Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 747. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1641  —  747. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum.

Frá menntamálanefnd.



     1.      Við 1. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „aðstæður“ í a-lið komi: í samráði við skólayfirvöld á viðkomandi stað.
                  b.      Á eftir orðinu „sveitarfélaga“ í b-lið komi: Barnaverndarstofu.
                  c.      Við efnismálsgrein b-liðar bætist nýr málsliður er orðist svo: Úrskurðarnefnd skipuð fulltrúum frá ráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Barnaverndarstofu sker úr um ágreiningsmál.
     2.      Í stað orðanna „þessarar greinar“ í 2. gr. komi: þessarar málsgreinar.
     3.      Í stað orðsins „forráðamenn“ í 2. efnismgr. 6. gr. komi: forsjáraðila.
     4.      Við 7. gr.
                  a.      Í stað orðsins „ákvæði“ í 1. efnismálsl. komi: einstökum ákvæðum í reglugerð.
                  b.      2. efnismálsl. falli brott.
     5.      Við 8. gr.
                  a.      6. og 7. málsl. efnismálsgreinar c-liðar falli brott.
                  b.      D-liður orðist svo: Á eftir orðunum „veitingu hennar“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: form og efni þjónustusamninga, þ.m.t. meðferð rekstrarafgangs af starfsemi skólans sem rekja má til opinberra fjárveitinga; og í stað orðanna „og afturköllun viðurkenningar“ í sama málslið kemur: afturköllun viðurkenningar og riftun þjónustusamnings vegna vanefnda á ákvæðum hans.
     6.      10. gr. verði 1. gr. og orðist svo:
                      Í stað orðsins „Menntamálaráðherra“ í 4. gr. laganna kemur: Ráðherra; í stað orðsins „menntamálaráðuneyti“ í 4. gr., 2. mgr. 19. gr., 3. mgr. 31. gr., 1. mgr. 34. gr., 1. mgr. og tvívegis í 2. mgr. 38. gr. og 1. mgr. 39. gr. laganna kemur: ráðuneyti; og í stað orðsins „Menntamálaráðuneytið“ í 3. mgr. 46. gr. laganna kemur: Ráðuneyti.
     7.      11. gr. orðist svo:
                      Lög þessi öðlast þegar gildi.
     8.      Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:
                      Réttindi skv. 1. málsl. 4. mgr. 26. gr. laganna verða fyrst virk er reglur hafa verið settar um framkvæmd og fyrirkomulag á rétti grunnskólanemenda til að stunda nám í einstökum námsgreinum á framhaldsskólastigi meðan þeir eru í grunnskóla.
                      Ráðherra skal við gildistöku laga þessara skipa starfshóp með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, grunnskóla og framhaldsskóla. Hópurinn skal meta hvernig tryggja megi jafnt aðgengi grunnskólanemenda að áföngum á framhaldsskólastigi óháð búsetu svo og að ekki sé tvígreitt fyrir sömu einingar og gera tillögu að reglum þar um. Þá skal starfshópurinn skoða hvernig megi samræma gæðakröfur og mat framhaldsskóla á einingum með það fyrir augum að tryggja jafnræði nemenda, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 13. gr. laganna. Starfshópurinn skal skila ráðherra niðurstöðum eigi síðar en 31. mars 2012 og skal miðað við að réttindi skv. 1. málsl. 4. mgr. 26. gr. laganna verði virk frá og með skólaárinu 2012–2013.