Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 673. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
2. uppprentun.

Þskj. 1843  —  673. mál.
Texti felldur brott.




Breytingartillögur



við frv. til l. um greiðsluþjónustu.

Frá meiri hluta viðskiptanefndar (ÁI, MSch, GÞÞ, VBj, ALE, SKK, SkH).



     1.      Á eftir 5. gr. komi ný grein ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Skrá yfir greiðsluþjónustuveitendur.


                  Fjármálaeftirlitið heldur skrá yfir greiðsluþjónustuveitendur samkvæmt lögum þessum. Í skránni skal tilgreina helstu upplýsingar um greiðsluþjónustuveitendur, svo sem um starfsheimildir og, ef við á, um umboðsaðila og útibú.
                  Almenningur skal hafa aðgang að skrá Fjármálaeftirlitsins yfir greiðsluþjónustuveitendur.
     2.      A-liður 14. tölul. 7. gr. orðist svo: Fjármálafyrirtæki með starfsleyfi til móttöku innlána eða annarra endurgreiðanlegra fjármuna frá almenningi og veitingar útlána fyrir eigin reikning.
     3.      Í stað orðsins „kvarðafastanum“ í 4. mgr. 11. gr. komi: kvarðastuðlinum.
     4.      3. mgr. 15. gr. falli brott.
     5.      2. mgr. 16. gr. falli brott.
     6.      17. gr. falli brott.
     7.      18. gr. orðist svo:
                  Fjármunum sem mótteknir hafa verið frá notendum greiðsluþjónustu eða frá öðrum greiðsluþjónustuveitendum vegna framkvæmdar greiðslu skal haldið skýrt aðgreindum frá eigin fé greiðsluþjónustuveitanda, þ.m.t. greiðslustofnunar, og fjármunum í eigu annarra en notenda greiðsluþjónustu.
                  Fjármunir skv. 1. mgr. skulu teljast forgangskröfur í þrotabú greiðsluþjónustuveitanda komi til gjaldþrots. Um rétthæð þeirra fer skv. 109. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., enda sýni eigandi fjármuna fram á eignarrétt sinn að þeim.
                  Ráðherra getur í reglugerð kveðið nánar á um hvernig varðveislu fjármuna skv. 1. mgr. skuli háttað.
     8.      Við 19. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                     Greiðslustofnun er heimilt að stunda aðra starfsemi auk greiðsluþjónustu ef hún er nátengd starfsemi eða rekstri greiðsluþjónustu, svo sem þjónustu við framkvæmd greiðslna, gjaldeyrisviðskipta, ráðstöfunum til verndunar eigna og geymslu og vinnslu gagna. Greiðslustofnun er jafnframt heimilt að starfrækja greiðslukerfi.
                  b.      2. mgr. falli brott.
                  c.      Orðin „minni háttar“ í 6. mgr. falli brott.
                  d.      Við 6. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja nánari reglur um lánveitingar greiðslustofnunar.
                  e.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Fjármálaeftirlitið getur bannað greiðslustofnun að hluta til eða öllu leyti að stunda starfsemi samkvæmt þessari grein. Um slíkt bann gilda ákvæði 1. og 2. mgr. 16. gr.
     9.      Við 23. gr.
                  a.      Í stað orðanna „skrá yfir greiðslustofnanir skv. 17. gr.“ í 2. og 3. mgr. komi: skrá skv. 6. gr.
                  b.      Í stað orðanna „22. gr.“ í 3. mgr. komi: 15. gr.
                  c.      4. mgr. orðist svo:
                     Berist Fjármálaeftirlitinu tilkynning frá lögbærum yfirvöldum í öðru aðildarríki, sem greiðslustofnun óskar eftir að veita greiðsluþjónustu í fyrir milligöngu umboðsaðila eða með stofnun útibús, sem hafa gilda ástæðu til að ætla að peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka eigi sér stað, hafi átt sér stað eða sé í undibúningi eða að tilnefning umboðsaðila eða stofnun útibúsins gæti aukið hættu á peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka getur Fjármálaeftirlitið hafnað því að færa upplýsingar um umboðsaðilann eða útibúið í skrá skv. 6. gr. eða afturkallað skráningu ef hún hefur þegar farið fram.
     10.      Við 2. mgr. 64. gr. bætist: nema samningsaðilar tiltaki annan tímafrest.
     11.      74. gr. orðist svo:
                  Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með framkvæmd laga þessara að því er varðar eftirlitsskylda aðila samkvæmt lögum, nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


                  Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi greiðslustofnana, og peninga- og verðmætasendingarþjónustu, þ.m.t. umboðsaðilum, útibúum og útvistunaraðilum, sem falla undir ákvæði II. kafla, nema annað leiði af lögum eða alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að.
                  Um eftirlit Fjármálaeftirlitsins fer samkvæmt ákvæðum laga þessara og laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
                  Póst- og fjarskiptastofnun hefur eftirlit með framkvæmd laga þessara að því er varðar póstrekendur með rekstrarleyfi samkvæmt lögum um póstþjónustu.
     12.      75. gr. orðist svo, ásamt fyrirsögn:

Aðgengi að greiðslukerfum.

                  Um aðgengi greiðsluþjónustuveitenda að greiðslukerfum skv. 7. gr. fer samkvæmt samkeppnislögum, nr. 44/2005.
     13.      80. gr. orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 1. desember 2011.