Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 696. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1886  —  696. mál.
Frumvarp til lagaum breyting á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, með síðari breytingum (eigið fé, stórar áhættur, verðbréfun o.fl.).

(Eftir 2. umr., 8. sept.)1. gr.


    2. málsl. 2. mgr. 1. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. a laganna:
     a.      Í stað orðsins „greiðsluerfiðleikum“ í b-lið 2. tölul. kemur: erfiðleikum með fjármögnun eða endurgreiðslu skulda.
     b.      Við bætast við tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
              10.      Fjármálafyrirtæki: Viðskiptabanki, sparisjóður, lánafyrirtæki, rafeyrisfyrirtæki, verðbréfafyrirtæki, verðbréfamiðlun eða rekstrarfélag verðbréfasjóða sem fengið hefur starfsleyfi skv. 6. gr., sbr. 4. gr.
              11.      Verðbréfun (e. securitisation): Viðskiptasamningur eða kerfisfyrirkomulag þar sem lánaáhætta tengd ákveðinni kröfu eða kröfusafni er lagskipt í hluta (e. tranches) með eftirfarandi hætti:
                      1.      greiðslur samkvæmt viðskiptasamningnum eða kerfisfyrirkomulaginu eru háðar afkomunni af kröfunni eða kröfusafninu, og
                      2.      forgangsröðun laganna (e. tranches) ákvarðar dreifingu taps á líftíma viðskiptasamningsins eða kerfisfyrirkomulagsins.

3. gr.

    Á eftir 29. gr. a laganna koma fjórar nýjar greinar, 29. gr. b – 29. gr. e, er orðast svo ásamt fyrirsögnum:

    a. (29. gr. b.)

Færsla á útlánaáhættu.

     Við útreikning á eiginfjárþörf bera viðskiptabanki, lánafyrirtæki, sparisjóður eða rafeyrisfyrirtæki, sem hvorki eru útgefandi (e. originator), umsýsluaðili (e. sponsor) né upphaflegur lánveitandi (e. original lender), ekki útlánaáhættu í formi verðbréfunar, nema verðbréfunin uppfylli reglur sem Fjármálaeftirlitið setur.
    Við útreikning á eiginfjárþörf geta útgefandi, umsýsluaðili eða upphaflegur lánveitandi ekki undanskilið verðbréfun sem seld hefur verið öðrum aðila, nema útgefandi, umsýsluaðili eða upphaflegur lánveitandi haldi eftir ákveðnum hluta áhættunnar í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins.

    b. (29. gr. c.)

Upplýsingaskylda varðandi verðbréfun.


    Útgefandi eða umsýsluaðili skal greina fjárfestum frá skuldbindingu sinni varðandi verðbréfun skv. 29. gr. b. Hann skal tryggja að mögulegir framtíðarfjárfestar hafi aðgang að öllum viðeigandi upplýsingum varðandi gæði og vanskilastöðu undirliggjandi eigna, sjóðstreymi og tryggingar, auk upplýsinga sem talist geta nauðsynlegar í því skyni að framkvæma heildstæð og traust álagspróf á sjóðstreymi og virði þeirra trygginga sem liggja að baki eignunum. Í þeim tilgangi skulu viðeigandi upplýsingar miðast við þann dag sem stofnað er til verðbréfunar, og síðar ef við á í samræmi við eðli verðbréfunarinnar.

    c. (29. gr. d.)

Reglur Fjármálaeftirlitsins um verðbréfun.


     Fjármálaeftirlitið skal setja nánari reglur um verðbréfun, þar á meðal um framkvæmd ákvæða 29. gr. b og 29. gr. c, þar sem m.a. kemur fram hversu háu hlutfalli áhættu útgefandi, umsýsluaðili eða upphaflegur lánveitandi skal halda eftir og um viðbrögð við viðvarandi lausafjárþurrð á fjármálamarkaði.
    Ef reglur Fjármálaeftirlitsins eru brotnar ber Fjármálaeftirlitinu að krefjast a.m.k. 250% hækkunar á áhættuvog við eiginfjárútreikning. Ef brot telst óverulegt að mati Fjármálaeftirlitsins er heimilt að falla frá auknum eiginfjárkröfum.

    d. (29. gr. e.)

Birting athugana Fjármálaeftirlitsins.

    Einu sinni á ári skal Fjármálaeftirlitið birta niðurstöður athugana sinna á framfylgni reglna skv. 29. gr. b og 29. gr. d. Ef útgefandi, upphaflegur lánveitandi eða umsýsluaðili hefur brotið gegn skyldum sínum skv. 29. gr. b eða reglum Fjármálaeftirlitsins skv. 29. gr. d skal Fjármálaeftirlitið gefa út samantekt þar sem fram kemur til hvaða aðgerða hefur verið gripið.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 30. gr. laganna:
     a.      Á eftir 1. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvæði 1. málsl. eiga þó ekki við um verðbréfafyrirtæki sem ekki hafa starfsheimildir skv. c- og f-lið 1. tölul. 1. mgr. 25. gr., verðbréfamiðlanir og rekstrarfélög verðbréfasjóða.
     b.      2. málsl. 1. mgr. verður 2. mgr. greinarinnar og breytist röð annarra málsgreina samkvæmt því.
     c.      Í stað orðanna „800%“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: 400%.

5. gr.

    4. mgr. 52. gr. laganna orðast svo:
    Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis mega ekki eiga sæti í stjórn annars eftirlitsskylds aðila eða aðila sem er í nánum tengslum við hann né vera starfsmenn eða endurskoðendur annars eftirlitsskylds aðila eða aðila í nánum tengslum við hann. Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis mega ekki sinna lögmannsstörfum fyrir annað fjármálafyrirtæki. Starfsmönnum fjármálafyrirtækis er ekki heimilt að sitja í stjórn viðkomandi fjármálafyrirtækis.

6. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 84. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðunum „byggðir á“ í 2. málsl. 4. mgr. kemur: ársuppgjöri eða.
     b.      Í stað 4. málsl. 5. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Eiginfjárliðir teljast aðeins til eiginfjárþáttar A ef unnt er að færa þá niður til að mæta rekstrartapi fjármálafyrirtækja í áframhaldandi rekstri. Við gjaldþrot eða slit skal greiða innborgað hlutafé og yfirverðsreikning hlutafjár á eftir öllum öðrum kröfum.

7. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 110. gr. laganna:
     a.      Við inngangsmálslið bætist: eftirtöldum ákvæðum laga þessara og reglum settum á grundvelli þeirra.
     b.      4. tölul. orðast svo: 17. gr. um framkvæmd áhættustýringar.
     c.      Orðin „að fara að reglum Fjármálaeftirlitsins“ í 7. tölul. falla brott.
     d.      Á eftir 12. tölul. koma tveir nýir töluliðir, 13. og 14. tölul., svohljóðandi, og breytist röð annarra töluliða samkvæmt því:
        13.        29. gr. b um færslu á útlánaáhættu.
        14.        29. gr. c um upplýsingaskyldu varðandi verðbréfun.
     e.      Orðin „1. og 3. mgr.“ í 13. tölul., sem verður 15. tölul., falla brott.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 112. gr. b laganna:
     a.      Inngangsmálsliður orðast svo: Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn eftirtöldum ákvæðum laga þessara og reglum settum á grundvelli þeirra.
     b.      Við bætast tveir nýir töluliðir, 9. og 10. tölul., svohljóðandi, og breytist röð annarra töluliða samkvæmt því:
                  9.      29. gr. b um færslu á útlánaáhættu.
                  10.      29. gr. c um upplýsingaskyldu varðandi verðbréfun.

9. gr.

    Í stað orðanna „og tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2007/44/EB“ í 117. gr. laganna kemur: tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2007/44/EB og tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/111/EB.

10. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Ákvæði 29. gr. b tekur til verðbréfunar sem stofnað hefur verið til eftir gildistöku þessara laga, en eftir 31. desember 2014 skal ákvæðið einnig ná til allra verðbréfaðra staðna sem stofnað hefur verið til fyrir setningu þessara laga, enda hafi eignum verið skipt út eða eignum bætt við undirliggjandi eignasafn eftir þann tíma.
    Fjármálaeftirlitið skal, fyrir 31. desember 2011, birta upplýsingar um almenn viðmið og aðferðir sem notaðar eru við mat á því hvort skilyrði 29. gr. b eða reglna Fjármálaeftirlitsins skv. 29. gr. d teljast vera uppfyllt.

11. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði d-liðar 3. gr. (29. gr. e) kemur þó ekki til framkvæmda fyrr en frá og með 31. desember 2012.