Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 19. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1588  —  19. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og skattanefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þorbjörn Guðmundsson og Stefán Halldórsson frá Landssamtökum lífeyrissjóða, Karl Björnsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sonju Þorbergsdóttur frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Þá bárust nefndinni umsagnir frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands.
    Í frumvarpinu er lagt til að lífeyrissjóðir fái heimild til að eiga og reka íbúðarhúsnæði. Einnig er lagt til að sjóðirnir geti stofnað félag um reksturinn eða gert samning við einkaaðila um hann. Með rekstri er m.a. átt við útleigu.
    Fram kom við meðferð málsins það sjónarmið að verði frumvarpið að lögum yrði sjóðunum í sjálfsvald sett hvort þeir nýttu heimildina. Slíkt hlyti að ráðast af því hversu vel það félli að starfsemi þeirra en um það höfðu Landssamtök lífeyrissjóða nokkrar efasemdir. Aðrir töldu aftur á móti að heimildin gæti haft jákvæð áhrif á fasteignamarkaðinn og búsetuskilyrði fólks á leigumarkaði.
    Samkvæmt núgildandi reglum hafa sjóðirnir heimild til að fjárfesta í fasteignafélögum og séð í því ljósi er heimildin eðlileg.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:    Orðin „10. mgr.“ í b-lið 1. gr. falli brott.

Alþingi, 31. maí 2011.Helgi Hjörvar,


form., frsm.


Tryggvi Þór Herbertsson.


Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,           með fyrirvara.Birkir Jón Jónsson.


Lilja Rafney Magnúsdóttir.


Magnús Orri Schram.Björn Valur Gíslason.