Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 900. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1934  —  900. mál.




Svar



innanríkisráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur um stöðu einstaklinga sem hlotið hafa dóm en bíða afplánunar.

     1.      Hve margir einstaklingar sem hlotið hafa dóm bíða eftir að geta hafið afplánun, skipt eftir kyni og aldri?
    368 einstaklingar bíða eftir afplánun, 23 konur og 345 karlar. Aldursskipting er sem hér segir:
Aldur Fjöldi
19–20 5
21–25 75
26–30 94
31–35 61
36–40 34
41–45 23
46–50 26
51–55 22
56–60 14
61–65 7
66–70 3
71– 4

     2.      Hve margir þessara einstaklinga, skipt eftir kyni, aldri, brotaflokkum og lengd dóma,
                  a.      má reikna með að verði vistaðir í öryggisfangelsi,
                  b.      fullnægja skilyrðum um vistun í opnu fangelsi,
                  c.      fullnægja skilyrðum um afplánun í samfélagsþjónustu?

    Samkvæmt íslenskum lögum eru fangelsi ekki skilgreind eftir öryggisstigi. Fjögur lokuð fangelsi með svipað öryggisstig eru í landinu, Litla-Hraun, Fangelsið á Akureyri, Fangelsið Kópavogsbraut 17 og Hegningarhúsið við Skólavörðustíg 9. Eftir komu í fangelsi er lagt mat á viðkomandi fanga og ákvörðun um vistunarstað tekin að því loknu.
    Skilyrði fyrir afplánun óskilorðsbundinna fangelsisrefsinga með samfélagsþjónustu eru lögbundin en ekki liggur fyrir hve margir á boðunarlistanum uppfylla þau skilyrði fyrr en skýrsla hefur verið tekin af hverjum og einum og kannað hvort önnur skilyrði séu uppfyllt, t.d. hvort viðkomandi eigi ólokið málum í refsivörslukerfinu.

     3.      Hve margir einstaklingar bíða eftir afplánun vegna vararefsingar?
    1.356 einstaklingar bíða afplánunar vararefsingar fésekta.