Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 781. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Prentað upp.

    Þskj. 1353  —  781. mál.
Skriflegt svar.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um framkvæmdir og kostnað við Landeyjahöfn.

Frá Eygló Harðardóttur.



     1.      Hvernig hefur verið staðið að framkvæmdum á varnargarði við ósa Markarfljóts og hvenær er gert ráð fyrir að framkvæmdunum ljúki?
     2.      Er hafinn undirbúningur að kaupum á sjálfvirkum dælubúnaði fyrir Landeyjahöfn og ef svo er, hvenær má vænta þess að búnaðurinn verði tekinn í notkun?
     3.      Hafa áætlanir Siglingastofnunar um frátafir verið uppfærðar í ljósi reynslu síðasta árs og ef svo, hverjar eru þær?
     4.      Er gert ráð fyrir að Þorlákshöfn verði varahöfn Herjólfs til frambúðar?
     5.      Hver var áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar við Landeyjahöfn og hver er hann orðinn, þ.e. kostnaður við höfn, húsnæði og sandgröft?


Skriflegt svar óskast.