Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 719. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1852  —  719. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 13/2001, um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 2. sept.)



1. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Orðin „leitar“ og „III. og“ í 6. mgr. falla brott.
     b.      Við 6. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Íslenskt útibú eða umboðsskrifstofa félags sem skráð er í aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum telst skráður aðili.
     c.      Við bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Samstarfssamningur um framkvæmd leyfis merkir í lögum þessum samningur sem aðilar að einu leyfi, ef þeir eru fleiri en einn, gera sín á milli og kveður á um hlutverk og skyldur hvers samleyfishafa innan leyfisins og framkvæmd þess.
                  Rekstraraðili merkir í lögum þessum sá aðili sem sér um daglega stjórn kolvetnisstarfseminnar fyrir hönd leyfishafa.
                   Leitarleyfishafi merkir í lögum þessum aðili sem fengið hefur leyfi til leitar að kolvetni skv. III. kafla.

2. gr.

     Í stað orðsins „leyfishafa“ í 1. málsl. 2. mgr. 6. gr. laganna kemur: leitarleyfishafa.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
     a.      Við 3. málsl. 1. mgr. bætist: og skulu sömu skilyrði eiga við um ákvörðun Orkustofnunar um rekstraraðila, sbr. 1. mgr. 10. gr. a.
     b.      Á eftir 3. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Gera má ríkari kröfur til rekstraraðila í því sambandi.
     c.      3. mgr. orðast svo:
                  Um efni samstarfssamnings skv. 2. mgr. fer samkvæmt lögum þessum. Ekki ber að líta á samstarfssamning, eða þá aðila sem að honum standa, sem sjálfstætt félag í skilningi laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög, eða laga nr. 2/1995, um hlutafélög. Hver og einn aðili sem stendur að samstarfssamningi á hlut í því leyfi sem samstarfssamningurinn kveður á um og er því sjálfstæður leyfishafi í skilningi laga þessara.
     d.      Við 7. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Rekstraraðili er ábyrgur fyrir útreikningi og greiðslu gjaldsins fyrir hönd leyfishafa.

4. gr.

    Við 1. mgr. 9. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Í umsókn skal umsækjandi tilnefna rekstraraðila.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
     a.      Á eftir 1. málsl. 6. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Íslenskt útibú eða umboðsskrifstofa félags sem skráð er í aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum telst sérstakt félag.
     b.      Orðin „frá Íslandi“ í 2. málsl. 6. mgr. falla brott.
     c.      7. mgr. orðast svo:
                  Leyfishafi skal sjá til þess að kolvetnisstarfsemin fari fram á ábyrgan hátt og í samræmi við þá löggjöf sem er í gildi hverju sinni og skal starfsemin taka tillit til nýtingar auðlindarinnar, sem og öryggis- og almannahagsmuna. Ráðstafanir leyfishafa varðandi skipulag og stærð starfseminnar skulu vera þannig að leyfishafi geti á hverjum tíma tekið upplýstar ákvarðanir um kolvetnisstarfsemi sína. Til að tryggja eftirfylgni um ráðstafanir leyfishafa getur Orkustofnun, telji hún það nauðsynlegt með tilliti til umfangs kolvetnisstarfsemi leyfishafa, sett fram sérstakar kröfur um ráðstafanir leyfishafa og staðsetningu stöðva þeirra. Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um starfsemi slíkra stöðva í reglugerð, svo sem varðandi fjarlægð frá rannsóknar- og vinnslusvæði.

6. gr.

    Á eftir 10. gr. laganna kemur ný grein, 10. gr. a, er orðast svo ásamt fyrirsögn:

Rekstraraðili.


    Við veitingu rannsóknar- og vinnsluleyfis skal Orkustofnun ákveða rekstraraðila fyrir hvert einstakt leyfi.
    Óheimilt er að skipta um rekstraraðila nema með sérstöku leyfi Orkustofnunar. Í sérstökum tilvikum getur Orkustofnun skipt út rekstraraðila að eigin frumkvæði.
    Í þeim tilvikum þar sem Orkustofnun hefur ákveðið rekstraraðila, sem er ekki leyfishafi rannsóknar- og vinnsluleyfis, þá skulu skyldur og aðrar skuldbindingar laga þessara gagnvart leyfishöfum eiga við um þann rekstraraðila nema annað sé sérstaklega tekið fram. Nánar skal kveðið á um skyldur rekstraraðila í rannsóknar- og vinnsluleyfi.

7. gr.

    Við 1. mgr. 11. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Rekstraraðila leyfis.

8. gr.


    Orðin „III. og“ í 21. gr. laganna falla brott.

9. gr.

    Í stað orðanna „Leyfishafi skal“ í 3. mgr. 22. gr. laganna kemur: Leyfishafi og aðrir sem stunda kolvetnisstarfsemi skulu.

10. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 24. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „leyfishafi“ kemur: handhafar leitar-, rannsóknar- og vinnsluleyfa.
     b.      Orðin „til leitar, rannsókna og vinnslu“ falla brott.

11. gr.

    Í stað orðsins „leyfishafa“ í 1. málsl. 1. mgr. 24. gr. a laganna kemur: handhafa leitar-, rannsóknar- og vinnsluleyfa.

12. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 24. gr. b laganna:
     a.      Í stað orðsins „leyfishafi“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: handhafi leitarleyfis eða rannsóknar- og vinnsluleyfis.
     b.      Á undan orðinu „leyfishafi“ í 2. og 3. málsl. 1. mgr. og 6. málsl. 2. mgr. kemur: leitarleyfis- eða.

13. gr.

    Á undan orðunum „leyfishafi“ í 2. málsl. og „leyfishafa“ í fyrirsögn 26. gr. laganna kemur: leitarleyfis- og.

14. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 26. gr. a laganna:
     a.      Í stað orðsins „rannsóknarleyfis“ í 1. mgr. kemur: leitarleyfis eða rannsóknar- og vinnsluleyfis.
     b.      Í stað orðsins „leyfishafi“ í 3. mgr. kemur: handhafi leitarleyfis eða rannsóknar- og vinnsluleyfis.

15. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „Leyfishafar“ í 1. mgr. kemur: Handhafar leitarleyfa eða rannsóknar- og vinnsluleyfa.
     b.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Orkustofnun er heimilt, við ákvörðun um rekstraraðila, að kveða svo á um að skaðabótaskylda samkvæmt þessari málsgrein nái einnig til rekstraraðila sem ekki er leyfishafi.
     c.      Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:
                  Í þeim tilvikum þar sem handhafar leyfis til rannsókna og vinnslu á kolvetni eru fleiri en einn skal skaðabótakröfu beint að rekstraraðila leyfisins. Hafi rekstraraðili ekki greitt skaðabótakröfu að fullu á gjalddaga ber leyfishöfum að greiða eftirstöðvar greiðslunnar í réttu hlutfalli við hlut þeirra í viðkomandi leyfi. Standi einstakur leyfishafi ekki skil á sinni greiðslu skal hlutur hans í greiðslu skaðabóta greiddur af öðrum leyfishöfum í réttu hlutfalli við hlut þeirra í viðkomandi leyfi.

16. gr.

     Í stað orðsins „leyfi“ í 1. málsl. 1. mgr. 30. gr. laganna kemur: rannsóknar- og vinnsluleyfi.

17. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.