Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 907. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1916  —  907. mál.




Fyrirspurn



til efnahags- og viðskiptaráðherra um svokallaða kaupleigusamninga um bifreiðar.

Frá Eygló Harðardóttur.



     1.      Samræmist það skattalögum og lögum um ársreikninga sem fjármögnunarfyrirtæki halda fram – þrátt fyrir dóma Hæstaréttar frá í fyrra um að svokallaðir kaupleigusamningar væru í raun lánasamningar – að þau séu réttmætir eigendur þeirra bifreiða sem þau lánuðu fyrir, þótt bifreiðirnar séu í ársreikningum fyrirtækjanna hvergi skráðar sem eign heldur skráðar sem eign í skattframtölum lánþega?
     2.      Er fjármögnunarfyrirtækjunum heimilt að flokka viðkomandi bifreiðar sem eign þegar kemur að vörslusviptingu og uppgjöri skulda en ekki þegar kemur að greiðslu skatta og gerð ársreikninga?
     3.      Ef slík meðferð eigna samræmist ekki gildandi lögum, hvaða viðurlög liggja við slíkum brotum og hvaða úrræði hefur stjórnsýslan til að bregðast við þeim?