Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1979, 139. löggjafarþing 19. mál: skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (heimild lífeyrissjóða til að eiga og reka íbúðarhúsnæði).
Lög nr. 123 27. september 2011.

Lög um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:
  1. Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Með kaupum og rekstri íbúðarhúsnæðis, þar á meðal útleigu.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Lífeyrissjóði er heimilt að stofna félag um rekstur íbúðarhúsnæðis skv. 11. tölul. 1. mgr. eða gera samning við einkaaðila um slíkan rekstur.


2. gr.

     Við 38. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. er lífeyrissjóði heimilt að fjárfesta í íbúðarhúsnæði í samræmi við 11. tölul. 1. mgr. 36. gr. Lífeyrissjóði er jafnframt heimilt að halda því íbúðarhúsnæði sem hann hefur eignast við yfirtöku skv. 2. mgr. og skal líta á slíkt sem fjárfestingu skv. 11. tölul. 1. mgr. 36. gr.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 17. september 2011.