöfunar fyrir viðtakandann innan þess frests sem tilgreindur er í 64. gr.

66. gr.
Reiðufé lagt inn á greiðslureikning.

    Ef notandi greiðsluþjónustu leggur reiðufé á greiðslureikning hjá greiðsluþjónustuveitanda í gjaldmiðli greiðslureikningsins skal greiðsluþjónustuveitandinn tryggja að fjárhæðin sé til ráðstöfunar og gildisdagsett tafarlaust eftir viðtöku fjármunanna.

67. gr.
Gildisdagur og fjármunir til ráðstöfunar.

    Gildisdagur eignfærslu á greiðslureikning viðtakanda greiðslu telst vera eigi síðar en þann viðskiptadag þegar fjárhæð greiðslunnar er eignfærð á reikning greiðsluþjónustuveitanda viðtakanda. Greiðsluþjónustuveitandi viðtakanda skal tryggja að fjárhæð greiðslunnar sé viðtakanda greiðslu til ráðstöfunar þegar í stað eftir að fjárhæðin er eignfærð á reikning greiðsluþjónustuveitanda viðtakanda.
    Gildisdagur skuldfærslu á greiðslureikning greiðanda telst vera eigi fyrr en sá tímapunktur þegar fjárhæð greiðslunnar er skuldfærð á greiðslureikning greiðanda hjá greiðsluþjónustuveitanda.

D. Röng eða gölluð framkvæmd greiðslu, meðferð persónuupplýsinga o.fl.
68. gr.
Sérstakt kennimerki.

    Ef greiðslufyrirmæli eru framkvæmd í samræmi við sérstakt kennimerki skulu þau teljast rétt framkvæmd að því er varðar þann viðtakanda greiðslu sem er tilgreindur með því sérstaka kennimerki.
    Ef notandi greiðsluþjónustu leggur fram rangt sérstakt kennimerki er greiðsluþjónustuveitandi er ekki ábyrgur skv. 69. gr. hafi framkvæmd greiðslu ekki átt sér stað eða er gölluð. Greiðsluþjónustuveitandi greiðanda skal þó gera ráðstafanir til að endurheimta fjármunina sem greiðsla fól í sér, ef mögulegt er. Semja má um gjaldtöku vegna slíkra ráðstafana í rammasamningi.
    Ef notandi greiðsluþjónustu hefur veitt upplýsingar til viðbótar þeim sem hann þarf að gefa upp til að greiðslufyrirmæli verði framkvæmd á réttan hátt og tilgreindar eru í a-lið 36. gr. eða b-lið 2. tölul. 40. gr. er greiðsluþjónustuveitandi aðeins ábyrgur vegna framkvæmdar greiðslunnar í samræmi við sérstaka kennimerkið sem notandi greiðsluþjónustunnar leggur fram.

69. gr.
Framkvæmd greiðslu á sér ekki stað eða er gölluð.

    Ef greiðandi gefur greiðslufyrirmæli skal greiðsluþjónustuveitandi hans, með fyrirvara um 53. gr., 2.–3. mgr. 68. gr. og 72. gr., bera ábyrgð á því gagnvart honum að greiðsla verði framkvæmd réttilega. Þetta á þó ekki við ef greiðsluþjónustuveitandi greiðanda getur sannað fyrir greiðandanum, og greiðsluþjónustuveitanda viðtakanda ef við á, að greiðsluþjónustuveitandi viðtakanda hafi tekið við greiðslu í samræmi við 1. mgr. 64. gr., en í því tilviki verður greiðsluþjónustuveitandi viðtakanda greiðslu ábyrgur gagnvart viðtakandanum um rétta framkvæmd greiðslunnar.
    Ef greiðsluþjónustuveitandi greiðanda er ábyrgur skv. 1. mgr. skal hann án óþarfa tafar endurgreiða greiðanda fjárhæð óframkvæmdrar eða gallaðrar greiðslu og, ef við á, færa skuldfærðan greiðslureikning í þá stöðu sem hann hefði verið ef gallaða greiðslan hefði ekki átt sér stað.
    Ef greiðsluþjónustuveitandi viðtakanda greiðslu er ábyrgur skv. 1. mgr. skal hann tafarlaust setja fjárhæð greiðslunnar til ráðstöfunar viðtakanda greiðslu og, ef við á, eignfæra samsvarandi fjárhæð á greiðslureikning viðtakandans.
    Hafi greiðandi gefið greiðslufyrirmæli, en framkvæmd greiðslu á sér ekki stað eða er gölluð, skal greiðsluþjónustuveitandi hans tafarlaust gera ráðstafanir til að rekja greiðsluna og tilkynna greiðanda um niðurstöðuna ef þess er óskað. Þetta á við án tillits til þess hver er ábyrgur fyrir réttri framkvæmd greiðslu skv. 1.–3. mgr.
    Ef viðtakandi greiðslu gefur greiðslufyrirmæli eða hefur milligöngu um það skal greiðsluþjónustuveitandi hans bera ábyrgð á því gagnvart honum að greiðslufyrirmæli verði réttilega send greiðsluþjónustuveitanda greiðanda í samræmi við 3. mgr. 64. gr. Skulu greiðslufyrirmælin send greiðsluþjónustuveitanda greiðanda tafarlaust eða, eftir atvikum, endursend tafarlaust. Greiðsluþjónustuveitandi viðtakanda greiðslu er jafnframt ábyrgur gagnvart viðtakanda greiðslu samkvæmt þessari málsgrein um meðferð greiðslunnar í samræmi við skyldur hans skv. 67. gr. Skal hann tryggja að fjárhæð greiðslunnar sé viðtakanda greiðslu til ráðstöfunar tafarlaust eftir að fjárhæðin er eignfærð á greiðslureikning viðtakanda greiðslunnar. Þessi málsgrein gildir með fyrirvara um 53. gr., 2. og 3. mgr. 68. gr. og 72. gr.
    Ef um er að ræða óframkvæmda greiðslu eða gallaða framkvæmd greiðslu, sem greiðsluþjónustuveitandi viðtakanda greiðslu ber ekki ábyrgð á skv. 5. mgr., skal greiðsluþjónustuveitandi greiðanda vera ábyrgur gagnvart greiðanda. Skal hann án óþarfa tafar endurgreiða greiðanda fjárhæð óframkvæmdrar eða gallaðrar greiðslu og, ef við á, færa skuldfærðan greiðslureikning í þá stöðu sem hann hefði verið ef gallaða greiðslan hefði ekki átt sér stað.
    Hafi viðtakandi greiðslu gefið greiðslufyrirmæli, en framkvæmd greiðslu á sér ekki stað eða er gölluð, skal greiðsluþjónustuveitandi hans tafarlaust gera ráðstafanir til að rekja greiðsluna og tilkynna viðtakanda um niðurstöðuna ef þess er óskað. Þetta á við án tillits til þess hver er ábyrgur fyrir réttri framkvæmd greiðslu skv. 5. og 6. mgr.
    Greiðsluþjónustuveitandi er ábyrgur gagnvart notanda greiðsluþjónustu að því er varðar gjöld og vexti sem kunna að falla á notandann sem afleiðing af óframkvæmdri eða gallaðri greiðslu, sbr. 1.–7. mgr.
    Víkja má frá 1.–8. mgr. með samningi, í heild eða að hluta, þegar notandi greiðsluþjónustu er ekki neytandi.

70. gr.
Frekari fébætur.

    Ákvarða má frekari fébætur, til viðbótar við það sem kveðið er á um í 68.–72. gr., í samræmi við lög og samning notanda greiðsluþjónustu og greiðsluþjónustuveitanda hans.

71. gr.
Endurkröfuréttur.

    Ef ábyrgð greiðsluþjónustuveitanda skv. 69. gr. má rekja til annars greiðsluþjónustuveitanda eða milliliðar skal sá greiðsluþjónustuveitandi eða milliliður bæta fyrrgreindum greiðsluþjónustuveitanda allt tjón, sem hann hefur orðið fyrir, eða fjárhæðir sem hann hefur þurft að greiða á grundvelli 69. gr.
    Ákvarða má frekari fébætur í samræmi við lög og samninga milli greiðsluþjónustuveitenda og/eða milliliða.

72. gr.
Óviðráðanleg ytri atvik.

    Bótaábyrgð skv. 49.–72. gr. nær ekki til tjóns vegna óviðráðanlegra ytri atvika (force majeure) eða tjóns sem aðrar lagaskyldur sem greiðsluþjónustuveitandi er undirorpinn kunna að valda.

73. gr.
Meðferð persónuupplýsinga.

    Vinnsla og meðferð persónuupplýsinga er heimil af hálfu greiðslukerfa og greiðsluþjónustuveitenda þegar það er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir, rannsaka og greina greiðslusvik. Um meðferð persónuupplýsinga fer samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

V. KAFLI
Eftirlit, réttarúrræði og viðurlög.
74. gr.
Fjármálaeftirlitið.

    Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með framkvæmd laga þessara.
    Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi greiðslustofnana og peninga- og verðmætasendingarþjónustu, þ.m.t. umboðsaðilum, útibúum og útvistunaraðilum, sem falla undir ákvæði II. kafla, nema annað leiði af lögum eða alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að.
    Um eftirlit Fjármálaeftirlitsins fer samkvæmt ákvæðum laga þessara og laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

75. gr.
Seðlabanki Íslands.

    Seðlabanki Íslands hefur eftirlit með framkvæmd 6. gr. laga þessara, um þátttöku í greiðslukerfum, sbr. lög nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands.

76. gr.
Úrskurðar- og réttarúrræði.

    Greiðsluþjónustuveitendur skulu hafa aðgengilegar upplýsingar um úrskurðar- og réttarúrræði ef ágreiningur rís milli notanda greiðsluþjónustu og greiðsluþjónustuveitanda, m.a. um málskot til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki skv. 2. mgr.
    Notendur greiðsluþjónustu geta skotið ágreiningi er varðar fjárhagslegar kröfur og einkaréttarlega hagsmuni til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, sbr. 19. gr. a í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Greiðslustofnunum og peninga- og verðmætasendingarþjónustu er skylt að eiga aðild að úrskurðarnefndinni um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

77. gr.
Stjórnvaldssektir.

    Fjármálaeftirlitið getur lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem brýtur gegn eftirtöldum ákvæðum laga þessara og, eftir atvikum, reglum settum á grundvelli þeirra:
     1.      5. gr. um einkarétt greiðsluþjónustuveitenda til veitingar greiðsluþjónustu hérlendis.
     2.      9. gr. um stofnfé.
     3.      10. og 11. gr. um eiginfjárgrunn og útreikning eigin fjár.
     4.      12. gr. um að starfsleyfisskyld starfsemi skuli ekki stunduð án starfsleyfis.
     5.      1. og 3. mgr. 16. gr. um góða viðskiptahætti og þagnarskyldu.
     6.      18. gr. um varðveislu fjármuna.
     7.      5. og 6. mgr. 19. gr. um aðra starfsemi.
     8.      20. gr. um hæfi stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og annarra stjórnenda.
     9.      21. gr. um reikningsskil og lögboðna endurskoðun.
     10.      1., 3. og 5. mgr. 23. gr. um umboðsaðila og útibú.
     11.      1. og 2. mgr. 24. gr. um útvistun.
     12.      2. mgr. 25. gr. um skyldu til að tryggja að þriðji aðili, sem falið hefur verið að annast tiltekna rekstrarþætti, geri viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að farið sé að lögum þessum.
     13.      26. gr. um varðveislu gagna.
     14.      27. gr. um peninga- og verðmætasendingarþjónustu.
     15.      32. gr. um gjaldmiðil og gjaldmiðilsumreikning.
     16.      33. gr. um notkun tiltekins greiðslumiðils.
     17.      35. og 36. gr. um upplýsingagjöf áður en samningur eða tilboð vegna stakra greiðslna verður bindandi fyrir notanda greiðsluþjónustu.
     18.      37. gr. um upplýsingagjöf gagnvart greiðanda eftir viðtöku greiðslufyrirmæla um staka greiðslu.
     19.      38. gr. um upplýsingagjöf gagnvart viðtakanda greiðslu eftir framkvæmd stakrar greiðslu.
     20.      39. og 40. gr. um upplýsingagjöf áður en samningur eða tilboð vegna greiðslna sem falla undir rammasamning verður bindandi fyrir notanda greiðsluþjónustu.
     21.      41. gr. um aðgengilegar upplýsingar og skilmála rammasamnings.
     22.      42. gr. um breytingar á skilmálum rammasamnings.
     23.      43. gr. um uppsögn rammasamnings.
     24.      44. gr. um upplýsingagjöf áður en kemur til framkvæmdar einstakra greiðslna sem falla undir rammasamning.
     25.      45. gr. um upplýsingagjöf gagnvart greiðanda um einstakar greiðslur sem falla undir rammasamning.
     26.      46. gr. um upplýsingagjöf gagnvart viðtakanda um einstakar greiðslur sem falla undir rammasamning.
     27.      47. gr. um gjaldtöku.
     28.      2.–4. mgr. 50. gr. um takmarkanir á notkun greiðslumiðils.
     29.      60. gr. um synjun um framkvæmd greiðslufyrirmæla.
     30.      61. gr. um afturköllun greiðslufyrirmæla.
     31.      62. gr. um fjárhæð greiðslu.
     32.      64.–67. gr. um framkvæmdatíma greiðslu og gildisdag.
     33.      69. gr. um þær aðstæður þegar framkvæmd greiðslu á sér ekki stað eða er gölluð.
    Sektir sem lagðar eru á einstaklinga geta numið frá 10 þús. kr. til 20 millj. kr. Sektir sem lagðar eru á lögaðila geta numið frá 50 þús. kr. til 50 millj. kr. Við ákvörðun sekta skal m.a. tekið tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvort um ítrekað brot er að ræða. Ákvarðanir um stjórnvaldssektir skulu teknar af stjórn Fjármálaeftirlitsins og eru þær aðfararhæfar. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Séu stjórnvaldssektir ekki greiddar innan mánaðar frá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.
    Stjórnvaldssektum verður beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.
Hafi aðili gerst brotlegur við ákvæði laga þessara, reglur settum á grundvelli þeirra eða ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins á grundvelli þeirra er Fjármálaeftirlitinu heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila, enda sé ekki um að ræða meiri háttar brot sem refsiviðurlög liggja við. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Fjármálaeftirlitið setur nánari reglur um framkvæmd ákvæðisins.
    Í máli sem beinist að einstaklingi og lokið getur með álagningu stjórnvaldssekta eða kæru til lögreglu hefur maður, sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekur um lögbrot, rétt til að neita að svara spurningum eða afhenda gögn eða muni nema hægt sé að útiloka að það geti haft þýðingu fyrir ákvörðun um brot hans. Fjármálaeftirlitið skal leiðbeina hinum grunaða um þennan rétt.
    Heimild Fjármálaeftirlitsins til að leggja á stjórnvaldssektir samkvæmt lögum þessum fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því að háttsemi lauk.
    Frestur skv. 5. mgr. rofnar þegar Fjármálaeftirlitið tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti. Rof frests hefur réttaráhrif gagnvart öllum sem staðið hafa að broti.

78. gr.
Sektir eða fangelsi.

    Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn eftirtöldum ákvæðum laga þessara og, eftir atvikum, reglum settum á grundvelli þeirra:
     1.      5. gr. um einkarétt greiðsluþjónustuveitenda til að veita greiðsluþjónustu hérlendis.
     2.      10. og 11. gr. um eiginfjárgrunn og útreikning eigin fjár.
     3.      12. gr. um að starfsleyfisskyld starfsemi skuli ekki stunduð án starfsleyfis.
     4.      3. mgr. 16. gr. um þagnarskyldu.
     5.      21. gr. um reikningsskil og lögboðna endurskoðun.
    Þá varðar það sömu refsingu að gefa vísvitandi rangar eða villandi upplýsingar um hagi greiðsluþjónustuveitanda eða annað er hann varðar, opinberlega eða til Fjármálaeftirlitsins, annarra opinberra aðila eða notenda greiðsluþjónustu.
    Brot gegn lögum þessum er varða sektum eða fangelsi varða refsingu hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi.
    Heimilt er að gera upptækan með dómi beinan eða óbeinan hagnað sem hlotist hefur af broti gegn ákvæðum laga þessara er varða sektum eða fangelsi.
    Tilraun til brots eða hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum.
    Brot gegn lögum þessum sæta aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Fjármálaeftirlitsins.
    Varði meint brot á lögum þessum bæði stjórnvaldssektum og refsingu metur Fjármálaeftirlitið hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá stofnuninni. Ef brot eru meiri háttar ber Fjármálaeftirlitinu að vísa þeim til lögreglu. Brot telst meiri háttar ef það lýtur að verulegum fjárhæðum og ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög á saknæmi brotsins. Jafnframt getur Fjármálaeftirlitið á hvaða stigi rannsóknar sem er vísað máli vegna brota á lögum þessum til rannsóknar lögreglu. Gæta skal samræmis við úrlausn sambærilegra mála.
    Með kæru Fjármálaeftirlitsins skulu fylgja afrit þeirra gagna sem grunur um brot er studdur við. Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að kæra mál til lögreglu.
    Fjármálaeftirlitinu er heimilt að láta lögreglu og ákæruvaldi í té upplýsingar og gögn sem stofnunin hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 7. mgr. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að taka þátt í aðgerðum lögreglu sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 7. mgr.
    Lögreglu og ákæruvaldi er heimilt að láta Fjármálaeftirlitinu í té upplýsingar og gögn sem hún hefur aflað og tengjast þeim brotum sem tilgreind eru í 7. mgr. Lögreglu er heimilt að taka þátt í aðgerðum Fjármálaeftirlitsins sem varða rannsókn þeirra brota sem tilgreind eru í 7. mgr.
    Telji ákærandi að ekki séu efni til málshöfðunar vegna ætlaðrar refsiverðrar háttsemi sem jafnframt varðar stjórnsýsluviðurlögum getur hann sent eða endursent málið til Fjármálaeftirlitsins til meðferðar og ákvörðunar.

VI. KAFLI
Gildistaka o.fl.
79. gr.
Innleiðing.

    Lög þessi fela í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2007/64/EB um greiðsluþjónustu á innri markaðnum er breytir tilskipunum 97/7/EB, 2002/65/EB, 2005/60/ EB og 2006/48/EB og nemur úr gildi tilskipun 97/5/EB. Tilskipunin var tekin upp í EES- samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2008 7. nóvember 2008, sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 79/2008 18. desember 2008.

80. gr.

         Lög þessi öðlast gildi 1. október 2011.

81. gr.

Breytingar á öðrum lögum.


     1.      Lög nr. 46/2000, um húsgöngu- og fjarsölusamninga, með síðari breytingum: 12. gr. laganna fellur brott.
     2.      Lög nr. 33/2005, um fjarsölu á fjármálaþjónustu, með síðari breytingum: 16. gr. laganna fellur brott.
     3.      Lög nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, með síðari breytingum:
                  a.      4. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna fellur brott.
                  b.      4. og 5. tölul. 1. mgr. 20. gr. laganna orðast svo:
                  4.     Greiðsluþjónustu samkvæmt lögum um greiðsluþjónustu.
                  5.     Útgáfu og umsýslu greiðsluskjala, svo sem ferðatékka og víxla.
                  c.      Eftirfarandi breytingar verða á 85. gr. laganna:
                  a.     Í stað orðanna „í öðrum fjármálafyrirtækjum eða fyrirtækjum tengdum fjármálasviði“ í 1. mgr. kemur: í öðrum fjármálafyrirtækjum, fyrirtækjum tengdum fjármálasviði eða greiðslustofnunum.
                  b.     Í stað orðanna „í öðrum fjármálafyrirtækjum eða fyrirtækjum tengdum fjármálasviði“ í 3. mgr. kemur: í öðrum fjármálafyrirtækjum, fyrirtækjum tengdum fjármálasviði eða greiðslustofnunum.
     4.      Lög nr. 64/2006, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, með síðari breytingum:
                  a.      Við 1. mgr. 2. gr. laganna bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Greiðslustofnanir samkvæmt lögum um greiðsluþjónustu.
                  b.      Í stað orðanna „og sérstök lög gilda ekki um“ í 8. tölul. 3. gr. laganna kemur: og sérstök lög gilda ekki um, önnur en lög um greiðsluþjónustu.
     5.      Lög nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, með síðari breytingum: Við 1. mgr. 5. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Greiðslustofnanir samkvæmt lögum um greiðsluþjónustu skulu greiða 0,0244% af eignum samtals, þó eigi lægri fjárhæð en 1.000.000 kr.
     6.      Lög nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, með síðari breytingum: 10.–13. gr. laganna falla brott.
     7.      Lög nr. 19/2002, um póstþjónustu, með síðari breytingum: 42. gr. laganna orðast svo:
                  Um fjármunasendingar fer samkvæmt lögum um greiðsluþjónustu.

Ákvæði til bráðabirgða.


I.


    Þrátt fyrir ákvæði laga þessara gilda um greiðsluþjónustuveitendur og notendur greiðsluþjónustu takmarkanir sem kunna að felast í ákvæðum laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, og reglum sem settar eru með stoð í þeim, á hverjum tíma.

II.


    Fram til 1. janúar 2012 geta greiðandi og greiðsluþjónustuveitandi hans samið um lengri frest en um getur í 1. mgr. 64. gr. Þó má slíkur frestur ekki vera lengri en þrír viðskiptadagar. Þessi freststímabil má þó framlengja um einn viðskiptadag fyrir greiðslur sem eru á pappírsgrundvelli.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með frumvarpi þessu er lagt til að innleidd verði í íslenskan rétt ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2007/64/EB um greiðsluþjónustu á innri markaðnum er breytir tilskipunum 97/7/EB, 2002/65/EB, 2005/60/EB og 2006/48/EB og nemur úr gildi tilskipun 97/5/EB. Tilskipunin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 114/2008 7. nóvember 2008. Markmið tilskipunarinnar er að skapa heildstætt, samræmt og nútímalegt regluverk um greiðsluþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins. Samræmd löggjöf og framkvæmd á þessum vettvangi þykir mikilvæg til þess að tryggja frjálst flæði vöru, þjónustu, vinnuafls og fjármagns, svo sem nánar greinir í formála tilskipunarinnar. Tilskipunina átti að innleiða fyrir 1. nóvember 2009. Um ræðir „full harmonisation“ gerð, sem þýðir að heimildir til frávika frá efnisákvæðum tilskipunarinnar, við innleiðingu í landsrétt, eru takmarkaðar. Sérstaklega er gerð grein fyrir valkvæðum ákvæðum í athugasemdum við einstök ákvæði frumvarpsins þegar það á við.
    Til aðstoðar við frumvarpssmíði vegna innleiðingar tilskipunar 2007/64/EB skipaði viðskiptaráðherra nefnd sem í áttu sæti fulltrúar helstu hagsmunaaðila, þ.e. Fjármálaeftirlitsins, Neytendastofu, Neytendasamtakanna, Reiknistofu bankanna, Samtaka fjármálafyrirtækja og Seðlabanka Íslands, auk ráðuneytisins. Tillögur nefndarinnar voru lagðar til grundvallar við gerð þessa frumvarps.
    Með samþykkt frumvarpsins mun öðlast gildi fyrsti heildstæði lagabálkurinn um greiðsluþjónustu, en hugtakið greiðsluþjónusta er skilgreint í 4. gr. og nær yfir ýmislegt annað en notkun greiðslukorta og færsluhirðingu. Sem dæmi má nefna að greiðslur sem framkvæmdar eru í heimabönkum og svonefndar peningasendingar (e. money remittance) munu falla undir gildissvið laganna. Svonefndum greiðsluþjónustuveitendum verður einum heimilt að veita greiðsluþjónustu hér á landi, enda hafi þeir tilskilin leyfi stjórnvalda hér á landi eða í öðru aðildarríki. Eitt af markmiðum tilskipunarinnar er að efla réttarstöðu neytenda, með því að skýra leikreglur innan Evrópska efnahagssvæðisins að því er varðar greiðsluþjónustu. Með ákvæðum III. kafla frumvarpsins er gert ráð fyrir að ítarleg lagaákvæði verði sett um upplýsingagjöf og gagnsæi við veitingu greiðsluþjónustu. Tilefni þykir til að minna á kröfur laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga til skýrleika staðlaðra samningsskilmála og þeirrar meginreglu að í vafamálum gildi sú túlkun sem neytandanum kemur best samkvæmt hefðbundnum skýringar- og túlkunarreglum neytendaréttar. Þá er í IV. kafla frumvarpsins gert ráð fyrir að sett verði ítarleg efnisákvæði um réttindi og skyldur aðila (þ.e. greiðsluþjónustuveitenda og notenda greiðsluþjónustu) í tengslum við veitingu og notkun greiðsluþjónustu, þ.m.t. um framkvæmd greiðslu og framkvæmdatíma, skyldur notenda og greiðsluþjónustuveitenda í tengslum við greiðslumiðil og ábyrgð aðila þegar óheimilaðar greiðslur eru annars vegar.
    Í II. kafla frumvarpsins er að finna nýmæli. Lagt er til að sett verði ákvæði um nýja tegund fyrirtækja á sviði fjármálaþjónustu sem mun sinna takmarkaðri og sérhæfðari starfsemi en viðskiptabankar, sparisjóðir og lánafyrirtæki gera samkvæmt gildandi lögum, þ.e. svokallaðar greiðslustofnanir. Í ljósi þess að afmarkaðri áhætta fylgir slíkri starfsemi eru minni kröfur gerðar til greiðslustofnana en áðurgreindra tegunda fjármálafyrirtækja, svo sem að því er varðar kröfur um lágmarksstofnfé. Greiðslustofnanir taka ekki við innlánum og gefa ekki út rafeyri, enda er slík starfsemi leyfisskyld samkvæmt gildandi lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Þeim ber að varðveita fjármuni viðskiptavina tryggilega og þær eru til að mynda undirorpnar lögum og reglum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka líkt og fjármálafyrirtæki.
    Til greiðsluþjónustuveitenda munu samkvæmt frumvarpi þessu teljast, auk greiðslustofnana skv. II. kafla frumvarpsins, eftirfarandi aðilar: Fjármálafyrirtæki með starfsleyfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki til móttöku innlána og annarra endurgreiðanlegra fjármuna frá almenningi (þ.e. viðskiptabankar, sparisjóðir og lánafyrirtæki), rafeyrisfyrirtæki samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, póstrekendur með rekstrarleyfi samkvæmt lögum um póstþjónustu, seðlabankar þegar þeir eru ekki í hlutverki stjórnvalds peningamála, stjórnvöld ef greiðsluþjónusta tengist ekki hlutverki þeirra sem slíkra og loks peninga- og verðmætasendingarþjónusta samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti sem uppfyllir skilyrði II. kafla frumvarpsins.
    Notkun greiðslukorta er sennilega nærtækasta dæmið í hugum almennings, um greiðsluþjónustu í skilningi frumvarpsins. Engin sérlög gilda um greiðslukort hér á landi, en ýmis lög taka þó til slíkrar starfsemi. Rétt þykir að vekja athygli á að núverandi lagaumhverfi aðlútandi starfsleyfi greiðslukortafyrirtækja á Íslandi er strangara en tíðkast hefur í Evrópu til þessa. Samkvæmt gildandi lögum um fjármálafyrirtæki er útgáfa og umsýsla greiðslukorta starfsleyfisskyld starfsemi, sbr. 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. Íslensk greiðslukortafyrirtæki teljast til fjármálafyrirtækja; þau hafa starfsleyfi sem lánafyrirtæki skv. 3. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um fjármálafyrirtæki og eru því eftirlitsskyldir aðilar samkvæmt lögum nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Skv. 3. gr. reglugerðar nr. 244/2004, um heimildir fyrirtækja sem tengjast fjármálasviði og dótturfélaga lánastofnana með staðfestu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins til að stunda fjármálastarfsemi hér á landi, er dótturfélagi lánastofnunar, eða sameiginlegu dótturfélagi tveggja eða fleiri lánastofnana, jafnframt heimilt að stunda umsýslu greiðslukorta skv. 4. tölul. 3. gr. laga um fjármálafyrirtæki, enda sé þeim heimilt að stunda starfsemina í heimaríki sínu. Slík veiting fjármálaþjónustu yfir landamæri skal tilkynnt til Fjármálaeftirlitsins, ásamt staðfestingu á því að hlutaðeigandi félag sé í eigu eftirlitsskyldra aðila og sé heimilt að stunda viðkomandi starfsemi í heimaríkinu.
    Í samhengi við innleiðingu tilskipunar 2007/64/EB um greiðsluþjónustu er nauðsynlegt að gera grein fyrir efni tilskipunar nr. 98/26/EB um efndir og lok viðskipta í uppgjörskerfum fyrir verðbréf og greiðslur í fjármálaviðskiptum (þ.e. svokallað „Settlement Finality Directive“ eða SFD) sem innleidd var í íslenskan rétt með lögum nr. 90/1999, um öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum. Tilgangur þeirrar tilskipunar var að bregðast við kerfisbundinni áhættu og tryggja skilvirkni og öryggi í uppgjöri viðskipta á fjármagnsmarkaðnum á Evrópska efnahagssvæðinu. Í lögum nr. 90/1999 er greiðslukerfi skilgreint sem formlegt fyrirkomulag þriggja eða fleiri þátttakenda sem byggist á sameiginlegum reglum og stöðluðu fyrirkomulagi við framkvæmd greiðslufyrirmæla milli þeirra, enda hafi a.m.k. einn þátttakendanna aðalskrifstofu sína í aðildarríki, og greiðslukerfið fullnægir þeim kröfum sem gerðar eru og það hefur verið tilkynnt til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Ísland hefur tilkynnt annars vegar stórgreiðslukerfi SÍ og hins vegar jöfnunarkerfi Greiðsluveitunnar ehf. (áður Fjölgreiðslumiðlunar hf.) í samræmi við ákvæði laga nr. 90/1999. Samkvæmt lögum nr. 90/1999 er aðgengi að greiðslukerfum sem rekin eru hér á landi í samræmi við ákvæði laganna bundið við fyrirtæki sem hlotið hafa starfsleyfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki; þ.m.t. viðskiptabanka, sparisjóði og fyrirtæki í verðbréfaþjónustu; Seðlabanka Íslands eða stofnun með ríkisábyrgð sem heimild hefur til að stunda að hluta eða öllu leyti starfsemi sem fellur undir löggjöf um fjármálafyrirtæki; svo og deild eða deildir í fjármálafyrirtæki sem ekki teljast sérstakar persónur að lögum en tilheyra eftirlitsskyldri erlendri stofnun sem hefur starfsleyfi og útibú hér á landi.
    Tilskipun 2007/64/EB er ætlað að efla samkeppni í greiðsluþjónustu. Greiðslustofnanir má þannig t.d. segja að verði samkeppnisaðilar banka í greiðsluþjónustu. Aftur á móti gerir tilskipunin ekki ráð fyrir skilyrðislausum aðgangi greiðslustofnana að öllum greiðslukerfum, þar sem greiðslustofnanir hafa ekki aðgang að þeim greiðslukerfum sem aðildarríki samningsins um Evrópskt efnahagssvæði hafa tilkynnt í samræmi við áðurgreinda tilskipun 98/26/ EB (SFD). Til að öðlast aðgang að þeim greiðslukerfum verða greiðslustofnanir að semja við banka og aðra aðila sem uppfylla skilyrði laga nr. 90/1999 til aðgengis að slíkum kerfum innan þess ramma sem frumvarp þetta setur. Vísast til athugasemda í frumvarpi þessu við 6. gr., að því er varðar þátttöku greiðsluþjónustuveitenda í greiðslukerfum.
    Gert er ráð fyrir að ákvæði frumvarpsins nái til aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Færeyja, með vísan til svokallaðra Hoyvikur- og Vaduz-samninga.

Athugasemdir við einstaka kafla og greinar frumvarpsins.


Um I. kafla.


    Lagt er til að í I. kafla frumvarpsins verði innleidd helstu grundvallarákvæði tilskipunar 2007/64/EB. Um gildissvið laganna verði fjallað í 1. og 2. gr. og að kveðið verði á um að almennt sé óheimilt að víkja frá ákvæðum laganna notanda greiðsluþjónustu í óhag í 3. gr. Í ákvæði 4. gr. verði lykilhugtakið greiðsluþjónusta skilgreint og í 7. gr. verði að finna helstu orðskýringar. Ákvæði 5. gr. bannar öðrum en svonefndum greiðsluþjónustuveitendum að veita greiðsluþjónustu og í 6. gr. er fjallað um skilyrði til þátttöku í greiðslukerfum.

Um 1. gr.


    Lagt er til að gildissvið laganna verði skilgreint í 1. gr. Því er um að ræða innleiðingu á ákvæðum 2. og 68. gr. tilskipunarinnar. Vakin er athygli á að í 2. gr. frumvarpsins er sérstaklega getið um greiðslur og þjónustu sem frumvarpinu er ekki ætlað að gilda um, sbr. 3. gr. tilskipunarinnar (neikvætt gildissvið).
    Í 1. mgr. er lagt til að kveðið verði skýrlega á um að ætlunin sé að lögin nái til greiðsluþjónustu sem veitt er hér á landi, jafnvel þó að aðeins hluti þjónustunnar fari fram hérlendis, þ.e. þó að móttaka eða sending greiðslunnar fari fram í öðru ríki, hvort sem að það er í aðildarríki eða utan Evrópska efnahagssvæðisins. Með ákvæðum 2. og 3. mgr. er gildissviðið þrengt, annars vegar með tilliti til staðsetningar greiðsluþjónustuveitenda sem koma að framkvæmd greiðslu og hins vegar með tilliti til gjaldmiðils greiðslu, til samræmis við efni tilskipunar 2007/64/EB.
    Í 2. mgr. verði kveðið á um að III.–V. kafli, að undanskilinni 67. gr. (um gildisdag eignfærslu og skuldfærslu), skuli þó einungis gilda ef bæði greiðsluþjónustuveitandi greiðanda og greiðsluþjónustuveitandi viðtakanda greiðslu eru staðsettir í aðildarríki, eða ef einungis einn greiðsluþjónustuveitandi kemur að framkvæmd greiðslunnar og hann er staðsettur í aðildarríki. Greiðsluþjónustuveitandi telst staðsettur í aðildarríki ef hann hefur tilskilin leyfi til að veita greiðsluþjónustu í aðildarríki. Með aðildarríki er skv. 1. tölul. 7. gr. (orðskýringar) átt við ríki sem er aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, aðili að stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjar.
    Í 3. mgr. verði kveðið á um að III.–V. kafli gildi um greiðsluþjónustu sem veitt er í evrum eða gjaldmiðli annars ríkis. Um 64.–67. gr. (þ.e. C-hluta IV. kafla um framkvæmdatíma greiðslu og gildisdag) gilda þó sérreglur, sbr. a–d-liðir 3. mgr.

Um 2. gr.


    Hér er um innleiðingu á 3. gr. tilskipunar 2007/64/EB að ræða.
     Um 1. tölul. Lagt er til að ákvæði laganna eigi ekki við um milliliðalausar greiðslur frá greiðanda til viðtakanda greiðslu í reiðufé.
     Um 2. tölul. Lagt er til að ákvæði laganna eigi ekki við um greiðslu frá greiðanda til viðtakanda greiðslu fyrir milligöngu umboðsmanns sem hefur leyfi til að semja um og ganga frá sölu eða kaupum á vörum eða þjónustu fyrir hönd greiðanda eða viðtakanda greiðslu. Framkvæmd greiðslna frá greiðanda til umboðsmanns annars vegar, og frá umboðsmanni til viðtakanda greiðslu hins vegar, falla aftur á móti undir ákvæði laga þessara. Með ákvæðinu er komið í veg fyrir að sama greiðslan falli tvisvar undir lögin.
     Um 3. tölul. Lagt er til að ákvæði laganna eigi ekki við um flutning í atvinnuskyni á áþreifanlegum seðlum og mynt.
     Um 4. tölul. Undantekning þessi á einungis við um greiðslur í reiðufé. Ef söfnun í þessu skyni fer t.d. fram með millifærslum af bankareikningum eða greiðslukortagreiðslum á veraldarvefnum falla greiðslurnar undir gildissvið laga þessara.
     Um 5. tölul. Lagt er til að ákvæði laganna eigi ekki við um úttekt umfram kostnað vegna kaupa á vöru eða þjónustu. Það athugast að gert er ráð fyrir að lögin gildi um þann hluta fjárhæðar sem nemur kostnaði vegna kaupa á vöru eða þjónustu.
     Um 6. tölul. Lagt er til að ákvæði laganna eigi ekki við um peningaskiptastarfsemi, þ.e. rekstur sem byggist á staðgreiðslu í reiðufé og sjóðir eru ekki fyrir hendi á greiðslureikningi. Sem dæmi um slíka starfsemi má nefna gjaldeyrisskiptastöðvar, sbr. ákvæði VI. kafla laga nr. 64/2006, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Undantekning þessi á því bæði við um skipti ólíkra gjaldmiðla, í reiðufé, og skipti á t.d. stærri mynt fyrir smærri í sama gjaldmiðli (svo sem fimm hundruð króna seðill í fimm hundraðkrónu peninga).
     Um 7. tölul. Lagt er til að ákvæði laganna eigi ekki við um greiðslur á fjármunum til viðtakanda sem byggjast á tékkum, ferðatékkum, víxlum, úttektarseðlum og póstávísunum á pappír.
     Um 8. tölul. Lagt er til að ákvæði laganna eigi ekki við um greiðslur sem fara fram í greiðslu- eða verðbréfauppgjörskerfi milli uppgjörsaðila, milligönguaðila, greiðslujöfnunarstöðva og/eða seðlabanka og annarra aðila að kerfinu og greiðsluþjónustuveitenda, með fyrirvara um 6. gr. frumvarpsins. Ákvæði þetta hefur því ekki áhrif á ákvæði 6. gr. um þátttöku í greiðslukerfum. Undantekning þessi hefur í för með sér að lögin gilda ekki um greiðslur milli Seðlabanka Íslands annars vegar og reikningseigenda í Seðlabankanum hins vegar, svo og um allar greiðslur milli reikningseigenda í Seðlabankanum. Sama gildir um greiðslur milli reikningseigendanna sem liða í stórgreiðslukerfi Seðlabankans, jöfnunarkerfi Greiðsluveitunnar ehf. (áður Fjölgreiðslumiðlunar hf.) og verðbréfauppgjörskerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf.
     Um 9. tölul. Lagt er til að ákvæði laganna eigi ekki við um greiðslur sem tengjast umsýslu verðbréfa, þ.m.t. arðgreiðslur, aðrar tekjur, svo sem vegna innlausnar eða sölu, sem nánar tilgreindir aðilar annast.
     Um 10. tölul. Lagt er til að stoðþjónusta tækniþjónustufyrirtækja við greiðsluþjónustuveitendur falli utan gildissviðs laganna, þ.m.t. úrvinnsla og geymsla gagna, þjónusta við verndun trúnaðarupplýsinga, sannvottun gagna o.fl., enda hafi tækniþjónustufyrirtækin aldrei eignarhald á þeim fjármunum sem millifæra skal. Tækniþjónustufyrirtækin sem hér um ræðir eru ekki í beinu samningssambandi við notendur greiðsluþjónustu. Sem dæmi má nefna að á grundvelli þessa töluliðar mun núverandi starfsemi Reiknistofu bankanna falla utan gildissviðs laganna.
     Um 11. tölul. Lagt er til að þjónusta sem byggist á miðlum sem aðeins er hægt að nota til kaupa á vöru eða þjónustu á athafnasvæði útgefanda eða samkvæmt viðskiptasamningi við útgefanda, annaðhvort innan afmarkaðs þjónustukerfis þjónustuveitanda eða fyrir takmarkað svið vara og þjónustu, falli utan gildissviðs laganna. Greiðslumiðill sem gefinn væri út af tiltekinni verslunarkeðju og einungis væri hægt að nota til kaupa á vörum eða þjónustu af henni mundi falla undir þessa undanþágu (t.d. rafræn gjafakort), enn fremur t.d. inneignarkort fyrir mat hjá vinnuveitanda sem hefur margar starfsstöðvar og nokkur mötuneyti, svo og ef sveitarfélag semdi við útgefanda inneignarkorts um notkun á inneignarkorti á sundstöðum og í strætisvögnum á vegum þess.
     Um 12. tölul. Lagt er til að greiðslur sem framkvæmdar eru með tilstyrk hvers kyns fjarskiptabúnaðar, stafræns búnaðar eða upplýsingatæknibúnaðar þegar keyptar vörur eða þjónusta er afhent til og skal notuð í slíkum búnaði, að því tilskildu að rekstraraðili búnaðarins starfi ekki einvörðungu sem milliliður milli notanda greiðsluþjónustu og afhendingaraðila vara og þjónustu, falli utan gildissviðs laganna. Hér er einkum um kaup á stafrænni vöru eða upplýsingatækni að ræða, svo sem heimild til niðurhals tónlistar eða myndefnis á veraldarvefnum eða í gegnum ljósvakamiðil eða kaup á hugbúnaði á netinu sem afhendist beint í tölvuna, og andvirðið er greitt beint til seljanda. Það áréttast að rekstraraðili fjarskiptabúnaðar, stafræns búnaðar eða upplýsingatæknibúnaðar verður að vera meira en einungis milliliður milli notanda greiðsluþjónustu og afhendingaraðila vöru eða þjónustu. Gagnálykta verður frá þessu ákvæði á þá vegu að ef hlutaðeigandi rekstraraðili búnaðar er einungis milliliður sem annast greiðsluþjónustu í skilningi tilskipunarinnar fellur starfsemi hans undir gildissvið frumvarpsins.
     Um 13. tölul. Undantekning þessi á við um greiðslur sem ekki tilheyra notendum greiðsluþjónustu, heldur greiðsluþjónustuveitendum sjálfum.
     Um 14. tölul. Lagt er til að greiðslur milli móður- og dótturfélaga, svo og greiðslur milli dótturfyrirtækja sama móðurfélagsins, falli utan gildissviðs laganna, enda séu þær framkvæmdar fyrir milligöngu greiðsluþjónustuveitanda sem tilheyrir sömu samstæðu.
     Um 15. tölul. Lagt er til að þjónusta í tengslum við úttekt reiðufjár í hraðbanka fyrir hönd eins eða fleiri kortaútgefenda, og þjónustuveitandinn er ekki aðili að rammasamningi við viðskiptavini sem taka út peninga af greiðslureikningum, falli utan gildissviðs laganna. Þetta á þó ekki við ef þjónustuveitandinn veitir aðra greiðsluþjónustu í skilningi 4. gr. frumvarpsins. Almennt munu hraðbankar á Íslandi vera í eigu íslenskra fjármálafyrirtækja. Undanþágan frá gildissviði frumvarpsins sem felst í þessum tölulið á því væntanlega aðeins við um úttektir af íslenskum greiðslukortum í hraðbönkum erlendis sem uppfylla skilyrði ákvæðisins að öðru leyti, þ.e. eru almennt ekki í eigu fjármálafyrirtækja heldur t.d. verslanakeðja eða skemmtistaða. Um rammasamning um notkun greiðslumiðils, svo sem greiðslukorts, og greiðslur í samræmi við hann gilda eigi að síður ákvæði laganna.

Um. 3. gr.


    Hér er um innleiðingu á 3. mgr. 86. gr., tilskipunar 2007/64/EB að ræða. Lagt er til að kveðið verði á um það í 3. gr. frumvarpsins, í kjölfar gildissviðsákvæðanna, að ekki megi víkja með samningi frá ákvæðum laganna, notanda greiðsluþjónustu í óhag. Að meginstefnu gerir frumvarpið ráð fyrir að ákvæði þess séu ófrávíkjanleg, óháð því hvort notandi greiðsluþjónustu sé neytandi eða ekki. Tiltekin ákvæði frumvarpsins eru hins vegar frávíkjanleg með samningi, í heild eða að hluta, gagnvart notendum greiðsluþjónustu sem ekki eru neytendur. Ef ekki er berum orðum tekið fram að ákvæði séu frávíkjanleg eru frávik óheimil.
    Tilefni þykir til að minna á kröfur laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga til skýrleika staðlaðra samningsskilmála og þeirrar meginreglu að í vafamálum gildi sú túlkun sem neytandanum kemur best samkvæmt hefðbundnum skýringar- og túlkunarreglum neytendaréttar.

Um 4. gr.


    Með frumvarpi til nýrra heildarlaga um greiðsluþjónustu er lagt til að lögfestar verði heildstæðar reglur um notkun og veitingu greiðsluþjónustu. Kveðið verði á um heimildir til veitingar greiðsluþjónustu, upplýsingagjöf og gagnsæi við veitingu greiðsluþjónustu, svo og réttindi og skyldur í tengslum við veitingu og notkun greiðsluþjónustu.
    Lagt er til að hugtakið greiðsluþjónusta (e. payment services) verði skilgreint í sjö töluliðum í 4. gr. Um er að ræða orðrétta innleiðingu á efni viðauka tilskipunar 2007/64/EB, sem einnig er í sjö liðum. Gera verður ráð fyrir þróun greiðsluþjónustu og greiðslumiðla, en erlendis hefur mun fjölbreytilegri flóra þegar fest rætur en hér á landi.
    Í 1.–4. tölul. er um að ræða þjónustu sem vera má íslenskum notendum greiðsluþjónustu að góðu kunn og þarfnast ekki nánari skýringa, þ.e. einkum hefðbundin banka- og kortaviðskipti.
    Í 5. tölul. er tilgreind útgáfa greiðslumiðla og/eða færsluhirðing. Færsluhirðing felst í þeirri þjónustu við söluaðila að veita þeim heimildarþjónustu fyrir að taka við greiðslum með greiðslukortum, taka við færslum þeirra og greiða þeim út þegar korthafar greiða reikninga sína. Skv. 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. gildandi laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, er útgáfa og umsýsla greiðslukorta starfsleyfisskyld samkvæmt þeim lögum, með öðrum orðum einungis heimil fjármálafyrirtækjum. Með samþykkt frumvarps til laga um greiðsluþjónustu verður öllum þeim aðilum sem teljast til greiðsluþjónustuveitenda í skilningi 14. tölul. 1. mgr. 7. gr. frumvarpsins heimil slík útgáfa og umsýsla, að uppfylltum nánari skilyrðum, enda eru greiðslukort ein tegund greiðslumiðla í skilningi 10. tölul. sömu greinar. Sjá og skilgreiningu á greiðsluþjónustu í 4. gr. frumvarpsins (útgáfa og umsýsla greiðslumiðla fellur innan þess hugtaks). Í 3. tölul. 81. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að 4. tölul. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 161/2002 verði breytt, þannig að hann vísi framvegis til greiðsluþjónustu samkvæmt lögum um greiðsluþjónustu.
    Í 6. tölul. er peningasending skilgreind sem ein tegund greiðsluþjónustu. Rétt þykir að vekja athygli á að orðið peningasending er skilgreint í 7. gr. frumvarpsins (orðskýringar), þ.e. sem greiðsluþjónusta þar sem tekið er við fjármunum frá greiðanda, án þess að stofnaðir hafi verið greiðslureikningar, í þeim eina tilgangi að senda samsvarandi fjárhæð til viðtakanda greiðslu eða til annars greiðsluþjónustuveitanda fyrir hönd viðtakanda greiðslu, og/eða þegar tekið er við fjármunum fyrir hönd viðtakanda greiðslu og þeir afhentir honum til ráðstöfunar. Sem dæmi um fyrirtæki er sinna greiðsluþjónustu skv. 6. tölul. og tilkynnt hafa þjónustu yfir landamæri til Íslands eru Western Union Payment Services Ireland Limited (WUPSIL), WorldPay Limited og MoneyGram International Limited. Það athugast að í gildandi lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er að finna sérákvæði um svonefndar peninga- og verðmætasendingarþjónustu. Vísast til umfjöllunar um 14. tölul. 7. gr. og 27. gr. frumvarpsins.
    Undir 7. tölul. ákvæðisins mundi t.d. greiðsluþjónusta á vegum símafyrirtækja falla.

Um 5. gr.


    Hér er um innleiðingu á 29. gr., sbr. 1. mgr. 1. gr., tilskipunar 2007/64/EB að ræða. Lagt er til að hér á landi verði veiting greiðsluþjónustu, í skilningi frumvarpsins, einskorðuð við svokallaða greiðsluþjónustuveitendur með tilskilin leyfi stjórnvalda hér á landi eða í öðru aðildarríki. Öðrum aðilum, sem hvorki teljast til greiðsluþjónustuveitenda samkvæmt ákvæði þessu né eru ótvírætt undanskildir gildissviði frumvarpsins, er óheimilt að veita greiðsluþjónustu.
    Í 7. gr. frumvarpsins er skilgreint hvaða aðilar teljast greiðsluþjónustuveitendur, þ.e. fjármálafyrirtæki með starfsleyfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki til móttöku innlána eða annarra endurgreiðanlegra fjármuna frá almenningi og veitingar útlána fyrir eigin reikning, rafeyrisfyrirtæki, póstrekendur með rekstrarleyfi samkvæmt lögum um póstþjónustu (póstgíróstofnanir), Seðlabanki Evrópu (ECB) og seðlabankar innan Evrópska efnahagssvæðisins þegar þeir eru ekki í hlutverki stjórnvalds peningamála, stjórnvöld ef greiðsluþjónusta tengist ekki hlutverki þeirra sem slíkra, svo og greiðslustofnanir skv. II. kafla frumvarpsins. Af umfjöllun um 7. tölul. 4. gr. hér að framan má ljóst vera að símafyrirtæki munu t.d. þurfa að afla sér starfsleyfis sem greiðslustofnanir, ætli þau sér að veita greiðsluþjónustu í skilningi þessa frumvarps (að teknu tilliti til gildissviðsákvæða 1. og 2. gr.).

Um 6. gr.


    Lagt er til að 28. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 6. gr. frumvarpsins. Samkvæmt tilskipuninni skulu aðildarríki tryggja að reglur um þátttöku greiðsluþjónustuveitenda í greiðslukerfum séu með ákveðnum hætti. Tiltekin greiðslukerfi eru þó undanþegin, þar á meðal greiðslukerfi sem viðurkennd hafa verið og tilkynnt til Eftirlitsstofnunar EFTA í samræmi við lög nr. 90/1999, um öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum.
    Ákvæði 6. gr. er nýmæli að því leyti að ekki hafa áður verið sett í lög almenn ákvæði um greiðslukerfi, önnur en þau sem lög nr. 90/1999 gilda um. Um síðastnefnd greiðslukerfi gilda reglur Seðlabankans nr. 703/2009 um stórgreiðslukerfi Seðlabanka Íslands og reglur Seðlabankans nr. 704/2009 um starfsemi jöfnunarkerfa. Í þeim er m.a. mælt fyrir um skilyrði þátttöku í þeim greiðslukerfum sem þær gilda um. Seðlabanka Íslands er falið það verkefni samkvæmt lögum um bankann að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi. Í ljósi þessa hlutverks bankans, sem ekki er einskorðað við greiðslukerfi sem lög nr. 90/1999 gilda um (sjá 4. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands), er við hæfi að gera ráð fyrir að Seðlabankinn hafi eftirlit með framkvæmd þessa ákvæðis frumvarpsins í 75. gr. Orðið greiðslukerfi er skilgreint í 7. gr. frumvarpsins.
    Í 1. mgr. er lagt til að kveðið verði á um að greiðsluþjónustuveitanda sé heimilt að gerast þátttakandi í greiðslukerfi, í samræmi við 2. og 3. mgr. Það athugast þó að í 4. mgr. ákvæðisins er gert ráð fyrir takmörkunum á þessu.
    Í 2. mgr. er fjallað um reglur um þátttöku í greiðslukerfum. Kröfur sem gerðar eru til þátttöku í greiðslukerfi skulu almennt miða að því að tryggja öryggi og skilvirkni þess. Það telst t.d. ekki hamla þátttöku í greiðslukerfi að krefja greiðsluþjónustuveitanda um sönnun þess að rekstur hans sé nægilega traustur eða að hann sé krafinn um tryggingu og gerð viðbúnaðaráætlunar áður en þátttaka er heimiluð.
    Í 3. mgr. er fjallað um þær hömlur sem óheimilt er að setja fyrir þátttöku í greiðslukerfum. Ekki hafa verið sett sérstök lög, reglugerðir eða reglur um greiðslukerfi önnur en þau sem falla undir lög nr. 90/1999, um öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum, sbr. umfjöllun í almennum athugasemdum um frumvarp þetta. Þó hefur Seðlabanki Íslands sett reglur um greiðsluuppgjör kortaviðskipta, nú reglur nr. 31/2011.
    Í 4. mgr. er, líkt og áður segir, gert ráð fyrir takmörkun á gildissviði 1.–3. mgr. Stórgreiðslukerfi (SG-kerfi) og jöfnunarkerfi (JK-kerfi) Greiðsluveitunnar ehf. hafa verið tilkynnt til Eftirlitsstofnunar EFTA í samræmi við lög nr. 90/1999, um öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum, er byggjast á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr 98/26/EB um efndir og lok viðskipta í uppgjörskerfum fyrir verðbréf og greiðslur í fjármálaviðskiptum. Ákvæði 1.–3. mgr. eiga því ekki við um áðurgreind greiðslukerfi. Í 16. tölul. í formála tilskipunar 2007/64/EB segir að 28. gr. hennar, sem innleidd er í ákvæði þessu, eigi ekki að hafa áhrif á rétt aðildarríkja ESB til að takmarka þátttöku í kerfislega mikilvægum greiðslukerfum í skilningi og samræmi við tilskipun 98/26/EB. Fyrirsjáanlegt er að greiðslustofnanir skv. II. kafla frumvarps þessa munu ekki uppfylla skilyrði laga nr. 90/1999, um öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum, til þátttöku í greiðslukerfum sem þau lög gilda um, enda er tilskipun 98/26/EB ekki breytt í þá veru með tilskipun 2007/64/EB. Fyrrgreindar tilskipanir standa með öðrum orðum hvor óháð hinni. Því verða slíkar stofnanir væntanlega að gera samninga við aðra þátttakendur í slíkum greiðslukerfum um liðsinni við veitingu greiðsluþjónustu í gegnum þau, ef þörf krefur. Um lög nr. 90/1999 og tilskipun 98/26/EB er nánar fjallað í almennum athugasemdum við frumvarp þetta. Ákvæði 1.–3. mgr. eiga skv. 4. mgr. heldur ekki við um greiðslukerfi greiðsluþjónustuveitenda innan einnar og sömu samstæðunnar eða svokölluð „three party systems“ (sem e.t.v. má vitna til sem eins konar innanhússkerfa).
    Í 5. mgr. er gert ráð fyrir reglugerðarheimild, til handa ráðherra. E.t.v. kann t.d. að vera ástæða til að koma á fót sérstakri kæruleið fyrir greiðsluþjónustuveitendur, að því er varðar þátttöku í greiðslukerfum og til að skilgreina í lögum lágmarkskröfur til greiðslukerfa (sem þó geta verið ólík).

Um 7. gr.


    Hér er m.a. um innleiðingu á 4. gr. tilskipunar 2007/64/EB að ræða.
    Í 1. tölul. er orðið aðildarríki skilgreint. Gert er ráð fyrir að ákvæði frumvarpsins nái til aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Færeyja, með vísan til svokallaðra Hoyvikur- og Vaduz-samninga.
    Í 2. tölul. er orðið beingreiðsla (e. direct debit) skilgreint. Um ræðir innleiðingu á 28. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar.
    Í 3. tölul. er orðið fjarsamskiptamiðill (e. means of distance communication) skilgreint. Það athugast að hefðbundin bréfasamskipti geta fallið hér undir, enda einungis gerð krafa um að aðilar séu ekki viðstaddir samningsgerðina í eigin persónu. Um ræðir innleiðingu á 24. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar.
    Í 4. tölul. er orðið fjármunir (e. funds) skilgreint. Átt er við eitthvað af eftirtöldu: Peningaseðla og mynt, inneign á reikningi (e. scriptural money) eða rafeyri samkvæmt skilgreiningu laga um fjármálafyrirtæki. Með inneign á reikningi er átt við fjármuni sem geymdir eru á hvers konar reikningi hjá greiðsluþjónustuveitanda. Þessa fjármuni er hægt að færa af einum reikningi á annan eða taka þá út í reiðufé með ýmsum greiðsluaðferðum, svo sem með greiðslum með greiðslukortum, millifærslum (e. credit transfers) eða beingreiðslum (e. direct debits). Í þessu tilliti er inneign á reikningi tæk sem peningagreiðsla, þ.e. andstæða lögeyris (e. fiduciary money), svo sem seðlar og mynt. Með inneign er einnig átt við úttektarheimild á greiðslukorti, yfirdrátt á debetkorta- eða tékkareikningi og þess háttar, þar sem eiginleg inneign er ekki alltaf til staðar, heldur t.d. í formi lánalínu. Samkvæmt gildandi 78. gr. laga um fjármálafyrirtæki er með rafeyri átt við peningaleg verðmæti, í formi kröfu á útgefanda sem er geymd í rafrænum miðli, gefin út í skiptum fyrir fjárhæð sem er ekki lægri en þau peningalegu verðmæti sem eru gefin út og samþykkt sem greiðslumiðill af öðrum fyrirtækjum en útgefanda (sbr. b-liður 3. mgr. 1. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2000/46/EB um stofnun og rekstur rafeyrisfyrirtækja og eftirlit með þeim). Um ræðir innleiðingu á 15. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar.
    Í 5. tölul. er orðið gildisdagur (e. value date) skilgreint. Um ræðir innleiðingu á 17. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar.
    Í 6. tölul. er orðið greiðandi (e. payer) skilgreint. Um ræðir innleiðingu á 7. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar.
    Í 7. tölul. er orðið greiðsla (e. payment transaction) skilgreint. Um ræðir innleiðingu á 5. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar.
    Í 8. tölul. er orðið greiðslufyrirmæli (e. payment order) skilgreint. Um ræðir innleiðingu á 16. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar.
    Í 9. tölul. er orðið greiðslukerfi (e. payment system) skilgreint sem kerfi til að yfirfæra fjármuni með formlegu og stöðluðu fyrirkomulagi og sameiginlegum reglum um meðferð, greiðslujöfnun og/eða uppgjör greiðslna. Sem dæmi um alþjóðleg greiðslukerfi má nefna stórgreiðslukerfi (SG-kerfi) og jöfnunarkerfi (JK-kerfi) Greiðsluveitunnar ehf., TARGET2, EBA-STEP2, CHAPS, CHIP, Fedwire, VISA og MasterCard. Um ræðir innleiðingu á 6. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar. Samhengisins vegna þykir rétt að benda á að að skilgreining laga nr. 90/1999, um öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum, á hugtakinu greiðslukerfi er þrengri en gert er ráð fyrir í frumvarpi þessu, en lög nr. 90/1999 byggjast á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 98/26/EB um efndir og lok viðskipta í uppgjörskerfum fyrir verðbréf og greiðslur í fjármálaviðskiptum (e. Settlement Finality Directive). Í lögum nr. 90/1999 merkir greiðslukerfi formlegt fyrirkomulag þriggja eða fleiri þátttakenda (þ.e. stofnunar, milligönguaðila, greiðslujöfnunarstöðvar eða uppgjörsaðila í skilningi þeirra laga) sem byggist á sameiginlegum reglum og stöðluðu fyrirkomulagi við framkvæmd greiðslufyrirmæla milli þeirra, enda hafi a.m.k. einn þátttakendanna aðalskrifstofu sína hér á landi, og greiðslukerfið fullnægir þeim kröfum sem gerðar eru og það hefur verið tilkynnt til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), sbr. 3. gr. laganna.
    Í 10. tölul. er orðið greiðslumiðill (e. payment instrument) skilgreint. Debet- og kreditkort og jafnvel símar eru dæmi um áþreifanlega greiðslumiðla. Notkun heimabanka, notendanafns og leyninúmera (e. login/password), PIN-kóða og auðkennislykla eru hins vegar dæmi um verklag við veitingu greiðslufyrirmæla. Um ræðir innleiðingu á 23. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar. Vakin er athygli á orðinu smágreiðslumiðill (e. low-value payment instrument), sem lagt er til að skilgreint verði í 22. tölul.
    Í 11. tölul. er orðið greiðslureikningur (e. payment account) skilgreint, þ.e. reikningur á nafni eins eða fleiri notenda greiðsluþjónustu sem notaður er við, og ætlaður til, að framkvæma greiðslu (aðgerð sem felst í því að leggja inn, millifæra eða taka út fjármuni, sbr. 7. tölul. sem um er fjallað hér að framan). Slíkur reikningur verður því að vera þess eðlis að hýsa fjármuni eins og þeir eru skilgreindir í þessu frumvarpi, sbr. 4. tölul. Innlánsreikningar í viðskiptabönkum og sparisjóðum eru dæmi um greiðslureikninga. Skv. 113. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, skulu slíkir greiðslureikningar skráðir á nafn viðskiptamanns ásamt heimilisfangi hans og kennitölu. Um ræðir innleiðingu á 14. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar.
    Í 12. tölul. er orðið greiðslustofnun (e. payment institution) skilgreint, með vísan í II. kafla frumvarpsins. Greiðslustofnanir eru ný tegund fyrirtækja á sviði fjármálaþjónustu, sem sinna takmarkaðri og sérhæfðari starfsemi á sviði greiðsluþjónustu en t.d. viðskiptabankar og sparisjóðir. Vísast til athugasemda við 4. og 5. gr. Í ljósi þess að afmarkaðri áhætta fylgir slíkri starfsemi eru minni kröfur gerðar til greiðslustofnana en áðurgreindra tegunda fjármálafyrirtækja. Greiðslustofnunum er óheimilt að stunda innlánsstarfsemi eða taka við endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi í skilningi laga um fjármálafyrirtæki, líkt og sérstaklega er kveðið á um í 5. mgr. 19. gr. frumvarpsins, og þeim er jafnframt óheimilt að gefa út rafeyri, enda er starfsemi af þessu tagi bundin við tilteknar tegundir fjármálafyrirtækja, sbr. 1. og 5. tölul. 1. mgr. 3. gr. og 1.–4. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Um ræðir innleiðingu á 4. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar.
    Í 13. tölul. er vísað til skilgreiningar á lykilhugtakinu greiðsluþjónusta í 4. gr. frumvarpsins. Í ljósi þess að um grundvallarhugtak í frumvarpi þessu er að ræða þykir við hæfi að skilgreina það í sérstöku ákvæði. Samhengisins vegna þykir hins vegar rétt að minna á skilgreininguna í orðskýringaákvæði 7. gr. Vísast til athugasemda í greinargerð við 4. gr.
    Í 14. tölul. er orðið greiðsluþjónustuveitandi (e. payment service provider) skilgreint. Um ræðir innleiðingu á 1. mgr. 1. gr. og 9. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar. Skv. 5. gr. frumvarpsins er greiðsluþjónustuveitendum einum heimilt að veita greiðsluþjónustu hér á landi, enda hafi þeir tilskilin leyfi stjórnvalda hér á landi eða í öðru aðildarríki.
     Um a-lið. Fjármálafyrirtækin sem um ræðir eru viðskiptabankar, sparisjóðir og lánafyrirtæki, sbr. 3. og 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, þ.e. fjármálafyrirtæki sem falla undir hugtakið lánastofnanir (e. credit institutions) samkvæmt skilgreiningu 4. gr. tilskipunar 2006/48/EB um stofnun og rekstur lánastofnana, með síðari breytingum. Hérlend greiðslukortafyrirtæki hafa, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu, nú starfsleyfi skv. b-lið 1. tölul. (móttaka endurgreiðanlegra fjármuna frá almenningi, þ.e. skuldaviðurkenninga), 2. tölul. (veiting útlána sem fjármögnuð eru með endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi) og 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 (útgáfa og umsýsla greiðslukorta). Viðskiptabankar og sparisjóðir skulu skv. 2. málsl. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002 ætíð hafa starfsleyfi og veita þjónustu skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna. Skv. 2. mgr. 20. gr. getur starfsemi lánafyrirtækja tekið til útlánastarfsemi, líkt og starfsemi viðskiptabanka og sparisjóða, sbr. 2. tölul. 1. mgr. sömu greinar. Vísast til 3. tölul. 81. gr. frumvarpsins um tillögur til breytinga á lögum nr. 161/2002, sem leiðir af innleiðingu tilskipunar 2007/64/EB. Um starfsemi fjármálafyrirtækja á milli landa gilda ákvæði V. kafla laga nr. 161/2002, þ.m.t. 31. gr. um stofnsetningu útibús hér á landi af hálfu fjármálafyrirtækis sem hefur staðfestu og starfsleyfi í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins. Slíku útibúi er heimilt að stunda hverja þá starfsemi sem lög nr. 161/2002 taka til (minnt er á að verði frumvarp þetta að lögum verður greiðsluþjónusta samkvæmt lögum um greiðsluþjónustu talin upp á meðal leyfisskyldrar starfsemi fjármálafyrirtækja í 3. gr.). Fjármálaeftirlitið getur heimilað stofnun útibús hér á landi af hálfu fjármálafyrirtækis með staðfestu í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins skv. 33. gr. laga nr. 161/2002. Skilyrði fyrir veitingu slíks leyfis er að hlutaðeigandi fyrirtæki hafi leyfi til að stunda starfsemi í heimaríki sínu hliðstæða þeirri sem það hyggst stunda hér á landi og að sú starfsemi sé háð sambærilegu eftirliti í heimaríkinu. Það athugast að í a-lið þessa 14. tölul. 1. mgr. 7. gr. frumvarpsins er um að ræða innleiðingu á a-lið 1. mgr. 1. gr. tilskipunar 2007/64/EB, að teknu tilliti til breytingar sem gerð var á umræddum staflið með 3. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2009/111/EB frá 16. september 2009 um breytingar á tilskipunum 2006/48/EB o.fl. Vísast til athugasemda um 89. gr. frumvarpsins.
     Um b-lið. Starfsemi rafeyrisfyrirtækja tekur til útgáfu og umsýslu rafeyris skv. 24. gr., sbr. 4. tölul. 1. mgr. 4. gr. og 5. tölul. 1. mgr. 3. gr., laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Færslur með rafeyri teljast til veitingar greiðsluþjónustu í skilningi frumvarpsins, sbr. 4. gr. Útgáfa rafeyris fellur hins vegar ekki undir greiðsluþjónustu. Vakin er athygli á að með nýju rafeyrisfyrirtækjatilskipuninni nr. 2009/110/EB, sem aðildarríki ESB eiga að innleiða fyrir 30. apríl nk., eru starfsheimildir slíkra fyrirtækja útvíkkaðar frá því sem nú er. Af þeim sökum eru gerðar auknar kröfur til starfrækslu slíkrar þjónustu. Fyrirhuguð er framlagning frumvarps til innleiðingar á efni tilskipunar nr. 2009/110/EB af hálfu efnahags- og viðskiptaráðherra á Alþingi haustið 2011. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu er ekkert rafeyrisfyrirtæki starfrækt hér á landi, á grundvelli starfsleyfis samkvæmt lögum nr. 161/ 2002, um fjármálafyrirtæki.
     Um c-lið. Í gildandi lögum um póstþjónustu er gert ráð fyrir að í svokallaðri alþjónustu felist m.a. fjármunasendingar. Alþjónusta er póstþjónusta sem allir landsmenn skulu samkvæmt lögunum eiga aðgang að á jafnræðisgrundvelli og fjármunasending er skilgreind í lögunum sem greiðsluviðskipti með millifærslum, póstávísanir, póstkröfur og önnur fjármunaþjónusta, sjá einkum 4., 6. og 12. gr. laga nr. 19/2002, um póstþjónustu. Gert er ráð fyrir breytingu á lögum nr. 19/2002 í 7. tölul. 81. gr. frumvarpsins, þannig að skýrt verði kveðið á um að um fjármunasendingar fari samkvæmt lögum um greiðsluþjónustu, enda er með frumvarpi þessu lagt til að lögfestar verði grundvallarreglur um réttindi og skyldur greiðsluþjónustuveitenda, svo sem að því er varðar ábyrgð á greiðslum.
     Um d-lið. Skv. 4. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands, skal bankinn stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslumiðlun í landinu og við útlönd. Seðlabanki Íslands annast uppgjör í íslenskum krónum, sér um miðlun lausafjár og býður íslenskum stofnunum fjármála- og greiðsluþjónustu.
     Um e-lið. Stjórnvöld teljast til greiðsluþjónustuveitenda í skilningi tilskipunarinnar, að því marki sem greiðsluþjónusta tengist ekki hlutverki þeirra sem slíkra. Almennt veita íslensk stjórnvöld ekki eða bjóða greiðsluþjónustu í atvinnuskyni.
     Um f-lið. Í samræmi við ákvæði 26. gr. tilskipunar 2007/64/EB er í frumvarpinu gert ráð fyrir að kveðið verði á um að peninga- og verðmætasendingarþjónustu samkvæmt ákvæðum gildandi laga nr. 64/2006, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, verði heimilt að veita greiðsluþjónustu skv. 6. tölul. 1. mgr. 4. gr., þ.e. að annast peningasendingar í skilningi 17. tölul. 1. mgr. 7. gr. Sérstök athygli er vakin á að greiðslureikningar koma ekki við sögu þegar þessi tiltekna tegund greiðsluþjónustu er annars vegar. Það skilyrði er jafnframt sett fyrir heimild slíkra fyrirtækja til veitingar greiðsluþjónustu skv. 6. tölul. 4. gr. að heildarfjárhæð greiðslna sem framkvæmdar eru á einum mánuði má að hámarki nema jafnvirði 3.000.000 evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni, sbr. 2. mgr. 27. gr. frumvarpsins.
    Peninga- og verðmætasendingarþjónusta er skilgreind með eftirfarandi hætti í 8. tölul. 1. mgr. 3. gr. gildandi laga nr. 64/2006: „Starfsemi þar sem í atvinnuskyni er á einum stað tekið við reiðufé, tékkum eða annars konar verðmætum sem eru ígildi peninga og andvirði þess er á öðrum stað greitt til viðtakanda í reiðufé eða ígildi peninga með aðstoð hvers kyns skilaboða, millifærslu eða í gegnum greiðslukerfi sem hlutaðeigandi peninga- og verðmætasendingarþjónusta á aðild að og sérstök lög gilda ekki um. Yfirfærsla sem framkvæmd er af peninga- og verðmætasendingarþjónustu getur farið um hendur eins eða fleiri milligönguaðila áður en lokagreiðsla á sér stað til móttakanda.“ Ljóst er af athugasemdum í frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 64/2006 (er varð að lögum nr. 77/2008), um fyrrgreinda skilgreiningu, að hugtakinu peninga- og verðmætasendingarþjónusta er ætlað að ná yfir fleiri tegundir þjónustu en þá sem frumvarp til laga um greiðsluþjónustu tekur til.
    Samkvæmt 25. gr. a laga nr. 64/2006 er peninga- og verðmætasendingarþjónusta skráningarskyld hjá Fjármálaeftirlitinu, nema slík starfsemi sé á vegum fjármálafyrirtækja með starfsleyfi samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Í 25. gr. b sömu laga, svo og reglum Fjármálaeftirlitsins nr. 917/2009 um gjaldeyrisskiptastöðvar og peninga- og verðmætasendingarþjónustu greinir nánari skilyrði skráningar o.fl.
    Vegna þjóðréttarlegra skuldbindinga íslenska ríkisins um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka þykir ekki rétt að hrófla við efni eða staðsetningu meginákvæða um peninga- og verðmætasendingarþjónustu, þó svo að ákvæði þessi hafi lítið praktískt gildi í dag enda mun slíkri starfsemi einungis vera sinnt á vegum hérlendra fjármálafyrirtækja. Þess í stað er að mati frumvarpshöfunda heppilegra að líta á ákvæði frumvarpsins sem sérákvæði, um tiltekna tegund peninga- og verðmætasendingarþjónustu sem uppfyllir skilyrði II. kafla frumvarpsins, gagnvart ákvæðum 8. tölul. 1. mgr. 3. gr., 25. gr. a og 25. gr. b laga nr. 64/ 2006. Það athugast að í 4. tölul. 81. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir breytingum á ákvæðum laga nr. 64/2006, til samræmis við ákvæði tilskipunar 2007/64/EB.
     Um g-lið. Tilskipun 2007/64/EB gerir ráð fyrir nýrri tegund fyrirtækja á sviði fjármálaþjónustu, þ.e. svokölluðum greiðslustofnunum, sem sinna takmarkaðri og sérhæfðari starfsemi en viðskiptabankar, sparisjóðir, lánafyrirtæki og rafeyrisfyrirtæki. Greiðslustofnanir eiga ekki að taka við innlánum og gefa ekki út rafeyri. Nánar er kveðið á um skilyrði fyrir stofnun og starfsemi greiðslustofnana í II. kafla frumvarpsins.
    Í 15. tölul. er orðið notandi greiðsluþjónustu (e. payment service user) skilgreint. Um ræðir innleiðingu á 10. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar.
    Í 16. tölul. er orðið neytandi (e. consumer) skilgreint. Skilgreining þessi er í samræmi við skilgreiningar á sama hugtaki í annarri löggjöf er byggist á Evrópugerðum á sviði neytendaréttar. Um ræðir innleiðingu á 11. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar.
    Í 17. tölul. er orðið peningasending (e. money remittance) skilgreint. Sem dæmi um þjónustu sem fellur undir þessa skilgreiningu má nefna hraðsendingarþjónustu Western Union sem staðið hefur til boða í gegnum útibú Landsbankans hér á landi undanfarin ár. Vísast jafnframt til umfjöllunar um f-lið 14. tölul. hér að framan og 27. gr. Um ræðir innleiðingu á 13. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar.
    Í 18. tölul. er orðið rammasamningur (e. framework contract) skilgreint. Sem dæmi um rammasamninga má nefna samninga um notkun greiðslumiðla, samninga um stofnun og notkun heimabanka, samninga um stofnun debetkorta- eða tékkareikninga. Um ræðir innleiðingu á 12. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar.
    Í 19. tölul. er vísað til skilgreiningar laga um ársreikninga á orðinu samstæða (e. group). Um ræðir innleiðingu á 30. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar.
    Í 20. tölul. er orðið sannvottun (e. authentication) skilgreint. Um ræðir innleiðingu á 19. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar.
    Í 21. tölul. er orðið sérstakt kennimerki (e. unique identifier) skilgreint. Númer á bankareikningi, þ.m.t. svokölluð IBAN-númer (International Bank Account Number) og BIC- auðkenni (Bank Identifier Code), svo og kortanúmer, eru dæmi um sérstök kennimerki í þessum skilningi. Tilgreining sérstakra kennimerkja er nauðsynleg svo framkvæma megi greiðslur. Um ræðir innleiðingu á 21. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar.
    Í 22. tölul. er orðið smágreiðslumiðill (e. low-value payment instrument) skilgreint. Orðið kemur fyrir í tveimur ákvæðum frumvarpsins, þ.e. í 29. og 48. gr.
    Í 23. tölul. er orðið stofnfé (e. initial capital) skilgreint. Um ræðir innleiðingu á 1. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar, sbr. a- og b-liði 57. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2006/48/EB um stofnun og rekstur lánastofnana.
    Í 24. tölul. er orðið útibú (e. branch) skilgreint. Um ræðir innleiðingu á 29. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar.
    Í 25. tölul. er orðið varanlegur miðill (e. durable medium) skilgreint. Skilgreining þessi er sambærileg skilgreiningum á sama hugtaki í annarri löggjöf er byggist á Evrópugerðum á sviði neytendaréttar. Skv. 24. tölul. í formála tilskipunarinnar uppfylla upplýsingar á disklingi, geisladiski eða stafrænum mynddiski (DVD) til að mynda þessar kröfur, sem og harðir diskar í tölvum sem vista má tölvupóst á og vefsíður, svo lengi sem þær eru aðgengilegar eins lengi og nægir miðað við tilgang upplýsinganna og unnt er að kalla þær fram óbreyttar. Um ræðir innleiðingu á 25. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar.
    Í 26. tölul. er orðið viðmiðunargengi (e. reference exchange rate) skilgreint. Um ræðir innleiðingu á 18. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar.
    Í 27. tölul. er orðið viðmiðunarvextir (e. reference interest rate) skilgreint. Aðilar greiðsluþjónustusamnings þurfa að geta rakið vaxtarstig aftur í tímann. Um ræðir innleiðingu á 20. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar.
    Í 28. tölul. eru orðin viðtakandi greiðslu (e. payee) skilgreind. Um ræðir innleiðingu á 8. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar.
    Í 29. tölul. er orðið viðskiptadagur (e. business day) skilgreint, þ.e. dagur þegar greiðsluþjónustuveitandi greiðanda eða viðtakanda, sem er aðili að framkvæmd greiðslu, er opinn (e. open for business) og starfar eftir því sem þörf fyrir framkvæmd greiðslu krefur. Ekki er aðeins um opna starfsstöð að ræða í hefðbundinni merkingu, enda kann greiðsluþjónustuveitandi að veita þjónustu í gegnum veraldarvefinn og er ekki endilega með opna starfsstöð á sama tíma og hann veitir þjónustuna. Um ræðir innleiðingu á 27. tölul. 4. gr. tilskipunarinnar.

Um II. kafla.


    Með frumvarpi þessu er gert ráð fyrir nýrri tegund þjónustuveitenda á sviði fjármálaþjónustu; svokölluðum greiðslustofnunum. Gert er ráð fyrir að greiðslustofnanir sinni takmarkaðri og sérhæfðari starfsemi en t.d. lánafyrirtæki, viðskiptabankar og sparisjóðir sinna samkvæmt núgildandi lögum. Þess má vænta að t.d. símafyrirtæki sæki um leyfi til að gerast greiðslustofnun, enda verður öðrum en greiðsluþjónustuveitendum í skilningi frumvarpsins óheimilt að sinna greiðsluþjónustu, sbr. 5. og 12. gr. frumvarpsins. Vísast til athugasemda um 7. tölul. 4. gr. hér að framan. Í ljósi þess að afmarkaðri áhætta fylgir slíkri starfsemi eru minni kröfur gerðar til greiðslustofnana en áðurgreindra tegunda fjármálafyrirtækja, svo sem að því er varðar kröfur um lágmarkshlutafé. Greiðslustofnanir eiga ekki að taka við innlánum og gefa ekki út rafeyri. Þeim ber að varðveita fjármuni viðskiptavina tryggilega og þær eru til að mynda undirorpnar lögum og reglum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka líkt og fjármálafyrirtæki. Gert er ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið veiti greiðslustofnunum starfsleyfi og hafi eftirlit með starfsemi þeirra. Því er í frumvarpi þessu lagt til að lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi gildi um eftirlit með greiðslustofnunum og að gert verði ráð fyrir innheimtu eftirlitsgjalds í samræmi við ákvæði laga um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
    Ákvæðum II. kafla frumvarpsins er skipt upp í átta undirkafla: A. Stofnun og fjárhagsgrundvöllur (8.–11. gr.). B. Starfsleyfi (12.–17. gr.). C. Starfsheimildir (18.–19. gr.). D. Stjórn, reikningsskil og endurskoðun (20.–21. gr.). E. Eftirlit (22. gr.). F. Umboðsaðilar, útibú og útvistun (23.–24. gr.). G. Annað (25.–26. gr.). H. Peninga- og verðmætasendingarþjónusta (27. gr.).

Um 8. gr.


    Í 1. mgr. 10. gr. tilskipunarinnar er gert ráð fyrir að starfsleyfi sem greiðslustofnun skuli aðeins veitt lögaðilum, en ekki einstaklingum. Því er lagt til að kveðið skuli á um það í 1. mgr. 8. gr. frumvarpsins.
    Í 3. mgr. 10. gr. tilskipunarinnar er enn fremur gert ráð fyrir að greiðslustofnun skuli hafa höfuðstöðvar sínar í því ríki þar sem hún er skráð.

Um 9. gr.


    Lagt er til að 6. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 9. gr. frumvarpsins, um lágmarksstofnfé greiðslustofnunar á hverjum tíma. Stofnfé greiðslustofnunar skal á hverjum tíma nema að lágmarki jafnvirði 20.000 til 125.000 evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni. Ólíkar kröfur eru gerðar um stofnfé eftir því hvers kyns greiðsluþjónustu greiðslustofnun veitir, en greiðslustofnunum er ávallt skylt að uppfylla þær frá því að starfsleyfi er veitt.

Um 10. gr.


    Lagt er til að 7. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 10. gr. frumvarpsins. Í ákvæðinu er gert ráð fyrir að eigið fé greiðslustofnunar, í skilningi tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2006/48/EB um stofnun og rekstur lánastofnana (þ.e. 84. og 85. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki), megi á hverjum tíma ekki nema lægri fjárhæð en kveðið er á um í 9. gr. eða 11. gr. frumvarpsins, hvor fjárhæðin sem er hærri.

Um 11. gr.


    Lagt er til að 8. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 11. gr. frumvarpsins, um eiginfjárkröfur.
    Í 1. mgr. er gert ráð fyrir að það sé ákvörðun Fjármálaeftirlitsins hverju sinni hvaða aðferð (A, B eða C) skuli beitt við útreikning eigin fjár greiðslustofnunar. Hinar ólíku aðferðir, ásamt nauðsynlegum stuðlum, eru nánar skilgreindar í 2.–5. mgr. ákvæðisins.
    Í 6. mgr. er gert ráð fyrir heimild Fjármálaeftirlitsins til að gera kröfu um aukið eigið fé greiðslustofnunar en leiðir af beitingu þeirrar aðferðar sem valin er í samræmi við 1. mgr. Enn fremur gerir ákvæðið ráð fyrir heimild Fjármálaeftirlitsins til eftirgjafar, þ.e. að fjárhæð eigin fjár greiðslustofnunar sé lægri en leiðir af beitingu þeirrar aðferðar sem valin er í samræmi við 1. mgr.
    Loks er í 7. mgr. gert ráð fyrir heimild til handa Fjármálaeftirlitinu um nánari reglusetningu á grundvelli ákvæðisins.

Um 12. gr.


    Lagt er til að 1. mgr. 10. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 1. mgr. 12. gr. frumvarpsins. Aðilar, aðrir en þeir sem taldir eru upp í a-, b-, c-, d-, e- og f- liðum 14. tölul. 7. gr., er hyggjast veita greiðsluþjónustu skulu afla sér starfsleyfis sem greiðslustofnun. Starfsleyfi skal einungis veita lögaðilum, en ekki einstaklingum (sbr. 8. gr.). Starfsleyfi skal ná til einnar eða fleiri tegunda greiðsluþjónustu í skilningi 4. gr. frumvarpsins.
    Í 2. mgr. er lagt til að Fjármálaeftirlitið hafi umsjón með veitingu starfsleyfa greiðslustofnana. Greiðslustofnun er heimilt að stunda greiðsluþjónustu þegar hún hefur fengið starfsleyfi Fjármálaeftirlitsins, sbr. 5. gr. frumvarpsins og 29. gr. tilskipunarinnar.

Um 13. gr.


    Lagt er til að 5. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 13. gr. frumvarpsins. Beina skal umsókn um starfsleyfi sem greiðslustofnun til Fjármálaeftirlitsins. Umsókn skal vera skrifleg og upplýsingar sem koma fram í henni skulu vera ítarlegar. Markmiðið er að umsækjendur geri fyrir fram grein fyrir þeirri starfsemi sem fyrirhugað er að sinna, hvernig henni verði sinnt og sýni fram á að þeir séu hæfir til að sinna henni. Það er ekki fullnægjandi að umsækjandi um leyfi til að starfrækja greiðslustofnun segi í umsókn að hann hyggist sinna allri þeirri starfsemi sem greiðslustofnun er heimil. Gera þarf grein fyrir einstökum þáttum starfseminnar, þ.m.t. ólíkum tegundum greiðsluþjónustu í skilningi 4. gr., svo og annarri starfsemi, sbr. 19. gr. frumvarpsins.
    Í 2. mgr. er lagt til að Fjármálaeftirlitið setji reglur um hvaða upplýsingar verði að koma fram í umsókn til þess að hún teljist fullnægjandi, svo og nauðsynleg fylgigögn. Skulu slíkar reglur taka mið af efni 5. gr. tilskipunar nr. 2007/64/EB.
    Lagt er til að 14. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 3. mgr. Í ákvæðinu felst að greiðslustofnun er skylt að uppfæra tafarlaust allar breytingar sem verða kunna á upplýsingum, sem Fjármálaeftirlitinu hafa verið gefnar í tengslum við umsókn og veitingu starfsleyfis samkvæmt ákvæðinu.

Um 14. gr.


    Lagt er til að 10. og 11. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 14. gr. frumvarpsins, um skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis og tilkynningu um veitingu eða synjun starfsleyfis.
    Í 1. mgr. er lagt til að kveðið verði á um að starfsleyfi skuli veitt ef umsækjandi sýnir að mati Fjármálaeftirlitsins fram á að stjórnun hans sé skýr, traust, varfærin og undirsett fullnægjandi innra eftirliti samkvæmt nánari reglum sem Fjármálaeftirlitið setur. Reglur Fjármálaeftirlitsins skulu því lúta að skýrleika stjórnskipulags, traustri og varfærinni stjórnun, skýrum verklagsreglum er lúta að áhættu sem starfsemin er eða kann að vera óvarin fyrir og fullnægjandi innri eftirlitskerfum. Með skýru stjórnskipulagi er varðar rekstur greiðsluþjónustu er átt við að ábyrgð umsækjanda sé vel skilgreind, gagnsæ og samræmd. Í 2. mgr. verði tekið fram að þær kröfur sem gerðar séu til umsækjanda um starfsleyfi skuli vera í samræmi við eðli og umfang þeirrar greiðsluþjónustu sem fyrirhugað sé að veita.
    Í 3. mgr. er lagt til að Fjármálaeftirlitinu verði heimilt að leita ráðgjafar Seðlabanka Íslands eða annarra viðeigandi opinberra yfirvalda við mat á umsókn um starfsleyfi. Ráðgjöf getur til að mynda varðað fyrirhugaða þátttöku umsækjanda í greiðslukerfi.
    Í 4. mgr. er lagt til að Fjármálaeftirlitið geti gert kröfu um stofnun sérstakrar einingar fyrir rekstur greiðsluþjónustu, til aðskilnaðar frá annarri starfsemi sem greiðslustofnun sinnir eða hyggst sinna og sá hluti rekstrarins hefur áhrif á fjárhagslegan styrk greiðslustofnunar eða torveldar eftirlit með henni.
    Í 5. og 6. mgr. er lagt til að kveðið verði á um að synja beri um starfsleyfisveitingu ef Fjármálaeftirlitið metur hluthafa eða eigendur virkra eignarhluta ekki hæfa með tilliti til traustrar og varfærinnar stjórnunar greiðslustofnunar og ef náin tengsl, í skilningi laga um fjármálafyrirtæki, hindra eftirlit með starfsemi greiðslustofnunar.
    Í 7. mgr. er gert ráð fyrir að starfsleyfi greiðslustofnunar skuli gilda í öllum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu. Hér er enn fremur um innleiðingu á 1. mgr. 25. gr. tilskipunarinnar að ræða.
    Í 8. og 9. mgr. er lagt til að 2. mgr. 10. gr. og 11. gr. tilskipunarinnar verði innleidd, um ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um veitingu eða synjun um starfsleyfi og tilkynningu þar um. Það er Fjármálaeftirlitsins að meta hvenær umsókn telst fullbúin og hvort skilyrðum laga þessara sé fullnægt.

Um 15. gr.


    Lagt er til að 12. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 15. gr. frumvarpsins.
    Í 1. mgr. er lagt til að talin verði upp helstu tilvik sem leitt geta til afturköllunar starfsleyfis greiðslustofnunar. Afturköllun starfsleyfis er íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun sem veltur á mati. Eðlilegt er að Fjármálaeftirlitið hafi svigrúm til að meta hvort beitt skuli afturköllun eða öðrum vægari úrræðum við nánar tilgreindar aðstæður. Þá felur orðalag 1. mgr. í sér að unnt er að afturkalla starfsleyfi fyrir einstökum þáttum starfsemi (afturköllun að hluta). Fjármálaeftirlitið getur því látið við það sitja að afturkalla heimild greiðslustofnunar til að stunda tiltekna starfsemi ef ástæður afturköllunar snerta ekki hæfi til að sinna öðrum þáttum í starfseminni. Er þetta í samræmi við hina almennu meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins.
     Um a-lið 1. mgr. Í samræmi við a-lið 12. gr. tilskipunarinnar getur Fjármálaeftirlitið áskilið að starfsleyfi falli sjálfkrafa úr gildi ef þau atriði sem talin eru upp í ákvæðinu eiga við.
     Um b-lið 1. mgr. Hafi starfsleyfi verið veitt á grundvelli rangra eða falsaðra yfirlýsinga, eða á annan óeðlilegan hátt að mati Fjármálaeftirlitsins, má afturkalla það.
     Um c-lið 1. mgr. Uppfylli greiðslustofnun ekki lengur skilyrði fyrir leyfisveitingu samkvæmt frumvarpi þessu er gert ráð fyrir að afturkalla megi starfsleyfi hennar.
     Um d-lið 1. mgr. Ef áframhaldandi rekstur greiðsluþjónustu af hálfu greiðslustofnunar ógnar stöðugleika greiðslukerfisins í heild að mati Fjármálaeftirlitsins má afturkalla starfsleyfi hennar. Eðlilegt er að gera ráð fyrir ráðgefandi hlutverki Seðlabanka Íslands í þessu samhengi, í ljósi lögbundinna verkefna hans. Í gildi er samstarfssamningur milli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans frá 6. janúar 2011, í samræmi við 4. mgr. 15. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, og 35. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Samstarfssamningurinn gerir ráð fyrir greiðum og fljótvirkum upplýsingaskiptum milli aðila og meðal markmiða hans er að stuðla að skilvirkni og öryggi greiðslu- og uppgjörskerfa og að þau kerfi uppfylli þær kröfur sem til þeirra eru gerðar.
     Um e-lið 1. mgr. Kveði önnur ákvæði laga á um slíkt er gert ráð fyrir að afturkalla megi starfsleyfi greiðslustofnunar.
     Um f-lið 1. mgr. Afturköllunarástæður eru ekki tæmandi taldar í 1. mgr., enda er ekki unnt að sjá fyrir öll þau tilvik sem kunna að gera afturköllun nauðsynlega vegna þeirra verndarhagsmuna sem frumvarp þetta byggist á. Því er gert ráð fyrir að alvarleg eða ítrekuð brot gegn lögunum eða reglum settum samkvæmt þeim kunni að varða afturköllun starfsleyfis.
    Í 2. mgr. er lagt til að kveðið verði á um að afturköllun starfsleyfis skuli að jafnaði ekki beitt án þess að greiðslustofnun hafi fyrst gefist færi á að færa starfsemi sína í löglegt horf. Slíkur frestur kann þó í einhverjum tilfellum að geta leitt til tjóns t.d. fyrir viðskiptamenn greiðslustofnunar, auk þess sem frestur til úrbóta á ekki við aðstæður samkvæmt sumum stafliðanna í 1. mgr. Því er ekki um fortakslausan rétt greiðslustofnunar til úrbóta að ræða samkvæmt ákvæðinu. Þá athugast að ekki er gert ráð fyrir að 2. mgr. eigi við um a-lið 1. mgr., enda eðlilegast að líta svo að starfsleyfi teljist niður fallið við þær aðstæður.
    Í 3. mgr. verði kveðið á um að Fjármálaeftirlitinu sé heimilt að banna aðra starfsemi greiðslustofnunar en þá sem er starfsleyfisskyld samkvæmt frumvarpi þessu. Ákvæði 1. og 2. mgr. eiga við um slíkt bann.
    Loks er í 4. mgr. gert ráð fyrir að ákvörðun um afturköllun starfsleyfis samkvæmt ákvæði þessu verði tilkynnt stjórn hlutaðeigandi greiðslustofnunar, með skriflegum rökstuðningi, og kynnt opinberlega. Sérstaklega er kveðið á um að tilkynning um afturköllun skuli send lögbærum eftirlitsaðilum í þeim ríkjum þar sem hlutaðeigandi greiðslustofnun starfrækir útibú eða veitir greiðsluþjónustu fyrir milligöngu umboðsmanns.

Um 16. gr.


    Lagt er til að í 16. gr. verði kveðið á um skyldu greiðslustofnunar til að viðhafa eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í starfsemi sinni. Gert er ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið hafi eftirlit með starfsemi greiðslustofnana, sbr. 22. gr. frumvarpsins, og að um eftirlitið fari samkvæmt ákvæðum laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Samkvæmt lögum nr. 87/1998 skal Fjármálaeftirlitið m.a. fylgjast með því að starfsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti. Við skýringu á því hvað felst í hugtökunum eðlilegir og heilbrigðir viðskiptahættir og venjur verður bæði litið til laga, almennra siðareglna og viðtekinna venja. Þá geta ákvæði reglugerða og reglur og tilmæli Fjármálaeftirlitsins veitt leiðbeiningu hvað þetta varðar.
    Í 3. mgr. er lagt til að stjórnarmenn greiðslustofnunar, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins verði bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Um þagnarskylduna fer samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki (58.–60. gr.).

Um 17. gr.


    Lagt er til að 13. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 17. gr. frumvarpsins. Fjármálaeftirlitið skuli halda skrá yfir greiðslustofnanir, umboðsaðila og útibú þeirra, svo og hvers konar greiðsluþjónustu þær veita. Almenningur skal hafa aðgang að skránni, en í því felst að skráin skuli uppfærð reglulega og birtast á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, svo og vera aðgengileg á starfsstöð Fjármálaeftirlitsins.
    Erlendar greiðslustofnanir sem hyggjast veita greiðsluþjónustu hér á landi fyrir milligöngu umboðsaðila eða með stofnun útibús skulu tilkynna það fyrirfram til lögbærs eftirlitsaðila í heimaríki sínu, í samræmi við efni 23. gr. frumvarpsins. Hinn erlendi eftirlitsaðili gefur þá Fjármálaeftirlitinu kost á að gera athugasemdir við fyrirhugaða skráningu upplýsinga um umboðsaðilann eða útibúsins hér á landi í skrá heimaríkisins yfir greiðslustofnanir. Það stendur eftirlitsaðilanum í heimaríki hlutaðeigandi greiðslustofnunar nær að uppfæra upplýsingar um umboðsmenn og útibú erlendis, þannig að skrá yfir greiðslustofnanir geymi sem réttastar upplýsingar á hverjum tíma. Æskilegt er þó að Fjármálaeftirlitið birti á vefsíðu sinni, og hafi aðgengilegar fyrir almenning á Íslandi, upplýsingar um og tengla á rafrænar skrár systurstofnana erlendis yfir greiðslustofnanir, umboðsmenn þeirra og útibú á erlendri grundu. Í III. kafla frumvarpsins er nánar fjallað um skyldur greiðsluþjónustuveitenda til upplýsingagjafar gagnvart notendum greiðsluþjónustu.

Um 18. gr.


    Lagt er til að 9. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 18. gr. frumvarpsins og með nánari reglusetningu af hálfu ráðherra. Í 9. gr. tilskipunarinnar er fjallað um varðveislu og verndun fjármuna sem mótteknir hafa verið frá notendum greiðsluþjónustu eða frá öðrum greiðsluþjónustuveitanda vegna framkvæmdar greiðslu (e. safeguarding requirements).
    Í 1. mgr. eru lagðar skyldur á herðar greiðslustofnunum um tryggilega varðveislu fjármuna sem mótteknir hafa verið vegna framkvæmdar greiðslu.
    Í 2. mgr. er ráðherra falið að setja nánari reglur í reglugerð um það hvernig tryggilegri varðveislu fjármuna skal háttað, með hagsmuni notenda greiðsluþjónustu að leiðarljósi. Reglugerðin skal byggð á 9. gr. tilskipunar 2007/64/EB.

Um 19. gr.


    Lagt er til að 16. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 19. gr. frumvarpsins. Í 1. mgr. segir að greiðslustofnunum sé heimilt samkvæmt ákvæðinu að stunda aðra starfsemi auk greiðsluþjónustu skv. 4. gr. Eigi að síður eru slíkum heimildum takmörk sett í ákvæðinu.
    Í 2. mgr. er lagt til að kveðið verði á um heimild greiðslustofnunar til að sinna rekstrarþjónustu og stoðþjónustu sem er nátengd veitingu greiðsluþjónustu í skilningi laganna. Enn fremur er lagt til að greiðslustofnun verði heimilt að starfrækja greiðslukerfi. Greiðslustofnanir geti þannig hvort heldur smíðað eða keypt og rekið eigin greiðslukerfi, ellegar greitt fyrir þátttöku í öðrum greiðslukerfum (eða hvort tveggja).
    Í 3. mgr. er heimild greiðslustofnana til að halda greiðslureikninga bundin því skilyrði að slíkir reikningar séu einungis notaðir í tengslum við framkvæmd greiðslna í skilningi frumvarpsins. Orðið greiðslureikningur er skilgreint í 7. gr. frumvarpsins.
    Í 4. mgr. er sérstaklega tekið fram að fjármunir sem greiðslustofnun móttekur vegna greiðsluþjónustu teljast ekki innlán, endurgreiðanlegir fjármunir frá almenningi eða rafeyrir sem lög um fjármálafyrirtæki gilda um.
    Í 5. mgr. er lagt til að kveðið verði skýrlega á um að greiðslustofnun sé óheimilt að stunda innlánsstarfsemi eða taka við endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi í skilningi laga um fjármálafyrirtæki (enda um starfsemi að ræða sem er leyfisskyld samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki).
    Í 6. mgr. greinir loks skilyrði heimildar greiðslustofnana til lánveitinga. Það er í fyrsta lagi skilyrði að lánveiting sé minni háttar. Í öðru lagi er það skilyrði að lán sé veitt í tengslum við framkvæmd greiðslu. Í þriðja lagi verður eiginfjárgrunnur hlutaðeigandi greiðslustofnunar að uppfylla kröfur frumvarpsins og vera, að mati Fjármálaeftirlitsins, fullnægjandi með tilliti til heildarlánveitinga. Í fjórða lagi er óheimilt að fjármagna lánveitingu með fjármunum sem mótteknir eru eða varðveittir vegna greiðslu. Loks er sérregla varðandi lánveitingar yfir landamæri; endurgreiðslutími slíkra lána skal að hámarki vera 12 mánuðir.

Um 20. gr.


    Lagt er til að kveðið verði á um að hæfisreglur laga um fjármálafyrirtæki skuli gilda að því er varðar stjórnarmenn, framkvæmdastjóra og aðra stjórnendur samkvæmt skipulagi greiðslustofnunar. Skv. i-lið 5. gr. tilskipunarinnar skal sýna fram á það við umsókn um starfsleyfi sem greiðslustofnun að fyrrgreindir aðilar hafi góðan orðstír og búi yfir viðeigandi þekkingu og reynslu til að annast greiðsluþjónustu samkvæmt því sem heimaaðildarríki ákvarðar. Gert er ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið setji reglur um hvernig staðið skuli að hæfismati stjórnarmanna og framkvæmdastjóra samkvæmt ákvæðinu.
    Tilkynna ber Fjármálaeftirlitinu um skipan og síðari breytingar á stjórn og framkvæmdastjórn greiðslustofnunar. Upplýsingar sem nauðsynlegar kunna að teljast til hæfismats hlutaðeigandi einstaklinga skulu fylgja slíkum tilkynningum, ellegar kann Fjármálaeftirlitið að kalla eftir ítarlegri gögnum við framkvæmd matsins.

Um 21. gr.


    Lagt er til að 15. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 21. gr. frumvarpsins, um reikningsskil og lögboðna endurskoðun.
    Þar segir að reikningsár greiðslustofnunar sé almanaksárið og að ákvæði laga um fjármálafyrirtæki gildi að öðru leyti um bókhald, endurskoðun og tilkynningarskyldu endurskoðenda greiðslustofnana til Fjármálaeftirlitsins.

Um 22. gr.


    Í 1. mgr. er lagt til að Fjármálaeftirlitinu verði falið eftirlit með starfsemi greiðslustofnana sem falla undir ákvæði II. kafla laganna, þ.m.t. umboðsaðila, útibúa og útvistunaraðilum. Um eftirlitið fer samkvæmt ákvæðum laga þessara svo og laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Í síðarnefndum lögum er m.a. fjallað um vettvangsathuganir og því m.a. ætlunin að heimild Fjármálaeftirlitsins til slíkra athugana nái til greiðslustofnana, þ.m.t. umboðsaðila þeirra, útibúa sem veita greiðsluþjónustu á ábyrgð greiðslustofnunar og útvistunaraðila. Í lögum um opinbert eftirlit er enn fremur t.d. fjallað um leiðbeinandi tilmæli, athugasemdir og úrbætur. Heimilt er að bera ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins undir dómstóla. Hér er um innleiðingu á 21. gr. tilskipunarinnar að ræða.
    Í 2. mgr. er lagt til að innleidd verði 2. mgr. 25. gr. tilskipunarinnar, um samstarf Fjármálaeftirlitsins við systurstofnanir erlendis vegna starfsemi á vegum greiðslustofnana sem fengið hafa starfsleyfi á grundvelli II. kafla.
    Í 3. mgr. er lagt til að innleidd verði 3. mgr. 25. gr. tilskipunarinnar, um tilkynningarskyldu og samstarf eftirlitsstofnana við framkvæmd skoðana á starfsstöðum á vegum greiðslustofnana erlendis.
    Í 4. mgr. er lagt til að 4. mgr. 25. gr. tilskipunarinnar verði innleidd, um upplýsingaskipti eftirlitsstofnana. Með mikilvægum upplýsingum er í ákvæði þessu einkum átt við upplýsingar um rekstur og starfsemi greiðslustofnunar sem kunna að hafa áhrif á skilyrði starfsleyfisveitingar hlutaðeigandi stofnunar eða traustleika og heilbrigði rekstrar hennar. Á það skal jafnframt minnt að gert er ráð fyrir að lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi gildi um eftirlit með greiðslustofnunum, sbr. 1. mgr., en í IV. kafla þeirra er m.a. fjallað um samskipti við eftirlitsstjórnvöld.

Um 23. gr.


    Lagt er til að 1.–6. og 8. mgr. 17. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 23. gr. frumvarpsins, um umboðsaðila og útibú.
    Í 1. mgr. er lagt til að tilkynningarskylda verði lögð á greiðslustofnanir sem hyggjast veita greiðsluþjónustu fyrir milligöngu umboðsaðila, gagnvart Fjármálaeftirlitinu. Tilkynningu skulu fylgja helstu upplýsingar um umboðsaðilann svo sem nánar greinir í ákvæðinu.
    Í 2. mgr. er gert ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið sannreyni upplýsingar um umboðsaðila skv. 1. mgr., leiki grunur á um að þær séu ekki réttar, áður en þær eru færðar í skrá yfir greiðslustofnanir skv. 17. gr. frumvarpsins. Fjármálaeftirlitinu beri að synja um skráningu upplýsinga um umboðsaðila í skrá yfir greiðslustofnanir ef það kemst að þeirri niðurstöðu að ósannað sé að upplýsingar skv. 1. mgr. séu réttar. Hér er einungis átt við þær aðstæður þegar greiðslustofnun og umboðsaðili eru bæði staðsett á Íslandi.
    Í 3. og 4. mgr. mgr. er fjallað um greiðsluþjónustu umboðsaðila á erlendri grundu. Gert er ráð fyrir tilkynningarskyldu um fyrirhugaða skráningu þeirra í skrá Fjármálaeftirlitsins yfir greiðslustofnanir gagnvart lögbærum yfirvöldum í hlutaðeigandi ríki. Tekið skal tillit til mögulegra athugasemda þeirra áður en Fjármálaeftirlitið tekur endanlega ákvörðun um skráningu. Í 4. mgr. er gert ráð fyrir að lögbær yfirvöld erlendis tilkynni Fjármálaeftirlitinu um það hafi þau gildar ástæður til að ætla að tilnefning umboðsaðila eða stofnun útibús kunni að auka hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eða að slík háttsemi kunni að eiga sér stað eða hafa átt sér stað eða sé í undirbúningi. Í slíkum tilfellum getur Fjármálaeftirlitið synjað greiðslustofnun um skráningu umboðsaðila eða útibús, eða afturkallað slíka skráningu.
    Í 5. mgr. er gert ráð fyrir að umboðsaðilar eða útibú, sem starfa á vegum greiðslustofnunar, tilkynni notendum greiðsluþjónustu um stöðu sína sem slíkra. Greiðslustofnunum ber að sjá til þess að umboðsaðilar og útibú uppfylli þessa skyldu.

Um 24. gr.


    Lagt er til að 7. mgr. 17. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 24. gr. frumvarpsins, um útvistun rekstrarþátta greiðsluþjónustu. Í 1. mgr. segir að greiðslustofnun beri að tilkynna um fyrirhugaða útvistun til Fjármálaeftirlitsins fyrir fram.
    Í 2. mgr. er kveðið á um að það gilda sérstakar reglur um svokallaða mikilvæga rekstrarþætti. Rekstrarþáttur telst mikilvægur ef ágalli eða brestur í framkvæmd hans hefur umtalsverð neikvæð áhrif á getu greiðslustofnunar til að uppfylla þær kröfur sem liggja til grundvallar starfsleyfi hennar samkvæmt lögum þessum eða skyldur samkvæmt lögunum, eða fjárhagslega afkomu greiðslustofnunar, traustleika eða samfelldni greiðsluþjónustunnar sem um ræðir.Útvistun slíkra þátta má ekki draga verulega úr gæðum innra eftirlits greiðslustofnunar og getu Fjármálaeftirlitsins til að hafa eftirlit með starfsemi greiðslustofnunar, geri hún það er hún óheimil.
    Í 3. mgr. er Fjármálaeftirlitinu falið að setja nánari reglur um hvernig greiðslustofnun skuli standa að útvistun mikilvægra rekstrarþátta samkvæmt þessu ákvæði, m.a. til að tryggja að reglur þessara laga séu í heiðri hafðar.

Um 25. gr.


    Lagt er til að 18. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 25. gr. frumvarpsins. Ákvæðið mælir fyrir um að greiðslustofnun beri skaðabótaábyrgð vegna tjóns sem rakið verður til athafna starfsmanna hennar, umboðsaðila, útibúa og þeirra aðila sem rekstrarþættir greiðsluþjónustu hafa verið útvistaðir til.

Um 26. gr.


    Lagt er til að 19. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 26. gr. frumvarpsins. Ákvæðið kveður á um að greiðslustofnun beri að varðveita öll viðeigandi gögn er varða II. kafla frumvarpsins í a.m.k. fimm ár. Hafa verður í huga að önnur lög kunna að gera ríkari kröfur um varðveislu gagna en þetta ákvæði gerir ráð fyrir. Sem dæmi má nefna lög um bókhald og lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Um 27. gr.


    Í 27. gr. er lagt til að nýtt verði valkvætt ákvæði 26. gr. tilskipunar 2007/64/EB, sbr. fyrri umfjöllun um 14. tölul. 1. mgr. 7. gr. frumvarpsins. Peninga- og verðmætasendingarþjónustu samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði heimilt að veita greiðsluþjónustu skv. 6. tölul. 4. gr. frumvarpsins, að fullnægðum eftirfarandi skilyrðum: a) Heildarfjárhæð framkvæmdra greiðslna á einum mánuði nemur að hámarki nánar tilgreindri fjárhæð sem Fjármálaeftirlitinu er þó heimilt að lækka. b) Peninga- og verðmætasendingarþjónusta þarf að uppfylla skyldur samkvæmt nánar tilgreindum ákvæðum II. kafla frumvarpsins.
    Með því að kveða á um hámarksfjárhæð greiðslna á mánuði er ætlunin að tryggja að heimildin til veitingar greiðsluþjónustu skv. 6. tölul. 4. gr., þegar peninga- og verðmætasendingarþjónusta er annars vegar, einskorðist við smærri fyrirtæki. Þegar umsvif eru með öðrum orðum slík að heildarfjárhæð framkvæmdra greiðslna á einum mánuði nemur hærri fjárhæð en tilgreind er í 2. mgr. er að mati frumvarpshöfunda æskilegra að ríkari kröfur séu gerðar til greiðsluþjónustuveitandans en ákvæði frumvarpsins um peninga- og verðmætasendingarþjónustu gera ráð fyrir.
    Í 3. mgr. er gert ráð fyrir að helstu ákvæði II. kafla frumvarpsins, um greiðslustofnanir, gildi um peninga- og verðmætasendingarþjónustu sem heimilt er að veita greiðsluþjónustu skv. 1. mgr. Ekki er gert ráð fyrir að eftirfarandi ákvæði gildi: 9. gr. (stofnfé), 10. gr. (eiginfjárgrunnur), 11. gr. (útreikningur eigin fjár greiðslustofnunar), 7. mgr. 14. gr. (er kveður á um að starfsleyfi skuli gilda í öllum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu), 6. mgr. 19. gr. (heimild til lánveitinga), 2.–4. mgr. 22. gr. og 3.–4. mgr. 23. gr. (sem eiga við um veitingu greiðsluþjónustu yfir landamæri) og 24. gr. (heimild til útvistunar). Að öðru leyti gerir frumvarpið ráð fyrir að starfræksla peninga- og verðmætasendingarþjónustu skv. 1. mgr. sé háð sömu skilyrðum og greiðslustofnana. Vísast til athugasemda um 14. tölul. 7. gr. hér að framan, um tengsl laga nr. 64/2006, um aðgerðir gegn peningaþvætti, og ákvæða frumvarpsins um peninga- og verðmætasendingarþjónustu.
    Í 4. mgr. er gert ráð fyrir heimild til handa Fjármálaeftirlitinu um nánari reglusetningu á grundvelli 27. gr. Gera má ráð fyrir að samþykkt frumvarpsins kalli á breytingar á reglum Fjármálaeftirlitsins nr. 917/2009 um gjaldeyrisskiptastöðvar og peninga- og verðmætasendingarþjónustu. Enn fremur vísast til ákvæða IX. kafla frumvarpsins um breytingar á lögum nr. 64/2006.

Um III. kafla.


    Lagt er til að 3. þáttur tilskipunar 2007/64/EB verði innleiddur í III. kafla, um upplýsingagjöf og gagnsæi við veitingu greiðsluþjónustu. Í upphafi kaflans greinir almenn ákvæði, svo og undanþáguheimild að því er varðar svokallaða smágreiðslumiðla. Að öðru leyti skiptist kaflinn upp í efnisreglur sem gilda um annars vegar stakar greiðslur sem ekki falla undir rammasamninga og hins vegar um greiðslur sem falla undir rammasamninga.
    Þykir til skýringar að skipta III. kafla upp í þrjá hluta:
    A. Almenn ákvæði (28.–34. gr.).
    B. Ákvæði um stakar greiðslur sem ekki falla undir rammasamninga (35.–38. gr.).
    C. Ákvæði um greiðslur sem falla undir rammasamninga (39.–46. gr.).

Um 28. gr.


    Lagt er til að gildissvið III. kafla frumvarpsins verði skilgreint í ákvæði þessu. Skv. 1. mgr. ná ákvæði kaflans til stakra greiðslna, rammasamninga og greiðslna sem falla undir slíka samninga. Svo sem nánar greinir í 3. og 4. mgr. ákvæðisins er gert ráð fyrir sérákvæðum um annars vegar upplýsingagjöf og gagnsæi við veitingu greiðsluþjónustu þegar um ræðir stakar greiðslur sem ekki falla undir rammasamninga og hins vegar upplýsingagjöf og gagnsæi við veitingu greiðsluþjónustu þegar um ræðir greiðslur sem falla undir rammasamninga.
    Í 2. mgr. er lagt til að heimilt verði að víkja frá ákvæðum III. kafla með samningi, hvort heldur í heild eða að hluta, þegar notandi greiðsluþjónustu er ekki neytandi í skilningi 7. gr. frumvarpsins. Ef um neytanda er að ræða er hins vegar óheimilt að víkja frá ákvæðum III. kafla. Þetta er því dæmi um sérákvæði gagnvart 3. gr. frumvarpsins. Eitt af markmiðum tilskipunarinnar sem lagt er til að innleidd verði með frumvarpi þessu er einmitt að tryggja neytendum rétt til upplýsinga, m.a. til að auðvelda þeim samanburð á þjónustu greiðsluþjónustuveitenda og vernda þá gegn óréttmætum eða villandi viðskiptaháttum. Minnt skal á að önnur lög kunna að gera ríkari kröfur til upplýsingagjafar en greinir í frumvarpi þessu. Sem dæmi má nefna að skylda lánveitenda til upplýsingagjafar samkvæmt lögum um neytendalán stendur óhögguð þrátt fyrir að lánasamningar kunni að falla bæði undir þá löggjöf og lög um greiðsluþjónustu. Lánveitanda ber með öðrum orðum að uppfylla skyldur sínar samkvæmt báðum lagabálkum. Um ræðir innleiðingu á 2. málsl. 1. mgr. 30. gr. tilskipunarinnar.
    Í 5. mgr. er lagt til að innleidd verði 2. mgr. 31. gr. tilskipunarinnar, sem mælir fyrir um að í þeim tilvikum sem ákvæði tilskipunar 2002/65/EB um fjarsölu á fjármálaþjónustu eigi við auk ákvæða laga þessara skuli hluti 1. mgr. 3. gr. tilskipunar 2002/65/EB, um upplýsingaskyldu gagnvart neytanda áður en hann er bundinn af fjarsölusamningi eða tilboði, víkja fyrir 36.–37. og 41.–42. gr. tilskipunar 2007/64/EB um greiðsluþjónustu. Síðastgreind ákvæði tilskipunar 2007/64/EB er lagt til að verði innleidd með 35., 36., 39. og 40. gr. frumvarpsins.

Um 29. gr.


    Lagt er til að ráðherra verði heimilt að kveða í reglugerð á um undanþágur frá kröfum III. kafla, um upplýsingagjöf greiðsluþjónustuveitanda gagnvart notendum greiðsluþjónustu, þegar smágreiðslumiðill (e. low-value payment instrument) í skilningi frumvarpsins er annars vegar. Gert er ráð fyrir sambærilegri heimild í 48. gr. frumvarpsins, þ.e. heimild til veitingar undanþága frá ákvæðum IV. kafla, um réttindi og skyldur í tengslum við veitingu og notkun greiðsluþjónustu, þegar smágreiðslumiðlar eru annars vegar. Orðið smágreiðslumiðill er skilgreint í 7. gr. frumvarpsins. Einstakar greiðslur með smágreiðslumiðlum mega að hámarki nema jafnvirði 30 evra (þ.e. ca. 5.000 kr. á núverandi gengi) og/eða smágreiðslumiðill hefur útgjaldaþak/geymir að hámarki jafnvirði 150 evra (þ.e. u.þ.b. 24.000 kr. á núverandi gengi). Því er gert ráð fyrir að 34. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í reglugerð.
    Samkvæmt 30. tölul. í formála tilskipunarinnar eiga smágreiðslumiðlar að vera ódýr og auðnýtanlegur kostur þegar um er að ræða lágverðsvörur og -þjónustu. Því eigi ekki að íþyngja þeim með óhóflegum kröfum um upplýsingagjöf; kröfurnar eigi að takmarkast við nauðsynlega upplýsingagjöf og tekið skuli tillit til tæknilegra möguleika sem réttlætanlegt sé að vænta af slíkum greiðslumiðlum. Þrátt fyrir það eigi notendur smágreiðslumiðla að njóta fullnægjandi verndar, að teknu tilliti til takmarkaðrar áhættu vegna þeirra, einkum að því er varðar fyrir fram greidda greiðslumiðla. Fjöldi smágreiðslumiðla í umferð á Íslandi er lítill, ef nokkur, og þýðing ákvæðisins því takmörkuð, enn sem komið er.

Um 30. gr.


    Lagt er til að 33. gr. tilskipunarinnar verði innleidd með ákvæði 30. gr. frumvarpsins. Ákvæðið leggur sönnunarbyrði á herðar greiðsluþjónustuveitanda fyrir því að hann hafi uppfyllt þær kröfur sem III. kafli frumvarpsins gerir um upplýsingagjöf. Fyrrgreind 33. gr. tilskipunarinnar er eitt af nokkrum valkvæðum ákvæðum hennar, en tilefni þykir til að nýta það með tilliti til þess að öflun sönnunargagna stendur greiðsluþjónustuveitanda nær. Það að leggja sönnunarbyrðina á herðar greiðsluþjónustuveitendum, að því er varðar uppfyllingu skyldna sem frumvarp þetta leggur á herðar þeim, er enn fremur í takti við auknar kröfur um upplýsingagjöf á sviði fjármálaþjónustu að mati frumvarpshöfunda.

Um 31. gr.


    Lagt er til að 32. gr. tilskipunarinnar verði innleidd með ákvæði 31. gr. frumvarpsins. Í 1. mgr. er gert ráð fyrir að greiðsluþjónustuveitanda verði skylt að veita notendum greiðsluþjónustu þær lágmarksupplýsingar sem III. kafli frumvarpsins gerir ráð fyrir gjaldfrjálst.
    Í 2. mgr. er hins vegar gert ráð fyrir að semja megi um gjaldtöku fyrir veitingu viðbótarupplýsinga eða tíðari upplýsingagjöf en III. kafli frumvarpsins gerir ráð fyrir, svo og veitingu upplýsinga með öðrum hætti en tilgreindur er í rammasamningi. Það er skilyrði að notandi greiðsluþjónustunnar hafi óskað eftir slíkri aukinni þjónustu og að innheimt gjöld séu viðeigandi og í samræmi við raunkostnað sem aukin þjónusta, þ.e. umfram lágmarkskröfur III. kafla frumvarpsins, hefur í för með sér fyrir greiðsluþjónustuveitandann. Í 28. tölul. í formála tilskipunarinnar er vikið að mikilvægi gagnsæis við verðlagningu og ólíkum þörfum viðskiptavina, til grundvallar heimild þessari. Jafnframt er í 45. tölul. í formála tilskipunarinnar vikið að nauðsyn þess að notendur greiðsluþjónustu hafi upplýsingar um raunverulegan kostnað og gjöld fyrir greiðsluþjónustu, til samanburðar á þjónustu ólíkra greiðsluþjónustuveitenda.

Um 32. gr.


    Lagt er til að 49. gr. tilskipunarinnar verði innleidd með ákvæði 32. gr. frumvarpsins. Í 1. mgr. er lagt til að kveðið verði á um að greiðslur skuli vera í þeim gjaldmiðli sem aðilar hafa komið sér saman um. Það athugast að heimild til að semja um gjaldmiðil í greiðslum er þó takmörkuð í núgildandi lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, með síðari breytingum (gjaldeyrishöft). Vísast til bráðabirgðaákvæðis I í frumvarpinu.
    Í 2. mgr. er gert ráð fyrir upplýsingagjöf af hálfu þess aðila sem býður greiðanda gjaldmiðilsumreikning áður en greiðsla á sér stað, hvort sem það er á sölustað (þ.e. væntanlega einkum greiðsluþjónustuveitandi greiðanda) eða af hálfu viðtakanda greiðslu. Veittar skulu upplýsingar um gjöld og það gengi sem nota á við umreikning greiðslunnar og skal greiðandi samþykkja þjónustuna við gjaldmiðilsumreikninginn á þeim grundvelli. Gjaldmiðilsumreikningur er þjónusta sem boðin er notendum til að draga úr gengisáhættu þeirra. Í ákvæðinu er lagt til að greiðandinn fái allar upplýsingar um þau gjöld sem leggjast við vöruverðið vegna gjaldmiðilsumreikningsins áður en hann veitir samþykki fyrir greiðslu.

Um 33. gr.


    Lagt er til að 50. gr. tilskipunarinnar verði innleidd með ákvæði 33. gr. frumvarpsins. Í 1. mgr. er lagt til að lögð skuli tilkynningarskylda á viðtakanda greiðslu gagnvart greiðanda um það, áður en greiðsla er framkvæmd, ef hann býður lækkun vegna notkunar tiltekins greiðslumiðils. Það athugast að í 3. mgr. 47. gr. frumvarpsins er lagt til að viðtakanda greiðslu verði óheimilt að krefjast gjalds af greiðanda vegna notkunar tiltekins greiðslumiðils. Þar er með öðrum orðum nýtt valkvætt ákvæði 2. málsl. 3. mgr. 52. gr. tilskipunarinnar sem samkvæmt orðanna hljóðan heimilar aðildarríkjum að banna eða takmarka rétt til að krefjast slíkra gjalda að teknu tilliti til nauðsynjar á að efla samkeppni og notkun skilvirkra greiðslumiðla. Gagnályktað verður út frá 3. mgr. 47. gr. á þá vegu að viðtakanda greiðslu sé heimilt að bjóða greiðanda lækkun vegna notkunar tiltekins greiðslumiðils umfram aðra, enda hefur framkvæmdastjórn ESB túlkað ákvæði 3. mgr. 52. gr. tilskipunarinnar þannig að það veiti aðildarríkjum ekki svigrúm til að banna veitingu afsláttar vegna notkunar tiltekins greiðslumiðils.
    Í 2. mgr. er lagt til að lögð verði sambærileg skylda á herðar greiðsluþjónustuveitendum að því er varðar gjaldtöku vegna notkunar tiltekins greiðslumiðils. Það athugast að hér er um að ræða gjaldtöku af hálfu greiðsluþjónustuveitanda, en ekki viðtakanda greiðslu sem bannið í 3. mgr. 47. gr. frumvarpsins snýr einmitt að. Sem dæmi má nefna að færslugjöld vegna debetkorta mundu falla undir 2. mgr. 33. gr.

Um 34 gr.


    Lagt er til að 2. mgr. 35. gr. tilskipunarinnar verði innleidd með ákvæði 34. gr. frumvarpsins, þ.e. sérákvæði um greiðslufyrirmæli vegna stakrar greiðslu sem send eru með greiðslumiðli sem fellur undir rammasamning. Í slíkum tilfellum er greiðsluþjónustuveitandi ekki skuldbundinn til að veita eða koma á framfæri upplýsingum sem notandi greiðsluþjónustu hefur þegar fengið á grundvelli rammasamnings við annan greiðsluþjónustuveitanda, eða sem honum verða veittar á grundvelli rammasamningsins. Dæmi um greiðslufyrirmæli vegna stakrar greiðslu sem send eru með greiðslumiðli sem fellur undir rammasamning er úttekt reiðufjár úr hraðbanka á vegum aðila sem ekki er í samningssambandi við greiðanda vegna greiðslumiðilsins.

Um 35. gr.


    Lagt er til að 36. gr. tilskipunarinnar verði innleidd með ákvæði 35. gr. frumvarpsins. Líkt og fram kemur í 28 gr. frumvarpsins gilda ákvæði B-hluta, þ.e. 35.–38. gr. frumvarpsins, um upplýsingagjöf og gagnsæi við veitingu greiðsluþjónustu þegar um ræðir stakar greiðslur sem ekki falla undir rammasamninga.
    Í 1.–3. mgr. er lagt til að greiðsluþjónustuveitandi skuli koma ítarlegum upplýsingum og skilmálum um þjónustuna á framfæri við notanda greiðsluþjónustu á aðgengilegan hátt áður en samningur eða tilboð vegna stakra greiðslna verður bindandi fyrir notandann. Upplýsingar og skilmálar skulu settir fram á aðgengilegan hátt, m.a. með skýrum og auðskiljanlegum hætti.
    Í 4. mgr. er lagt til að kveðið verði á um að í þeim tilvikum sem greiðsluþjónustuveitanda er ómögulegt að uppfylla upplýsingaskyldu sína í samræmi við 1.–3. mgr. fyrir fram skuli metið fullnægjandi að veita tilskildar upplýsingar þegar í stað eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Orðið fjarsamskiptamiðill er skilgreint í 7. gr. frumvarpsins.
    Í 5. mgr. er lagt til að skyldu til upplýsingagjafar skv. 1.–3 mgr. ákvæðisins megi uppfylla með því að leggja fram afrit af drögum að þjónustusamningi um stakar greiðslur eða drögum að greiðslufyrirmælum sem geyma upplýsingar og skilmála, sbr. 1.–3. mgr.

Um 36. gr.


    Lagt er til að 37. gr. tilskipunarinnar verði innleidd með ákvæði 36. gr. frumvarpsins. Í 1. mgr. eru skilgreindar þær upplýsingar og skilmálar sem greiðsluþjónustuveitanda ber að koma á framfæri við notanda greiðsluþjónustu á aðgengilegan hátt áður en samningur eða tilboð vegna stakra greiðslna verður bindandi fyrir notandann, sbr. 35. gr. frumvarpsins. Með orðunum að gera upplýsingar aðgengilegar er skv. 27. tölul. í formála tilskipunarinnar átt við að móttakandi upplýsinganna kunni að þurfa að eiga frumkvæði að tilteknum aðgerðum til að nálgast upplýsingarnar, svo sem að óska eftir því við greiðsluþjónustuveitanda að fá þær afhentar, skrá sig inn í heimabanka eða framvísa greiðslukorti í prentara eða hraðbanka til að prenta út kvittun.
    Samkvæmt a-lið er í fyrsta lagi um að ræða nauðsynlegar upplýsingar, eða sérstakt kennimerki, sem notandi greiðsluþjónustu þarf að gefa upp svo að greiðslufyrirmæli verði framkvæmd á réttan hátt. Orðin sérstakt kennimerki eru skilgreind í 7. gr. frumvarpsins. Í öðru lagi er skv. b-lið um að ræða upplýsingar um hámarkstíma framkvæmdar greiðsluþjónustu. Í þriðja lagi er skv. c-lið um að ræða upplýsingar um gjaldtöku greiðsluþjónustuveitanda vegna veitingar greiðsluþjónustunnar. Í fjórða lagi er skv. d-lið um að ræða upplýsingar um raunverulegt gengi eða viðmiðunargengi sem gilda skal um greiðslu, ef við á. Orðið viðmiðunargengi er skilgreint í 7. gr. frumvarpsins. Loks er í e-lið kveðið á um að öðrum viðeigandi upplýsingum og skilmálum sem tilgreindir eru í 40. gr. frumvarpsins skuli, eftir því sem við kann að eiga, komið á framfæri (með vísan til 34. gr.).

Um 37. gr.


    Lagt er til að 38. gr. tilskipunarinnar verði innleidd með ákvæði 37. gr. frumvarpsins. Ákvæðið lýtur að upplýsingagjöf af hálfu greiðsluþjónustuveitanda gagnvart greiðanda þegar í stað eftir viðtöku greiðslufyrirmæla, þegar um ræðir stakar greiðslur. Upplýsingarnar skulu afhentar greiðanda, eða gerðar honum aðgengilegar, með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í 1.–3. mgr. 35. gr. frumvarpsins. Með orðunum að gera upplýsingar aðgengilegar er skv. 27. tölul. í formála tilskipunarinnar átt við að móttakandi upplýsinganna kunni að þurfa að eiga frumkvæði að tilteknum aðgerðum til að nálgast upplýsingarnar, svo sem að óska eftir því við greiðsluþjónustuveitanda að fá þær afhentar, skrá sig inn í heimabanka eða framvísa greiðslukorti í prentara eða hraðbanka til að prenta út kvittun.
    Stafliðirnir þarfnast ekki nánari skýringa. Þó skal þess getið að því er varðar d-lið að óviðráðanlegar ytri aðstæður kunna t.d. að leiða til þess að grípa þurfi til notkunar á öðru gengi en upphaflega var upplýst um að notað yrði við framkvæmd greiðslu.

Um 38. gr.


    Lagt er til að 39. gr. tilskipunarinnar verði innleidd með ákvæði 38. gr. frumvarpsins. Ákvæðið lýtur að upplýsingagjöf af hálfu greiðsluþjónustuveitanda viðtakanda greiðslu gagnvart viðtakandanum þegar í stað eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Upplýsingarnar skulu afhentar viðtakanda greiðslu, eða gerðar honum aðgengilegar, með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í 1.–3. mgr. 35. gr. frumvarpsins.
    Stafliðirnir þarfnast ekki nánari skýringa. Þó skal þess getið að því er varðar e-lið, þ.e. gildisdag eignfærslu (e. credit value date), að orðið gildisdagur er skilgreint í 7. gr. frumvarpsins.

Um 39. gr.


    Líkt og fram kemur í 28. gr. frumvarpsins gilda ákvæði 39.–46. gr. aðeins um upplýsingagjöf og gagnsæi við veitingu greiðsluþjónustu þegar um ræðir greiðslur sem falla undir rammasamninga. Orðið rammasamningur er skilgreint í 7. gr. frumvarpsins sem samningur um greiðsluþjónustu þar sem kveðið er á um framkvæmd einstakra greiðslna og röð greiðslna í framtíðinni og kann að fela í sér skyldu til stofnunar greiðslureiknings og skilmála þar um. Eins og fram kemur í 24. tölul. formála tilskipunarinnar eru rammasamningar um greiðsluþjónustu og greiðslur sem falla undir slíka samninga mun algengari en stakar greiðslur. Rammasamnings er þörf ef greiðslureikningur eða tiltekinn greiðslumiðill er fyrir hendi vegna greiðsluþjónustu. Tilskipunin gerir kröfu um ítarlega upplýsingagjöf fyrir gerð rammasamnings á pappír eða öðrum varanlegum miðli.
    Lagt er til að 41. gr. tilskipunarinnar verði innleidd með ákvæði 39. gr. frumvarpsins.
    Í 1. mgr. er lagt til að kveðið verði á um upplýsingaskyldu greiðsluþjónustuveitanda gagnvart notanda greiðsluþjónustu, áður en rammasamningur eða tilboð um greiðsluþjónustu verður bindandi fyrir notandann. Vakin er athygli á að strangari kröfur eru gerðar til miðlunar upplýsinga gagnvart notendum greiðsluþjónustu þegar rammasamningur er annars vegar en þegar um ræðir stakar greiðslur, sbr. einkum 35. og 36. gr. frumvarpsins. Upplýsingar skulu veittar á pappír eða öðrum varanlegum miðli (með vísan til orðskýringa í 7. gr.); ekki er gert ráð fyrir að frumkvæði notanda greiðsluþjónustu þurfi til með þeim hætti sem greinir í 2. mgr. 35. gr. frumvarpsins.
    Í 2.–4. mgr. er gert ráð fyrir að sambærilegar reglur eigi við um almenna upplýsingagjöf áður en samningur eða tilboð vegna greiðslna sem falla undir rammasamninga verður bindandi fyrir notanda og kveðið er á um í 35. gr. frumvarpsins, um stakar greiðslur. Vísast því til athugasemda við 35. gr. hér að framan.

Um 40. gr.


    Lagt er til að 42. gr. tilskipunarinnar verði innleidd með ákvæði 40. gr. frumvarpsins. Ákvæðið kveður á um að upplýsingar og skilmálar er varða greiðsluþjónustuveitanda, notkun greiðsluþjónustu, gjöld, vexti og gengi, samskipti, ráðstafanir til verndar og úrbóta, breytingar og uppsögn rammasamnings, svo og úrlausn ágreiningsmála, skuli afhentir notendum greiðsluþjónustu. Þær upplýsingar og skilmálar um ræðir eru nákvæmlega tíundaðir í sjö töluliðum. Upplýsingar og skilmálar skulu afhentir með þeim hætti sem greinir í 39. gr. frumvarpsins.
     Fyrsti töluliður snýr að hlutaðeigandi greiðsluþjónustuveitanda. Upplýsa skal notanda greiðsluþjónustu um heiti hans, heimilisfang höfuðstöðva og viðeigandi póstföng, þ.m.t. tölvupóstföng. Enn fremur skal upplýsa notandann um það hvaða lögbær eftirlitsaðili fer með eftirlit með starfseminni (t.d. Fjármálaeftirlitið) og, eftir því sem á, upplýsingar um opinbera skráningu greiðsluþjónustuveitandans (t.d. skrá yfir greiðslustofnanir skv. II. kafla frumvarpsins eða skrá yfir eftirlitsskylda aðila, sbr. lög nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi). Líkt og áður greinir er í 5. gr. frumvarpsins gert ráð fyrir að þeim einum verði heimilt að veita greiðsluþjónustu hér á landi sem teljast til greiðsluþjónustuveitenda í skilningi frumvarpsins (sbr. 7. gr.), enda hafi þeir tilskilin leyfi stjórnvalda hér á landi eða í öðru aðildarríki. Evrópsk fjármálafyrirtæki og greiðslustofnanir geta t.d. veitt slíka þjónustu hér á landi á grundvelli ákvæða tilskipunar 2007/64/EB um veitingu greiðsluþjónustu yfir landamæri (e. passporting).
     Annar töluliður snýr að þeirri þjónustu sem um ræðir. Upplýsa skal notanda greiðsluþjónustu um helstu einkenni viðkomandi þjónustu, þ.e. þá grundvallarþætti sem framkvæmd og veiting greiðsluþjónustu felur í sér, enn fremur um það sérstaka kennimerki (sbr. orðskýringar í 7. gr. frumvarpsins) eða upplýsingar sem notandinn skal leggja fram til að greiðslufyrirmæli verði framkvæmd á réttan hátt (t.d. greiðslureikningsnúmer); hvernig og á hvaða formi samþykki skuli veitt fyrir framkvæmd greiðslu og afturköllun slíks samþykkis í samræmi við tiltekin ákvæði IV. kafla frumvarpsins; við hvaða tímamark viðtaka greiðslufyrirmæla miðast og um lokunartíma (e. cut-off time) sem greiðsluþjónustuveitandi fastsetur, ef um hann er að ræða; hámarksframkvæmdatíma greiðsluþjónustu; og loks hvort mögulegt sé að ákvarða útgjaldaþak vegna greiðslna sem framkvæmdar eru með greiðslumiðli.
     Þriðji töluliður snýr að gjaldtöku, vöxtum og gengi. Upplýsa skal notanda greiðsluþjónustu um öll gjöld sem honum ber að greiða greiðsluþjónustuveitanda og skulu fjárhæðir sundurliðaðar, ef við á. Ef við á skal enn fremur upplýsa notandann um þá vexti og gengi sem nota skal við veitingu greiðsluþjónustunnar; eða, ef nota á viðmiðunarvexti og viðmiðunargengi, upplýsingar um þá aðferð sem nota skal við útreikning á vöxtum og viðeigandi dagsetningu og vísitölu eða grunn til að ákvarða viðmiðunarvexti eða -gengi. Loks skal, ef um það er samið, upplýsa notandann um að breytingar á viðmiðunarvöxtum eða viðmiðunargengi og tilkynningarskylda í tengslum við slíkar breytingar taki gildi þegar í stað í samræmi við 2. mgr. 42. gr. frumvarpsins. Orðin viðmiðunargengi og viðmiðunarvextir eru skilgreind í 7. gr. frumvarpsins.
     Fjórði töluliður snýr að boðleiðum og samskiptum notanda greiðsluþjónustu við greiðsluþjónustuveitandann. Upplýsa skal notanda greiðsluþjónustu um það með hvaða hætti samskiptum við greiðsluþjónustuveitandann skuli háttað, þ.e. hvernig nauðsynlegum upplýsingum og tilkynningum skuli miðlað þeirra á milli. Ef við á skal upplýsa notanda um þær tæknilegu kröfur sem kunna að vera gerðar til búnaðar hans, t.d. tölvu. Þá skal kynna fyrir notanda með hvaða hætti og hve títt upplýsingar skuli veittar eða gerðar aðgengilegar honum vegna greiðsluþjónustunnar, á hvaða tungumáli rammasamningur og boðskipti skuli vera; og rétt hans til að fá afhenta skilmála rammasamnings og upplýsingar og skilmála í samræmi við 41. gr. frumvarpsins.
     Fimmti töluliður snýr að varúðarráðstöfunum og ábyrgð. Lýsa ber þeim ráðstöfunum sem notandi greiðsluþjónustu skal grípa til í því skyni að tryggja örugga varðveislu greiðslumiðils, ef við á. Enn fremur skal upplýsa notanda um það hvernig tilkynningu til greiðsluþjónustuveitanda skuli háttað verði hann var við tap, þjófnað eða misnotkun á greiðslumiðli eða óheimila notkun hans. Þá skal upplýsa notandann um skilyrði áskilnaðar greiðsluþjónustuveitanda til stöðvunar á notkun greiðslumiðils, ef um það er samið, um ábyrgð greiðanda vegna óheimilaðrar færslu og tilheyrandi fjárhæðarmörk, hvernig og innan hvaða tímamarka tilkynna skal greiðsluþjónustuveitanda um óheimilaða eða rangt framkvæmda greiðslu, sem og ábyrgð greiðsluþjónustuveitanda á óheimiluðum greiðslum. Loks er gert ráð fyrir skyldu til að upplýsa notanda um ábyrgð greiðsluþjónustuveitanda á framkvæmd greiðslu skv. 69. gr. frumvarpsins; og skilyrði fyrir endurgreiðslu skv. 57. og 58. gr. frumvarpsins.
     Sjötti töluliður snýr að breytingum og uppsögn rammasamnings. Upplýsa skal notanda greiðsluþjónustu um að notandi teljist hafa samþykkt breytingar á skilmálum rammasamnings skv. 42. gr. nema hann tilkynni greiðsluþjónustuveitanda að hann samþykki þær ekki áður en fyrirhugaður gildistími breytinganna hefst, ef um það er samið. Einnig skal upplýsa notanda um gildistíma rammasamnings og rétt notandans til uppsagnar rammasamnings í samræmi við ákvæði frumvarpsins.
     Sjöundi töluliður snýr að úrlausn ágreiningsmála. Upplýsa skal notanda greiðsluþjónustu um hvaða lög gilda um rammasamninginn og hvaða kosti notandinn á um úrlausn ágreiningsmála utan dómstóla og meðferð bótamála.

Um 41. gr.


    Lagt er til að 43. gr. tilskipunarinnar verði innleidd með ákvæði 41. gr. frumvarpsins. Ákvæðið mælir fyrir um að skilmálar rammasamnings, svo og upplýsingar og skilmálar skv. 40. gr., skuli hvenær sem er meðan á samningssambandi stendur vera aðgengilegir notanda greiðsluþjónustu, á pappír eða öðrum varanlegum miðli. Þannig geti notandinn borið saman þjónustu ólíkra greiðsluþjónustuveitenda og skilmála þeirra, svo og í ágreiningsmálum gengið úr skugga um réttindi og skyldur samkvæmt samningnum.

Um 42. gr.


    Lagt er til að 44. gr. tilskipunarinnar verði innleidd með ákvæði 42. gr. frumvarpsins, um breytingar á skilmálum rammasamnings.
    Í 1. mgr. er lagt til að tillögur að breytingum á rammasamningi skuli kynntar fyrir notanda greiðsluþjónustu eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir fyrirhugaðan gildistíma breytinganna, á pappír eða varanlegum miðli. Breytingartillögurnar skulu vera skýrar og auðskiljanlegar, sbr. 2. mgr. 39. gr. frumvarpsins. Hafi aðilar samið um að notandi greiðsluþjónustu teljist hafa samþykkt slíkar breytingar ef hann tilkynnir ekki um annað áður en fyrirhugaður gildistími hefst skal greiðsluþjónustuveitandi árétta það við notandann. Í því tilviki skal greiðsluþjónustuveitandinn jafnframt taka fram að notandinn eigi rétt á að segja rammasamningnum upp þegar í stað án sérstakrar gjaldtöku áður en fyrirhugaðar breytingar öðlast gildi, ef við á.
    Í 2. mgr. er sérstaklega fjallað um breytingar á vöxtum eða gengi. Lagt er til að slíkar breytingar öðlist gildi þegar í stað, án viðvörunar, ef samið hefur verið um slíkt í rammasamningi og breytingarnar byggjast á viðmiðunarvöxtum eða viðmiðunargengi sem samið hefur verið um. Tilkynna skal notanda greiðsluþjónustu um allar breytingar á vöxtum eins fljótt og kostur er, nema aðilar hafi komið sér saman um að slíkar upplýsingar skuli veittar eða gerðar aðgengilegar reglulega eða á tiltekinn annan hátt. Þó má breyta vöxtum eða gengi án tilkynningar ef slíkar breytingar eru notanda greiðsluþjónustu í hag. Orðin viðmiðunarvextir og viðmiðunargengi eru skilgreind í 7. gr. frumvarpsins.
    Í 3. mgr. er lagt til að kveðið verði á um að breytingar á vöxtum eða gengi sem notað er í greiðslum skuli framkvæmdar og reiknaðar á hlutlausan hátt, þannig að jafnræði notenda greiðsluþjónustu sé í heiðri haft (þeim sé ekki mismunað).

Um 43. gr.


    Lagt er til að 45. gr. tilskipunarinnar verði innleidd með ákvæði 43. gr. frumvarpsins, um uppsögn rammasamnings.
    Í 1. mgr. er lagt til að kveðið verði á um almenna uppsagnarheimild notanda greiðsluþjónustu. Uppsögn taki gildi þegar í stað, nema samið hafi verið um tiltekinn uppsagnarfrest. Ekki er heimilt að semja um lengri uppsagnarfrest en sem nemur einum mánuði.
    Í 2. mgr. er lagt til að kveðið verði á um að uppsögn rammasamnings, hvort heldur með föstum samningstíma eða með ótilteknum samningstíma, skuli vera notanda greiðsluþjónustu að kostnaðarlausu. Hér verði því nýtt valkvæð heimild 6. mgr. 45. gr. tilskipunarinnar, sem kveður á um að heimilt sé að gera uppsögn á greiðsluþjónustusamningum hagfelldari fyrir notendur en 45. gr. tilskipunarinnar kveður á um, í þessu tilviki 2. mgr. Þannig mun framkvæmdin almennt vera á Íslandi í dag, a.m.k. að því er greiðslukort varðar, og er jafnframt horft til þess markmiðs tilskipunarinnar að auka neytendavernd. Minnt skal á að skv. 2. mgr. 47. gr. frumvarpsins má víkja frá ákvæðum III. kafla með samningi þegar notandi greiðsluþjónustu er ekki neytandi. Því á ákvæði 2. mgr. 43. gr. frumvarpsins ekki að koma í veg fyrir að greiðsluþjónustuveitandi geti samið um sérstakt uppsagnargjald þegar notandi greiðsluþjónustu er ekki neytandi.
    Í 3. mgr. er sérstaklega vikið að heimild greiðsluþjónustuveitanda til uppsagnar á rammasamningi um greiðsluþjónustu sem er með ótiltekinn samningstíma. Lagt er til að uppsagnarfrestur í slíkum tilvikum verði bundinn við a.m.k. tvo mánuði, í samræmi við 3. mgr. 45. gr. tilskipunarinnar, enda greini þá heimild í hlutaðeigandi rammasamningi. Notanda greiðsluþjónustu skal tilkynnt um uppsögnina með þeim hætti sem 1. og 2. mgr. 39. gr. frumvarpsins gera ráð fyrir, þ.e. á pappír eða öðrum varanlegum miðli, með skýrum og auðskiljanlegum hætti.
    Í 4. mgr. er fjallað um áhrif uppsagnar rammasamnings á innheimtu greiðslna fyrir greiðsluþjónustu. Lagt er til að kveðið verði á um að notanda greiðsluþjónustu beri aðeins að greiða hlutfallsleg gjöld vegna greiðsluþjónustu, sem krafist er reglubundið á samningstíma, fram að gildistíma uppsagnar rammasamnings. Ef slík gjöld hafa verið greidd fyrir fram skuli þau endurgreidd notanda hlutfallslega.

Um 44. gr.


    Lagt er til að 46. gr. tilskipunarinnar verði innleidd með ákvæði 44. gr. frumvarpsins, um upplýsingagjöf áður en kemur til framkvæmdar einstakra greiðslna sem falla undir rammasamning, þ.e. um hámarksframkvæmdatíma og gjöld vegna framkvæmdar greiðslunnar.

Um 45. gr.


    Lagt er til að 47. gr. tilskipunarinnar verði innleidd með ákvæði 45. gr. frumvarpsins, um upplýsingagjöf gagnvart greiðanda eftir að fjárhæð einstakrar greiðslu sem fellur undir rammasamning er skuldfærð af reikningi greiðanda eða, ef greiðandi notar ekki greiðslureikning, eftir viðtöku greiðslufyrirmæla. Greiðsluþjónustuveitandi skal tafarlaust veita greiðandanum nánar tilgreindar upplýsingar á pappír eða öðrum varanlegum miðli, með skýrum og auðskiljanlegum hætti. Orðið gildisdagur er skilgreint í 7. gr. frumvarpsins.
    Í 2. mgr. er lagt til að heimilt verði að semja um það í rammasamningi að upplýsingar skv. 1. mgr. ákvæðisins skuli veittar eða gerðar aðgengilegar reglulega, a.m.k. einu sinni í mánuði, með einhverjum þeim hætti (nánar skilgreindum í rammasamningi) sem gerir greiðanda kleift að geyma eða kalla fram upplýsingarnar óbreyttar.

Um 46. gr.


    Lagt er til að 48. gr. tilskipunarinnar verði innleidd með ákvæði 46. gr. frumvarpsins, um upplýsingagjöf gagnvart viðtakanda greiðslu eftir framkvæmd einstakrar greiðslu sem fellur undir rammasamning. Greiðsluþjónustuveitandi skal tafarlaust veita viðtakandanum nánar tilgreindar upplýsingar á pappír eða öðrum varanlegum miðli, með skýrum og auðskiljanlegum hætti. Orðið gildisdagur er skilgreint í 7. gr. frumvarpsins.
    Í 2. mgr. er lagt til að heimilt verði að semja um það í rammasamningi að upplýsingar skv. 1. mgr. skuli veittar eða gerðar aðgengilegar reglulega, a.m.k. einu sinni í mánuði, með einhverjum þeim hætti (nánar skilgreindum í rammasamningi) sem gerir viðtakanda greiðslu kleift að geyma eða kalla fram upplýsingarnar óbreyttar.

Um IV. kafla.


    Lagt er til að bróðurpartur ákvæða 4. þáttar tilskipunar 2007/64/EB verði innleiddur í IV. kafla frumvarpsins, sem ber yfirskriftina réttindi og skyldur í tengslum við veitingu og notkun greiðsluþjónustu. Geymir kaflinn m.a. grundvallarreglur um framkvæmd greiðslu, hvenær greiðsla telst heimiluð og kveður á um skyldur notanda greiðsluþjónustu annars vegar og greiðsluþjónustuveitanda hins vegar í tengslum við notkun greiðslumiðla. Þá er fjallað um ábyrgð greiðanda og greiðsluþjónustuveitanda vegna óheimilaðra greiðslna o.fl.
    Líkt og áður greinir hefur ekki verið um auðugan garð að gresja í íslenskum rétti, að því er varðar reglur í settum lögum um þá starfsemi sem í frumvarpi þessu er skilgreind sem greiðsluþjónusta. Í tengslum við efnisákvæði IV. kafla frumvarpsins er rétt að minna á að viss fordæmi hafa skapast í málum sem kærð hafa verið til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, svo sem varðandi misnotkun á greiðslukortum.
    Áréttað skal að notandi greiðsluþjónustu verður að uppfylla skilyrði laga þessara um upplýsingagjöf gagnvart greiðsluþjónustuveitanda svo að tryggja megi rétta framkvæmd greiðslu og framkvæmd greiðslu innan þeirra tímamarka sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Sem dæmi má nefna að upplýsingar þurfa eftir atvikum að liggja fyrir um sérstakt kennimerki skv. 68. gr. frumvarpsins. Áður en greiðsla yrði dæmd of seint framkvæmd kæmu til að mynda kröfur laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka enn fremur til skoðunar.

Um 47. gr.


    Lagt er til að 52. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í ákvæði 47. gr. frumvarpsins, um gjaldtöku.
    Í 1. mgr. er lagt til að meginreglan verði sú að greiðsluþjónustuveitanda sé ekki heimilt að innheimta gjald af notendum greiðsluþjónustu vegna upplýsinga sem honum er skylt að veita samkvæmt ákvæðum frumvarpsins, eða vegna leiðréttingarráðstafana og fyrirbyggjandi ráðstafana skv. IV. kafla þess. Frumvarpið gerir hins vegar ráð fyrir undantekningum frá þeirri meginreglu. Í samræmi við 1. mgr. 51. gr. tilskipunarinnar er lagt til að 1. mgr. 47. gr. verði frávíkjanleg þegar notandi greiðsluþjónustu er ekki neytandi.
    Í 2. mgr. er lagt til að kveðið verði á um að viðtakandi greiðslu skuli bera kostnað af gjaldtöku greiðsluþjónustuveitanda hans vegna framkvæmdar greiðslu, og greiðandi sömuleiðis gagnvart sínum greiðsluþjónustuveitanda, ef í greiðslu felst enginn gjaldmiðilsumreikningur. Í 2. mgr. 32. gr. frumvarpsins er kveðið á um skyldu greiðsluþjónustuveitanda til upplýsingagjafar um gjaldtöku og gengi vegna þjónustu sem felur í sér gjaldmiðilsumreikning.
    Í 3. mgr. er lagt til að kveðið verði á um að viðtakanda greiðslu sé óheimilt að krefjast gjalds af greiðanda vegna notkunar tiltekins greiðslumiðils, umfram aðra. Hér yrði því nýtt valkvætt ákvæði 2. málsl. 2. mgr. 52. gr. tilskipunarinnar, sem samkvæmt orðanna hljóðan heimilar aðildarríkjum að banna eða takmarka rétt til að krefjast slíkra gjalda að teknu tilliti til nauðsynjar á að efla samkeppni og notkun skilvirkra greiðslumiðla. Málsgrein þessi er því, að mati frumvarpshöfunda, í samræmi við markmið Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins um rafrænt samfélag. Hafa verður í huga gildandi reglur um verðmerkingar og aðrar verðupplýsingar sem gera seljendum vöru og þjónustu m.a. skylt að birta endanlegt verð þar sem vara eða þjónusta er boðin til sölu. Með öðrum orðum er hætta á að reglur um verðmerkingar og verðupplýsingar yrði ekki í heiðri hafðar þar sem endanlegt verð til neytanda verður að vera án nokkurra viðbótarálaga. Það þýðir að söluaðili vöru eða þjónustu yrði að greina við verðmerkingu hvert væri hið endanlega verð óháð greiðslumiðli. Með því að nýta ekki hið valkvæða ákvæði tilskipunarinnar yrðu skilyrði sköpuð til samkeppni milli ólíkra tegunda greiðslumiðla. Líklegast er að samkeppni greiðslumiðla yrði á milli reiðufjár og greiðslukorta. Aukning reiðufjár í umferð hefur í för með sér kostnað við prentun seðla og myntsláttu og kann þar að auki að leiða til frekari skattundandráttar en ella. Vegna þess hve notkun greiðslukorta á Íslandi er víðtæk hafa skattyfirvöld eimitt nýtt sér greiðslukortaveltu rekstraraðila sem sterka vísbendingu við áætlun raunverulegrar veltu. Er um að ræða mikilvægar hagrænar upplýsingar fyrir skattyfirvöld. Kjósi neytendur reiðufé í auknum mæli sem greiðslumiðil er líklegt að erfiðara verði fyrir skattyfirvöld að áætla raunverulega veltu sem getur þá bæði verið of- eða vanáætluð eða jafnvel áætlun veltu ekki talin nægjanlega rökstudd með vísan til greiðslukortaveltu. Rafrænar greiðslur eru enn fremur í samræmi við markmið Evrópusambandsins, sbr. SEPA. Hvað viðvíkur samkeppni á milli greiðslumiðla þá er hætta á að í tilviki greiðslukorta muni neytandinn missa yfirsýn yfir hvaða greiðslukort séu honum hagstæðust í notkun á hverjum sölustað. Þjónustugjöldum vegna móttöku greiðslumiðla hefur nú þegar verið velt í verðlagið til neytenda, af hálfu söluaðila. Verður að teljast ólíklegt að söluaðilar muni við heimild til að innheimta kostnað lækka vöruverð sitt á sama tíma. Er því líklegt að þarna verðir til auknar álögur á neytendur bæði strax í kjölfar þess að heimild fæst og við vörukaup með greiðslumiðlum sem söluaðili vill leggja á viðbótargjald vegna notkunar þess. Frumvarpshöfundar telja það því í anda þeirra neytendahagsmuna sem tilskipun 2007/64/EB sem hér er verið að innleiða að með jákvæðum hætti verði lagt bann við þess konar álögum.

Um 48. gr.


    Lagt er til að ráðherra verði heimilt að kveða í reglugerð á um undanþágur og frávik frá reglum IV. kafla, um réttindi og skyldur í tengslum við veitingu og notkun greiðsluþjónustu, þegar smágreiðslumiðill (e. low-value payment instrument) í skilningi frumvarpsins er annars vegar. Gert er ráð fyrir sambærilegri heimild í 29. gr. frumvarpsins og vísast til umfjöllunar um 29. gr. hér að framan.
    Reglugerð skv. 48. gr. skal byggð á 53. gr. tilskipunar 2007/64/EB.

Um 49. gr.


    Lagt er til að 54. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 49. gr. frumvarpsins. Samkvæmt ákvæðinu telst greiðsla því aðeins heimiluð að greiðandi hafi veitt samþykki fyrir framkvæmd hennar, sbr. 1. mgr. Samþykki skal veitt með þeim hætti sem greiðandi og greiðsluþjónustuveitandi hans koma sér saman um, sbr. 2. mgr. Ef samþykki er ekki fyrir hendi telst greiðsla ekki hafa verið heimiluð.
    Í 3. mgr. er fjallað um afturköllun samþykkis. Ákvæði 61. gr. kveður nánar á um það tímamark og aðstæður sem samþykki fyrir framkvæmd greiðslu verður óafturkallanlegt. Þessi málsgrein er frávíkjanleg þegar notandi greiðsluþjónustu er ekki neytandi, líkt og 1. mgr. 51. gr. tilskipunarinnar gerir ráð fyrir.

Um 50. gr.


    Lagt er til að 55. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 50. gr. frumvarpsins, um takmarkanir á notkun greiðslumiðils.
    Í 1. mgr. er lagt til að í þeim tilvikum að notkun greiðslumiðils felur í sér samþykki fyrir framkvæmd greiðslu (sbr. 49. gr.), svo sem notkun greiðslukorta, geti greiðandi og greiðsluþjónustuveitandi komið sér saman um hámarksúttektarheimild vegna greiðslna sem framkvæmdar eru með greiðslumiðlinum. Í tilviki greiðslukorta væri um að ræða úttektarheimild hjá útgefendum.
    Í 2. mgr. er lagt til að greiðsluþjónustuveitandi geti í rammasamningi áskilið sér rétt til að stöðva notkun greiðslumiðils vegna öryggis, sviksamlegrar notkunar eða þegar verulegar líkur eru á að greiðandi kunni að vera ófær um að uppfylla greiðsluskyldu sína. Slíkur áskilnaður er bundinn því skilyrði að beiting stöðvunarréttarins grundvallist á áðurgreindum ástæðum og að hugsanlegt tilefni stöðvunar sé metið á hlutlægan hátt. Frumvarpið gerir því ráð fyrir að ákvörðun um að stöðva notkun greiðslumiðils megi ekki byggjast á ómálefnalegum ástæðum, sbr. 2. mgr. 55. gr. tilskipunarinnar.
    Í 3. mgr. er gert ráð fyrir tilkynningarskyldu gagnvart greiðanda um stöðvun á notkun greiðslumiðils og ástæður fyrir henni, svo fremi að löggjöf geri ekki ráð fyrir öðru. Við beitingu þessa ákvæðis kemur löggjöf sem af öryggisástæðum kann að takmarka miðlun upplýsinga helst til álita, t.d. refsilöggjöf og lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tilkynna ber um stöðvun fyrir fram ef það er framkvæmanlegt, en ella í síðasta lagi tafarlaust í kjölfar stöðvunar. Gera verður ráð fyrir að notandi greiðsluþjónustu hafi hagsmuni af því að fá sem fyrst upplýsingar um stöðvun á notkun greiðslumiðils, líkt og greiðsluþjónustuveitandi, þegar t.d. grunur leikur á stuldi á greiðslukortanúmerum eða misnotkun greiðslumiðils með öðrum hætti.
    Í 4. mgr. er lagt til að greiðsluþjónustuveitanda verði skylt að opna fyrir notkun greiðslumiðils að nýju, sem notkun hefur verið stöðvuð á, eða að afhenda nýjan greiðslumiðil í stað þess fyrri þegar ástæður fyrir stöðvun notkunar eru ekki lengur fyrir hendi.

Um 51. gr.


    Lagt er til að 56. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 51. gr. frumvarpsins, um skyldur notanda greiðsluþjónustu í tengslum við greiðslumiðil.
    Notandanum ber að nota greiðslumiðil í samræmi við skilmála um útgáfu og notkun hans, sbr. 1. mgr. Þá er í 2. mgr. lagt til að sett verði varúðarregla gagnvart notanda greiðsluþjónustu, um að hann geri nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja persónubundna öryggisþætti greiðslumiðils síns, þ.e. að þeir komist ekki í hendur annarra aðila. Árétta ber að varúðarreglan á við um persónubundna öryggisþætti greiðslumiðils (e. personalised security features), en ekki greiðslumiðilinn sjálfan, þ.e. t.d. PIN-númer á greiðslukortum. Með nauðsynlegum ráðstöfunum er átt við aðgerðir af hálfu notandans sem réttmætt má telja að gera kröfu til af hans hálfu.
    Í því skyni að draga úr áhættu og afleiðingum af óheimiluðum greiðslum er í 3. mgr. gert ráð fyrir að notandi greiðsluþjónustu tilkynni greiðsluþjónustuveitanda án tafar um það verði hann var við tap eða þjófnað á greiðslumiðli eða misnotkun.

Um 52. gr.


    Lagt er til að 57. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 52. gr. frumvarpsins, um skyldur greiðsluþjónustuveitanda í tengslum við greiðslumiðil. Ákvæðið þarfnast ekki nánari skýringa, en árétta ber að skv. 3. mgr. er gert ráð fyrir að greiðsluþjónustuveitandi beri alla áhættu af sendingu greiðslumiðils og hvers kyns persónubundnum öryggisþáttum greiðslumiðils til greiðanda. Jafnframt er vakin athygli á skyldu greiðsluþjónustuveitanda til að sjá notanda greiðsluþjónustu fyrir úrræðum til að sanna að sá síðarnefndi hafi komið tilkynningu skv. 3. mgr. 51. gr. frumvarpsins á framfæri í 18 mánuði, sbr. 4. mgr.

Um 53. gr.


    Lagt er til að 58. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 53. gr. frumvarpsins. Ákvæðið felur í sér að gerð er sú krafa til notanda greiðsluþjónustu að hann tilkynni greiðsluþjónustuveitanda án óþarfa tafar um það verði hann var við óheimilaða eða ranglega framkvæmda greiðslu og eigi síðar en 13 mánuðum eftir dagsetningu eignfærslu. Þetta á þó ekki við ef greiðsluþjónustuveitandi hefur vanrækt upplýsingaskyldu sína skv. III. kafla gagnvart notandanum.
    Uppfylli notandi ekki tilkynningarskyldu skv. 1. málsl. 1. mgr. kann hann að tapa rétti gagnvart greiðsluþjónustuveitanda vegna óheimilaðra eða rangt framkvæmdra greiðslna.
    Þó svo að ákvæðið geri ráð fyrir allt að 13 mánaða tilkynningarfresti getur notandi greiðsluþjónustu með tómlæti sínu fyrirgert rétti til leiðréttingar færslu, sbr. að grundvallarkrafan skv. 1. mgr. er að tilkynningarskyldu sé sinnt án óþarfa tafar. Hafi notandi t.d. móttekið greiðsluyfirlit frá greiðsluþjónustuveitanda eða haft aðgang að því í gegnum netbanka kann hann að fyrirgera 13 mánaða frestinum, enda yrði almennt litið svo á að hann hefði ekki tilkynnt um óheimilaða eða ranglega framkvæmda greiðslu án óþarfa tafar, nema hann geti sýnt fram á að greiðsluþjónustuveitandinn hafi ekki veitt honum nauðsynlegar upplýsingar svo að hann gæti uppgötvað hina ranglega framkvæmdu greiðslu. Upplýsingar í netbanka um greiðslu kunna til að mynda að hafa verið rangar.
    Tímafrestur getur skv. 2. mgr. verið umsemjanlegur milli greiðsluþjónustuveitanda og notanda greiðsluþjónustu sem ekki er neytandi, sbr. síðasta málslið 1. mgr. 51. gr. tilskipunarinnar.
    

Um 54. gr.


    Lagt er til að 59. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 54. gr. frumvarpsins. Ákvæðið snýr að sannvottun vegna framkvæmdar greiðslu eða sönnunarbyrði um notkun greiðslumiðils, í þeim tilvikum þegar notandi greiðsluþjónustu neitar að hann hafi heimilað framkvæmd greiðslu. Í 1. mgr. segir að ef notandi greiðsluþjónustu neitar að hann hafi heimilað greiðslu eða heldur því fram að greiðsla hafi ekki verið réttilega framkvæmd skal greiðsluþjónustuveitandi hans sanna að framkvæmd greiðslu hafi verið án ágalla. Greiðsla er m.a. haldin ágalla í skilningi ákvæðisins ef hún hefur ekki verið nákvæmlega skráð, ekki verið færð í reikningshald eða ef tæknileg bilun hefur haft áhrif á hana. Greiðsluþjónustuveitandanum ber að sýna fram á að hann hafi framkvæmt sannvottun í tengslum við framkvæmd greiðslu, en sannvottun er skilgreind í 7. gr. frumvarpsins, þ.e. aðferð sem gerir greiðsluþjónustuveitandanum kleift að sannreyna notkun tiltekins greiðslumiðils, þ.m.t. persónubundnar öryggisráðstafanir. Sönnunin snýst því að þessu leyti um að ganga t.d. úr skugga um að rétt PIN-númer hafi verið notað í ferlinu við framkvæmd greiðslu, ef við á.
    Í 2. mgr. er sérstaklega tiltekið að ef notandi greiðsluþjónustu neitar að hafa heimilað framkvæmd greiðslu er sú staðreynd að greiðslumiðill var notaður ekki endilega fullnægjandi, ein og sér, til sönnunar því að greiðandi hafi annaðhvort heimilað greiðsluna eða af ásetningi eða stórfelldu gáleysi látið ógert að uppfylla skyldur skv. 51. gr. frumvarpsins. Af þessu leiðir að við mat á þætti notanda greiðsluþjónustu við framkvæmd greiðslu hverju sinni skal litið til annarra atvika.
    Í 3. mgr. er gert ráð fyrir að ákvæðið verði frávíkjanlegt þegar notandi greiðsluþjónustu er ekki neytandi, sbr. 1. mgr. 51. gr. tilskipunarinnar.

Um 55. gr.


    Lag er til að 60. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 55. gr. frumvarpsins. Lagt er til að greiðsluþjónustuveitandi skuli endurgreiða greiðanda fjárhæð óheimilaðrar greiðslu og ef við á bakfæra eignfærslu á greiðslureikninginn til sömu stöðu og hann hefði verið ef óheimilaða greiðslan hefði ekki átt sér stað. Gengið er út frá því í ákvæðinu að skilyrðum 53. gr. frumvarpsins hafi verið fullnægt, svo og annarra ákvæða IV. kafla sem við kunna að eiga.
    Í 2. mgr. er um innleiðingu á 3. mgr. 53. gr. tilskipunarinnar að ræða. Það mælir fyrir um að ákvæðið skuli gilda um rafeyri, nema greiðsluþjónustuveitandi greiðanda hafi ekki getu til að frysta greiðslureikninginn eða loka.

Um 56. gr.


    Lagt er til að 61. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 56. gr. frumvarpsins, um bótaábyrgð greiðanda vegna óheimilaðrar greiðslu. Það athugast að skv. 6. mgr. er ákvæðið frávíkjanlegt þegar notandi greiðsluþjónustu er ekki neytandi, sbr. 1. mgr. 51. gr. tilskipunarinnar.
    Í 1. mgr. er lagt til að sjálfsábyrgð greiðanda á tapi vegna óheimilaðra greiðslna sem rekja má til notkunar á týndum eða stolnum greiðslumiðli, eða stafar af óréttmætri nýtingu greiðslumiðils sem leiðir af því að greiðandi hefur ekki uppfyllt skyldu sína til að tryggja persónubundna öryggisþætti greiðslumiðilsins með aðgerðum sem réttmætt má telja að gera kröfu til af hans hálfu, sbr. 2. mgr. 51. gr., skuli nema allt að jafnvirði 150 evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni. Orðalagið kemur ekki í veg fyrir að kveðið sé á um lægri fjárhæð sjálfsábyrgðar í skilmálum um notkun greiðslumiðils. Enn fremur athugast að í 3. mgr. er gert ráð fyrir að lækka megi ábyrgð greiðanda skv. 1. mgr. ef aðstæður gefa tilefni til, þ.e. einkum að teknu tilliti til eðlis persónubundinna öryggisþátta greiðslumiðils og málsatvika þegar greiðslumiðill týndist, var stolið eða var nýttur með óréttmætum hætti.
    Í 2. mgr. er lagt til að greiðandi skuli bera allt tap sem rekja má til óheimilaðra greiðslna, hafi hann sjálfur stofnað til þeirra með sviksamlegum hætti eða hann af ásetningi eða stórfelldu gáleysi látið ógert að uppfylla skyldur sínar skv. 51. gr. Hið sama á við um 1. og 2. mgr.; í 3. mgr. er gert ráð fyrir að ef aðstæður gefa tilefni til (einkum að teknu tilliti til eðlis persónubundinna þátta greiðslumiðils og málsatvika þegar greiðslumiðill týndist, var stolið eða var nýttur með óréttmætum hætti) skuli virða þær til lækkunar bótaskyldu greiðanda.
    Í 3. mgr. er gert ráð fyrir að nýtt verði valkvætt ákvæði 3. mgr. 61. gr. tilskipunarinnar. Til þessa ákvæðis frumvarpsins er vitnað til í umfjöllun um 1. og 2. mgr. hér að framan. Gera má ráð fyrir að fordæmi úrskurðarnefndar og dómstóla skapist fljótt um framkvæmd ákvæðisins og þykir heppilegt að svigrúm sé til lækkunar bótaskyldu greiðanda vegna óheimilaðra greiðslna, gefi kringumstæður tilefni til. Í þessu ákvæði felst mikilvæg neytendavernd.
    Í 4. mgr. er lagt til að hafi greiðandi fullnægt tilkynningarskyldu sinni skv. 3. mgr. 51. gr. frumvarpsins skuli hann ekki bera tjón sem til verður vegna notkunar greiðslumiðilsins eftir að slík tilkynning var send greiðsluþjónustuveitanda. Þetta á þó ekki við ef greiðandinn hefur sýnt af sér sviksamlega háttsemi.
    Í 5. mgr. er einnig gert ráð fyrir skaðleysi greiðanda vegna notkunar greiðslumiðils sem hefur týnst, verið stolið eða verið notaður með óréttmætum hætti, þ.e. í þeim tilvikum sem greiðsluþjónustuveitandi hefur ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna tilkynningarskyldu notanda greiðsluþjónustu við slíkar aðstæður, í samræmi við önnu ákvæði frumvarpsins. Þetta á þó ekki við ef greiðandinn hefur sýnt af sér sviksamlega háttsemi.
    Þegar hefur verið vikið að 6. mgr. ákvæðisins hér að framan og í 7. mgr. er um innleiðingu á 3. mgr. 53. gr. tilskipunarinnar að ræða sem ekki þarfnast nánari skýringa (vísast til umfjöllunar hér að framan um 2. mgr. 55. gr. frumvarpsins).

Um 57. gr.


    Lagt er til að 62. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 57. gr. frumvarpsins. Ákvæðið lýtur að rétti greiðanda til endurgreiðslu frá greiðsluþjónustuveitanda sínum vegna heimilaðra greiðslna sem viðtakandi hefur átt frumkvæði að eða haft milligöngu um. Endurgreiðsla tekur til allrar fjárhæðar greiðslunnar sem var framkvæmd. Ákvæðið leggur tilteknar skyldur á herðar greiðsluþjónustuveitendum, við framkvæmd slíkra greiðslna. Ljóst má vera að vanda þarf til verka við smíði rammasamninga og verklags við framkvæmd greiðsluþjónustu þegar um greiðslur sem viðtakandi á frumkvæði að eða hefur milligöngu um er að ræða.
    Vakin er athygli á að orðin beingreiðslna og viðmiðunargengi eru skilgreind í 7. gr. frumvarpsins.
    Í 6. mgr. er lagt til að 1.–4. mgr. séu frávíkjanlegar þegar notandi greiðsluþjónustu er ekki neytandi, sbr. 1. mgr. 51. gr. tilskipunarinnar. Hins vegar er gert ráð fyrir að 5. mgr. sé umsemjanleg, hvort sem notandi greiðsluþjónustu er neytandi eður ei, sbr. 3. mgr. 62. gr. tilskipunarinnar.

Um 58. gr.


    Lagt er til að 63. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 58. gr. frumvarpsins. Ákvæðið geymir reglur um meðferð beiðna um endurgreiðslu skv. 57. gr., þ.m.t. um frest greiðanda til að leggja fram slíka beiðni og afgreiðslufrest greiðsluþjónustuveitanda.
    Í 1. mgr. er lagt til að greiðandi fái átta vikna frest frá þeim degi þegar fjármunir voru skuldfærðir til að óska eftir endurgreiðslu í samræmi við 57. gr. á greiðslu sem heimiluð var að frumkvæði eða fyrir milligöngu viðtakanda greiðslu.
    Í 2. mgr. er lagt til að afgreiðslufrestur beiðna um endurgreiðslu verði tíu viðskiptadagar. Greiðsluþjónustuveitandi annaðhvort framkvæmi endurgreiðslu í samræmi við kröfu greiðanda ellegar rökstyðji synjun á endurgreiðslu. Ef endurgreiðslu er hafnað skal greiðandi sérstaklega upplýstur um mögulegar leiðir til málskots. Orðið viðskiptadagur er skilgreint í 7. gr. frumvarpsins.
    Í 3. mgr. er gert ráð fyrir að synjunarréttur greiðsluþjónustuveitanda skv. 2. mgr. gildi ekki að því er varðar beingreiðslur ef samið hefur verið um það í rammasamningi um greiðsluþjónustu að greiðandi eigi rétt á endurgreiðslu frá greiðsluþjónustuveitanda þrátt fyrir að skilyrði 1. mgr. 57. gr. séu ekki uppfyllt. Hér er um innleiðingu á 2. málsl. 2. mgr. 63. gr. tilskipunarinnar að ræða.
    Í 4. mgr. er gert ráð fyrir að ákvæði 1.–3. mgr. séu frávíkjanleg þegar notandi greiðsluþjónustu er ekki neytandi, sbr. 1. mgr. 51. gr. tilskipunarinnar.

Um 59. gr.


    Lagt er til að 64. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 59. gr. frumvarpsins, um viðtöku greiðslufyrirmæla.
    Í 1. mgr. er lagt til að viðtökutími greiðslufyrirmæla sé skilgreindur sem sá tími þegar greiðslufyrirmæli berast greiðsluþjónustuveitanda greiðanda og er það óháð því hvort greiðandinn gefur greiðslufyrirmælin beint til síns greiðsluþjónustuveitanda eða hvort greiðandinn gefur greiðslufyrirmælin óbeint með milligöngu viðtakanda greiðslu (t.d. greiðsla með greiðslukorti á sölustað). Einnig er mælt fyrir um heimild til handa greiðsluþjónustuveitanda til að fastsetja lokunartíma nálægt lokum viðskiptadags og skulu þá greiðslufyrirmæli, sem hann tekur við eftir það, teljast til næsta viðskiptadags á eftir. Orðið viðskiptadagur er skilgreint í 7. gr. frumvarpsins.
    Í 2. mgr. er lagt til að ef fyrir er að fara samningi milli annars vegar notanda greiðsluþjónustu sem gefur greiðslufyrirmæli (beint eða óbeint, sbr. 1. mgr.) og hins vegar greiðsluþjónustuveitanda hans um að framkvæmd greiðslufyrirmælanna skuli hefjast við tiltekin atvik telst viðtökutíminn í skilningi 64. gr., vera dagurinn sem samið var um. Hin tilteknu atvik geta verið tilgreindur dagur, við lok tiltekins tímabils eða þann dag sem greiðandi hefur lagt inn fjármuni til ráðstöfunar fyrir greiðsluþjónustuveitanda hans. Hér er um sérreglu að ræða að því er varðar framkvæmdartíma greiðslufyrirmæla.
    Ákvæði 3. mgr. lýtur að þeim aðstæðum þegar viðtökutími skv. 1. mgr. eða sá dagur sem samið hefur verið um skv. 2. mgr. er ekki á viðskiptadegi, í skilningi laganna. Þá skal litið svo á að greiðsluþjónustuveitandi greiðanda hafi tekið við greiðslufyrirmælunum næsta viðskiptadag á eftir.

Um 60. gr.


    Lagt er til að 65. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 60. gr. frumvarpsins, um þær aðstæður þegar greiðsluþjónustuveitandi synjar um framkvæmd greiðslufyrirmæla, þ.e. hvenær heimild er til slíkrar synjunar, hvernig tilkynningu til notanda greiðsluþjónustu um synjunina skal háttað o.fl.
    Í 1. mgr. er kveðið á um að óheimilt sé að neita notanda um framkvæmd greiðslufyrirmæla ef öll skilyrði rammasamnings um greiðsluþjónustu eru uppfyllt, hvort sem greiðandi eða viðtakandi greiðslu á frumkvæði að þeim. Í rammasamningi kann til að mynda að vera kveðið á um að næg innstæða á greiðslureikningi sé forsenda fyrir framkvæmd greiðslu. Bann við neitun um framkvæmd greiðslufyrirmæla gildir þó ekki ef önnur ákvæði í löggjöf eiga við. T.d. kunna fjármunir á greiðslureikningi að vera greiðanda óaðgengilegir vegna dómsúrskurðar, svo sem á grundvelli ákvæða laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, um hald á munum, eða vegna kyrrsetningar samkvæmt lögum nr. 31/1990. Þá kann skylda til að forðast viðskipti skv. 18. gr. laga nr. 64/2006, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, jafnframt að koma til skoðunar í þessu samhengi.
    Í þeim tilvikum sem lög um greiðsluþjónustu, og eftir atvikum önnur lög, gera ráð fyrir að heimilt sé að neita um framkvæmd greiðslufyrirmæla skal notanda greiðsluþjónustu tilkynnt um synjunina í samræmi við 2. og 3. mgr.
    Í 4. mgr. er gert ráð fyrir að líta skuli á greiðslufyrirmæli sem synjað hefur verið um framkvæmd á eins og ekki hafið verið tekið við þeim.

Um 61. gr.


    Lagt er til að 66. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 61. gr. frumvarpsins. Notanda verði ekki heimilt að afturkalla greiðslufyrirmæli þegar greiðsluþjónustuveitandi hefur tekið við þeim nema 2.–6. mgr. ákvæðisins eigi við og eru skilyrði afturköllunar skilgreind með ólíkum hætti eftir aðstæðum.
    Ákvæði 2. og 3. mgr. eiga við þegar viðtakandi greiðslu á frumkvæði að eða hefur milligöngu um greiðslu. Í síðarnefndri málsgrein er að finna sérreglu að því er varðar beingreiðslur, hvað sem líður mögulegum endurkröfuréttindum, en orðið beingreiðsla er skilgreint í 7. gr. frumvarpsins.
    Ákvæði 4. mgr. á við í því tilviki sem um getur í 2. mgr. 59. gr., þ.e. þegar samið hefur verið um að framkvæmd greiðslufyrirmæla skuli hefjast á tilgreindum degi, við lok tiltekins tímabils eða þann dag sem fjármunir hafa verið lagðir til ráðstöfunar hjá greiðsluþjónustuveitanda.
    Eftir tímamörkin sem skilgreind eru í 1.–4. mgr. er aðeins unnt að afturkalla greiðslufyrirmæli ef aðilar semja um það, sbr. 5. mgr. Í rammasamningi má kveða á um heimild til gjaldtöku vegna afturköllunar greiðslufyrirmæla samkvæmt þessari málsgrein.
    Loks athugast að 1.–5. mgr. eru frávíkjanlegar þegar notandi greiðsluþjónustu er ekki neytandi, sbr. 1. mgr. 51. gr. tilskipunarinnar.

Um 62. gr.


    Lagt er til að 67. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 62. gr. frumvarpsins.
    Í 1. mgr. er gert ráð fyrir að meginreglan verði sú að greiðslur skuli millifærðar óskertar; gjöld skuli ekki dregin frá millifærðri fjárhæð. Þetta á við um allan feril greiðslu, þ.e. greiðsluþjónustuveitanda greiðanda, greiðsluþjónustuveitanda viðtakanda og mögulega milliliði þeirra.
    Þó er í 2. mgr. gert ráð fyrir að viðtakandi greiðslu og greiðsluþjónustuveitandi hans geti samið um að hinn síðarnefndi dragi gjöld sín vegna greiðsluþjónustunnar frá millifærðri fjárhæð áður en hún er eignfærð á viðtakandann. Semji aðilar með fyrrgreindum hætti skal öll fjárhæð greiðslunnar aðskilin frá gjöldunum í þeim upplýsingum sem viðtakanda greiðslu eru veittar skv. III. kafla frumvarpsins. Eingöngu er heimilt að draga frá umsamin gjöld vegna greiðsluþjónustunnar en ekki vegna t.d. annarra viðskipta aðila, sbr. 40. tölul. formála tilskipunarinnar.
    Í 3. mgr. er lagt til að ef atvik eru með þeim hætti að einhver önnur gjöld en þau sem um getur í 2. mgr. eru dregin frá millifærðri fjárhæð skuli greiðsluþjónustuveitandi greiðanda sjá til þess að viðtakandi greiðslu fái alla fjárhæð greiðslunnar sem greiðandi á frumkvæði að. Í tilvikum þar sem viðtakandi greiðslu á frumkvæði að eða hefur milligöngu um greiðslu skal greiðsluþjónustuveitandi hans tryggja að viðtakandinn fái óskerta fjárhæð greiðslunnar. Með ákvæðinu er ábyrgð því lögð á herðar greiðsluþjónustuveitendum um að meginregla 1. mgr. sé virt í framkvæmd.

Um 63. gr.


    Um gildissvið C-hluta IV. kafla frumvarpsins fer samkvæmt síðari málslið 3. mgr. 1. gr. Rétt þykir, samhengisins vegna, að minna á þessa sérreglu í sérákvæði. Vísast að öðru leyti til 1. og 2. gr. um gildissvið.

Um 64. gr.


    Lagt er til að 69. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 64. gr. frumvarpsins, um greiðslu á greiðslureikning.
    Í 1. mgr. er lagt til að frá viðtökutíma þeim sem tilgreindur er í 59. gr. skuli greiðsluþjónustuveitandi tryggja að fjárhæð greiðslu sé eignfærð á reikning greiðsluþjónustuveitanda viðtakanda, í síðasta lagi í lok næsta viðskiptadags. Í samræmi við 2. málsl. 1. mgr. 69. gr. tilskipunarinnar er lagt til að í bráðabirgðaákvæði II verði kveðið á um að fram til 1. janúar 2012 geti greiðandi og greiðsluþjónustuveitandi hans samið um lengri frest en um getur í 1. mgr. 64. gr. frumvarpsins. Þó má slíkur frestur ekki vera lengri en þrír viðskiptadagar. Þegar um ræðir greiðslur sem eru á pappírsgrundvelli (e. paper initiated payment transactions) má þó lengja fyrrgreind freststímabil um einn viðskiptadag.
    Í 2. mgr. er gert ráð fyrir að greiðsluþjónustuveitanda viðtakanda beri eftir viðtöku fjármuna að setja gildisdag á greiðslu og leggja fjárhæð hennar til ráðstöfunar viðtakanda á greiðslureikning hans í samræmi við 67. gr.
    Ákvæði 3. mgr. er sérákvæði sem gildir um greiðslur sem viðtakandinn hefur milligöngu um (t.d. greiðsla með greiðslukorti á sölustað) og greiðslur sem viðtakandinn á frumkvæði að (t.d. beingreiðslur). Að því er færsluhirðingu varðar getur hér einungis verið um að ræða samning milli söluaðila og færsluhirðis. Samkvæmt skýringum framkvæmdastjórnar ESB um færsluhirðingu skulu greiðsluþjónustuveitandi og söluaðili semja sín á milli um tímafrest sendingar greiðslufyrirmæla til útgefanda. Viðtökudagur greiðslufyrirmæla skv. 59. gr. frumvarpsins er þá hinn umsamdi dagur og á þeim degi má í fyrsta lagi skuldfæra reikning greiðanda. Um það hvenær greiðsluþjónustuveitandi viðtakanda (færsluhirðir) greiðir viðtakanda (söluaðila) uppgjör inn á greiðslureikning hans er hins vegar fjallað í 2. mgr. þessarar greinar og 67. gr. frumvarpsins. Skv. 8. tölul. 2. gr. frumvarpsins fellur færsluvísing (e. clearing) og uppgjör (e. settlement) milli útgefanda og færsluhirðis utan gildissviðs laga um greiðsluþjónustu. Að því er beingreiðslur varðar skulu viðtakandi og greiðsluþjónustuveitandi hans semja um tímafrest sendingar greiðslufyrirmæla til útgefanda, til þess að uppgjör eigi sér stað á þeim gjalddaga sem greiðandinn og viðtakandi greiðslu hafa komið sér saman um. Greiðsluþjónustuveitandi viðtakanda verður að treysta á þann gjalddaga sem viðtakandinn ákveður, vegna þess að gjalddaginn er ákveðinn með samningi milli greiðanda og viðtakanda. Viðtökudagur greiðslufyrirmæla skv. 59. gr. verður hinn umsamdi gjalddagi og á þeim degi má í fyrsta lagi skuldfæra reikning greiðanda.
    Orðin beingreiðsla og viðskiptadagur eru skilgreind í 7. gr. frumvarpsins.

Um 65. gr.


    Lagt er til að 70. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 65. gr. frumvarpsins. Ákvæðið á við þegar viðtakandi greiðslu er ekki með greiðslureikning hjá greiðsluþjónustuveitanda og mælir fyrir um að fjármunir skuli hafðir aðgengilegir til ráðstöfunar fyrir viðtakandann innan þess frests sem tilgreindur er í 64. gr.

Um 66. gr.


    Lagt er til að 71. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 66. gr. frumvarpsins, en þó þannig að valkvætt ákvæði 72. gr. tilskipunarinnar verði nýtt. Ákvæðið á við þegar reiðufé er lagt inn á greiðslureikning. Leggi notandi greiðsluþjónustu, hvort sem hann er neytandi eða ekki, reiðufé inn á greiðslureikning í gjaldmiðli reikningsins skal greiðsluþjónustuveitandi tryggja að fjárhæðin sé til ráðstöfunar og gildisdagsett tafarlaust eftir skráða viðtöku fjármunanna. Í 71. gr. tilskipunarinnar er gert ráð fyrir að gagnvart öðrum notendum greiðsluþjónustu en neytendum verði frestur til að tryggja að fjárhæð sé til ráðstöfunar notandanum og gildisdagsett í síðasta lagi næsta viðskiptadag eftir viðtöku fjármunanna. Skv. 72. gr. tilskipunarinnar er heimilt að kveða á um strangari tímafresti en 71. gr. gerir ráð fyrir og er líkt og áður greinir gert ráð fyrir að sú heimild verði nýtt, enda tæknilegt umhverfi með þeim hætti á Íslandi að slíkt er framkvæmanlegt. Orðin gildisdagur og viðskiptadagur eru skilgreind í 7. gr. frumvarpsins.

Um 67. gr.


    Lagt er til að 73. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 67. gr. frumvarpsins.
    Í 1. málsl. 1. mgr. er gildisdagur eignfærslu á greiðslureikning viðtakanda skilgreindur og telst hann vera eigi síðar en þann viðskiptadag þegar fjárhæð greiðslunnar er eignfærð á reikning greiðsluþjónustuveitanda viðtakanda. Í 2. málsl. 1. mgr. er kveðið á um að greiðsluþjónustuveitandi viðtakanda greiðslu skuli tryggja að fjárhæð greiðslunnar sé viðtakanda til ráðstöfunar þegar í stað eftir að hún hefur verið eignfærð á reikning greiðsluþjónustuveitanda viðtakanda. Greiðslureikningur er skilgreindur í 7. gr. frumvarpsins.
    Í 2. mgr. er gildisdagur skuldfærslu á greiðslureikning greiðanda skilgreindur og telst hann vera eigi fyrr en sá tímapunktur þegar fjárhæð greiðslunnar er skuldfærð á greiðslureikning greiðanda hjá greiðsluþjónustuveitanda. Hefur hún í för með sér að ekki má hætta að greiða vexti af innstæðu á greiðslureikningi hans fyrr en á þeim tímapunkti sem greiðsla er raunverulega framkvæmd af reikningi hans.
    Orðin gildisdagur og viðskiptadagur eru skilgreind í 7. gr. frumvarpsins.

Um 68. gr.


    Lagt er til að 74. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 68. gr. frumvarpsins. Ákvæðið á við þegar greiðsluþjónustuveitandi hefur úthlutað notanda greiðsluþjónustu sérstöku kennimerki, sem tilgreina skal vegna framkvæmdar greiðslu, til að unnt sé að bera ótvíræð kennsl á notandann og/eða greiðslureikning hans. Sérstakt kennimerki er samsett úr bókstöfum, tölustöfum og/eða táknum, sbr. orðskýring í 7. gr. frumvarpsins.
    Samkvæmt 1. mgr. skulu greiðslufyrirmæli teljast hafa verið framkvæmd réttilega að því er varðar þann viðtakanda greiðslu sem tilgreindur er með tilteknu sérstöku kennimerki sem greiðslufyrirmæli eru framkvæmd í samræmi við.
    Leggi notandi greiðsluþjónustu fram rangt sérstakt kennimerki og framkvæmd greiðslu á af þeim sökum sér ekki stað eða er gölluð gerir 2. mgr. ekki ráð fyrir ábyrgð greiðsluþjónustuveitanda skv. 69. gr. Þó ber greiðsluþjónustuveitanda að gera ráðstafanir til aðstoðar greiðanda, eftir því sem mögulegt er, um endurheimtu þeirra fjármuna sem greiðsla fól í sér. Semja má um gjaldtöku fyrir slíka aðstoð í rammasamningi; ef það er ekki gert, er slík gjaldtaka óheimil.
    Í 3. mgr. er lagt til að kveðið verði á um að ef notandi greiðsluþjónustu veitir upplýsingar til viðbótar þeim sem hann þarf samkvæmt frumvarpinu að gefa upp til að greiðslufyrirmæli verði framkvæmd á réttan hátt skuli greiðsluþjónustuveitandi aðeins vera ábyrgur vegna framkvæmdar greiðslunnar í samræmi við sérstaka kennimerkið sem notandi greiðsluþjónustunnar leggur fram. Markmið ákvæðisins er að skera úr um réttarstöðu greiðsluþjónustuveitanda þegar um mótsagnakenndar upplýsingar er að ræða frá notanda.
    

Um 69. gr.


    Lagt er til að 75. gr. verði innleidd í 69. gr. frumvarpsins, um þau tilvik þegar framkvæmd greiðslu á sér ekki stað eða er gölluð. Það athugast að skv. 9. mgr. ákvæðisins eru 1.–8. mgr. þess frávíkjanlegar þegar notandi greiðsluþjónustu er ekki neytandi, sbr. 1. mgr. 51. gr. tilskipunarinnar.
    Ákvæði 1.–4. mgr. eiga við þegar greiðandi gefur greiðslufyrirmæli. Ákvæðin gilda þó með fyrirvara um 53. gr. (notandi greiðsluþjónustu hafi fullnægt tilkynningarskyldu sinni um óheimilaða eða ranglega framkvæmda greiðslu), 2.–3. mgr. 68. gr. (ef sérstakt kennimerki sem notandi greiðsluþjónustu leggur fram er rangt er greiðsluþjónustuveitandi ekki ábyrgur) og 72. gr. (force majeure ákvæði á ekki við).
    Meginreglan er tilgreind í 1. málsl. 1. mgr., en hún er sú að greiðsluþjónustuveitandi greiðanda ber ábyrgð gagnvart greiðanda á því að greiðsla verði réttilega framkvæmd, þ.e. í samræmi við greiðslufyrirmæli hans. Ef greiðsluþjónustuveitandi greiðandans getur hins vegar sannað að greiðsluþjónustuveitandi viðtakanda hafi tekið við hlutaðeigandi greiðslu í samræmi við 1. mgr. 64. gr. frumvarpsins yfirfærist áhættan af réttri framkvæmd greiðslu yfir á greiðsluþjónustuveitanda viðtakandans. Ábyrgð hans á réttri framkvæmd greiðslu er gagnvart viðtakanda greiðslunnar.
    Ef greiðsluþjónustuveitandi greiðanda er ábyrgur skv. 1. mgr. skal hann skv. 2. mgr. endurgreiða greiðanda fjárhæð óframkvæmdrar eða gallaðrar greiðslu án óþarfa tafar og, ef við á, færa skuldfærðan greiðslureikning í þá stöðu sem hann hefði verið í ef gallaða greiðslan hefði ekki átt sér stað.
    Ef greiðsluþjónustuveitandi viðtakanda greiðslu er ábyrgur skv. 1. mgr. skal hann skv. 3. mgr. þegar í stað setja fjárhæð greiðslunnar til ráðstöfunar viðtakanda greiðslu og, ef við á, eignfæra samsvarandi fjárhæð á greiðslureikning viðtakanda greiðslu.
    Í 4. mgr. er lagt til að lögð verði sú skylda á herðar greiðsluþjónustuveitanda greiðanda að gera þegar í stað ráðstafanir til að rekja óframkvæmda greiðslu eða gallaða framkvæmd greiðslu ef greiðandi æskir þess, án tillits til þess hver ber ábyrgð skv. 1. mgr., og skal hann tilkynna greiðanda um niðurstöðuna.
    Ákvæði 5.–8. mgr. eiga við þegar viðtakandi greiðslu gefur greiðslufyrirmælin eða hefur milligöngu um að þau eru gefin. Skv. 5. mgr. skal greiðsluþjónustuveitandi viðtakanda bera ábyrgð á því gagnvart viðtakandanum að greiðslufyrirmælin verði réttilega send greiðsluþjónustuveitanda greiðanda, sbr. 3. mgr. 64. gr. frumvarpsins. Skulu greiðslufyrirmælin send tafarlaust, eða eftir atvikum endursend. Skv. 5. mgr. er greiðsluþjónustuveitandi viðtakanda greiðslu jafnframt ábyrgur gagnvart viðtakandanum um meðferð greiðslunnar í samræmi við skyldur hans skv. 67. gr. frumvarpsins. Málsgreinin gildir með fyrirvara um 53. gr. (notandi greiðsluþjónustu hafi fullnægt tilkynningarskyldu sinni um óheimilaða eða ranglega framkvæmda greiðslu), 2.–3. mgr. 68. gr. (ef sérstakt kennimerki sem notandi greiðsluþjónustu leggur fram er rangt er greiðsluþjónustuveitandi ekki bótaskyldur) og 72. gr. (force majeure ákvæði á ekki við).
    Í 6. mgr. er lagt til að áhættan af réttri framkvæmd greiðslu yfirfærist á greiðsluþjónustuveitanda greiðanda í þeim tilvikum sem greiðsluþjónustuveitandi telst ekki ábyrgur skv. 5. mgr. Hinn fyrrnefndi skal þá án óþarfa tafar endurgreiða greiðanda fjárhæð óframkvæmdrar eða gallaðrar greiðslu og, ef við á, færa skuldfærðan greiðslureikning í þá stöðu sem hann hefði verið ef gallaða greiðslan hefði ekki átt sér stað.
    Ákvæði 7. mgr. er efnislega sambærilegt ákvæði 4. mgr., nema hvað hún snýr að viðtakanda greiðslu og greiðsluþjónustuveitanda hans.
    Í 8. mgr. er kveðið á um ábyrgð greiðsluþjónustuveitanda gagnvart notanda greiðsluþjónustu að því er varðar gjöld og vexti sem mögulega falla á notandann sem afleiðing af óframkvæmdri eða gallaðri greiðslu. Greiðsluþjónustuveitandi greiðanda ber ábyrgð samkvæmt þessari málsgrein gagnvart greiðanda og greiðsluþjónustuveitandi viðtakanda greiðslu gagnvart viðtakandanum. Notandi greiðsluþjónustu skal með öðrum orðum vera skaðlaus.
    Vísast til athugasemda um 9. mgr. hér að framan, í upphafi umfjöllunar um efni 69. gr.

Um 70. gr.


    Lagt er til að 76. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 70. gr. frumvarpsins, um frekari fébætur en gert er ráð fyrir í 68.–72. gr. Gert er ráð fyrir að ákvarða megi frekari fébætur, enda sé stoð fyrir slíku í samningi milli notanda greiðsluþjónustu og greiðsluþjónustuveitanda hans.
    Rétt þykir að minna í þessu samhengi t.d. á ákvæði 55. gr. um ábyrgð greiðsluþjónustuveitanda þegar um ræðir óheimilaða greiðslu, 56. gr. um ábyrgð greiðanda þegar um ræðir óheimilaða greiðslu og 57. og 58. gr. um endurgreiðslur á greiðslum sem viðtakandi á frumkvæði að eða hefur milligöngu um.

Um 71. gr.


    Lagt er til að 77. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 71. gr. frumvarpsins, um ábyrgð annarra greiðsluþjónustuveitenda eða milliliða gagnvart greiðsluþjónustuveitendum greiðanda eða viðtakanda greiðslu (endurkröfuréttur) sem orðið hafa fyrir tjóni á grundvelli 69. gr., enda megi rekja tjónið til fyrrgreindra aðila.

Um 72. gr.


    Lagt er til að 78. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 72. gr. frumvarpsins, um óviðráðanleg ytri atvik (e. force majeure). Bótaábyrgð skv. 49.–72. gr. laganna skuli ekki ná til tjóns vegna óviðráðanlegra ytri atvika, þ.e. tjóns sem rekja má til óviðráðanlegra og ófyrirsjáanlegra kringumstæðna sem ekki eru á valdi þess aðila sem ber fyrir sig þessar kringumstæður og hann hefur engin áhrif á og hefði ekki getað afstýrt þrátt fyrir tilraunir til þess. Bótaábyrgð samkvæmt fyrrgreindum ákvæðum nær heldur ekki til tjóns sem aðrar lagaskyldur sem greiðsluþjónustuveitandi er undirorpinn kunna að valda. Sem dæmi má nefna mögulegar þvingandi aðgerðir á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Um 73. gr.


    Lagt er til að 79. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í 73. gr. frumvarpsins, um gagnavernd. Ákvæðið heimilar greiðslukerfum og greiðsluþjónustuveitendum vinnslu og meðferð persónuupplýsinga þegar það er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir, rannsaka og greina greiðslusvik. Um meðferð persónuupplýsinga fer samkvæmt lögum nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, en með þeim voru innleidd í íslenskan rétt ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 95/46/EB um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga.

Um V. kafla.


    Lagt er til að í V. kafla verði ákvæði um eftirlit, réttarúrræði og viðurlög. Gert er ráð fyrir að Fjármálaeftirlitinu verði falið eftirlit með framkvæmd laga um greiðsluþjónustu, sbr. nánari umfjöllun um 74. gr. Seðlabanka Íslands verði þó falið eftirlit með framkvæmd 6. gr., um þátttöku í greiðslukerfum. Ágreiningi sem varðar fjárhagslegar kröfur og einkaréttarlega hagsmuni verður notendum greiðsluþjónustu heimilt að skjóta til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, sbr. 76. gr. frumvarpsins, enda er gert ráð fyrir aðild að þeirri nefnd verði útvíkkuð frá því sem nú er. Málarekstur fyrir úrskurðarnefndinni hefur reynst ódýr og skjótvirk leið fyrir viðskiptamenn fjármálafyrirtækja, til að fá úr einkaréttarlegum kröfum skorið. Um viðurlög við brotum gegn ákvæðum laganna er kveðið á um í 77. og 78. gr.

Um 74. gr.


    Lagt er til að Fjármálaeftirlitinu verði falið eftirlit með framkvæmd laga um greiðsluþjónustu, í samræmi við önnur lög á sviði fjármálaréttar. Tilskipun 2007/64/EB fellur undir IX. viðauka við EES-samninginn um fjármálaþjónustu, svo og XIX. viðauka hans um neytendavernd. Meginefni tilskipunarinnar snýr að skyldum greiðsluþjónustuveitenda gagnvart notendum greiðsluþjónustu og leggur þeim m.a. skyldur á herðar að því er varðar ítarlega samningsskilmála. Neytendur eru aðeins einn flokkur notenda greiðsluþjónustu. Hafa verður í huga að Fjármálaeftirlitið fer nú eitt með eftirlit með greiðslukortafyrirtækjum, sem skulu samkvæmt gildandi lögum hafa starfsleyfi sem fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum nr. 161/ 2002, um fjármálafyrirtæki, svo og peninga- og verðmætasendingarþjónustu, sbr. lög nr. 64/2006, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Því má ljóst vera að það samræmist vel þeim venjum sem eru um eftirlit á fjármálamarkaði að fela Fjármálaeftirlitinu alfarið eftirlit með lögum um greiðsluþjónustu, utan ákvæðis 6. gr. um þátttöku í greiðslukerfum, sbr. 75. gr. frumvarpsins. Það athugast að Persónuvernd hefur eftirlit með ákvæðum laga sem snerta meðferð persónuupplýsinga, sbr. 73. gr. frumvarpsins.
    Í ljósi þessa var það niðurstaða frumvarpshöfunda að ekki væri heppilegt að skipta eftirliti með framkvæmd laganna niður á ólíka eftirlitsaðila, svo sem á milli Fjármálaeftirlitsins og Neytendastofu. Um ræðir eftirlit með sérhæfðri starfsemi á sviði fjármálaþjónustu, sem hagkvæmara hlýtur að teljast að verði fyrir komið hjá einum eftirlitsaðila. Í ljósi þess að um flókið og sérhæft svið er að ræða er augljóst að gera verður ráð fyrir auknum fjárframlögum til stofnunarinnar vegna þessa (fjölgun stöðugilda).
    Líkt og greinir í 14. og 22. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið veiti greiðslustofnunum starfsleyfi skv. II. kafla og hafi eftirlit með starfsemi þeirra. Í 27. gr. frumvarpsins, svo og VI. kafla laga nr. 64/2006, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, er jafnframt gert ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið hafi eftirlit með starfsemi peninga- og verðmætasendingarþjónustu. Vísast til umfjöllunar um 14. tölul. 7. gr. og 27. gr. hér að framan.
    Um eftirlit Fjármálaeftirlitsins samkvæmt þessu ákvæði skulu gilda lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, sbr. 3. mgr.

Um 75. gr.


    Lagt er til að Seðlabankanum verði sérstaklega falið eftirlit með framkvæmd 6. gr. frumvarpsins, um þátttöku í greiðslukerfum. Í 4. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands, er bankanum falið almennt hlutverk að því er varðar greiðslukerfi: „Seðlabanki Íslands skal sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd.“ Á grundvelli ákvæðisins hefur Seðlabankinn sett reglur um greiðslukerfi, þ.e. reglur nr. 703/2009 um stórgreiðslukerfi Seðlabanka Íslands og reglur nr. 704/2009 um jöfnunarkerfi. Þá hefur Seðlabankinn mikilvægu hlutverki að gegna samkvæmt lögum nr. 90/1999, um öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum, sbr. m.a. 3. gr.
    Vakin er athygli á að gert er ráð fyrir heimild til handa ráðherra, um nánari reglusetningu um framkvæmd þessa ákvæðis í 5. mgr. 6. gr. frumvarpsins, þ.m.t. að því er varðar eftirlit.

Um 76. gr.


    Í 1. mgr. er gert ráð fyrir skyldu greiðsluþjónustuveitenda til upplýsingagjafar gagnvart notendum greiðsluþjónustu um möguleg úrskurðar- og réttarúrræði ef ágreiningur rís vegna veitingar greiðsluþjónustu. Hér er því um sambærilegt ákvæði og nú er í 1. mgr. 19. gr. a laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.
    Fjármálaeftirlitið eða aðrir opinberir eftirlitsaðilar, svo sem Neytendastofa, skera ekki úr um einkaréttarleg álitaefni eða kröfur um skaðabætur. Eftirlit með framkvæmd laganna skv. 74. gr. er allsherjarréttarlegs eðlis. Því er gert ráð fyrir að notendur greiðsluþjónustu geti skotið ágreiningi er varðar fjárhagslegar kröfur og einkaréttarlega hagsmuni til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, sbr. 19. gr. a laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Notendur greiðsluþjónustu geta jafnframt, augljóslega, borið ágreining um fjárhagslegar kröfur og einkaréttarlega hagsmuni undir dómstóla, en í 83. gr. tilskipunar 2007/64/EB er gert ráð fyrir að aðildarríki sjái notendum greiðsluþjónustu fyrir þeim möguleika að skjóta slíkum málum til úrskurðaraðila, annars en dómstóla. Jafnframt er lagt til að greiðslustofnunum og peninga- og verðmætasendingarþjónustu verði gert skylt að eiga aðild að úrskurðarnefndinni. Málarekstur fyrir úrskurðarnefnd þessari hefur reynst ódýr og skjótvirk leið fyrir viðskiptamenn fjármálafyrirtækja til að fá úr einkaréttarlegum kröfum skorið. Í ljósi þess að helstu aðilar sem samkvæmt frumvarpi þessu munu teljast til greiðsluþjónustuveitenda eiga nú þegar aðild að nefndinni þykir ekki réttlætanlegt (m.a. út frá kostnaðarsjónarmiðum) að setja á fót sérstaka úrskurðarnefnd um greiðsluþjónustu. Málafjöldi fyrir úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki á sviði greiðsluþjónustu mun ekki hafa verið mikill síðastliðin ár (aðeins örfá mál raunar).

Um 77. og 78. gr.


    Lagt er til kveðið verði á um viðurlagaheimildir o.fl. í 77. og 78. gr. frumvarpsins, að fyrirmynd sambærilegra ákvæða í annarri löggjöf á sviði fjármálaþjónustu.

Um 79. gr.


    Með frumvarpi þessu er lagt til að tilskipun 2007/64/EB verði innleidd í íslenskan rétt, með vísan til ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2008, að teknu tilliti til breytingar á a-lið 1. mgr. 1. gr. tilskipunarinnar sem gerð var með 3. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/111/EB frá 16. september 2009 um breytingar á tilskipunum 2006/ 48/EB o.fl. Tilskipun 2009/111/EB var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2010 hinn 2. júlí 2010. Ákvæði a-liðar 1. mgr. 1. gr. tilskipunar 2007/64/EB er lagt til að innleitt verði í a-lið 14. tölul. 1. mgr. 7. gr. frumvarpsins (í umræddum tölulið er hugtakið greiðsluþjónustuveitandi skilgreint), þ.e. tilvísun til fjármálafyrirtækja samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki með starfsleyfi til móttöku innlána eða annarra endurgreiðanlegra fjármuna frá almenningi og veitingar útlána fyrir eigin reikning, þ.m.t. útibú.

Um 80. gr.


    Lagt er til að lögin öðlist gildi 1. október 2011. Í ljósi þess að aðilar sem undir lögin falla, þ.e. einkum greiðsluþjónustuveitendur, þurfa að aðlaga starfsemi sína að ítarlegum efnisákvæðum frumvarpsins (svo sem með skilmálabreytingum og tæknilegum aðlögunum) þykir rétt að fresta gildistöku fram á haust 2011.

Um 81. gr.


    Í greininni er lagt til að nauðsynlegar breytingar verði gerðar á öðrum lögum vegna innleiðingar tilskipunar 2007/64/EB.
     Um 1. tölul.
    Lagt er til að 89. gr. tilskipunarinnar verði innleidd, þ.e. að fellt verði úr gildi ákvæði 12. gr. laga nr. 46/2000, um húsgöngu- og fjarsölusamninga, um greiðslur með korti.
    Um 2. tölul.
    Lagt er til að 90. gr. tilskipunarinnar verði innleidd, þ.e. að fellt verði úr gildi ákvæði 16. gr. laga nr. 33/2005, um fjarsölu á fjármálaþjónustu, um greiðslur með korti.
    Um 3. tölul.
    A-liður: Lagt er til að 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, verði felldur brott, til samræmis við ákvæði tilskipunar 2007/64/EB sem innleidd verður í íslenskan rétt með samþykkt frumvarpsins. Veiting greiðsluþjónustu verður framvegis heimil greiðsluþjónustuveitendum einum, sbr. 5. gr. frumvarpsins, en í þann flokk falla fleiri en fjármálafyrirtæki.
    B-liður: Lagðar eru til breytingar á 1. mgr. 20. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, samhliða áðurgreindum breytingum á 3. gr. sömu laga, sbr. a-lið. Ákvæði 20. gr. laga nr. 161/2002 kveður á um starfsheimildir viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja, sjá einkum 1. og 2. mgr. Í 4. og 5. tölul. 1. mgr. verði eftirfarandi þættir tilgreindir: Í fyrsta lagi kemur greiðsluþjónusta samkvæmt lögum um greiðsluþjónustu í stað „greiðslumiðlunar“. Í öðru lagi kemur útgáfa og umsýsla greiðsluskjala, svo sem ferðatékka og víxla, í stað „útgáfu og umsýslu greiðslumiðla (t.d. greiðslukorta, rafeyris, ferðatékka og víxla)“. Athygli er vakin á að greiðslur á fjármunum sem byggjast á tékkum, ferðatékkum, víxlum, úttektarseðlum eða póstávísunum á pappír falla utan gildissviðs tilskipunar 2007/64/EB, sbr. 7. tölul. 1. mgr. 2. gr. frumvarpsins.
    C-liður: Lagt er til að greiðslustofnanir verði upp taldar í ákvæðum 1. og 3. mgr. 85. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, í tengslum við eiginfjárákvæði 18. og 19. gr. frumvarpsins, um greiðslustofnanir. Miðað er við skilgreiningu laga um fjármálafyrirtæki á eiginfjárgrunni greiðslustofnunar í 10. gr. frumvarpsins.
     Um 4. tölul.
    A-liður: Lagt er til að 91. gr. tilskipunarinnar verði innleidd, þ.e. að greiðslustofnunum verði bætt við upptalningu 1. mgr. 2. gr. laga nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, yfir þá sem falla undir gildissvið laganna.
    B-liður: Lagt er til að skilgreiningu á peninga- og verðmætasendingarþjónustu í 8. tölul. 3. gr. laga nr. 64/2006, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, verði breytt til samræmis við efni frumvarpsins. Þannig verður að gæta samræmis milli laga nr. 64/2006 og laga um greiðsluþjónustu. Vísast til umfjöllunar um f-lið 14. tölul. 7. gr. og 27. gr. frumvarpsins.
     Um 5. tölul.
    Lagt er til að mælt verði fyrir um fjárhæð eftirlitsgjalds vegna greiðslustofnana skv. II. kafla frumvarpsins í lögum nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Greiðslustofnanir samkvæmt lögum um greiðsluþjónustu greiði 0,0244% af eignum samtals, þó eigi lægri fjárhæð en 1.000.000 kr. Eftirlitsgjald greiðslustofnana verði með öðrum orðum hið sama og nú gildir um sparisjóði, lánafyrirtæki og rafeyrisfyrirtæki skv. b-lið 1. tölul. 1. mgr. 5. gr. laganna.
     Um 6. tölul.
    Lagt er til að 93. gr. tilskipunarinnar verði innleidd. Felld verði brott ákvæði 11.–13. gr. laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál, en með þeim voru innleidd í íslenskan rétt ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 97/5/EB um færslu fjármuna milli landa sem felld er úr gildi með fyrrgreindu ákvæði tilskipunar 2007/64/EB.
    Um 7. tölul.
    Lagt er til að 42. gr. laga nr. 19/2002, um póstþjónustu, verði breytt, til samræmis við efni frumvarpsins, en verði það samþykkt munu póstrekendur með rekstrarleyfi samkvæmt lögum nr. 19/2002 teljast til greiðsluþjónustuveitenda. Um fjármunasendingar samkvæmt þeim lögum skal því fara samkvæmt lögum um greiðsluþjónustu. Umrætt ákvæði er nú svohljóðandi: „Póstrekandi ber fulla ábyrgð á því fé sem hann hefur tekið við sem fjármunasendingu og skal standa sendanda full skil á verðmæti slíkrar sendingar glatist hún.“ Við gildistöku laga um greiðsluþjónustu öðlast gildi mun ítarlegri ákvæði um framkvæmd fjármunasendinga á vegum póstrekenda, þ.m.t. um ábyrgð þeirra sem greiðsluþjónustuveitenda gagnvart notendum greiðsluþjónustu. Vísast til ákvæða III. og IV. kafla frumvarpsins.

Um ákvæði til bráðabirgða I.


    Um ákvæðið vísast til athugasemda við 32. gr. frumvarpsins.

Um ákvæði til bráðabirgða II.


    Lagt er til að ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 69. gr. tilskipunarinnar verði innleidd í bráðabirgðaákvæði II. Vísast til athugasemda við 64. gr. frumvarpsins.
Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um greiðsluþjónustu.

    Með frumvarpinu er lagt til að innleidd verði tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/ 64/EB, um greiðsluþjónustu á innri markaðnum. Markmið tilskipunarinnar eru að skapa heildstætt, samræmt og nútímalegt regluverk um greiðslumiðlun og að efla réttarstöðu neytenda er varðar greiðsluþjónustu. Samkvæmt frumvarpinu verður þeim einum heimilt að veita greiðsluþjónustu hér á landi sem hafa til þess tilskilin leyfi stjórnvalda hér á landi eða í öðru aðildarríki. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir nýrri tegund fyrirtækja á sviði fjármálaþjónustu, svokölluðum greiðslustofnunum, sem sinna munu takmarkaðri og sérhæfðari starfsemi en viðskiptabankar, sparisjóðir og lánafyrirtæki gera samkvæmt gildandi lögum. Lögð eru til ítarleg ákvæði um upplýsingagjöf og gagnsæi við veitingu greiðsluþjónustu og gerðar tillögur að ítarlegum ákvæðum um réttindi og skyldur aðila í tengslum við veitingu og notkun greiðsluþjónustu. Gert er ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið hafi eftirlit með framkvæmd laganna, utan ákvæðis 6. gr. um þátttöku í greiðslukerfum sem lúti eftirliti Seðlabanka Íslands.
    Verði frumvarpið óbreytt að lögum er gert ráð fyrir að fjölga þurfi stöðugildum hjá Fjármálaeftirlitinu um eitt til tvö, ef stofnunin á að geta sinnt þessu eftirlitsverkefni með viðunandi hætti. Ætla má að það samsvari 10–20 m.kr. aukningu í rekstrarkostnaði Fjármálaeftirlitsins. Til að standa undir þeim kostnaði er lagt til að nýjum tölulið verði bætt við 5. gr. laga nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, þess efnis að greiðslustofnanir skuli greiða 0,0244% af eignum samtals, þó eigi lægri fjárhæð en 1 m.kr. Er það sama gjald og nú gildir um sparisjóði, lánafyrirtæki og rafeyrisfyrirtæki. Er því gert ráð fyrir að árlegur launakostnaður Fjármálaeftirlitsins og markaðar ríkistekjur stofnunarinnar aukist um 10–20 m.kr. Að öðru leyti verður ekki séð að frumvarpið, verði það óbreytt að lögum, hafi áhrif á tekjur og gjöld ríkissjóðs.