Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 237. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
2. uppprentun.

Þskj. 1404  —  237. mál.
Leiðrétting.




Breytingartillögur



við frv. til l. um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

Frá meiri hluta viðskiptanefndar (ÁI, MSch, VBj, BVG, SkH).



     1.      Við 12. gr. Fyrri málsliður 5. mgr. orðist svo: Komi til greiðslu úr sjóðnum yfirtekur hann án sérstakrar framsalsyfirlýsingar þann hluta kröfu innstæðueiganda á hendur hlutaðeigandi innlánsstofnun eða þrotabúi sem hann hefur greitt honum.
     2.      Við 20. gr. 2. málsl. 4. mgr. orðist svo: Komi til greiðslu úr sjóðnum yfirtekur hann þann hluta kröfu fjárfestis á hendur hlutaðeigandi fyrirtæki í verðbréfaþjónustu eða þrotabúi sem hann hefur greitt honum.
     3.      Við 26. gr. Í stað orðsins „lágmarksvernd“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: vernd.
     4.      Við 31. gr. Í stað dagsetningarinnar „16. maí 2011“ í 1. mgr. a-liðar komi: 1. júlí 2011.