Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 768. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1541  —  768. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um brottfall laga nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf.

Frá fjárlaganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Guðrúnu Þorleifsdóttur frá fjármálaráðuneyti og Þóru M. Hjaltested frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Nokkur umræða var í nefndinni um 8. gr. laganna sem fjallar um endurheimtur á innstæðum. Það er mat nefndarinnar að ekki séu forsendur til að 8. gr. haldi ein gildi sínu.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Þór Saari voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 26. maí 2011.


Oddný Harðardóttir,


form., frsm.


Kristján Þór Júlíusson.


Björn Valur Gíslason.



Valgerður Bjarnadóttir.

Höskuldur Þórhallsson.


Sigmundur Ernir Rúnarsson.



Ásbjörn Óttarsson.


Þuríður Backman.


Þorgerður K. Gunnarsdóttir.