Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1766, 139. löggjafarþing 555. mál: staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar (setning í prestsembætti).
Lög nr. 83 23. júní 2011.

Lög um breyting á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, með síðari breytingum (setning í prestsembætti).


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða er hljóðar svo:
     Nú er sóknarpresti eða presti veitt lausn frá embætti, leyfi frá störfum eða hann forfallast af öðrum ástæðum og getur þá biskup Íslands falið öðrum presti að gegna embættinu til allt að eins árs í senn.
     Ákvæði þetta fellur úr gildi 1. janúar 2015.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. júní 2011.