Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 726. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1876  —  726. mál.




Breytingartillaga



við frv. til sveitarstjórnarlaga.

Frá Sigmundi Erni Rúnarssyni og Merði Árnasyni.



    Á eftir 6. gr. komi ný grein ásamt fyrirsögn, svohljóðandi.

Lágmarksíbúatala.


    Lágmarksíbúatala sveitarfélags er 1500 íbúar.
    Nú hefur íbúafjöldi sveitarfélags verið lægri en 1500 í þrjú ár samfleytt og skal ráðuneytið þá eiga frumkvæði að því að sameina það nágrannasveitarfélagi. Einnig má þá skipta hinu fámenna sveitarfélagi milli nágrannasveitarfélaga.
    Undantekningu frá þessu ákvæði skal gera ef sérstakar aðstæður hindra það að mati ráðuneytisins að íbúar hins fámenna sveitarfélags geti myndað félagslega heild með íbúum nágrannasveitarfélags.