Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 77. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1286  —  77. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða.

Frá iðnaðarnefnd.     1.      Við 1. gr. Í stað orðanna „nýting háhitasvæða og landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti fallvatna“ komi: nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                     Lög þessi ná til landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti til orkuvinnslu, jafnt innan eignarlanda sem þjóðlendna.
                  b.      Í stað orðanna „virkjun á fallvötnum og háhitasvæðum“ í 4. tölul. 2. mgr. og orðanna „virkjunar fallvatna og á háhitasvæðum“ í 5. tölul. 2. mgr. komi: virkjun til orkuvinnslu; og: virkjunar til orkuvinnslu.
     3.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðanna „áætlun til næstu 12 ára um vernd og nýtingu landsvæða vegna virkjunar fallvatna og háhita“ í 1. mgr. komi: áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
                  b.      Í stað orðanna „verndar- og nýtingaráætlun“ í 2. mgr. og sömu orða hvarvetna annars staðar í frumvarpinu komi, í viðeigandi beygingarmynd: verndar- og orkunýtingaráætlun.
                  c.      Í stað orðsins „nýtingarflokk“ í 2. mgr. og sama orðs hvarvetna annars staðar í frumvarpinu komi, í viðeigandi beygingarmynd: orkunýtingarflokk.
                  d.      2. málsl. 3. mgr. orðist svo: Hún tekur þó ekki til stækkunar á virkjun nema stækkunin feli í sér matsskyldar framkvæmdir samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar eða úrskurði umhverfisráðherra.
                  e.      Í stað orðsins „nýtingargildi“ í 4. mgr. komi: orkunýtingargildi.
                  f.      Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Í verndar- og orkunýtingaráætlun skal tekið mið af vatnaáætlun samkvæmt lögum um stjórn vatnamála.
     4.      Við 5. gr. Orðin „fallvatna og háhitasvæða“ í 4. mgr. falli brott.
     5.      Við 10. gr.
                  a.      Í stað orðanna „og Fornleifaverndar ríkisins“ í 3. málsl. 1. mgr. komi: Fornleifaverndar ríkisins, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Ferðamálastofu.
                  b.      Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Verkefnisstjórn skal hafa samráð við Umhverfisstofnun til að tryggja samræmi verndar- og orkunýtingaráætlunar og vatnaáætlunar samkvæmt lögum um stjórn vatnamála.
                  c.      Í stað orðanna „átta vikur“ í lokamálslið 3. mgr. komi: tólf vikur.
                  d.      4. mgr. orðist svo:
                     Að loknu samráðs- og kynningarferli, og að loknu umhverfismati í samræmi við lög nr. 105/2006, um umhverfismat áætlana, leggur verkefnisstjórn fyrir ráðherra rökstuddar tillögur um flokkun virkjunarkosta og afmörkun landsvæða í samræmi við flokkunina.
                  e.      Fyrri málsliður 6. mgr. orðist svo: Að fengnum tillögum verkefnisstjórnar setur ráðherra, í samráði við umhverfisráðherra, reglur um hvernig verkefnisstjórn skuli starfa, þ.m.t. um upplýsingaöflun, viðmið og matsaðferðir.
     6.      Við ákvæði til bráðabirgða. 2. mgr. orðist svo:
                  Áður en tillaga til þingsályktunar er lögð fram á Alþingi skal ráðherra kynna hana þeim aðilum sem greinir í 3. mgr. 10. gr. og gefa öllum kost á að koma á framfæri athugasemdum með tilgreindum hætti. Fara skal fram umhverfismat á tillögunni í samræmi við lög nr. 105/2006, um umhverfismat áætlana.
     7.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun.