Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 886. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1925  —  886. mál.




Svar



forseta Alþingis við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um heildarkostnað við stjórnlaganefnd.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu mikill er heildarkostnaðurinn við stjórnlaganefnd miðað við þær áætlanir sem gerðar voru, er hann endanlegur og hvernig sundurliðast hann?

    Stjórnlaganefnd var kosin af Alþingi 16. júní 2010 á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða í lögum um stjórnlagaþing, nr. 90/2010. Störfum stjórnlaganefndar lauk 6. apríl 2011 þegar nefndin afhenti stjórnlagaráði skýrslu sína, sbr. ályktun Alþingis 24. mars 2011, um skipun stjórnlagaráðs.
    Á þskj. 783 svaraði forseti Alþingis fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni um kostnað við stjórnlaganefnd eins og hann lá fyrir í árslok 2010. Vísast til þess þingskjals um þær ákvarðanir sem teknar voru um þóknanir til nefndarinnar.
    Í svari fjármálaráðherra á þskj. 855, við fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, um áætlaðan kostnað við stjórnlagaþing kemur fram að áætlaður kostnaður við stjórnlaganefnd og störf hennar var sem hér segir:
Stjórnlaganefnd, þ.m.t. starfsmaður, skrifstofuhald
og funda- og ferðakostnaður
19.164.000 kr.
Sérfræðiþjónusta 12.000.000 kr.
Kostnaður var áætlaður 31.164.000 kr.

    Heildarkostnaður við stjórnlaganefnd er 36.174.378 kr. og skiptist þannig:
Greiðslur til nefndar ásamt launatengdum gjöldum 21.466.747 kr.
Greiðslur fyrir sérfræðiþjónustu ásamt launatengdum gjöldum 5.166.906 kr.
Starfsm. nefndar og starfsm. við umbrot 5.634.721 kr.
Ferðakostnaður, gisting, fundaaðstaða 2.279.324 kr.
Prentun skýrslu o.fl. 1.626.680 kr.
    
    Eftirfarandi er yfirlit yfir greiðslur til einstakra nefndarmanna í stjórnlaganefnd og sérfræðinga sem unnu fyrir nefndina:
Stjórnlaganefnd.
Aðalheiður Ámundadóttir 2.897.495 kr.
Ágúst Þór Árnason 2.149.190 kr.
Björg Thorarensen 2.927.970 kr.
Ellý Katrín Guðmundsdóttir 1.806.720 kr.
Guðrún Pétursdóttir 3.540.358 kr.
Njörður P. Njarðvík 1.998.830 kr.
Skúli Magnússon 2.132.077 kr.
Sérfræðiþjónusta.
Birgir Guðmundsson 418.500 kr.
Bryndís Hlöðversdóttir 373.500 kr.
Dóra Guðmundsdóttir 80.000 kr.
Eiríkur Tómasson 351.540 kr.
Elín Ósk Helgadóttir 251.100 kr.
Grétar Þór Eyþórsson 418.500 kr.
Gunnar Páll Baldvinsson 209.250 kr.
Gunnar Helgi Kristinsson 251.100 kr.
Hafsteinn Þór Hauksson 502.200 kr.
Hafsteinn Dan Kristjánsson 426.870 kr.
Kristján Andri Stefánsson 502.200 kr.
Ragnhildur Helgadóttir 190.760 kr.
Sigrún Jana Finnbogadóttir 251.100 kr.
Sigurður Líndal 251.100 kr.

    Ekki er gert ráð fyrir að frekari kostnaður falli á ríkissjóð vegna starfa stjórnlaganefndar.