Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 775. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1543  —  775. mál.
Svarefnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar um tap fyrirtækja vegna gjaldþrota eða afskrifta.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hve mikið fé er talið hafa tapast vegna gjaldþrota eða afskrifta hjá fyrirtækjum í eftirtöldum greinum á árunum 2006, 2007, 2008, 2009 og 2010 og hverjar eru forsendur útreikninganna:
     a.      byggingastarfsemi og mannvirkjagerð,
     b.      verslun,
     c.      ferðaþjónusta,
     d.      iðnaðarstarfsemi,
     e.      fjármála- og vátryggingastarfsemi,
     f.      fasteignaviðskipti?


    Engin opinber stofnun hefur upplýsingar um hversu mikið fé hefur endanlega tapast vegna gjaldþrota eða afskrifta einstakra atvinnugreina. Í neðangreindri töflu eru upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu um afskriftir viðskiptabankana á árunum 2006–2010. Ekki er unnt að afla upplýsinga um forsendur útreikninganna þar sem þær geta verið mismunandi eftir bönkum og eðli mála.

Afskriftir viðskiptabanka hjá fyrirtækjum.


Ár* 2006 2007 2008 2009–2010
Byggingastarfsemi 204.463.503 100.060.225 349.233.725 25.293.365.239
Verslun 619.504.916 138.208.565 1.418.864.527 29.589.588.857
Fasteignafélög /
    fasteignaviðskipti
271.291.208 18.186.212 181.879.013 34.536.814.023
Þjónusta, fjármálafyrirtæki,
    samgöngur og flutningur
624.980.719 397.865.660 321.076.657 19.566.282.944
Iðnaður / landbúnaður /
    matvælaiðnaður
457.389.269 220.979.214 139.250.192 15.583.528.024
Sjávarútvegur / fiskveiðar 338.867.899 19.693.794 170.965.857 10.529.116.789
Annað 1.349.121.163 589.761.709 2.319.565.477 345.783.448.333
Samtals 3.865.618.677 1.484.755.379 4.900.835.448 480.882.144.209
*    Tölurnar frá 2006–2008 eru frá tveimur stærstu viðskiptabönkunum en frá 2009–2010 eru þær frá þremur stærstu viðskiptabönkunum.


    Vakin er athygli á því að bankarnir gefa sér hugsanlega mismunandi forsendur við útreikning afskriftanna og því ber að taka þessum tölum með þeim fyrirvara.