Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 706. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
2. uppprentun.

Þskj. 1629  —  706. mál.
Nýr stafliður.




Breytingartillögur



við frv. til l. um nálgunarbann og brottvísun af heimili.

Frá allsherjarnefnd.



     1.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað orðanna „rökstudd ástæða er til að ætla“ í a-lið komi: rökstuddur grunur er um.
                  b.      Í stað orðanna „muni fremja háttsemi skv. a-lið gagnvart brotaþola“ í b-lið komi: brjóti gegn brotaþola skv. a-lið.
     2.      Við 5. gr.
                  a.      Í stað orðanna „rökstudd ástæða er til að ætla“ í a-lið komi: rökstuddur grunur er um.
                  b.      Í stað orðanna „muni fremja háttsemi skv. a-lið gagnvart brotaþola“ í b-lið komi: brjóti gegn brotaþola skv. a-lið.
     3.      Í stað orðanna „Lögreglustjóri skal hraða“ í 2. mgr. 7. gr. komi: Hraða skal.
     4.      Í stað orðsins „lögmanni“ í 2. mgr. 9. gr. komi: verjanda.
     5.      Fyrri málsliður 1. mgr. 10. gr. orðist svo: Beiðni skv. 1. eða 2. mgr. 3. gr. skal synjað ef skilyrði II. kafla laga þessara eru ekki talin vera fyrir hendi.
     6.      Í stað orðsins „persónuupplýsinga“ í síðari málslið 16. gr. komi: upplýsinga um nöfn sakbornings og heimilisfólks.