Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 385. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1635  —  385. mál.
Breytingartillagavið frv. til l. um Farsýsluna, stjórnsýslustofnun samgöngumála.

Frá meiri hluta samgöngunefndar (BVG, SER, ÓÞ, RM, GLG).    Við ákvæði til bráðabirgða bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Eigi síðar en 1. febrúar 2012 skal innanríkisráðherra leggja fyrir ríkisstjórn og Alþingi áætlun um frekari sameiningu ríkisstofnana og drög að samkomulagi við viðeigandi ráðherra ríkisstjórnarinnar þess efnis að áætlun ráðherrans megi fram ganga. Skal framangreind áætlun miða við að sameiningu ríkisstofnana verði að fullu lokið fyrir lok árs 2013. Hvað sameiningarkosti varðar skal í áætlun ráðherra einkum litið til kafla 5.5 í skýrslu nefndar samgönguráðherra um framtíðarskipan stofnana samgöngumála – greining og valkostir.