Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 189. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1472  —  189. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 84/2007, um opinber innkaup.

(Eftir 2. umr., 18. maí.)



1. gr.

    Í stað orðanna „1. mgr.“ í 3. mgr. 7. gr. laganna kemur: 2. mgr.

2. gr.

    Við lögin bætist ný grein, 18. gr. a, sem orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Innkaup í öðru ríki Evrópska efnahagssvæðisins.


    Fjármálaráðherra getur heimilað miðlægri innkaupastofnun að bjóða út innkaup, sem falla undir lög þessi, í öðru ríki Evrópska efnahagssvæðisins, hvort sem er í samstarfi við erlenda kaupendur, samtök þeirra eða fulltrúa, og/eða miðlægar innkaupastofnanir eða sér. Heimildin skal veitt fyrir hvert útboð fyrir sig að undangenginni rökstuddri beiðni stofnunarinnar. Heimildin skal því aðeins veitt að fyrir liggi að reglur Evrópska efnahagssvæðisins um opinber innkaup hafi verið leiddar í lög í viðkomandi ríki og ástæða sé til að ætla að innkaup í ríkinu muni þjóna hagkvæmni eða virkri samkeppni og öðrum lögmætum sjónarmiðum við opinber innkaup. Um innkaup sem fram fara á grundvelli heimildar sem veitt er samkvæmt þessari grein gilda reglur viðkomandi ríkis, þar á meðal um kærur, gildi innkaupsákvarðana og skaðabætur. Í rökstuðningi fyrir beiðni innkaupastofnunar skal liggja fyrir mat á því hvort telja megi að viðunandi boð fáist með útboði á Íslandi.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.


    Lög þessi skulu endurskoðuð innan fimm ára frá gildistöku þeirra.