Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 56. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1426  —  56. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, með síðari breytingum.

Frá félags- og tryggingamálanefnd.



     1.      Við bætist ný grein er verði 1. gr. og orðist svo:
                      Í stað 1. málsl. 3. mgr. 3. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Með foreldrum er átt við foreldra skv. I. kafla barnalaga. Í lögum þessum er með foreldrum einnig að jafnaði átt við þá sem fara með forsjá barns.
     2.      Á eftir orðinu „ofbeldi“ í b-lið 6. gr. komi: eða ef ástæða er til að ætla að þunguð kona sé beitt ofbeldi.
     3.      Við 7. gr. bætist nýr liður er orðist svo: Á eftir orðinu „þroskaþjálfum“ í 2. mgr. kemur: náms- og starfsráðgjöfum.
     4.      B-liður 30. gr. orðist svo: Í stað orðanna „stuttan frest“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: frest sem skal að jafnaði ekki vera lengri en tvær vikur.
     5.      Við 35. gr.
                  a.      Í stað orðsins „kynforeldrisins“ í 1. og 3. mgr. a-liðar (67. gr. a) og 1. mgr. b-liðar (67. gr. b), orðsins „kynforeldrið“ í 2. mgr. a-liðar (67. gr. a) og tvívegis í 2. mgr. b- liðar (67. gr. b) og orðsins „kynforeldris“ í 4. mgr. a-liðar (67. gr. a) komi: foreldrisins; foreldrið; og: foreldris.
                  b.      Við 2. mgr. a-liðar (67. gr. a) bætist: eftir því sem við á.
     6.      Á eftir 35. gr. komi ný grein er orðist svo:
                      Í stað orðsins „kynforeldra“ í e-lið 68. gr. laganna kemur: foreldra.
     7.      Í stað orðsins „kynforeldra“ í 1. efnismgr. 36. gr. komi: foreldra.
     8.      Á eftir 37. gr. komi ný grein er orðist svo:
                      Í stað orðsins „kynforeldrum“ í 72. gr. laganna kemur: foreldrum.
     9.      Við 38. gr. bætist nýr stafliður er verði a-liður og orðist svo: Í stað orðsins „kynforeldra“ í 1., 3. og 4. mgr., orðsins „Kynforeldrar“ í 2. mgr., orðsins „kynforeldri“ í 4. mgr. og orðsins „kynforeldrum“ í 7. mgr. kemur: foreldra; Foreldrar; foreldri; og: foreldrum.
     10.      2. og 3. málsl. 3. efnismgr. 40. gr. orðist svo: Hverju sveitarfélagi er skylt að sjá til þess að skólaskyld börn, sem ráðstafað hefur verið í tímabundið fóstur til fósturforeldra sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu, njóti skólavistar. Um greiðslu kostnaðar vegna skólagöngu barnsins fer samkvæmt grunnskólalögum.
     11.      Í stað orðsins „Félagsmálaráðuneytið“ í 1. efnismálsl. a-liðar 42. gr. komi: Ráðuneytið.
     12.      Við 43. gr. bætist nýr stafliður er verði a-liður og orðist svo: Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heimili sem barn er tengt tilfinningalegum tengslum skal ganga fyrir um vistun uppfylli það skilyrði laganna að öðru leyti og ef talið er barni fyrir bestu að vistast þar.
     13.      Á eftir 43. gr. komi ný grein er orðist svo:
                      Í stað orðsins „kynforeldra“ í 1. og 4. mgr., orðsins „Kynforeldrar“ í 2. mgr., orðsins „kynforeldri“ í 4. mgr. og orðsins „kynforeldrum“ í 8. mgr. 81. gr. laganna kemur: foreldra; Foreldrar; foreldri; og: foreldrum.
     14.      Á eftir orðinu „sveitarfélaga“ í 1. málsl. efnismálsgreinar b-liðar 49. gr. komi: og hagsmunasamtök fóstur- og vistforeldra.
     15.      Við 50. gr.
                  a.      Við b-lið (89. gr. b) bætist nýr málsgrein er orðist svo:
                      Ráðherra setur að höfðu samráði við Barnaverndarstofu reglugerð um eftirlit barnaverndarnefnda, m.a. um heimsóknir á fósturheimili.
                  b.      Í stað orðsins „Félagsmálaráðuneytið“ í 1. mgr. og orðsins „félagsmálaráðuneytisins“ í fyrirsögn d-liðar (89. gr. d) komi: Ráðuneytið; og: ráðuneytisins.
     16.      Á eftir 50. gr. komi ný grein er orðist svo:
                      Við 91. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Sækja skal um leyfi samkvæmt ákvæði þessu fyrir heimili fyrir börn sem glíma við fjölþættan vanda þó svo að starfsemi slíkra heimila heyri jafnframt undir önnur lög, t.d. lög um málefni fatlaðs fólks.
     17.      Við 52. gr. Í stað ártalsins „2011“ í 9. mgr. komi: 2013.