Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 645. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1555  —  645. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins.

Frá meiri hluta viðskiptanefndar (ÁI, MSch, VBj, LRM, ÞSveinb, MT).     1.      5. mgr. 2. gr. orðist svo:
                  Stangist ákvæði laga þessara á við ákvæði í lögum eða reglum sem settar hafa verið vegna innleiðingar EES-reglna í íslensk lög og lúta að aðgengi að þjónustu eða veitingu hennar ganga þau framar lögum þessum. Það á við um innleiðingu eftirfarandi EES- gerða:
              1.      tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 96/71/EB frá 16. desember 1996 um störf útsendra starfsmanna í tengslum við veitingu þjónustu,
              2.      reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og aðstandendum þeirra sem flytjast á milli aðildarríkja,
              3.      tilskipun ráðsins 89/552/EBE frá 3. október 1989 um samræmingu tiltekinna ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum í aðildarríkjunum um sjónvarpsrekstur,
              4.      tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB frá 7. september 2005 um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.
     2.      2. mgr. 8. gr. orðist svo:
                  Óheimilt er að binda leyfi fyrir nýrri starfsstöð jafngildum eða í meginatriðum sambærilegum skilyrðum eða eftirliti og þjónustuveitandi hefur þegar þurft að undirgangast á Íslandi eða í öðru EES-ríki.
     3.      Við 16. gr.
              a.      Inngangsmálsliður 1. mgr. orðist svo: Tryggja skal að viðtakendur þjónustu geti fengið eftirfarandi upplýsingar á Íslandi.
              b.      Í stað orðanna „evrópsku neytendaaðstoðina“ í 3. tölul. 1. mgr. komi: Evrópunet neytendamiðstöðva.
              c.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Neytendastofa annast aðstoð við viðtakendur þjónustu samkvæmt þessari grein.